Skessuhorn


Skessuhorn - 02.09.2015, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 02.09.2015, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 20154 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smáaug- lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.573 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.230. Rafræn áskrift kostar 2.023 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.867 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Tuttugu þátta skaup Ekki kæmi mér á óvart að innan tíðar verði að vænta yfirlýsingar frá Ríkis- sjónvarpinu þess efnis að vegna offramboðs af „álitlegu efni“ verði að þessu sinni ekki hægt að senda út áramótaskaupið á einu kvöldi. Því verði Skaup- ið tuttugu þátta sería sem hefji göngu sína á aðventunni og verði sýnt dag- lega til áramóta. Ég krossa fingur að Jóladagatal barnanna verði ekki fært aftur sem því nemur og hefji göngu sína á þrettándanum. Jólunum hefur jú áður verið frestað og tæplega yrði RUV skotaskuld úr því fyrst mikið liggur við. Af og til á þessu ári hafa komið upp mál sem snerta opinberar persónur, stjórnmála- og embættismenn. Mál sem benda til þess að mörgum þeirra hlýtur að vera nokk sama um eigið orðspor. Bara að komist verði til áhrifa með góðu eða illu og hægt verði að halda völdum eins lengi og þarf. Til dæmis urðu nafngreind blaðakona og systir hennar uppvísar af því fyrr á árinu að reyna að kúga fé út úr einum ráðherranum og eiginkonu hans. Fyrir hvaða sakir er mér ekki kunnugt en væntanlega verður það upplýst fyrr en síðar. Líklega þó eigi síðar en fyrir næstu kosningar. Nú hefur nafn annars ráðherra komið upp. Sá rataði á síður fjölmiðla fyrir óheppileg- ar sakir, svo ekki sé meira sagt. Skyndikynnasíða af erlendum toga tapaði nefnilega viðskiptavinalistanum sínum í hendur óprúttinna aðila og nú má lesa nöfn presta, grínara, stjórnmálamanna og 120 fleiri „valinkunnra“ Ís- lendinga á þeim lista sem löngu er kominn út um víðan völl. Eftirmálarnir verða vafalaust flestir leystir innan veggja heimila viðkomandi, en út á við eru þeir sem í þessa aðstöðu hafa komið sér að skaða orðspor sitt varanlega. En þeim er sleppt með skömmina, af því þeir eru Íslendingar. Það er eina refsingin sem þeir þurfa að búast við hér á landi. Hér axlar aldrei nokkur maður ábyrgð og hér er skömm ekki talin fyrirstaða þegar klífa þarf met- orðastigann hratt og örugglega. Hér á landi tíðkast nefnilega ekki að fólk í opinberum trúnaðarstörfum taki pokann sinn. Sú hefð hefur nánast verið viðurkennd að þagga niður vafasama háttsemi hvort sem er af hálfu embættismanna eða stjórnmála- manna, sem náttúrlega er stórhættulegt. Ef fjölmiðill er óþægur er jafnvel framkvæmd fjandsamleg yfirtaka og „vandamálið“ upprætt, en hið raun- verulega vandamál sem fjölmiðillinn fjallaði um látið liggja óleyst. En auð- vitað er slíkt beinlínis skaðlegt lýðræðinu, fjölmiðlar án tengsla við hags- muna- og fjármálaöfl verða að vera til. Opinberar persónur í áhrifastöðum verða einfaldlega að vera þokkalega vammlausar. Án þess eru þær afleitar fyrirmyndir og geta alls ekki ætlast til að borin sé virðing fyrir þeim. Í lönd- unum í kringum okkur leyfist heldur ekkert svona lagað. Engin þöggun. Ef fólk vísvitandi misstígur sig þarf það að taka pokann sinn og afla sér við- urværis annarsstaðar. Þar fá stjórnmálaflokkar, eða þær stofnanir sem við- komandi standa í forsvari fyrir, að njóta vafans. Einstaklingurinn víkur ef hann ber sök, gengur á mannorð sitt á kostnað þeirrar stofnunar sem við- komandi veitir forstöðu. Við munum eftir danska ráðherranum sem keypti pakka af bleium út á kreditkort ráðuneytisins. Það eitt og sér dugði, fjöru- tíu Pampers bleiur á kostnað skattborgara og viðkomandi var umsvifalaust rekinn. Gat snautað heim og farið að handþvo taubleiur. Öllum var sama. Ég hygg að margir Íslendingar vilji getað treyst þeim sem kosnir eru til að stjórna landinu og vera í forsvari fyrir það. Mér finnst til dæmis ekki trú- verðugt þegar