Skessuhorn


Skessuhorn - 02.09.2015, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 02.09.2015, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 201522 Fjölmenni var við opnun myndlist- arsýningar Þorvaldar Arnars Guð- mundssonar í Bókasafni Akraness síðastliðinn föstudag. Þar verða verk hans til sýnis fram til 21. septem- ber. Þorvaldur er tvítugur, borinn og barnfæddur á Akranesi. Hann hneigðist snemma til lista og hefur teiknað og málað frá barnsaldri. „Ég byrjaði að teikna í leikskóla og hef verið að því síðan, nema núna und- anfarið hef ég tekið mér smá pásu,“ sagði Þorvaldur í samtali við blaða- mann. Hann hefur ekki langt að sækja hæfileikana og áhugann en faðir hans Guðmundur Þorvaldsson var frístundamálari og gerði marg- ar myndir. Skapar persónur Aðspurður um eftirlætis myndefn- ið segist Þorvaldur hafa mest gam- an af því að teikna og er aðaláhuga- efnið japanskar teiknimyndasögur, eða „manga“ eins og þær kallast á japönsku. „Það sem ég teikna teng- ist því svolítið en ég hef líka áhuga á goðafræði, hef lengi haft áhuga á henni,“ segir Þorvaldur. Hann segir Loka Laufeyjarson vera í uppáhaldi hjá sér en hann reynir að teikna öll goðin. Þegar Þorvaldur er ekki að gera myndir úr goðafræðinni skapar hann sjálfur persónurnar sem hann teiknar, gefur þeim nafn og eigin- leika. „Ég teikna bara það sem ég bý til sjálfur. Þetta er flest allt út- pælt.“ Þorvaldur notar blýantinn mest þegar hann teiknar. „En ég lita myndirnar líka og svo mála ég ein- staka sinnum með akrýl. En fyrst og fremst hef ég gaman af því að teikna.“ Ofboðslega spenntur Þorvaldur varð tvítugur fyrr á árinu og útskrifaðist af starfsbraut Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi. Í vetur hefur hann nám í nýjum skóla og á nýjum stað en Þorvaldur var einn tólf nemenda sem fékk inn- göngu í tveggja ára diplómanám í Myndlistarskóla Reykjavíkur. Hann hefur áður notið hefðbundinnar myndlistarkennslu í Grundaskóla á Akranesi og Fjölbrautaskóla Vestur- lands, auk þess sem hann hefur not- ið leiðsagnar Hrannar Eggertsdótt- ur myndlistarkennara í nokkur ár. „Ég er ofboðslega spenntur að byrja í skólanum. Ég vona að ég læri að teikna betur og kannski að teikna í tölvu. Það er öðruvísi og aðeins erf- iðara en svolítið skemmtilegt reynd- ar,“ segir Þorvaldur um myndlistar- skólann. Dreymir um teiknimyndasögur Á sýningunni sem nú er uppi á bóka- safninu má sjá hluta af nýjustu mynd- um Þorvaldar. Þetta er fyrsta einka- sýning hans en áður hefur hann tek- ið þátt í samsýningum, meðal ann- ars á vegum skólans. Einnig voru verk eftir hann og föður hans sýnd á Kirkjuhvoli þegar hann fermd- ist. Þorvaldur ver dágóðum tíma í listina og á orðið mjög stórt safn teikninga. „Ég geymi þær í mörg- um möppum. Ég hengi myndirnar ekki upp heima, mér finnst betra að geyma þær í möppum.