Skessuhorn


Skessuhorn - 02.09.2015, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 02.09.2015, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 201528 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is TRÉSMIÐJAN AKUR EHF. Trésmiðjan Akur ehf. • Smiðjuvöllum 9 300 Akranesi Sími 430 6600 • akur@akur.is • www.akur.is ÖLL ALMENN TRÉSMÍÐAÞJÓNUSTA Endurbætur og nýsmíði Þök – Klæðningar – Gluggar – Útihurðir – Sólpallar LAUSNIN HÖFÐASELI Opnunartími er frá kl. 8:00-16:00 alla virka daga R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Tjónaskoðum fyrir öll tryggingafélög Borgarness Bíldahöfða 12 • Reykjavík • 587 6688 • www.fanntofell.is fanntofell@fanntofell.is • facebook.com/fanntófell-ehf BORÐPLÖTUR - SÓLBEKKIR Framleiðum eftir óskum hvers og eins Mikið úrval efna, áferða og lita SK ES SU H O R N 2 01 4 Vélaviðgerðir • Gírupptektir • Þrif á kælum Rennismíði • Viðgerðarvinna Vélaverkstæði Hillarí Nesvegi 9 340 Stykkishólmi Símar: Sigurður 894-6023 Rúnar 694-9323 Smíðum úr stáli, járni og áli PARKETLIST PARKETSLÍPUN OG LÖKKUN Sigurbjörn Grétarsson GSM 699 7566 parketlist@simnet.isparketlist@parketlist.is Bifreiðaþjónusta Harðar ehf. Smur og dekkjaþjónusta Sala á dekkjum og olíuvörum Borgarbraut 55 - 310 Borgarnesi 437 1192 / 847 8698 - midgardur@vesturland.is SK ES SU H O R N 2 01 4 Pennagrein Árið 1918 hóf Brynjólfur Bjarnason búskap í Króki í Norðurárdal. Hann mun hafa verið skynsamur mað- ur og búskapur hans einkenndist af hófsemi og snyrtimennsku eftir því sem mér hefur verið sagt. Brynjólf- ur keypti Ísafold og Vörð. Blað sem víða kom á sveitaheimili. Ritstjóri þess Valtýr Stefánsson var áhuga- samur um skógrækt. Hann átti það til að senda skilvísum kaupendum blaðsins birkifræ. Einn þeirra var Brynjólfur. Á þessum árum var engin brú á Norðurá við Krók. Höfðinn sem þarna er á árbakkanum bæjarmeg- in árinnar er aðskilinn frá túninu af langri dæld. Þar heitir Húsadal- ur (sjá uppdrátt). Á þessum árum var höfðinn innan túns og engin brú á ánni. Þar dreifði Brynjólfur fræjum ritstjórans. Þegar tímar liðu spratt þar upp snotur birkilundur. Á sjö- unda áratug síðustu aldar var Norð- urá brúuð við Krók. Vegur var lagð- ur að brúnni þannig að höfðinn var á aðra hönd en Húsadalurinn á hina. Nú urðu þarna ýmsar breytingar. Birkikjarrið varð að víkja fyrir fram- kvæmdunum og túngirðingin var lögð eftir Húsadalnum endilöngum. Fólkið í Króki reyndi að bjarga því, sem bjargað varð. Trjáplöntur voru færðar heim að bænum og jafnvel á aðra bæi í sveitinni. Það var auðvitað sárt að sjá þetta ræktunarstarf brotið niður en á hinn bóginn voru samgöngubæt- urnar mikils verðar. Af einhverj- um ástæðum urðu tvö birkitré eftir þarna í vegarkantinum. Þau standa þar enn sem eins konar minnisvarði um áhuga ritstjórans og bónd- ans skilvísa á því að bæta landið og rétta hlut þess eftir beitarálag lið- inna alda. Og tíminn leið. Árið 1992 hófu núverandi ábúendur í Króki skóg- rækt á jörðinni. Eitt fyrsta verk þeirra var að endurreisa túngirð- inguna og þar með girðinguna eft- ir Húsadalnum endilöngum. Nú voru hríslurnar tvær utan hennar. Annars vegar var höfðinn og hluti Húsadalsins óvarinn en drjúgur hluti hans innan hennar. Nokkru eftir að þetta starf var hafið komu í heimsókn gamlir vinir. Hjón úr Reykjavík. Konan