Skessuhorn


Skessuhorn - 26.08.2015, Qupperneq 35

Skessuhorn - 26.08.2015, Qupperneq 35
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 2015 35 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA ÍA tók á móti Keflavík í síðasta leik A riðils 1. deildar kvenna í knatt- spyrnu á Akranesvelli laugardaginn 22. ágúst síðastliðinn. Fyrri leik lið- anna í sumar lauk með 1-1 jafntefli. Skagakonur höfðu aftur á móti ver- ið á mikilli siglingu í deildinni fyr- ir leikinn á laugardag og gátu með sigri tryggt sér annað sæti riðilsins og þátttökurétt í úrslitakeppni um laust sæti í úrvalsdeild að ári. Frá fyrstu mínútu var ljóst að leikmenn ÍA ætluðu sér í úrslita- keppnina. Unnur Ýr Haraldsdótt- ir kom liðinu yfir strax á 5. mín- útu með marki úr vítaspyrnu. Em- ilía Halldórsdóttir jók muninn í tvö mörk á 31. mínútu og áður en flautað var til hálfleiks höfðu Hulda Margrét Brynjarsdóttir og Gréta Stefánsdóttir skorað sitt mark- ið hvor. Staðan í hálfleik því 4-0 og Skagakonur með unninn leik í höndunum. Í síðari hálfleik var það sama uppi á teningnum og í þeim fyrri. Unn- ur skoraði sitt annað mark þegar leikurinn var klukkustundar gam- all. Eyrún Eiðsdóttir kom ÍA í 6-0 á 67. mínútu og Bryndís Rún Þór- ólfsdóttir bætti sjöunda marki liðs- ins við aðeins tveimur mínútum síðar. Þegar komið var fram í upp- bótartíma fullkomnaði Unnur síð- an þrennuna og tryggði ÍA magn- aðan 8-0 sigur í lokaleik riðla- keppninnar. Úrslitin þýða að lið ÍA er kom- ið í annað sæti riðilsins með 19 stig, jafn mörg og Augnablik en tölu- vert betri markatölu. ÍA skoraði 23 mörk í síðustu þremur leikjum sumarsins og liðið er heldur bet- ur komið á skrið á hárréttum tíma, rétt fyrir úrslitakeppnina um sæti í úrvalsdeild að ári. Laugardaginn 29. ágúst næst- komandi ferðast lið ÍA austur í Neskaupstað og mætir Fjarðabyggð í fyrri leik átta liða úrslita á Norð- fjarðarvelli. kgk ÍA tók á móti Fjölni í mögnuðum leik í 17. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu á Akranesvelli síð- astliðinn mánudag. Leikurinn var bragðdaufur og tíðindalítill fyrsta korterið á meðan liðin þreifuðu fyrir sér. Jón Vilhelm Ákason kom ÍA yfir á 16. mínútu eftir að Garðar Gunnlaugsson fleytti útsparki í átt að marki Fjölnis. Bergsveinn Ólafs- son freistaði þess að skalla boltann aftur á markvörð sinn. Jón Vilhelm náði hins vegar boltanum og lagði hann milli fóta markvarðarins. Á 27. mínútu jafnaði Mark Magee fyrir Fjölni með laglegu skoti eft- ir sendingu Arnórs Eyvars Ólafs- sonar. Skagamenn höfðu rétt tek- ið miðju þegar þeir komust aft- ur yfir. Jón Vilhelm fékk boltann í miðjum vítateig Fjölnis eftir þrí- hyrningaspil við Albert Hafsteins- son og renndi honum í fjærhorn- ið. Á 38. mínútu átti Garðar Gunn- laugsson stórkostlega aukaspyrnu sem small í samskeytunum og niður í markteiginn. Arnar Már Guðjóns- son kom á ferðinni, henti sér fram og skallaði boltann í netið. Á loka- mínútu fyrri hálfleiks átti Viðar Ari Jónsson sendingu ofan úr vinstra horninu á kollinn á Mark Magee