Skessuhorn - 02.09.2015, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 201514
Höfuðkúpa af fullvöxnum rostungi
fannst í Garðafjöru á sunnanverðu
Snæfellsnesi síðastliðinn föstudag.
Voru það ferðamenn sem dvöldu
á gistiheimilinu Langaholti sem
gengu fram á beinin. Höfuðkúpan
er heilleg, aðeins vantar tvær tennur
í kjálkana og skögultennurnar, sem
ganga úr efri skolti dýranna og eru
einkennandi fyrir þessa stórvöxnu
tegund, eru báðar á sínum stað.
Rostungar lifa í sjó á norðurslóð-
um og Atlantshafsstofnar tegundar-
innar eru tveir. vesturstofninn held-
ur til í og við Hudson-flóa, milli
Grænlands og Kanada en austur-
stofninn eyðir ævi sinni við aust-
urströnd Grænlands annars vegar
og við Svalbarða og norðurströnd
Rússlands hins vegar. Brimlar atl-
antshafsstofnsins eru um þrír metr-
ar að lengt og geta vegið allt að
heilu tonni. Urturnar eru um hálf-
um metra styttri og vega milli 600
og 800 kg.
Nokkuð hefur þó fundist af beina-
leifum rostunga við Íslandsstrendur
í gegnum tíðina, einkum á Vestur-
landi. Þykir því sýnt að rostungar
hafi flækst hingað allt fram á 19. öld.
Flækingar rostunga eru hins vegar
afar sjaldgæfir nú á tímum.
Ekki hefur enn fengist staðfest
hve gömul bein rostungsins sem
fundust við Garðafjöru eru, en sam-
kvæmt heimildum Skessuhorns telja
þeir sem þegar hafa skoðað þau að
þau séu komin nokkuð til ára sinna.
kgk/ Ljósm. Sigrún Magnúsdóttir.
Gengu fram á höfuðkúpu í Garðafjöru
Stærð skögultannanna gefur til kynna að höfuðkúpan hafi tilheyrt fullvöxnu dýri.
Rostungshöfuðkúpan sem fannst í Garðafjörum síðastliðinn föstudag.
Lionsklúbbarnir í Stykkishólmi
halda nú áfram með átakið „For-
varnir gegn ristilkrabbameini,“
sem hófst á síðasta ári. Um er að
ræða fimm ára verkefni þar sem
öllum einstaklingum í Stykkis-
hólmi og Helgafellsveit, sem verða
55 ára á árinu, er boðin ókeypis
ristilspeglun. Kostnaðinn greiða
Lionsklúbbarnir með dyggum
stuðningi styrktaraðila. Klúbbarn-
ir hafa nú sent dreifbréf til allra
heimila í sveitarfélögunum þar
sem fólki sem fætt er 1960 er boð-
ið að mæta í ristilskoðun. Í bréfinu
segir að góður árangur hafi ver-
ið af átakinu í fyrra og 75% íbúa
þegið boðið. Sagt er frá því að hjá
einum sem fór í ristilspeglun fund-
ust separ sem gátu leitt til krabba-
meins. Þeir hafi þegar verið fjar-
lægðir. „Það sýnir að betra er að
vera á verðinum,“ segja Lions-
félagar. Þeir benda fólki í árgangi
1960 að hafa samband við heimil-
islækni á Heilbrigðisstofnun Vest-
urlands í Stykkishólmi og biðja
hann að panta tíma í ristilspeglun.
„Markmið Lions er að láta gott af
sér leiða og passar verkefnið vel
inn í þá hugsjón. Það var góður ár-
angur í fyrra og er það hvatning til
Lionsmanna að halda áfram.“
mm
Öllum í árgangi 1960 boðin
ókeypis ristilspeglun
Starfsemi Ungmennasambands
Borgarfjarðar hefur nú verið flutt í
nýtt húsnæði í Borgarnesi, Skalla-
grímsgötu 7a. Blaðamaður kíkti í
heimsókn á nýja staðinn og hitti þar
Sigurð Guðmundsson sambands-
stjóra UMSB, Pálma Blængsson
framkvæmdastjóra og Sigurð Guð-
mundsson tómstundafulltrúa og
ræddi við þá um nýju aðstöðuna.
„Hér verða skrifstofur og fundaað-
staða fyrir UMSB og þau aðildar-
félög sem vilja nýta sér aðstöðuna.
