Skessuhorn - 02.09.2015, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2015 15
ÞJÓNUSTA ÞJÓNUSTA
BLIKKSMIÐJA
Loftræstingar – Reykrör
Klæðningar – Nýsmíði
Viðhald – Efnissala
JÁRNSMIÐJA
Gjafagrindur – Nýsmíði
Viðhald – Þjónusta
Hesthúsinnréttingar
RAFMAGNS-
VERKSTÆÐI
Nýlagnir – Viðhald
Viðgerðaþjónusta
Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is
Víkurhvarf 5
Stærð palls 2,55 x 8,60 m
Verð kr. 1.890.000,- með virðisaukaskatti
Weckman flatvagnar
/ löndunarvagnar
Vagnar 6,5 - 17 tonn.
Verðdæmi:
8 tonn kr. 1.250.000,- með virðisaukaskatti.
12 tonn kr. 1.590.000,- með virðisaukaskatti.
Weckman sturtuvagnar
Víkurhvarf 5
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
2
Í verslun Rauða krossins við Borg-
arbraut 4 í Borgarnesi vinna sjálf-
boðaliðar gott starf þar sem vel er
hugsað um verslunina. Þar geta
Borgnesingar, nærsveitafólk og
aðrir stoppað og keypt góð föt,
töskur og veski, skó, skart og sitt-
hvað fleira. Nú nýverið var rýmk-
að til í versluninni og breytt svo
að meira pláss skapaðist. Í Borgar-
nesi eru einnig söfnunargámar þar
sem fólk getur komið með föt sem
ekki eru lengur í notkun og gefið
Rauða krossinum. „Fötin sem eru
sett í gámana hér eru þó ekki seld
í versluninni hér í Borgarnesi. Það
sem kemur í fatasöfnunargáminn
fer allt til Reykjavíkur þar sem föt-
in eru flokkuð og slíkt. Við fáum
svo bretti af fötum frá Reykjavík og
það eru þá föt sem hafa verið sett í
gáma á öðrum stöðum á landinu,“
segir Jóhanna Möller, einn sjálf-
boðaliða í versluninni, í samtali við
Skessuhorn. „Við fáum bretti send
að sunnan eftir þörfum og á hverju
bretti eru svona tíu til tólf kassar af
fötum. Á hverri vakt, eða hvern dag
sem er opið, er svo tekið upp úr ein-
um kassa. Það er því eitthvað „nýtt“
sem kemur í hvert skipti sem versl-
unin er opin,“ bætir Jóhanna við.
Rauði krossinn tekur
öllum fatnaði fagnandi
Verslunin er mjög vel skipulögð
og þar er að finna fjölbreytt úrval
af fötum fyrir allan aldur og í flest-
um stærðum. „Barnafötin hjá okk-
ur kosta t.d. frá 200 kr. Öll föt-
in sem við seljum eru líka heil og
blettalaus. Ef það er eitthvað blett-
ótt eða ekki heilt þá fer það ekki í
verslunina. Við viljum þó árétta að
Rauði krossinn nýtir allan fatnað
og efni, þó það sé götótt eða blett-
ótt. Það sem er illa farið er rifið
niður og notað í mottur og annað
slíkt. Hér í versluninni er stuðst við
verðlista sem Rauði krossinn hefur
sett upp og er verðið því það sama
í öllum verslunum Rauða krossins,
nema í versluninni við Laugaveg
12. Þar eru merkjavörur og kosta
aðeins meira. Hér förum við held
ég ekkert yfir 5000 kr. og er það
afar sjaldgæfur verðmiði hjá okk-
ur,“ segir Helga Sif Andrésdóttir,
sjálfboðaliði í versluninni.
Engin skömm að kaupa
notuð föt
„Það er 21 sjálfboðaliði skráður
hjá okkur en þó eru ekki allir jafn
virkir. Þetta er allt frábært og dug-
legt fólk. Við tökum öllum sem
vilja hjálpa mjög vel og fleiri sjálf-
boðaliða væru því vel þegnir, sér-
staklega að bæta við körlum. Það
er bara einn ungur drengur skráð-
ur sem sjálfboðaliði hér hjá okkur
og við værum alveg til í fleiri,“ segir
Jóhanna og brosir. Aðspurðar hvort
þær verði varar við að fólki þyki
óþægilegt að koma inn í verslunina
segjast þær alveg hafa orðið varar
við slíkt. „Það er ekki mikið um það
en maður sér samt alveg fólk sem
finnst kannski óþægilegt að koma
hér inn. Svo eru náttúrulega marg-
ir hér í Borgarnesi sem hafa aldrei
kíkt við, kannski þykir þeim óþægi-
legt að versla hér. Það er þó alveg
óþarfi að líða þannig, hér versl-
ar allskonar fólk, bæði fólk sem á
lítið af peningum og fólk sem ef-
laust á alveg nóg. Það er bara alveg
óþarfi að eyða fullt af peningum í
föt sem þú getur alveg fengið mun
ódýrara hjá okkur. Hér kemur líka
tískufatnaður og merkjavörur. Það
er líka mikið úrval fyrir börnin, fín
leikskólaföt til dæmis,“ segja þær
Jóhanna og Helga Sif. „Hér er líka
leikhorn fyrir börnin og við erum
alltaf með kaffi á könnunni. Fólk
getur því alveg kíkt bara til okkar,
sest niður, fengið sér kaffi og spjall-
að á meðan börnin leika sér,“ bætir
Jóhanna við.
Fyrirtækjaáskoranir
Þær Jóhanna og Helga Sif segja
fólk almennt vera mjög duglegt
að kíkja við og sumir koma jafnvel
alltaf þegar það er opnað og kíkja í
kassann sem er tekið upp úr þann
daginn. Einnig eru margar konur
sem koma við og fá garn sem Rauði
krossinn úthlutar og þær prjóna
vörur sem ýmist eru seldar í versl-
uninni eða sendar til Hvíta-Rúss-
lands. Það er því ekki allt notað
sem þarna er selt. „Við reynum að
vera duglegar að kynna verslunina
og erum alltaf að leita að fleiri sjálf-
boðaliðum. Við erum t.d. að hugsa
þann möguleika að bjóða ungling-
um úr grunnskóla að koma og að-
stoða í versluninni. Við höfum líka
farið af stað með fyrirtækjaáskoran-
ir og höfum við þegar skorað á Vífil
Karlsson hagfræðing. Vífill kom þá
og afgreiddi hér í einn dag. Núna
þarf hann að finna sér einhvern til
að skora á og svo á þetta að ganga
þannig áfram. Þá fær fólk að kynn-
ast þessu aðeins og mögulega vilja
einhverjir koma aftur og skrá sig
sem sjálfboðaliða,“ segir Jóhanna.
Að lokum vilja þær Jóhanna og
Helga Sif koma því á framfæri að
verslunin er opin þrjá daga í viku,
fimmtudaga frá kl. 15-18, föstu-
daga frá kl. 14-18 og laugardaga
frá kl. 12-15. Alltaf er heitt kaffi
á könnunni og allir velkomnir að
kíkja við.
arg
Helga Sif Andrésdóttir og Jóhanna G. Möller eru sjálfboðaliðar í verslun Rauða krossins í Borgarnesi.
Endurbætt verslun Rauða
krossins í Borgarnesi
Þessi systkini fengu að fara með mömmu sinni í verslun Rauða krossins í Borgar-
nesi og dressa sig upp frá toppi til táar.