Skessuhorn


Skessuhorn - 02.09.2015, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 02.09.2015, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 20156 Greiðslumark í mjólk selt á 200 kr LANDIÐ: Tilboð í kaup og sölu á greiðslumarki í mjólk voru opnuð á mánudaginn hjá Matvælastofnun. Markaðurinn fer fram samkvæmt reglugerð nr. 190/2011. Jafnvægisverð á markaði reyndist nú 200 krón- ur fyrir hvern lítra mjólkur og er það 50 krónum hærra lítra- verð en á síðasta markaði sem fram fór 1. apríl í vor. Alls bárust Matvælastofnun 24 tilboð um kaup eða sölu á greiðslumarki. Gild sölutilboð voru níu og gild kauptilboð voru 15. Alls var 367 þúsund lítrar boðnir til sölu en óskað eftir kaupum á 950 þús- und lítrum. Þeir sem lögðu inn tilboð um sölu á greiðslumarki á verði sem var 200 krónur á lítra eða lægra selja nú greiðslumark sitt. Sjá nánar á mast.is. -mm Telja brýnt að hefja vegafram- kvæmdir AKRANES: Bæjarráð Akranes- kaupstaðar telur að brýnt sé orð- ið að ráðast í framkvæmdir við Vesturlandsveg til að tryggja ör- yggi vegfarenda á Vesturlandi. Vegurinn er með eina akrein í hvora átt og verða akstursskil- yrði oft erfið vegna veðurfars á Kjalarnesi og í Kollafirði. Bæj- arráð sendi umsögn til sam- göngu- og umhverfisnefndar Alþingis 4. júní síðastliðinn þar sem lögð er áhersla á áðurnefnd- ar framkvæmdir. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs frá 27. ágúst síðastliðnum. Á sama fundi var fjallað um öryggismál í Hvalfjarðargöngum. Þá kem- ur fram að það liggi fyrir að gera þurfi vandaða umferðarspá fyr- ir Vesturlandsveg og Hvalfjarð- argöng til næstu tíu ára, sem taki mið af vaxandi fjölda ferða- manna á Íslandi og aukinna um- svifa á Grundartanga. –grþ Kostnaður og tekjur lægri en áætlað var BORGARBYGGÐ: Á fundi Byggðarráðs Borgarbyggðar fimmtudaginn 27. ágúst síð- astliðinn fór Eiríkur Ólafs- son, fjármálastjóri Borgar- byggðar, yfir fjárhagsstöð- una í lok júlímánaðar miðað við fjárhagsáætlun. Þar kom fram að í flestum liðum væri kostnaður undir áætlun en jafnframt væru tekjur einnig nokkuð lægri en áætlað hafði verið. Þrátt fyrir fjölgun íbúa og góða atvinnustöðu virðast útsvarstekjur ekki samræm- ast væntingum, segir í fund- argerð. –kgk Gert við vatns- leka á Hellis- sandi SNÆF: Í síðustu viku var unnið við lekaleit á Hellis- sandi, eftir kvartanir íbúa vegna lágs vatnsþrýstings þar í bæ. Á heimasíðu Snæfells- bæjar kemur fram að upptök lekans hafi fundist að lokum með aðstoð hlustunarbúnað- ar. Gati á vatnslögn hafi ver- ið lokað og vatnsþrýstingur hafi aukist til muna eftir lag- færingarnar. –kgk Ólsaragleði í september RVK: Ólsaragleðin 2015 verður haldin laugardaginn 12. september næstkomandi í Gullhömrum í Grafarholti í Reykjavík. Þar munu koma saman brottfluttir Ólsarar og þeir sem enn búa heima. Þar verður boðið upp á þriggja rétta máltíð, happadrætti, ljósmyndasýningu og óvænt- ar uppákomur. Að kvöldverð loknum verður dansleik- ur þar sem hljómsveitirnar Klakabandið og Nota Bene leika fyrir dansi. Veislustjór- ar kvöldsins eru Olga Krist- jáns og Sigga á Grund. Nán- ari upplýsingar má finna á facebook síðunni Brottfluttir Ólsarar eða hjá Jensínu Her- mannsdóttur, s. 846-8836 og Díönu Ríkharðsdóttur