kenndi mér að búa til gönguhlið að skoskri fyrir- mynd, sem þarna má sjá á girðing- unni. Því get ég þessa hér að ég tel að hlið eins og þetta séu mun betri lausn en þær prýlur sem víða sjást þar sem fólk þarf að komast yfir girðingar. Maður hennar benti mér aftur á móti á merkilegt fyrirbrigði sem er upphaf þessa máls. Eftir morgungöngu á þessu svæði spurði hann mig: Hefurðu tekið eftir sálf- sánu birkiplöntunum þarna í Húsa- dalnum? Ég fór að huga að þessum plöntum og hef fylgst með þeim síð- an enda er þarna um að ræða skóla- bókardæmi um skógrækt og sam- býli hennar við sauðfjárrækt. Hrísl- urnar tvær bera fræ árlega og vind- urinn feykir þeim á báða vegu yfir girðinguna niður í Húsadalinn og á höfðann utan hennar. Þegar nánar var að gáð sáust þessar litlu plöntur einnig á höfðanum utan girðingar- innar. Við skýldum sumum þeirra með steinum, sem raðað var í hring um þær. Þarna gróðursettum við einnig nokkrar birkiskógarplöntur, aspir og eina eða tvær greniplöntur. Plöntunum skýldum við sumum með tilskornum stærri gosflöskum. Síðan fylgdumst við spennt með. Þarna hagar svo til að fé úr næstu byggðarlögum leitar upp með ánni til afréttarins. Þangað hefur því ver- ið opnuð leið milli árinnar og þjóð- vegarins. Við höfum reynt að halda landinu okkar megin brúarinnar sauðlausu en á ýmsu hefur gengið þrátt fyrir reglubundna smölun og ýmsar tilraunir til þess að hlífa þess- um kærkomna nýgræðingi. Það varð ekki komist hjá þessu sambýli við sauðfjárbúskapinn þó ekki væri nú beinlínis eftir því sótt. Hver er svo árangurinn eftir nær aldarfjórð- ungs sambýli rollunnar og plönt- unnar á þessum stað. Utan girðing- ar finnast enn margar plöntur en engin þeirra nær að vaxa upp til þess að verða tré. Ræturnar lifa, stofn- inn gildnar og á hverju vori teygja þær árssprotann í átt til ljóssins og lengra lífs en jafn oft kem- ur þessi óboðni gestur og klipp- ir af þenn- an boðbera nýrra skóga. Vafalaust verður fallþunginn meiri að hausti því gestunum er heldur ekki öllum ætlað langlífi. Innan girðingar er hins veg- ar annar heimur lífs og grósku. Þar standa nú tré vaxin af þessum sjálfs- ánu plöntum sem sprottið hafa upp af þeim fræjum sem vindurinn feykir í öruggara skjól fyrir þessu sambýli. Það er löng og sársaukafull reynsla okkar að sauðfjárrækt og ræktun skóga fari ekki saman. Hérna hafa þúsundir af birkiplöntum, græð- lingum, öspum og víðiplöntum orð- ið sjálfteknu beitarálagi að bráð. Þar er engu eirt. Að vorinu er hættan mest og þá leggst féð jafnvel einn- ig á lerkið og grenið. Það er kannske mögulegt að beita fé í fullþroskaðan laufskóg þar sem ekki er óskað eft- ir nýliðun. Sú beitarstjórn þarf svo sannarlega að vera nákvæm og vel ígrunduð. Þýðingarmeira er þó að sauðfjárbændur og þeir sem skóginn rækta virði tilverurétt hvers annars. Stærsta skrefið í þá átt væri að af- nema það miðaldafyrirkomulag sem kallað er lausaganga búfjár. Það verður þó naumast gert nema sam- félagið komi á myndarlegan hátt til móts við sauðfjárbændur og aðstoði þá við að aðlagast þeirri tilveru sem siðaðar þjóðir hafa tamið sér í þess- um efnum. Gunnar Jónsson, Króki. Beit og skógur Planta utan girðingar. Skema sem sýnir staðhætti við Krók. Birkihrísla sem bitið er ofan af á hverju ári.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.