Skessuhorn


Skessuhorn - 02.09.2015, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 02.09.2015, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 201510 Færeyski netagrálúðubáturinn Thor frá Hósvík landaði um fimm tonnum af grálúðu í Ólafsvík á föstudaginn, en aflann fengu skip- verjar inni á fjörðum við Grænland. Sjö manns eru í áhöfn skipsins sem er 292 tonn að stærð. Skipsverj- ar sögðu í samtali við fréttaritara að þeir hafi verið nokkra daga að veiðum og aflinn verið fremur lé- legur. „Við megum ekki vera fyr- ir utan þrjár mílur og því erum við inni á fjörðum í mjög góðu veðri,“ sögðu þeir. Ekki er hægt að landa grálúðunni í Grænlandi þar sem engin fiskvinnsla er þar sem vinnur úr þessum fiski. Þeir sögðu einnig að siglingin til Ólafsvíkur hafi tek- ið tvo sólahringa en þeir hafi feng- ið talsverðan mótvind. Auk þess að landa grálúðunni tóku skipsverjar olíu, kost og ís en síðan var haldið til veiða á ný við Grænlandsstrend- ur. af Færeyskur grálúðubát- ur landar í Ólafsvík Thor við löndun, en krani skipsins er bilaður svo bíll frá Rifi var fenginn til þess að hífa aflann frá borði. Pétur Bogason hafnarvörður sagðist tala færeysku reiprennandi og mátti heyra mörg skemmtileg nýyrði á færeysku frá honum á bryggjunni, en allt fór þó vel að lokum! Slysavarnafélagaðið Landsbjörg, bakarar landsins og Ölgerðin Egill Skallagrímsson, hafa gengið til sam- starfs um verkefnið Landsbrauð. Verkefnið felst í því að 1. septem- ber næstkomandi verður Lands- brauðið sett á markað og verður til sölu í bakaríum um land allt. Slysa- varnafélagið Landsbjörg fær 30 kr. af hverju seldu brauði í sinn hlut og er reiknað með að það muni skila fé- laginu umtalsverðum tekjum. Um er að ræða gómsætt trefjaríkt brauð með höfrum, byggi og rúgi og er það von þeirra sem að átakinu standa að því verði vel tekið af almenningi og nái fótfestu sem fastur liður í heim- ilisinnkaupum fjölskyldunnar. Átak- ið er einnig liður í slysavörnum því á umbúðir brauðanna verða prentuð forvarnaráð sem allir ættu að þekkja og kunna. mm Landsbrauð á markað um mánaðamótin Bændasamtök Íslands söfnuðu nú sem fyrr upplýsingum um rétt- ir á landinu í haust til birtingar í Bændablaðinu. „Listinn er unn- inn með þeim hætti að leitað er til sveitarfélaga um upplýsingar. Ferðamálafulltrúar komu til að- stoðar á sumum stöðum og víða hafa bændur og ráðunautar lagt hönd á plóginn,“ segir í frétt á bbl. is. Á listanum er að finna upplýs- ingar um réttardaga og sumum til- vikum tímasetningar. Víða eru fyrri og seinni réttir og eru dagsetning- ar tilteknar í listanum þar sem við á. „Rétt er að minna á að villur geta slæðst inn í lista af þessu tagi og eins geta náttúruöflin orðið til þess að breyta þarf tímasetningum á smalamennsku og þar með rétt- arhaldi. Eru lesendur því hvattir til að hafa samband við heimamenn á hverjum stað til að fullvissa sig um réttar dag- og tímasetningar,“ segja starfsmenn BÍ. Skessuhorn birtir hér þann hluta listans sem snýr að Vesturlandi. mm Réttir á Vesturlandi 2015 Svipmynd úr Þverárrétt í Eyja- og Miklaholtshreppi. Ljósm. iss. Vesturland Arnarhólsrétt í Helgafellssveit sunnudaginn 20. sept. kl. 11.00 Bláfeldarrétt í Staðarsveit, Snæf. laugardaginn 26. sept. Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr. sunnudaginn 13. sept. Brekkurétt í Saurbæ, Dal. sunnudaginn 20. sept. um kl. 11.00 Eyrarrétt á Eyri í Kollafirði, Reykhólahr. laugardaginn 12. sept. Fellsendarétt í Miðdölum, Dal. sunnudagana 13. og 27. sept. kl. 14.00 Flekkudalsrétt á Fellsströnd, Dal. laugardaginn 19. sept. og laugardaginn 3. okt. Fljótstungurétt í Hvítársíðu, Mýr. sunnudaginn 13. sept. (laugardag ef safnið kemur snemma af fjalli). Fróðárrétt í Fróðárhreppi laugardaginn 19. sept. Gillastaðarétt í Laxárdal, Dal. sunnudaginn 20. sept. kl. 12.00 Grafarrétt í Breiðuvík, Snæf. laugardaginn 26. sept. Grundarrétt í Reykhólahr. föstudaginn 18. sept. Grímsstaðarétt á Mýrum þriðjudaginn 15. sept. Hamrar í Grundarfirði laugardaginn 19. sept. og 3. okt. Hellnarétt í Breiðuvík, Snæf. laugardaginn 19. sept. Hítardalsrétt í Hítardal, Mýr. mánudaginn 14. sept. Hornsrétt í Skorradal, Borg. sunnudaginn 13. sept. kl. 10.00 og föstudaginn 25. sept. Hólmarétt í Hörðudal, Dalabyggð sunnudagana 27. sept. og 4. okt. kl. 10.00 Kaldárbakkarétt í Kolb., Hnappadalssýslu sunnudaginn 6. sept. Kinnarstaðarétt í Reykhólahr. laugardaginn 19. sept. kl. 18 Kirkjufellsrétt í Haukadal, Dal. laugardagana 12. og 26. sept. Króksfjarðarnesrétt í Reykhólahr. laugardaginn 19. sept. Ljárskógarétt í Laxárdal, Dal. laugardaginn 12. sept. Mýrar í Grundarfirði laugardaginn 19. sept. og 3. okt. Mýrdalsrétt í Hnappadal þriðjudaginn 22. sept. Nesmelsrétt í Hvítársíðu, Mýr. laugardaginn 5. sept. Núparétt á Melasveit, Borg. sunnudaginn 13. sept. kl. 13.00 og laugardaginn 26. sept. Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, Borg. miðvikudaginn 16. sept. kl. 9.00 Ólafsvíkurrétt í Ólafsvík, Snæf. laugardaginn 19. sept. Ósrétt á Skógarströnd, Dal. föstudaginn 2. okt. kl. 10.00 Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg. sunnudaginn 20. sept. Reynisrétt undir Akrafjalli, Borg. laugardaginn 19. sept. og 26. sept. Skarðsrétt á Skarðsströnd, Dal. sunnudaginn 20. sept. kl. 11.00 og 4. okt. kl. 14.00 Skerðingsstaðarétt í Hvammsveit, Dal. sunnudaginn 20. sept. kl. 11.00 Svarthamarsrétt á Hvalfj.str., Borg. sunnudaginn 20. sept. kl. 10.00 og sunnudaginn 4. okt. Svignaskarðsrétt, Svignaskarði, Mýr. mánudaginn 14. sept. Tungurétt á Fellsströnd, Dal. laugardaginn 12. sept. og föstudaginn 18. sept. Vörðufellsrétt á Skógarströnd, Dal. laugardaginn 19. sept. kl. 13.00 og 11. okt. Þverárrétt Eyja- og Miklaholtshr, Snæf. sunnudaginn 20. sept. Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýr. mánudaginn 14. sept. kl. 07.00 Þæfusteinsrétt á Hellissandi/Rifi, Snæf. laugardaginn 19. sept. Ölkeldurétt í Staðarsveit, Snæf. laugardaginn 26. sept.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.