“ Myndirn- ar eru þó ekki söluvara. „Ég á bara eitt eintak af hverri mynd, þannig að ég sé engan tilgang með því að selja þær,“ segir hann. Þó að listin sé aðaláhugamál Þorvaldar hefur hann einnig gaman af því að spila tölvu- leiki og les töluvert af japönskum teiknimyndasögum. „Mig langar að gera teiknimyndasögur í framtíð- inni, það er draumurinn. Ég skrifa sumar hugmyndir mínar niður en aðrar man ég. Þetta er vel geymt í hausnum á mér,“ segir hann, brosir en bankar létt á gagnaugað. grþ Fékk inngöngu í Myndlistarskóla Reykjavíkur Þorvaldur við opnun sýningarinnar síðastliðinn föstudag. Myndir Þorvaldar eru litríkar og fjölbreyttar. „Okkur langaði að vinna með svona steinhús og vorum búin að svipast um eftir slíku í nokkur ár. Svo sáum við þetta auglýst og það þarf ekki annað en að líta hér út um gluggann til að sjá hvers vegna við heilluðumst af þessum stað. Það vildi svo til að þegar við komum hingað fyrst fórum við fyrir Klofn- ing. Útsýnið yfir Breiðafjörðinn og eyjarnar frá Skarðsströndinni er engu líkt,“ segja hjónin Þóra Sig- urðardóttir og Sumarliði Ísleifsson á Nýp á Skarðsströnd. „Þetta er í rauninni handgert hús. Steypan í veggina hefur verið handhrærð og sandurinn í hana hefur verið sóttur á hestum niður í fjöru,“ segir Sum- arliði. Húsið var reist árin 1936 og 1937 en hafði staðið autt síðan jörðin fór í eyði seint á sjöunda ára- tugnum. Árið 2001 festu þau Þóra og Sumarliði kaup á jörðinni. Nýta það sem hægt er Eins og algengt er með hús sem lengi hafa staðið auð er ástand þeirra ekki gott. Gólf voru fallin í íbúðarhúsinu auk þess sem ein- hvern tímann hafði einhver óp- rúttinn aðili farið þar inn og geng- ið berserksgang. Undanfarin 14 ár hafa Þóra og Sumarliði því unnið að endurbyggingu hússins og alla tíð kappkostað að það haldi upp- runalegu yfirbragði sínu. „Ég held það sé ein hurð í húsinu sem var hér óskemmd og heil þegar við komum,“ segir Sumarliði. „En við gátum endurnýtt efni annars staðar frá, fengum til dæmis gamlar hurð- ir frá svipuðum tíma og fyrir voru í húsinu og notuðum þær,“ bæt- ir hann við og Þóra tekur í sama streng. „Við höfum fengið að hirða ýmislegt sem á að henda þegar aðr- ir eru að endurnýja. En við reynd- um þó að nýta eins mikið og hægt var. Panillinn er til dæmis upp- runalegur en reyndar er búið að taka hann niður, hreinsa og allt var auðvitað einangrað að nýju,“ seg- ir hún. Hlöðu- og íbúðarrými eru undir einu þaki. „Þessi rými sameinuðum við og settum milligólf í hlöðuna þannig að á efri hæð er salur þar sem við höfum meðal annars verið með fyrirlestra, tónleika og sýning- ar og reyndar skrifstofu í súrheys- gryfjunni. „Við höfum tekið þetta skref fyrir skref og ekkert verið að flýta okkur of mikið,“ segir Sumar- liði. „En húsið er mjög þakklátt,“ bætir Þóra við og brosir. Listasýningar og fyrirlestrar á Nýp Undanfarin tvö sumur hefur gisti- hús verið rekið að Nýp frá miðjum maímánuði og allt til sumarloka. „Við höfum stundum orðað það svo að við rekum minnsta gistihús á landinu,“ segir Þóra, en gistihús- ið telur aðeins tvö herbergi. „Þetta er ekki stór rekstur en gerir okk- ur kleift að vera hér allt sumarið,“ bætir Sumarliði við. Utan þess að reka lítið gistihús hafa hjónin mörg járn í eldinum. Sumarliði er doktor í sagnfræði og ritar og gefur út bækur um sögu- tengt efni. Hann hefur skipulagt fyrirlestra á Nýp um sagnfræði og bókmenntir og kennt sem stunda- kennari við Háskóla Íslands. Þóra er myndlistarmaður og kennir í Myndlistarskóla