Skessuhorn


Skessuhorn - 16.09.2015, Síða 1

Skessuhorn - 16.09.2015, Síða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 38. tbl. 18. árg. 16. september 2015 - kr. 750 í lausasölu Arion hraðþjónusta – hafðu það eins og þú vilt Arion appið • Netbanki • Hraðbankar Lúsina burt! Restaurant Munaðarnes Borgarfirði 525 8441 / 898 1779 Njótið veitinga í fallegu umhverfi SK ES SU H O R N 2 01 5 OPIÐ 15.00 – 21.00 Hópapantanir í síma 898-1779 Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Bæjarráð Akraneskaupstaðar hef- ur samþykkt tillögur að skipulags- breytingum í menningarmálum ásamt nýju skipuriti málaflokksins. Meðal annars liggur að baki ákvörð- uninni ítarleg úttekt sem gerð var í janúar á þessu ári á rekstri menning- armála hjá Akraneskaupstað. Í þeirri úttekt var meðal annars lagt til að koma á fót starfi yfirmanns safna á Akranesi og stöður yfirmanna bóka- safns, héraðsskjalasafns, ljósmynda- safns og byggðasafns yrðu lagð- ar niður í núverandi mynd. Lög koma þó í veg fyrir að leggja megi af starf bæjarbókavarðar og verður slíkur því áfram við Bókasafn Akra- ness. Forstöðumanni byggðasafns og deildarstjórum í héraðsskjala- og ljósmyndasafni verða boðin breytt störf og heyra undir áðurnefnd- an yfirmann safna. Einnig var lagt til að ljósmyndasafnið verði hluti af héraðsskjalasafni og að opnunartíma bókasafnsins verði breytt. Þá liggur fyrir að gera breytingar á sýningum á Byggðasafninu í Görðum og verð- ur safnið lokað frá 1. október næst- komandi og til vors. Þetta og margt fleira í frétt á bls. 10. grþ Leikmenn ÍA eru hér í þann mund að hefja Íslandsmeistarabikarinn á loft eftir 1-0 sigur á FH í úrslitaleik 1. deildar kvenna í knattspyrnu á Akranesvelli síðastliðinn laugardag. Liðið hafði þegar tryggt sér sæti í úrvalsdeild næsta sumar. Í tilefni þess fylgir Skessuhorni í dag sérblað þar sem rætt er við fyrirliða liðsins, leikmenn, þjálfara og formann knattspyrnufélagsins. kgk/ Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson. „Það er ókostur við réttir að það er svo mikið af ókunnugu...“ Þessi ummæli voru til gamans sögð í Þverárrétt í Borgarfirði síðasta mánudag, en eðli rétta er jú ein- mitt að þar er fé dregið í sundur og sett í dilka sem tilheyra hverjum bæ í sveitinni. Þessi mynd var tekin inn í einn dilkinn þar sem fullorðið fé frá Lundum í Stafholtstungum er í þann mund að verða hleypt út og rekið í heimahagana. Sjá svipmyndir úr göngum og réttum á bls. 14. mm Göngur og réttir Breytingar í safnamálum

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.