Skessuhorn - 02.09.2015, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 20152
Þrátt fyrir „hóflega“ berjasprettu er alltaf
eitthvað af bláberjum að hafa, víðast hvar.
Þeir sem hafa þolinmæði og vilja, getu
og þrótt eiga að drífa sig á berjamó áður
en frostið stútar þeirri litlu uppskeru sem
þó er að finna. Allavega er hægt að finna
nóg út á skyrið, jafnvel í graut eða í blá-
berjapæið. Nú eru berin sprottin og bíða
eftir tínurunum.
Sunnan- og suðvestan 8-15 m/s og rign-
ing vestanlands á fimmtudag en hægari
og skýjað með köflum eystra. Vestan 5-13
m/s og skúrir á vestanverðu landinu. Hiti
8-18 stig, hlýjast fyrir austan. Norðvest-
læg átt 5-10 m/s, skýjað en úrkomulítið
og bjart með köflum austanlands á föstu-
dag. Hiti 4-15 stig, hlýjast á Suðaustur-
landi en svalt norðaustan til. Sunnan 8-13
m/s og rigning vestanlands á laugardag.
Hægari og bjart austan til. Hiti 10-15 stig.
Áfram sunnanátt á sunnudag, mánudag
og þriðjudag. Rigning á Suður- og Vestur-
landi, annars þurrt að kalla. Hiti 10-18 stig.
Í síðustu viku var spurt á vef Skessu-
horns: „Hverjir sjá um þvottavélastjórn-
un á þínu heimili?“ Afgerandi meiri-
hluti, eða 56,33% svöruðu því til að það
væri konan á heimilinu. „Þeir fullorðnu“
sögðu 15,38% og „karlinn á heimilinu“
var þriðja algengasta svarið með 11,76%.
„Mjög misjafnt“ svöruðu 2,94% og 2,26%
sögðu að engin þvottavél væri á heim-
ilinu. 0,45% svöruðu „börnin“ og „aðrir“
eða 10,41% sögðu að allir í fjölskyldunni
kæmu að þvottinum, en það hlýtur að
geta skapað töluvert öngþveiti í þvotta-
húsinu á mannmörgum heimilum.
Í þessari viku er spurt:
Hvað læturðu út í kaffið þitt?
Sundgarpar úr Sundfélagi Akraness
gerðu sér lítið fyrir og syntu yfir Faxafló-
ann frá Reykjavík að Langasandi, alls 21
km. leið, til styrktar félaginu. Sundgarpar
þessir eru Vestlendingar vikunnar.
Til minnis
Veðurhorfur
Spurning
vikunnar
Vestlendingur
vikunnar
Staðfesta siða-
reglur
STYKKISH: Á vef Stykk-
ishólmsbæjar er greint frá
því að innanríkisráðuneyt-
ið hafi staðfest siðareglur
kjörinna fulltrúa hjá Stykk-
ishólmsbæ. Alls er á þriðja
tug samþykkta, reglna og
reglugerða sem liggja að
baki siðareglunum og stað-
festingu ráðuneytisins. Má
þar nefna lögreglusam-
þykkt, reglur um vinnu-
skóla, staðsetningu auglýs-
ingaskilta, niðurgreiðslur
hjá dagforeldrum, náms-
styrki og launalaus leyfi og
reglur um útnefningu heið-
ursborgara. Þá er þar að
finna samþykktir um stjórn
bæjarins, hunda- og katta-
hald, meðhöndlun úrgangs,
gatnagerðargjöld, snjó-
mokstur, styrki til íþrótta-
félaga, útsvar, fasteignagjöld
og mörg önnur mál sem alla
jafnan eru inni á borði sveit-
arstjórna.
-mm
Áhersla á að
Akraneshöfn
verði efld
AKRANES: Bæjarráð
Akraneskaupstaðar óskaði
nýverið eftir því að skipu-
lags- og umhverfisráð komi
að gerð umsagnar til Faxa-
flóahafna vegna erind-
is Þorgeirs & Ellerts hf. og
Skagans hf. um uppbygg-
ingu hafnarsvæðis í Lamb-
húsasundi. Í fyrrnefndu er-
indi voru lagðar fyrir hug-
myndir um uppbyggingu
viðlegurýmis og upptöku-
mannvirkja á athafnasvæði
fyrirtækjanna á Akranesi,
ásamt dýpkun aðsiglingar
og nauðsynlegum sjóvörn-
um. Ætla má að kostnaður
við framkvæmdirnar nemi
um 2,5 milljörðum króna.
Skipulags- og umhverfis-
ráð hefur nú fjallað um mál-
ið og bendir á það í bókun
sinni að fyrir liggi vinna við
endurskoðun á aðalskipu-
lagi. Þar verði lögð áhersla
á að aðstaða Akraneshafn-
ar sem fiskihafnar verði efld
sem fiskihöfn og endurbætt
til að höfnin geti tekið á
móti stærri skipum. Bæjar-
ráð tók undir þessa umsögn
á fundi sínum 27. ágúst síð-
astliðinn. Í fundargerð bæj-
arráðs kemur einnig fram
að bæjarráð telur afar mik-
ilvægt að styðja við atvinnu-
uppbyggingu á sviði skipa-
smíða og að Faxaflóahafnir
kanni fýsileika verkefnisins
við Lambhúsasund.