En einnig miðar þetta nýja húsnæði
mikið að því að börnin sem koma
með tómstundarútunni geti feng-
ið að vera hér meðan þau bíða eft-
ir æfingum. Það eru mörg börn sem
koma hingað í Borgarnes á íþrótta-
æfingar og þurfa oft að bíða í nokk-
urn tíma fyrir æfingar og svo jafnvel
eftir æfingar einnig. Þessi börn hafa
ekki haft neina aðstöðu á meðan þau
hafa beðið og hafa því mest verið í
íþróttahúsinu eða á göngu um bæ-
inn. Núna ætlum við að bjóða þess-
um börnum upp á aðstöðu þar sem
þau geta komið, verið saman, horft
á sjónvarpið, spilað og fengið sér að
borða. Og að sjálfsögðu bjóðum við
einnig velkomin börnin sem búa í
Borgarnesi og vilja nýta aðstöðuna,
hvort sem þau eru að bíða í kringum
íþróttaæfingar eða bara vantar eitt-
hvað að gera,“ segir Pálmi.
Starfsemin
endurskoðuð
UMSB er ekki íþróttafélag sem slíkt
en að sögn þeirra félaga hafði starf-
semin þróast út í að sinna hlutverki
íþróttafélaga. Til dæmis var sam-
bandið farið að sjá um sund og frjáls-
ar íþróttir. „Okkar hlutverk er að efla
íþróttastarf en ekki að sjá um æfing-
ar líkt og íþróttafélögin gera. Þetta
var því tekið til endurskoðunar á lýð-
ræðislegan hátt og ákveðið að snúa
þessari þróun við. Okkar hlutverk er
að vera tengiliður íþróttafélaganna,
bæði við sveitarfélögin og einnig ÍSÍ
og UMFÍ. Þetta leiddi til þess að
gerður var samningur við Borgar-
byggð sem snérist um að við mynd-
um sjá betur um samskipti sveit-
arfélagsins við íþróttafélögin. Við
fengum einnig góðan styrk frá Borg-
arbyggð sem var til þess að við gát-
um ráðið framkvæmdastjóra í fullt
starf,“ segir Sigurður sambands-
stjóri. „Við höfum nú einnig lok-
ið svipuðum samningi við Skorra-
dalshrepp en erum enn að vinna að
því með Hvalfjarðarsveit, en okkar
starfssvæði er í þessum þremur sveit-
arfélögum,“ bætir Sigurður við.
Færa íþróttaæfingar á
heimasvæði barnanna
„Við sömdum við Borgarbyggð á
síðasta ári um að taka að okkur um-
sjón með félagsmiðstöðinni, vinnu-
skólanum, sumarleikjanámskeiðum
og að setja á fót íþrótta- og tóm-
stundaskóla fyrir börn í 1.-4. bekk.
Sigurður Guðmundsson tómstunda-
fulltrúi var ráðinn til að sinna þessu,“
segir Sigurður Guðmundsson sam-
bandsstjóri UMSB. „Með þessu höf-
um við reynt að færa íþróttastarf
yngri barna grunnskólans á þeirra
heimasvæði og þannig auka mögu-
leika þeirra á að æfa íþróttir. Til
dæmis verða körfuknattleiksæfingar
á Hvanneyri og Varmalandi og lista-
smiðja á Kleppjárnsreykjum. Við
ætlum að reyna að hafa fjölbreytt
starf á öllum starfsstöðum og erum
alltaf að þróa þetta,“ segir Sigurður
Guðmundsson tómstundafulltrúi.
Mikil ánægja með nýtt
húsnæði
„Nýja aðstaðan er að smella saman,
við höfum bara verið að mála veggi,
bóna gólf, flytja inn og slíkt. Fólk
hefur verið duglegt að gefa okkur
húsgögn og eldhúsbúnað og erum
við þakklát fyrir það, þetta er að
smella saman. Aðildarfélögin eru
þegar byrjuð að nýta þetta eitthvað
til funda en þau samnýta aðstöðuna
í þeim tilgangi. Við erum líka opin
fyrir því að bjóða aðildarfélögun-
um upp á að nýta aðstöðuna eins
og hægt er. Hér væri t.d. hægt að
koma og horfa á fótboltaleiki sam-
an, hittast og spjalla og eins gætu
foreldrar komið og fengið sér kaffi
á meðan þeir bíða eftir börnum á
æfingu. Við finnum að það er mik-
il ánægja með þetta, sérstaklega hjá
foreldrum sem senda börn hing-
að með tómstundarútunni,“ segir
Pálmi að lokum.
arg
UMSB flutt í nýtt húsnæði
við Skallagrímsgötu
F.v. Sigurður Guðmundsson tómstundafulltrúi, Sigurður Guðmundsson sam-
bandsstjóri og Pálmi Blængsson framkvæmdastjóri við Skallagrímsvöll í Borgar-
nesi. Ljósm. arg.
Skrifstofan og félagsaðstaða ungmennafélaga er að Skallagrímsgötu 7a. Ljósm. sg.