Skessuhorn - 02.09.2015, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2015 31
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar
frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á
augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt
leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín
kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
auðveldar smásendingar
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA
SMÆRRI SENDINGAR
������� ���������
� e���.��
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
ÍA mætti Fjarðabyggð í úrslita-
keppni fyrstu deildar kvenna í
knattspyrnu á Norðfjarðarvelli síð-
astliðinn föstudag. Var þetta fyrri
leikurinn í átta liða úrslitum. Jafnt
var á með liðunum framan af leik
en leikmenn ÍA fengu nokkur ágæt
færi sem ekki tókst að nýta. Þær
komust hins vegar yfir á 42. mínútu
með marki frá Maren Leósdóttur
og leiddu leikinn þegar flautað var
til hálfleiks. Skagastúlkur hófu síð-
ari hálfleikinn af krafti og juku for-
ustuna á 53. mínútu með marki frá
Megan Dunnigan. Aðeins tveim-
ur mínútum síðar skoraði Emilía
Halldórsdóttir og kom ÍA í 0-3.
Spilamennska ÍA liðsins var með
miklum ágætum það sem eftir lifði
leiks en tókst þó ekki að bæta við
fleiri mörkum. Leikmenn Fjarða-
byggðar voru hins vegar aldrei
líklegir til að minnka muninn og
smám saman datt botninn úr leikn-
um sem lauk með 0-3 sigri ÍA.
Liðið er því í ákjósanlegri stöðu
fyrir síðari viðureign liðanna sem
var á dagskrá á Akranesvelli í gær,
þriðjudag, eða um sama leyti og
Skessuhorn fór í prentun. kgk
Lið Skallagríms heldur áfram að
styrkja sig fyrir átök komandi vetr-
ar í 1. deild kvenna í körfuknattleik,
en eins og Skessuhorn hefur áður
greint frá var ákveðið að endurvekja
meistaraflokk félagsins eftir tveggja
ára hlé og senda lið til keppni í Ís-
landsmótið í vetur. Skallagrímur
hefur nú samið við Sólrúnu Sæ-
mundsdóttur og Þórkötlu Dagnýju
Þórarinsdóttur, en þær léku báð-
ar með KR á síðasta keppnistíma-
bili. Þetta kemur fram í frétt á vef
Skallagríms frá því í gærkvöldi.
Sólrún, sem er aðeins 19 gömul,
er efnilegur leikstjórnandi sem hef-
ur leikið með yngri landsliðum Ís-
lands. Þórkatla er 22 ára framherji
og kom reglulega við sögu með KR
á síðasta tímabili. Hún er uppalinn
Borgnesingur og lék einmitt með
Skallagrími síðast þegar liðið tók
þátt í Íslandsmótinu.
kgk
Síðastliðinn sunnudag þreytti
sundfólk úr Sundfélagi Akra-
ness sitt árlega Faxaflóasund. Um
áheitasund er að ræða til stuðn-
ings starfi félagsins. Synt var frá
Reykjavíkurhöfn klukkan 10:30
um morguninn og yfir Faxafló-
ann að Langasandi, um 21 kíló-
metra leið. Sundfólkið sem er frá
14 ára aldri var um borð í báti
milli þess sem það skiptist á um
að synda. Sundið tók fjóra og hálfa
klukkustund og hafði fólk á orði
að óvenjulega gott hafi verið í sjó-
inn og því hafi allt gengið eins og
í sögu. Meðfylgjandi mynd er ann-
ars vegar af hópnum þar sem hann
brá sér undir bununa í Langasand-
ssturtunni. Á hinni myndinni ösla
garparnir í land á sandinum.
mm
ÍA mætti Fylki í 18. umferð úrvals-
deildar karla í knattspyrnu í Árbæn-
um á sunnudagskvöldið. Leikurinn
fór ákaflega hægt af stað og fyrsta
alvöru færi leiksins kom ekki fyrr
en á 34. mínútu þegar Andrés Már
Jóhannesson sendi stungusend-
ingu inn fyrir vörn Skagamanna.
Við henni tók Ingimundur Níels
Óskarsson en skot hans fór naum-
lega framhjá. Fylkismenn voru líf-
legri fram á við það sem eftir lifði
fyrri hálfleiks en Skagamenn lágu
til baka og freistuðu þess að beita
skyndisóknum.
Það sama var uppi á teningnum
í síðari hálfleik. Skagamenn voru
næst því að skora þegar Jón Vil-
helm lyfti aukaspyrnu yfir varnar-
vegginn, á nærhornið en Ólafur Ís-
hólm var vel á verði í marki Fylk-
is og varði skotið. Fylkismenn voru
hins vegar líklegri. Ásgeir Örn Arn-
þórsson fékk dauðafæri á 54. mín-
útu eftir sendingu Alberts Brynjars
Ingasonar en skaut framhjá. Á 69.
mínútu átti sér stað mjög umdeilt
atvik þar sem Þóroddur Hjaltalín
dómari lék aðalhlutverkið. Arnar
Már Guðjónsson kepptist þá við að
ná boltanum á undan Fylkismann-
inum Ragnari Braga Sveinssyni.