Íslands á veturna. Hún hefur skipulagt námskeið á Nýp og komið sér upp rúmgóðri vinnustofu á neðri hæð gömlu hlöðunnar. Þegar ekki eru gestir er vinnustofan líka nýtt sem kennslu- rými af nemendum og kennurum Mótunardeildar Myndlistaskól- ans í Reykjavík. Þá vinna þau með leir af Skarðsströndinni, sem aflað er í Ytri-Fagradal. Eldbrennsluofni hefur verið komið upp fyrir utan húsið þar sem leirmunirnir eru brenndir. „Ef leirinn/glerungur- inn er bakaður með eldi fær hann aðra áferð en ef hann væri bakaður í rafmagnsofni, eins og er algeng- ast hérlendis. Eldurinn er óstöð- ugur og lifandi en í rafmagnsofni er hægt að stjórna öllu með meiri nákvæmni,“ segir hún. Blaðamað- ur spyr hvort leirmunirnir verði þá ekki ófullkomnari, ef svo má að orði komast, séu þeir eru bakaðir með eldi. „Eða fullkomnari,“ svar- ar Þóra, „það fer bara eftir því eftir hverju er verið að sækjast.“ Síðan 2008 hafa Þóra og Sum- arliði í samvinnu við myndlist- armenn og heimamenn skipu- lagt myndlistarsýningarnar Dalir og hólar, sem haldnar hafa verið á ýmsum stöðum bæði í Dölum og Reykhólasveit síðan 2008. „Þaðan einmitt nafnið, Dalir og hólar. Eitt af þessum húsum er til dæmis hús- ið Röðull á Skarðsströnd. „Röð- ull var tónlistar- og ráðstefnuhús. Þar var aðalsamkomuhús Skarðs- strendinga á árum áður og í gamla daga voru haldin þar einhver villt- ustu böll sem sögur fara af,“ segir Sumarliði og brosir í kampinn. Planta trjám fyrir barnabarnabörnin Auk þess að hafa tekið íbúðarhús- ið á Nýp algerlega í gegn langar Þóru og Sumarliða að byggja við hlið gamla fjóssins, bæta þar við einni álmu í stíl við önnur hús. Í grennd við íbúðarhúsið hafa þau reist gróðurhús á gömlum hlöðu- grunni þar sem þau rækta ýmsar kryddtegundir og tómata. Gamall fjárhúsgrunnur er svo notaður til að rækta aðrar matjurtir. En það er fleira en gróðurhús og beð sem gefur til kynna að hjónin á Nýp hafi áhuga á ræktun. Í kring- um bæinn er óðum að rísa mynd- arlegur skógur. „Við höfum ver- ið þátttakendur í Vesturlandsskóg- um og erum búin að planta á milli 30 og 40 þúsund plöntum síðan við komum hingað. En það er bara fyr- ir barnabarnabörnin. Við munum aldrei upplifa að týnast hér í skóg- inum,“ segir Sumarliði. „Hér var ekki ein trjáplanta finnanleg þeg- ar við komum en eftir að landið var friðað fór víðirinn og birkið að koma upp. Aðspurð um komandi tíð segj- ast þau gera ráð fyrir að reka áfram gistiheimili á Nýp og stækka það jafnvel eitthvað. Víst er að þau una hag sínum vel á Skarðsströndinni, segjast njóta þess að vera þar og láta vel af nágrönnunum. „Við vor- um svo heppin að eignast frábæra granna. Það er eitthvað sem við gátum ekki vitað fyrir,“ segja þau Þóra Sigurðardóttir og Sumarliði Ísleifsson að lokum. kgk Þóra Sigurðardóttir og Sumarliði Ísleifsson á Nýp Heilluðust af Skarðsströndinni og útsýninu yfir Breiðafjörðinn Íbúðarhúsið var illa farið þegar Þóra og Sumarliði festu kaup á jörðinni árið 2001. Það er reist árin 1936-37 en hafði staðið autt síðan jörðin fór í eyði seint á sjöunda áratugnum. Sumarliði Ísleifsson og Þóra Sigurðardóttir á Nýp á Skarðsströnd.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.