s. 869-8121. -fréttatilkynning Íbúafundur í kvöld BORGARFJ: Sveitarfé- lagið Borgarbyggð hefur boðað til opins íbúafundar á Hvanneyri í kvöld, miðviku- daginn 2. september klukk- an 20:00. Á dagskrá fundar- ins er kynning á ákvörðun- um sveitarstjórnar um breyt- ingar á rekstri og skipulagi Hvanneyrardeildar Grunn- skóla Borgarfjarðar. Að því loknu verða umræður og fyr- irspurnir. -mm Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akra- nesi á afmæli 12. september næst- komandi. „Í tilefni af því koma fyrrverandi og núverandi starfs- menn skólans saman klukkan hálf- tíu til miðnættis á Gamla Kaup- félaginu við Kirkjubraut á Akra- nesi. Allir sem hafa starfað við skól- ann eru hvattir til að líta við og lyfta glasi eða kaffibolla,“ segir í tilkynn- ingu frá Átthagafélagi FVA. Þess má einnig geta að félagið heldur úti sérstakri Facebook síðu. mm Hafist verður handa við að leggja ljósleiðara um Skógarströnd í Döl- um nú í haust, frá Hörðubóli í Mið- dölum og sem leið liggur að Stykk- ishólmi. Er það fyrirtækið Orku- fjarskipti hf. sem mun leggja ljós- leiðarann. Verkefnið var kynnt á íbúafundi í Árbliki föstudaginn 25. ágúst síðastliðinn. Þar ræddi Har- aldur Benediktsson alþingismað- ur um átak varðandi ljósleiðara- væðingu landsins á næstu árum og Guðmundur Gunnarsson frá Rafal og SSV fór yfir hönnun ljósleiðara- kerfis um Dali. Benedikt S. Haraldsson, verk- efnisstjóri Orkufjarskipta, fór yfir stöðu mála fyrir fyrirhugaða lagn- ingu ljósleiðarans um Skógar- strönd. Í máli hans kom fram að eins og staðan er í dag stendur ekki til að leggja heimtaugar sam- hliða sjálfum ljósleiðaranum heldur verður aðeins gert ráð fyrir þeim. Að sögn Sveins Pálssonar, sveitar- stjóra í Dalabyggð, er unnið að því þessa dagana að finna leiðir til að leggja megi og tengja heimtaug- arnar um leið og ljósleiðarann um Skógarströnd. „En að öðru leyti er staðan sú að við vonumst auðvitað til að átak um ljósleiðaravæðingu Íslands hljóti framgöngu hjá ráðuneytum og fjárlaganefnd nú í haust. Raf- al hefur, að tilhlutan Dalabyggðar og Samtaka sveitarfélaga á Vestur- landi, unnið að hönnun dreifikerf- is um Dalabyggð og er sú vinna langt komin. Enn er unnið að því að finna leiðir til að leggja og tengja heimtaugar um leið og lagt verður milli Hörðubóls og Stykkishólms en ekki er hægt að segja fyrir um niðurstöðu á þessari stundu,“ sagði Sveinn. kgk Í síðustu viku voru þýskir slökkvliðsmenn á ferð um Vesturland. Þeir gistu í Ólafsvík og nýttu dagana til að skoða sig um á Snæfells- nesi. Þriðjudaginn 25. ágúst nýttu þeir til að sigla um Breiðafjörðinn með Sæferðum og um kvöldið áttu þeir heimboð til Slökkviliðs Grundarfjarðar. Þar var kátt á hjalla en á borð- um var grillaður koli í boði G.Run og ýms- ar veigar. Voru Þjóðverjarnir og fylgdarmenn þeirra frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hinir kátustu með þetta og skemmtu sér kon- unglega enda veður með ágætum. tfk Ljósleiðari verður lagður um Skógarströnd í Dölum í haust, frá Hörðubóli í Mið- dölum til Stykkishólms. Ljósleiðari um Skógarströnd í haust Gleðistund á afmæli Fjölbrautaskóla Vesturlands Þýskir slökkviliðsmenn á ferð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.