sem skallaði boltann í nærhornið framhjá Árna Snæ. Staðan þegar flautað var til hálfleiks var því 3-2, Skagamönnum í vil. Síðari hálfleikur fór rólega af stað og örlítil harka færðist í leik- inn. Fátt markvert gerðist þar til á 75. mínútu þegar boltinn barst inn fyrir vörn ÍA á Aron Sigurðarson sem jafnaði með laglegu skoti úr vítateignum. Skagamenn voru æfir, vildu meina að brotið hefði verið á Arnari Má í aðdraganda marksins. Á 81. mínútu fékk Fjölnir skyndi- sókn. Aron Sigurðarson fékk bolt- ann á vinstri kanti, stakk honum inn fyrir á Kennie Chopart sem lagði hann snyrtilega í fjærhornið. En þar með er ekki öll sagan sögð því í uppbótartíma sendi Darren Lough boltann inn í teig. Ármann Smári reis manna hæst og skallaði hann niður og fyrir markið. Bolt- inn barst á fjærstöngina þar sem Garðar Gunnlaugsson var mættur og jafnaði fyrir ÍA. Dramatískum leik á Akranesvelli lauk því með 4-4 jafntefli. Eftir leikinn situr ÍA í níunda sæti deildarinnar með 18 stig eft- ir 17 leiki. Næst heimsækir liðið Fylki sunnudaginn 30. ágúst næst- komandi. kgk/ Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson. Víkingur Ó. mætti Grindavík suð- ur með sjó í lokaleik B riðils fyrstu deildar kvenna í knattspyrnu síð- astliðið miðvikudagskvöld. Leik liðanna fyrr í sumar lauk með 2-2 jafntefli á Ólafsvíkurvelli en fyr- ir leikinn í síðustu viku var ljóst að Víkingur ætti ekki möguleika á sæti í úrslitakeppni um laust sæti í úrvalsdeild að ári. Grindvíkingar voru aftur á móti öruggir með sæti í þeirri keppni og því í sjálfu sér ekki að miklu að keppa á Grinda- víkurvelli. Heimamenn voru sterkari aðil- inn í leiknum. Marjani Hing-Glo- ver kom þeim yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks og bætti síðan öðru marki við á 59. mínútu. Guðrún Bentína Frímannsdóttir innsiglaði svo 3-0 sigur Grindvíkinga á 71. mínútu og tryggði Grindvíkingum toppsæti riðilsins. Leikmenn Víkings Ó. ljúka því keppni í Íslandsmótinu í ár í fjórða sæti B riðils með fimm sigra, þrjú jafntefli og fjögur töp, sem verður að teljast viðunandi árangur í ljósi þess að þetta er aðeins þriðja tíma- bilið sem liðið tekur þátt í Íslands- mótinu í knattspyrnu. kgk Aníta Sól Ágústsdóttir var valin maður leiksins þegar ÍA gersigraði Keflavík í loka- leik riðlakeppni 1. deildar kvenna síðastliðinn laugardag. Hún fékk að launum listaverk eftir Veru Líndal Guðnadóttur. Móðir Veru, Lilja Líndal Aðalsteinsdóttir, afhendir hér Anítu listaverkið fyrir hönd dóttur sinnar. Ljósm. kfia.is. ÍA á möguleika á úrvalsdeildar- sæti eftir stórsigur á Keflavík Samira Suleman skorar í leik með Víkingi í sumar. Liðið hefur lokið þátttöku sinni í Íslandsmótinu þetta árið. Ljósm. af. Víkingskonur hafa lokið þátt- töku í Íslandsmótinu í ár ÍA og Fjölnir skildu jöfn í dramatískum átta marka leik Jón Vilhelm Ákason skoraði tvö mörk á mánudaginn og var valinn maður leiksins af stuðningsmönnum ÍA. Hann hlaut að launum listaverk eftir Jóhönnu L. Jónsdóttur.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.