maki þjóðhöfðinga er með lögheimili í öðru ríki og borgar þar skatta sína. Meiri lítilsvirðingu við þegnana er tæpast hægt að sýna. Það er heldur ekkert eðlilegt við að stjórnmálamenn segi ósatt og fái að komast upp með það. Nei, ég vil ekki fyrir nokkurn mun þurfa að horfa á tuttugu þátta séríu af áramótaskaupi, eitt finnst mér að ætti að duga. Magnús Magnússon. Vaskir menn á vegum Sjálfseign- arstofnunar Arnarvatnsheiðar og Geitlands hafa nú seinni hluta ágústmánaðar unnið við endur- gerð gangnamannaskálans við Úlfsvatn. Félagið var stofnað fyr- ir síðustu sameiningu sveitarfélaga og er hlutverk þess að eiga og reka gangnamannaskálana við Úlfsvatn og Álftakrók og upprekstur Geit- lands og Arnarvatnsheiðar, eins og nafnið bendir til. Fyrir á sökkli var A-hús sem orðið var fúið og barn síns tíma. Verkinu miðaði vel og er gert ráð fyrir að byggingunni verði að mestu lokið fyrir göng- ur, en þær hefjast um miðja næstu viku. Þó verður frágangsvinna eft- ir, að sögn Snorra Jóhannessonar veiðivarðar og bónda á Augastöð- um. Að sögn Snorra er húsið einn- ig leigt út til gistingar fyrir veiði- menn og ferðahópa á sumrin. Þótti nauðsynlegt að bæta eldunar- og salernisaðstöðu í húsinu og fjölga svefnplássum, en þeim fjölgar um a.m.k. tíu við breytingarnar. Geta þá með góðu móti 25 gist í skál- anum. Svefnloft verður að hluta og gamli svefnskálinn var lengdur um tvo metra. mm/ Ljósm. sj. Hjónin Steindór Örn Jakobsson og Júlíana Rut Jónsdóttir voru á leið frá Reykjavík til Akraness síðastlið- inn mánudag. Þegar þau voru kom- in undir Akrafjallið tóku þau eftir því að strætisvagn nálgaðist bifreið þeirra að því er virtist á miklum hraða en sjálf voru þau á um 90 kíló- metra hraða. Að endingu tók stræt- isvagninn framúr bifreið hjónanna á góðri siglingu. Júlíana segir frá þessu á Facebook síðu sinni og birt- ir myndir af framúrakstrinum með færslunni. „Það voru bílar að koma á móti sem hafa örugglega þurft að hægja á sér. Það munaði ekki miklu að þarna yrði slys. Þetta var alveg fáránleg hugmynd hjá vagnstjóran- um að taka fram úr þarna, því það var ekki nema um tveggja til þriggja mínútu akstur eftir að hringtorg- inu og hann þyrfti hvort eð er að stoppa þar rétt á eftir og myndi þá blokka alla umferð þar framhjá,“ segir Júlíana í færslu sinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist við sunnanvert Akrafjall. Í lok júní tók Skagamaðurinn Flosi Pálsson myndband af hraðakstri og framúr- keyrslu strætisvagnsstjóra. Mynd- bandið vakti athygli um land allt og var skoðað af tugþúsundum. Þá kemur fram í athugasemdum und- ir færslu Júlíönu Rutar að fleiri hafi séð Strætó stunda slíkan glæfra- akstur. grþ Í liðnum mánuði sáu einhverjir ferðalangar undir jöklu ástæðu til að „skreyta“ það sem eftir stend- ur af íbúðarhúsinu á Dagverðará með veggjakroti. Jörðin hefur ver- ið í eyði síðan á sjöunda áratugnum og hefur íbúðarhúsið á Dagverðará látið mikið á sjá síðustu ár og ekki eru mörg ár síðan þakið fauk af því. Mörgum finnst sorglegt að vita til þess að ferðamenn beri ekki meiri virðingu fyrir umhverfinu og göml- um minjum en raun ber vitni. Helmingur jarðarinnar á Dag- verðará er í einkaeigu en hinn hlut- ann á ríkið. Jörðin hefur verið til sölu frá 2011. Snæfellsjökulsþjóð- garður markast af jörðinni að norð- an- og vestanverðu. Flestir tengja húsið við Þórð Halldórsson refa- skyttu og lífskúnstner sem kenndi sig við bæinn og þá er Hollvina- félag Þórðar á Dagverðará til. Árið 2013 var frumsýnd heimildamynd um æviskeið Þórðar. þa Svona litu húsin út fyrir endurgerð A-hússins. Endurbæta Úlfsvatnsskála á Arnarvatnsheiði Húsið er nú fokhelt og áfast við eldra hús Þessi mynd er tekin þegar búið var að lakka gólfið í nýja skálanum. Veggjakrot á rústir bæjarins á Dagverðará Strætó að taka framúr á yfir 100 kílómetra hraða á meðan bílar úr gagnstæðri átt nálgast. Ljósm. Júlíana Rut Jónsdóttir. Enn og aftur sannast hraðakstur bílstjóra Strætó

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.