Þegar Arnar Már sá að sú barátta
var töpuð nam hann staðar. Ragn-
ar hleypur í kjölfarið á Arnar, sem
var dæmdur brotlegur. Öllum að
óvörum seildist Þóroddur þá í vasa
sinn og sendi Arnar Má af velli með
sitt annað gula spjald. Leikmenn
ÍA léku því manni færri síðustu 20
mínútur leiksins og héldu það út
þrátt fyrir dauðafæri Fylkismanna
í uppbótartíma. Leiknum lauk því
með markalausu jafntefli.
Eftir leikinn sitja Skagamenn í
níunda sæti deildarinnar með 19
stig eftir 18 leiki, einu stigi meira
en ÍBV, sem er í tíunda sæti og
tveimur stigum á eftir Víkingi R.
og Stjörnunni í sætunum tveimur
fyrir ofan.
Næst taka Skagamenn á móti
erkifjendunum úr KR á Akranes-
velli sunnudaginn 13. september
næstkomandi. kgk
Golfklúbburinn Leynir á Akranesi
varð fimmtíu ára fyrr á þessu ári
og hafa félagsmenn fagnað afmæl-
inu með ýmsum hætti í sumar. Í vor
mætti fjölmenni í veglega afmælis-
veislu, afmælismót fyrir styrktar-
aðila var haldið í júnímánuði og í
júlí var Íslandsmótið í golfi haldið
á Garðavelli. Um síðastliðna helgi
var svo fagnað með félagsmönnum
GL þegar innanfélags afmælismót
var haldið á Garðavelli og var boð-
ið upp á grillmat að loknum hring.
Að sögn Guðmundar Sigvaldason-
ar framkvæmdastjóra GL fór mótið
fram við bestu mögulegu aðstæður
og veðrið lék við kylfinga. Félags-
menn fjölmenntu á mótið en alls
tóku 109 kylfingar þátt. Golfklúbb-
urinn Leynir vill koma á framfæri
þökkum til allra fyrir þátttökuna.
grþ
Úrslit urðu eftirfarandi:
0 – 12,4 í forgjöf
1. sæti Sigurður Elvar Þórólfsson,
39 punktar.
2. sæti Jóhann Þór Sigurðsson, 38
punktar.
3. sæti Sigurður Karl Ragnarsson,
36 punktar.
12,5 – 36 í forgjöf
1. sæti Hjálmur Dór Hjálmsson,
40 punktar (betri á síðustu 6 hol-
unum).
2. sæti Magnús Daníel Brandsson,
40 punktar.
3. sæti Gunnar Jóhann Viðarsson,
38 punktar (betri á seinni níu hol-
unum).
16 – 18 ára
sæti Axel Fannar Elvarsson, 33
punktar.
15 ára og yngri
1. sæti Björn Viktor Viktorsson, 34
punktar (betri á seinni níu holun-
um).
2. sæti Bára Valdís Ármannsdóttir,
34 punktar.
3. sæti Gabríel Þór Þórðarson, 32
punktar (betri á seinni níu).
Nándarverðlaun
3. hola Valdimar Geirsson 1,19m.
8. hola Þórður Emil Ólafsson
2,85m.
14. hola Hrannar Hallgrímsson
2,07m.
18. hola Axel Fannar Elvarsson
1,81m.
grþ
Arnar Már Guðjónsson
Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson.
Jafntefli við Fylki
ÍA í góðri stöðu fyrir seinni
leikinn gegn Fjarðabyggð
Veðrið lék við kylfinga á afmælismóti GL
Sundgarpar af Akranesi þreyttu Faxaflóasund
Leikstjórnandinn Sólrún Sæmundsdóttir og framherjinn Þórkatla Dagný Þórarins-
dóttir munu leika með Skallagrími í vetur. Ljósm. karfan.is.
Sólrún og Þórkatla til liðs við Skallagrím Gátu tryggt úrvalsdeildarsætið
Leikmenn Víkings Ó. mættu
Grindvíkingum í 19. umferð
fyrstu deildar karla í knattspyrnu
í Grindavík gærkvöldi. Leikurinn
var ekki hafinn þegar Skessuhorn
var sent í prentun. Víkingar voru
fyrir leikinn á toppi deildarinn-
ar með 44 stig eftir 18 leiki, sjö
stigum á undan KA og Þrótti R.
í öðru og þriðja sæti. Bæði höfðu
þau hins vegar leikið 19 leiki.
Muni Víkingar sigra í Grindavík
tryggja þeir sér um leið annað af
tveimur efstu sætum í deildinni
og þar með sæti í úrvalsdeild að
ári. kgk