-grþ
Margrét Sigurþórsdóttir starfsmað-
ur á Brákarhlíð í Borgarnesi tók
upp á sitt einsdæmi að fara af stað
með fjáröflun fyrir stólakaupum í
félagsaðstöðu á heimilinu. Í gamla
matsalnum í Brákarhlíð er góð að-
staða fyrir margskonar afþreyingu
og samkomur. Þar hafa starfsmenn
stundum boðið íbúum Brákarhlíðar
upp á skemmtanir eins og bingó eða
bíósýningar. „Það er svo leiðinlegt
að geta ekki gert neitt almennilegt
hér því það vantar stóla fyrir fólkið.
Það eru bara örfáir stólar hér inni og
því ekki margt hægt að gera. Þá er
salurinn ekki leigður út fyrir sam-
komur eða slíkt ef ekki eru stólar.
Það væri upplagt að geta gert eitt-
hvað slíkt. Fyrir nokkru síðan ákvað
ég að hafa bíósýningu í salnum fyr-
ir íbúana, enda frábær salur og mjög
flottur fyrir slíkt, en þá lentum við í
því að það voru ekki stólar fyrir alla.
Við starfsfólkið vorum því á hlaup-
um um allt að ná í stóla hingað og
þangað svo allir gætu nú verið með,“
segir Margrét.
Rík af hjálpsömu fólki
„Um kvöldið eftir bíósýninguna fór
ég að hugsa þetta og mig langaði að
gera eitthvað svo hægt yrði að kaupa
fleiri stóla í salinn. Ég ákvað þá að
ég ætlaði að vera með fjáröflunar-
viðburð. Ég heyrði í Sissa syni mín-
um og hann tók mjög vel í þetta og
sagði strax að hann gæti verið hljóð-
maður fyrir mig,“ segir Margrét og
bætir því við að hún sé nú mjög rík
af hjálpsömu fólki. Í fjölskyldu Mar-
grétar er mikið af tónlistarfólki og
allir eru boðnir og búnir að aðstoða.
„Stuttu síðar, eða núna í vor, fórum
við starfsfólkið í starfsmannaferð
og þar bar ég þessa hugmynd mína
upp. Ég sagðist glöð taka á móti allri
aðstoð og væri að leita að sjálfboða-
liðum. Ég tók það þó fram að ég
vildi ekki fá neina neikvæðni og ein-
göngu þeir sem væru jákvæðir fyr-
ir þessu ættu að bjóða sig fram. Það
fór svo að rúmlega 30 manns skráðu
sig og voru tilbúnir að hjálpa,“ segir
Margrét og brosir. Margar hendur
munu því koma að verkinu.
Gamli ungmenna-
félagsandinn
Fjáröflunarsamkoman verður í
Hjálmakletti sunnudaginn 6. sept-
ember. „Þetta verður svona söng-
ur, grín og glens, gamli ungmenna-
félagsandinn verður ríkjandi,“ segir
Margrét og hlær. „Við höfum komið
að opnum dyrum hjá öllum sem við
höfum leitað til með aðstoð. Borg-
arbyggð lánaði okkur t.d. húsnæð-
ið endurgjaldslaust og nemendur
úr menntaskólanum ætla að koma
og bjóða börnum upp á andlitsmál-
un. Það hafa bara allir verið boðnir
og búnir til að hjálpa. Eva Margrét,
barnabarn mitt, og Snorri, maður-
inn hennar, ætla að syngja, Olgeir
Helgi og Íris Björk koma einnig
fram og fleiri. Svo má ekki gleyma
Brákarhlíðarkórnum sem hefur ver-
ið að æfa stíft og mikil tilhlökkun
er hjá þeim og okkur öllum. Svo er
hópur kvenna 67 ára og eldri sem
ætla að sýna gestum línudans,“ segir
Margrét að lokum. arg
Flottur salur sem nýtist ekki nægilega vel vegna skorts á húsgögnum.
Fjáröflunarsamkoma framundan til
stólakaupa fyrir Brákarhlíð
Framvæmdir hófust í liðinni viku
við lagfæringar á umhverfi á svæð-
inu næst Akranesvita á Breiðinni á
Akranesi. Í verkinu felst að gerður
verður áningarstaður við vitann með
göngustígum og útsýnispalli. Steypa
á stétt næst svæðinu við grjótgarðinn
og setja upp timburbryggju og bekki
til að gestir geti notið útsýnisins,
eins og sést á meðfylgjandi teikn-
ingu sem unnin er af Landslagi arki-
tektastofu ofan í loftmynd af Breið-
inni. Verksamningur var undirritað-
ur á bæjarskrifstofunum síðastliðinn
þriðjudag við Skófluna hf. sem tek-
ur að sér að framkvæma verkið. Gert
er ráð fyrir að framkvæmdum verði
lokið fyrir nóvember í haust. mm
Umhverfisframkvæmdir hafnar á Breiðinni á Akranesi
Síðastliðinn miðvikudag var verið að styrkja stoðir undir fiskhjallanna á
Breiðinni, sem hrundu í einu af óveðrunum í fyrravetur. Ljósm. kgk.Þannig er gert ráð fyrir að svæðið líti út eftir breytingarnar.
Mælt út fyrir fram-
kvæmdum. Guð-
mundur í Skóflunni
og Sigurður Páll
sviðsstjóri skipulags-
og umhverfissviðs
Akraneskaupstaðar
fylgjast með gröfu-
manninum vinna verk
sitt á mánudaginn.
Ljósm. hs.
Margrét Sigurþórsdóttir fór af stað með fjáröflun svo hægt yrði að kaupa stóla í
gamla matsal Brákarhlíðar.