Skessuhorn


Skessuhorn - 02.09.2015, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 02.09.2015, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 201516 heldur einnig verklag. „Við förum út til að læra þó þetta sé ekki beint nám. Þarna eru haldnir fyrirlestr- ar og sýningar. Maður meðtekur og lærir á því að fylgjast með öðrum,“ segir Snorri. „Þegar maður fylgist með öðrum slökkviliðsmönnum vinna, eins og til dæmis einum hópi sem klippti mann út úr bíl, þá fer maður ósjálfrátt að bera þeirra vinnubrögð saman við það sem við höfum verið að gera hér heima og spyrja sig hvað sé gott hjá okkur og hvað mætti kannski betur fara,“ segir hann. „Til dæmis sáum við að þegar þeir skáru hurð af bíl þá bundu þeir lítið band í hurðina svo hún félli aldrei í átt að mann- inum sem skar hana af. Þetta hafði okkur aldrei dottið í hug. Svona lítil atriði, þetta er það sem maður tekur eftir og það sem við getum bætt hjá okkur, án þess að það kosti nokkurn skapaðan hlut,“ bætir Símon við. Þeir minnast annarrar sýningar frá hópi sænskra slökkviliðsmanna og búnaðarins sem þeir notuðu. „Þessi búnaður heitir „Cold Cut“ og virkar þannig að ef eldur logar í húsi er komið með vatnsstút sem er lagður upp að veggnum. Svo er kveikt á háþrýstidælunni og skor- ið gat á vegginn. Þegar stúturinn er kominn í gegn opnast hann og sprautar allt í kringum sig og slekk- ur eldinn. Svíarnir komust í gegn- um stálþil á 12-14 sekúndum,“ segja þeir. „Hér heima höfum við verið að bora gat á veggina og koma stútnum síðan í gegn. Það er hægt en til þess þarf tvö tæki og það tekur aðeins lengri tíma,“ bæta þeir við og leggja áherslu á hve dýrmætur tíminn geti verið í aðstæðum sem þessum. Fjársveltur málaflokkur Aðspurðir hvað þeir taki með sér úr heim telja þeir að það sitji hvað mest í þeim sé hve slökkviliðið hér heima sé langt á eftir þeim sem séu fremst- ir á þessu sviði. „Þetta er náttúru- lega fjársvelt hjá sveitarfélögum hér á landi og Akranes og Hvalfjarð- arsveit eru þar engin undantekn- ing,“ segir Snorri. Ónóg fjárfram- lög koma ekki aðeins niður á bún- aði heldur einnig æfingum slökkvi- liðsmanna. „Hér í slökkviliðinu eru flinkir og góðir menn en hlutastarf- andi lið eru eðlilega ekki jafn of- boðslega fær og atvinnumennirn- ir. Æfingar hjá okkur eru í lágmarki því hver æfing kostar peninga,“ segja þeir. Það mætti vel bæta í þannig að við værum allavega á pari við þá sem eru framarlega á þessu sviði, bæði í búnaði og öðru,“ segir Snorri. „Þró- unin í þessu, eins og öðru, er mjög hröð,“ bætir Símon við. En félagar úr Slökkviliði Akra- ness og Hvalfjarðarsveitar fengu einnig staðfest á meðan sýning- unni stóð að þeir stæðu vel að vígi á ýmsum stöðum. Sem dæmi um slíkt nefna þeir svokallað „1-7 kerfi“ sem þeir segjast komast hvað næst því að vera á pari við besta búnað sem völ er á. „1-7 vísar til þess að einn lítri af vatni hefur slökkvigetu á við sjö. Vatnið er blandað með efni svo úr verður efnafroða. Froðan leggst yfir allt og slekkur það sem undir er, svo lengi sem hún liggur yfir öllu. Um leið og maður skilur eftir gat og þekur ekki þá logar þar upp úr. Eld- urinn er í raun slökktur með því að svipta hann súrefni,“ útskýra þeir. Ferðin eflir áhuga á starfinu Þrátt fyrir að næsta sýning verði ekki haldin fyrr en eftir fimm ár segjast bæði Snorri og Símon ákveðnir í að fara aftur. Þá ætli þeir að vera betur skipulagðir, sýningarsvæðið sé svo stórt að ógerningur sé að sjá allt, því þurfi að velja og hafna. „Við hlóð- um appi niður í símann að gamni og samkvæmt því gengum við fjör- tíu kílómetra á sýningarsvæðinu og ég myndi skjóta á að við höfum ekki séð nema í mesta lagi 60% af því sem var í boði,“ segir Snorri. „Við renndum dálítið blint í sjóinn í þetta fyrsta skipti en við gerum betri ferðaáætlun fyrir næstu ferð,“ bætir Símon við. „Samt sáum við samt flest af því sem við leituðumst eftir að sjá. Þetta útvíkkar sjóndeild- arhringinn og eflir mann í starfi. Við erum í þessu fagi af því við höf- um brennandi áhuga á þessu. Svona ferðir efla og kveikja enn meiri áhuga á starfinu. Við erum ákaflega þakklátir öllum þeim styrktaraðil- um sem hjálpuðu okkur við að gera þessa ferð að veruleika,“ segja þeir félagar að lokum. kgk Dag ur í lífi... Nafn: Fjóla Ásgeirsdóttir. Fjölskylduhagir/búseta: Gift, fimm barna amma á Akranesi. Starfsheiti/fyrirtæki: Sölu- fulltrúi í Eymundsson. Áhugamál: Bækur, góður mat- ur og fólk. Mánudagurinn 31. ágúst. