Skessuhorn


Skessuhorn - 26.08.2015, Page 34

Skessuhorn - 26.08.2015, Page 34
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 201534 „Hvað þykir þér vera skemmti- legast við komu haustsins?“ Spurning vikunnar (Spurt í Búðardal) Jónína Guðmundsdóttir „Það er oft svo fallegt veður á haustin“ Sonja Daníelsdóttir „Haustlitirnir á gróðrinum, mér þykja þeir fallegir.“ Soffía Meldal Kristjánsdóttir og Kristján Meldal „Skólinn“ Sigrún Daðadóttir, Árni Dan Ármannsson og Soffía Daða- dóttir. „Berin og haustlitirnir. En í ágúst er það að hitta göngufélagana. Við förum alltaf í haustgöngur með góðum hópi og erum ein- mitt á leið í eina slíka núna.“ Badmintonfélag Akraness mun standa fyrir hópa- og fyrirtækja- móti í íþróttahúsinu við Vesturgötu sunnudaginn 6. september næst- komandi kl. 10:30. Mótið er haldið í samstarfi við bílaumboðið Öskju og verða sigurvegararnir Öskj- umeistarar ársins 2015 og er það liður í fjáröflun félagsins. Jóhanna Ólafsdóttir hjá badmintonfélag- inu sagði í samtali við Skessuhorn að svona mót hafi ekki verið haldið áður á vegum félags- ins. Um nýjung væri að ræða sem ákveð- ið hafi verið að prófa til að styðja og styrkja starfsemi félagsins, kynna badmintoníþrótt- ina og fjölga iðkendum. Annar liður í því séu trim- mæfingar, haldnar þrisvar í viku, þar sem fólki er boðið að æfa frítt til áramóta. „Við höfum átt spilara í fremstu röð undanfarin ár, bæði í ung- linga- og meistaraflokki og þetta mót er liður í því að styrkja starf- semi félagsins og styðja við fram- tíðarspilara, “ sagði Jóhanna Ólafs- dóttir fyrir hönd Badmintonfélags Akraness. Leikfyrirkomulag á komandi móti verður með þeim hætti að hvert lið skipa að minnsta kosti sex leikmenn. Keppt verður í riðlum og stefnt er að því að í hverjum riðli verði fjögur lið. Hvert lið spilar þá þrjár viðureignir og hver leikmað- ur að minnsta kosti þrjá leiki, séu sex leikmenn í liði. Hver viðureign samanstendur af þremur tvíliða- leikjum og er ekki gerður greinar- munur á konum og körlum. Leikn- ar verða tvær lotur í hverjum leik, upp í 21 og vinna þarf með tveim- ur stigum. Ef jafnt er í lotum verð- ur úrslitalota spiluð, en ellefu stig þarf til að sigra hana. Hver unn- inn leikur gefur tvö stig og því mest hægt að fá sex stig úr hverri viður- eign. Svokölluð „spaðaruna“ verð- ur leikin í lok hverrar viðureignar. Fyrir sigur í henni er aukastig í boði. Sig- urvegarar hvers rið- ils komast áfram og leika gegn sigurveg- urum úr öðrum riðl- um. Vegleg verðlaun verða veitt fyrir fyrsta og annað sætið í mótinu, auk þess sem viðurkenning verð- ur veitt fyrir flottustu bún- ingana. „Við höfum fengið góðar undirtektir í aðdraganda móts- ins og ég vonast eftir góðri þátt- töku og skemmtilegum degi,“ seg- ir Jóhanna. Skráning fer fram með tölvupósti á joh.olafsdottir@gma- il.com í síðasta lagi þriðjudaginn 1. september. Upplýsingar um hóp eða fyrirtæki þurfa að fylgja skrán- ingarpóstinum, ásamt upplýsingum um fjölda liða, nafn hvers liðs og nöfn spilara. Þátttökugjald í fjáröfl- unarmótinu er 25 þúsund krónur á hvert lið og þarf það að greiðast eigi síðar en fimmtudaginn 3. sept- ember. kgk/ fréttatilkynning Sunnudaginn 23. ágúst síðastliðinn fór fram Bikarkeppni Frjálsíþrótta- sambands Íslands fyrir 15 ára og yngri á Laugum í Þingeyjarsýslu. SamVest sendi níu þátttakend- ur til keppni í hinum ýmsu grein- um á mótinu og stóðu keppend- ur sig með prýði. Eins og Skessu- horn hefur áður greint frá er Sam- Vest samstarfsverkefni sjö héraðs- sambanda á Vesturlandi og sunn- anverðum Vestfjörðum. Fyrir hönd samstarfsins kepptu að þessu sinni í stúlknaflokki Birta Sigþórsdóttir úr HSH og Liv Bragadóttir, Rak- el Jóna Brede Davíðsdóttir og Saga Ólafsdóttir úr HHF. Í drengja- flokki kepptu Halldór Ólafsson úr HHF, Vignir Smári Valbergsson úr UDN og Daníel Fannar Einarsson, Sigursteinn Ásgeirsson og Stefán Jóhann Brynjólfsson úr UMSB. Liðið hafnaði í fjórða sæti heild- arstigakeppninnar með 95 stig en í stökum greinum komust kepp- endur SamVest sex sinnum á verð- launapall. Sigursteinn Ásgeirs- son vann til gullverðlauna í kúlu- varpi með kasti upp á 11,60m sem er hans besti árangur með fjög- urra kílóa kúlu. Vignir Smári Val- bergsson vann silfurverðlaun í spjótkasti með kasti upp á 41,13m. Saga Ólafsdóttir vann afgerandi sigur í hástökki með stökki upp á 1,60m sem jafnframt er mótsmet. Hún kom síðan önnur í mark í 80m grindahlaupi á 13,43 sek. Birta Sigþórsdóttir hafnaði í þriðja sæti í kúluvarpi með kasti upp á 10,13m sem er hennar besta kast með þriggja kílóa kúlu. Birta er aðeins 12 ára gömul og bætti með kastinu 42 ára gamalt ald- ursflokkamet utanhúss í flokki 12 ára stúlkna. Auk þess hafnaði sveit SamVest í þriðja sæti í 1000m boð- hlaupi stúlkna á tímanum 2:40,19 sek. „Ég er mjög ánægð að við skul- um ná að senda lið á mótið. Ekk- ert sambandanna sjö sem eiga aðild að samstarfinu gæti eitt og sér sent svona hóp til að taka þátt og keppa við stærri félög. Þetta samstarf er að skila margvíslegum ávinn- ingi fyrir lítil félög og frjálsíþrótta- deildir, það er ekki spurning,“ sagði Björg Ágústsdóttir, formaður fram- kvæmdaráðs SamVest, í samtali við Skessuhorn. kgk Fyrr í þessum mánuði var skrif- að undir samning milli Knatt- spyrnufélagsins Fram í Reykjavík og Helga Guðjónssonar í Reyk- holti um áframhald veru hans hjá félaginu. Helgi er uppalinn í Fram þótt hann eigi heima í Borgarfirði. Helgi mætir á æfingar í bænum eft- ir því sem hann hefur tök á og hef- ur verið duglegur að sinna æfing- um allt árið þrátt fyrir að þurfa að aka um 200 km á æfingar. „Helgi er einn af okkar efnilegustu leik- mönnum, leikur í stöðu framherja og hefur átt fast sæti í öllum yngri landsliðum Íslands á undanförnum árum. Helgi mun núna í vetur færa sig um set og hefja nám í borginni og því verður auðveldara fyrir hann að sinna æfingum af fullum krafti. Það er því mikið fagnaðarefni fyrir okkur Fram-ara að hafa tryggt okk- ur krafta Helga næstu tvö árin hið minnsta og verður spennandi að fylgjast með honum vaxa á næstu árum,“ segir í frétt á síðu félagsins. mm E-riðill Evrópukeppni félagsliða í Futsal er spilaður í íþróttahúsinu í Ólafsvík í þessari viku og hófust leikar í gær. Í síðustu viku var unnið að því að setja gólfdúk á íþróttahús- ið. Voru menn frá KSÍ sem stjórn- uðu