Skessuhorn


Skessuhorn - 02.09.2015, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 02.09.2015, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 20158 Aflatölur fyrir Vesturland 22. - 28. ágúst Tölur (í kílóum frá Fiskistofu: Akranes 10 bátar. Heildarlöndun: 27.124 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 24.361 kg í þremur löndunum. Arnarstapi 5 bátar. Heildarlöndun: 12.012 kg. Mestur afli: Ísak AK: 6.657 kg í einni löndun. Grundarfjörður 7 bátar. Heildarlöndun: 362.368 kg. Mestur afli: Ljósafell SU: 105.016 kg í einni löndun. Ólafsvík 20 bátar. Heildarlöndun: 122.858 kg. Mestur afli: Guðmundur Jens- son SH: 25.446 kg í einni lönd- un. Rif 16 bátar. Heildarlöndun: 236.427 kg. Mestur afli: Saxhamar SH: 47.087 kg í tveimur löndunum. Stykkishólmur 4 bátar. Heildarlöndun: 11.774 kg. Mestur afli: Blíða SH: 6.478 kg í þremur löndunum. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Ljósafell SU - GRU: 105.016 kg. 25. ágúst. 2. Frosti ÞH - GRU: 60.650 kg. 24. ágúst. 3. Hringur SH - GRU: 58.710 kg. 27. ágúst. 4. Bergur VE - GRU: 50.925 kg. 23. ágúst. 5. Helgi SH - GRU: 43.872 kg. 24. ágúst. grþ Íslendingar eyða meiru en þeir afla LANDIÐ: Í júlímánuði voru fluttar út vörur fyrir 51,9 milljarða króna og inn fyrir 54,5 milljarða króna fob. Vöruskiptin í júlí, reikn- uð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 2,6 milljarða króna. Í tölum Hagstofunn- ar kemur einnig fram að í júlí 2014 voru vöruskiptin hag- stæð um 2,2 milljarða króna á gengi hvors árs. Fyrstu sjö mánuði þessa árs voru flutt- ar út vörur fyrir tæpa 385,2 milljarða króna en inn fyrir rúma 391,5 milljarða króna. Halli var því á vöruskipt- um við útlönd sem nam 6,4 milljörðum króna, reiknað á fob verðmæti, en á sama tíma árið áður voru vöruskiptin óhagstæð um 7,6 milljarða á gengi hvors árs. -mm Aflaverðmæti var 13,4 millj- arðar í maí LANDIÐ: Verðmæti fisk- afla úr sjó nam nærri 13,4 milljörðum króna í maí en það er 5,4% meira en í maí 2014. Verðmæti þorsks var mest eða tæpir 4,8 milljarð- ar króna sem er 2% aukning miðað við maí í fyrra. Verð- mæti ufsa jókst um 40% mið- að við sama mánuð í fyrra en í heild var aflaverðmæti botnfisks svipað á milli ára. Flatfiskaflinn jókst um 49% að verðmæti og munar þar mest um grálúðu og skar- kola. Af uppsjávartegundum veiddist nær eingöngu kol- munni í maí en aflaverðmæti hans jókst um 16,6% sam- anborið við maí 2014. Verð- mæti skel- og krabbadýraafla dróst saman um 20% miðað við maí 2014. Á tólf mánaða tímabili frá júní 2014 til maí 2015 jókst aflaverðmæti um 7,5% miðað við sama tíma- bil ári áður. Verðmæti upp- sjávarafla jókst um 22,8% milli tímabilanna og munar þar mest um loðnu og kol- munna. Einnig jókst verð- mæti þorsks um 11,9%. –mm Atvinnuleysi stendur í stað LANDIÐ: Samkvæmt v innumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 197.500 á aldrin- um 16-74 ára á vinnumark- aði í júlí 2015, sem jafngild- ir 84,5% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 191.200 starfandi og 6.300 án vinnu og í at- vinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 81,8% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 3,2%. Sam- anburður mælinga fyrir júlí 2014 og 2015 sýnir að at- vinnuþátttaka minnkaði um 0,5 prósentustig. Hlutfall starfandi fólks af mannfjölda minnkaði um 0,3 stig og at- vinnuleysi var nánast það sama og það var í júlí 2014. –mm Flutningaskipið Winter Bay kom til hafnar í Osaka í Japan síðastliðinn sunnudag. Ferðin sóttist vel en reikn- að var með því að það yrði komið til hafnar í Japan í byrjun september, eða viku síðar en raunin varð. Skip- ið lagði af stað frá Tromsö í Nor- egi um síðustu mánaðamót og sigldi norðausturleiðina áleiðis til Japan. Var þetta í fyrsta sinn sem siglt var með íslenskar sjávarafurðir