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Ég vaknaði kl. 7 og hlustaði á fréttir. Hvað borðaðirðu í morgun- mat? Ég fékk mér ab-mjólk með múslí. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Ég fór gangandi til vinnu og var mætt kl. 9. Fyrstu verk í vinnunni: Að opna búðina og gera hana klára. Hvað varstu að gera klukk- an 10? Þá var ég að taka á móti skólafólki sem vantaði bækur. Hvað gerðirðu í hádeginu? Ég fór gangandi heim í hádegis- mat og fékk mér steinbít sem ég keypti á sveitamarkaði á Þóris- stöðum á Hvalfjarðardögum um síðustu helgi og með því borðaði ég ristað brauð og andaregg. Hvað varstu að gera klukkan 14: Þá var ég að taka upp vörur. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Það síðasta sem ég gerði var að gera upp kassa og svo fór ég heim kl. 18. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Eldaði kvöldmat. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Ég var með apríkósuk- júkling og hrísgrjón sem ég eldaði sjálf. Hvernig var kvöldið? Þá sat ég með öndina í hálsinum að horfa á Vitnin, norska saka- málaþáttaröð á RUV. Hvenær fórstu að sofa? Ég fór að sofa um miðnætti. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Að taka úr þvottavél. Hvað stendur uppúr eft- ir daginn? Skemmtileg heim- sókn, þó að gesturinn hafi ver- ið klæddur í Manchester Uni- ted bol. Eitthvað að lokum? Ást og friður. Sölufulltrúa Um mitt sumar, snemma júnímán- aðar, lagði sex manna hópur slökkvi- liðsmanna úr Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar land undir fót. Tilefni ferðalagsins var Rauði han- inn, risasýning á björgunartækj- um sem haldin er á fimm ára fresti í Hannover í Þýskalandi. Er sýning- in sú stærsta sinnar tegundar í heim- inum. Blaðamaður hitti að máli þá Símon Hreinsson og Snorra Guð- mundsson, félaga úr Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar, og fræddist um Rauða hanann. „Þarna mæta allir framleiðend- ur sem framleiða björgunartæki til að sýna græjurnar sínar og aðeins það nýjasta og besta af öllu, kring- um 1500 sýnendur í heildina,“ seg- ir Snorri. „Þetta var eiginlega „dóta- sýning frá helvíti.“ Maður vildi helst hafa haft VISA kort með gríðarlega hárri heimild. Mann langaði í þetta allt og óraði ekki fyrir hvað það er til mikið af alls konar búnaði,“ bæt- ir hann við og brosir og Símon tek- ur undir með honum „Þarna var allt frá vettlingum og upp í risastóra bíla sem notaðir eru á flugvöllum úti í heimi og kosta 300 milljónir hver. Allt sem manni dettur í hug að muni nokkurn tímann þurfa við einhverj- ar aðstæður er einhver búinn að finna upp og það var þarna á sýn- ingunni. Manni leið eins og maður væri aftur orðinn lítill krakki við að sjá allt þetta dót,“ segir Símon um upplifunina. En þótt ferðalangarnir hafi haft bæði ánægju og yndi af því að skoða sig um á sýningarsvæðinu og berja augum öll þau tæki og tól sem fag- inu tengjast segja þeir félagar að fyrst og fremst hafi ferðin verið lærdóms- rík. „Við græðum mikið að sjá það sem koma skal. Þá vitum við hvað við eigum að biðja um þegar kem- ur að því að endurnýja hér heima. En ákvörðunin um kaup og hvernig á að verja peningum liggur auðvitað alltaf hjá stjórnendum,“ segir Snorri en bætir því við að hafandi séð hvað er í boði á markaðnum geti þeir ef til vill upplýst stjórnendur hvaða bún- aður sé hentugur, hvað sé gott og hvað ekki. Fóru út til að læra Á meðan Rauði haninn stóð yfir voru settar upp fjölmargar sýning- ar á svæðinu þar sem slökkviliðs- og björgunarmenn hvaðanæva að úr heiminum settu á svið aðstæður og brugðust við þeim fyrir framan hóp áhorfenda. Símon hefur orð á því að þeir hafi margt lært af þeim sýn- ingum, ekki bara hvað varðar búnað Rauði haninn er stærsta björgunartækjasýning í heimi Félagar úr Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar sem ferðuðust til Hannover á björgunartækjasýninguna Rauða hanann. F.v. Símon Hreinsson, Sigurður Þór Elísson, Snorri Guðmundsson, Snjólfur Eiríksson og Bergsteinn Óskar Egilsson. Á myndina vantar Helgu Kristínu Jónsdóttur. Á sýningunni mátti sjá hvers kyns búnað sem tengist slökkvi- og björgunar- störfum. Allt frá vettlingum og upp í stóra og mikla slökkviliðsbíla. Þetta tæki er fjarstýrt og á beltum. Hægt er að aka því gegnum snjó og aðrar torfærur. Björgunarbílar heimsins eru eins misjafnir og þeir eru margir. Hér er Chevrolet Corvette frá almannavörnum Dúbaí, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.