verkinu og fjölmargir sjálf- boðaliðar þeim til aðstoðar. Alls voru lagðar 28 rúllur af dúk á gólf- ið og tók verkið heilan dag. Lið frá fjórum löndum taka þátt í keppn- inni og spilar Víkingur fyrir hönd Íslands. Er þetta í annað sinn sem forkeppni í Futsal er haldin í Ólafs- vík. Erlendir dómarar mæta til að dæma leikina. Að sögn Jónasar Gests Jónas- sonar, formanns knattspyrnudeild- ar Víkings, eru keppendur og að- stoðarmenn liðanna um 60 og sjálf- boðaliðar 30. Hefur tekist að koma öllum þessum fjölda í gistingu í Snæfellsbæ. Jónas segir þetta mik- ið og snúið verkefni en bætir við að fjöldi fyrirtækja hafi lagt sitt af mörkum til þess að dæmið gengi upp. SportTv mun senda beint frá öllum leikjunum. Jónas hvetur alla til þess að koma og horfa á Futsal leikina og bætir við að Futsalíþrótt- in sé að stækka með hverju árinu. af Dagana 27. - 29. ágúst fer fram þriðja keppni ársins í Íslands- meistarmótinu í rallý, Rally Reykja- vík. Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykja- víkur, sem sér um framkvæmd keppninnar, hefur staðið fyrir al- þjóðlegri keppni allt frá 1979 og er þetta því sú 37. í röðinni. Þessi keppni er ár hvert sú stærsta og erfiðasta á timabili rallökumanna og verða í ár eknir rúmlega þús- und km á tæpum tveimur sólar- hringum, þ.a. um 300 á sérleiðum. Meðal keppenda í Rally Reykjavík verða tveir af Vesturlandi. Öku- þórinn Þorkell Símonarson, Keli Vert í Langaholti, tekur þátt á pick- upjeppa af gerðinni Toyota Hilux, ásamt Þórarni K Þórssyni. Þá verð- ur Aðalsteinn Símonarson úr Borg- arnesi sem fyrr til aðstoðar Baldri Haraldssyni á Subaru en þeir skipa Timon liðið sem ætlar að halda Ís- landsmeistaratitlinum. Keppnin hefur ávallt laðað til sín nokkurn fjölda erlendra þátttak- enda og hafa þeir aldrei verið fleiri en í ár eða tíu áhafnir af í allt 22. Flestar aka þær jeppum, nánar til- tekið Land Rover, sem hafa ver- ið útbúnir sérstaklega til þátttöku í rallý og eru nokkrir þeirra feikilega öflugir eða hátt í 300 hestöfl. Hefst keppnin við Perluna klukk- an 16:00 á fimmtudag og endar klukkan 14:15 á laugardag á sama stað. Verður ekið víða, m.a. í ná- grenni höfuðborgarsvæðisins, far- ið suður á land að Heklurótum og á laugardaginn verður m.a. ekið í Borgarfirði þegar farið verður um Tröllháls og Kaldadal. Báðar leiðir eru skemmtilegar fyrir áhorfendur til að fylgjast með keppninni. Hægt verður að fylgjast með framvindu keppninnar á www. tryggvi.org/rallytimes mm Riðill í Evrópukeppni Futsal spilaður í Ólafsvík Helgi með tveggja ára samning við Fram „Rúður í og þá bara Rallý RVK, en eins og allir vita þá keyra gamlir kallar með hatt frekar rólega en teljast samt stórhættulegir...“ skrifar Keli Vert á Facebooksíðu sína. Hér er Hiluxinn fyrir rúðuísetningu og merkingar. Vestlendingar taka þátt í Rally Reykjavík Badmintonfélag Akraness boðar til fyrirtækjamóts Hópurinn sem keppti á Bikarkeppni FRÍ undir merkjum SamVest. Keppendur stóðu sig með prýði, unnu til sex verðlauna og höfnuðu í fjórða sæti heildar- stigakeppninnar. Góður árangur SamVest keppenda í Bikarkeppni FRÍ

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.