þessa leið og var siglingin um norðurhöfin því tímamótaferð í gegnum siglingaleið Íshafsins norður fyrir Rússland, um Beringssund áleiðis til Kyrrahafs og þaðan til Japan. Að sögn Japanskra fjölmiðla var skipinu siglt þessa leið til að forðast mótmælendur og dýra- verndunarsinna. Skipið sigldi með fullfermi af hvalkjöti eða 1800 tonn af langreyðarkjöti frá Hvali hf. grþ /Ljósm. Marine Traffic. Niðurstöður sameiginlegs makríls- leiðangurs Færeyinga, Íslendinga, Norðmanna og Grænlendinga sem farinn var á tímabilinu 1. júlí til 10. ágúst liggja nú fyrir í heild sinni. Í leiðangrinum tóku þátt fjögur skip, þar á meðal rannsóknaskipið Árni Friðriksson. Markmið leiðangurs- ins var að kortleggja útbreiðslu og magn makríls og annarra uppsjáv- arfiskistofna í Norðaustur Atlants- hafi meðan á ætisgöngum þeirra um Norðurhöf stendur ásamt því að kanna ástand sjávar og átustofna á svæðinu. Heildarvísitala makríls á svæðinu var metin um 7,7 millj- ón tonn, þar af voru tæp 2,9 millj- ón tonn innan íslenskrar efnahags- lögsögu eða rúm 37% af heildar- vísitölunni. Heildarvísitalan í ár er 1,3 milljón tonnum lægri en á síð- asta ári en þá var hún sú hæsta síð- an rannsóknirnar hófust árið 2007. Vísitala makríls innan íslenskr- ar lögsögu hefur hins vegar aldrei verið eins há og í ár, en síðustu þrjú ár var vísitalan þar um 1,6 milljón tonn. Á öðrum svæðum var magnið minna en á síðasta ári. Mesta þétt- leika makríls var að finna suður af Íslandi og náði útbreiðslan þar sunnar en áður hefur sést. Heild- arstærð svæðisins sem kannað var í ár var lítið eitt stærra en á síðasta ári en eins og undanfarin ár, var aðeins lítill hluti lögsögu Evrópu- sambandsins kannaður. „Niðurstöður leiðangursins sýna enn og aftur víðáttumikla út- breiðslu makrílsins að sumarlagi. Það er þó ljóst að ekki náðist að dekka allt útbreiðslusvæði hans og þá sérstaklega suðaustur af yfirferð- arsvæðinu í kringum Bretlandseyj- ar og í Norðursjó þar sem eink- um yngri fiskur er talinn halda til á þessum árstíma. Útbreiðsla makríls var eins og áður sagði frábrugðin síðustu árum sem bendir til breyt- inga á farleiðum hans. Þær tengj- ast mögulega kaldari yfirborðssjó í vor suðaustur af Íslandi sem náði allt að ströndum Noregs. Líkt og síðustu ár var skörun á útbreiðslu makríls og síldar og var skörunin einkum vestan til í Austurdjúpi og austur af Íslandi.“ mm Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, skrif- aði síðastliðinn miðvikudagsmorg- un undir Þjóðarsáttmála um læsi í Borgarnesi. Það gerðu einnig Kol- finna Jóhannesdóttur sveitarstjóri í Borgarbyggð og Sveinn Pálsson sveitarstjóra Dalabyggðar. Undir- ritunin fór fram í Safnahúsi Borg- arfjarðar við Bjarnarbraut í Borgar- nesi. Þjóðarsáttmáli um læsi er átak sem mennta- og menningarmála- ráðuneytið mun vinna að í samvinnu við sveitarfélög og skóla. Markmið átaksins er að öll börn geti lesið sér til gagns þegar grunnskólagöngu lýkur. Með undirritun sáttmál- ans skuldbinda sveitarfélög og rík- ið sig til að vinna með öllum tiltæk- um ráðum að því markmiði. Fram- lag menntamálaráðuneytisins til verkefnisins verður í formi ráðgjaf- ar, stuðnings, lesskimunar og aukins samstarfs við foreldra. kgk Skrifað undir Þjóðarsáttmála um læsi Frá undirritun sáttmálans í Borgarnesi. F.v. Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir, fulltrúi Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra, Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri Borgarbyggðar. F.v. Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir, Illugi Gunnarsson og Sveinn Pálsson, sveitar- stjóri Dalabyggðar, sem staðfesti þátttöku Dalabyggðar í átakinu. Rúmlega þriðjungur makrílstofnsins innan íslenskrar lögsögu Hvalkjötið komið á leiðarenda

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.