Skessuhorn


Skessuhorn - 16.09.2015, Qupperneq 2

Skessuhorn - 16.09.2015, Qupperneq 2
MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 20152 Nú þegar skammdegið fer að hellast yfir minnum við á notkun endurskinsmerkja, bæði fyrir börn og fullorðna. Fólk á gangi án endurskinsmerkja sést fyrst í um það bil 20 - 30 metra fjarlægð frá bíl sem ekur með lág ljós en í um 125 metra fjarlægð ef notuð eru endurskinsmerki. Það verður norðan 3-8 m/s og lítilshátt- ar væta norðan til en bjart sunnan heiða á fimmtudag. Hæg breytileg átt síðdegis og víða skýjað á landinu en yfirleitt úrkomu- laust. Hiti verður á bilinu 7 til 15 stig, hlýjast á Suðurlandi. Á föstudag verður hæg suð- læg átt og skýjað en rofar til á Norður- og Austurlandi. Suðaustan strekkingur og rign- ing sunnan- og vestanlands um kvöldið. Hiti víða 8 til 13 stig. Á laugardag spáir suð- austan 13-20 m/s og rigningu en 8-15 og úrkomulitlu á Norður- og Austurlandi. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast norðanlands. Á sunnudag verður ákveðin sunnanátt og rigning eða skúrir en þurrt norðanlands. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast fyrir norðan. Á mánudag er útlit fyrir suðlæga átt með vætusömu veðri, síst þó á norðanverðu landinu. Kólnar heldur. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hefur áramótaheitið þitt haldið það sem af er ári?“ Langflestir, eða 83,17% svarenda strengdu alls ekki áramótaheit. Heldur færri, eða 8,17% aðspurðra svöruðu „Já og það heldur enn“. 6,25% sögðu áramótaheitið ekki hafa haldið lengi. 1,92% sögðu „Já, en stendur tæpt“ og einungis 0,48% svöruðu „Nei, hélt þar til nýlega“. Í næstu viku er spurt: Ætlar þú að taka slátur í haust? ÍA konur eru Vestlendingar vikunnar að þessu sinni. Þær tryggðu sér í vikunni Ís- landsmeistaratitil 1. deildar og sæti í úrvals- deild á nýjan leik næsta sumar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Mr. Skalla- grímsson snýr aftur BORGARNES: „Í tilefni af 10. starfsári Landnáms- setursins í Borgarnesi mun Benedikt Erlingsson flytja hinn óborganlega einleik sinn um Egil Skallagríms- son. Benedikt frumsýndi einleikinn við opnun Land- námssetursins 13. maí 2006 og sló sýningin algjörlega í gegn. Árið eftir hlaut Bene- dikt þrjár Grímu tilnefning- ar fyrir sýninguna og vann 2 Grímur fyrir besta hand- rit og besta leik í aðalhlut- verki. Það er okkur því mik- ið gleðiefni að Benedikt skuli vera tilbúin að koma til okk- ar aftur á þessum tímamót- um og gefa þeim sem misstu af sýningunni kost á að sjá hana og þeim sem endilega vilja koma aftur tækifæri til þess,“ segir í tilkynningu. „Sýningar hefjast 30. októ- ber og við hvetjum fólk til að bóka tímanlega því sýn- ingafjöldi er takmarkaður. Miðapantanir eru í síma 437 1600, á landnam@landnam. is og á midi.is“ -mm Sérfæðingur í þvagfæraskurð- lækningum AKRANES: Sigurður Guð- jónsson, sérfæðingur í þvag- færaskurðlækningum, hef- ur tekið til starfa á Heil- brigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Hann verður jafn- framt í hlutastarfi á Land- spítala og rekur eigin lækna- stofu í Læknamiðstöðinni í Glæsibæ. Sigurður lauk kandidatsprófi við HÍ 1998, öðlaðist almennt lækninga- leyfi 1999 og 2005 varð hann sérfræðingur í þvagfæra- skurðlækningum. Sigurður verður með stofumóttöku fyrir sjúklinga á HVE Akra- nesi auk þess að framkvæma þar ýmsar aðgerðir í sérgrein sinni. Móttökudagar verða á fimmtudögum. Upplýsingar og tímapantanir eru hjá af- greiðsludeild, s. 432-1000. –mm Nýverið gerði Stjörnuskoðun- arfélagið á Bifröst samkomulag við Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi um samvinnu í kennslu í stjörnufræði. Snýr sú samvinna að því að stjörnuskoðunarfélagið veitir grunnskólanum aðgang að tækjabúnaði sem til þarf til stjörnu- skoðunar. Hér er um að ræða 10 tommu sjónauka af gerðinni Dob- sonian synscan, ásamt aukabúnaði. Aukabúnaður líkt og sólsía gerir það kleift að hægt er að skoða sól- ina. „Er það einlæg von félagsins að þessi samvinna verði til þess að aukin áhugi skapist hjá grunnskóla- börnum í Borgarfirði á stjörnu- fræði,“ segir í tilkynningu frá fé- laginu. Á meðfylgjandi mynd eru Haf- steinn Sverrisson formaður Stjörnuskoðunarfélagsins, Ýmir Örn Hafsteinsson formaður nem- endafélagsins og Ása Erlingsdóttir kennari á Varmalandi. mm Gera nemendum kleift að skoða stjörnurnar Undanfarið hafur staðið yfir vinna við nýbyggingu íbúðarhúss við Hellis- braut á Hellissandi. Húsið verður 180 fermetra KIH límtréshús frá Austur- ríki og verður þak þess torflagt. Áætl- að er að húsið verði fokhelt fyrir 1. október en einungis tók fjóra daga að reisa einingarnar þrátt fyrir fremur slæmt veður í síðustu viku. Eigandi hússins er Harald Ragnar Óskars- son en verktakinn sem vinnur verk- ið er Eiður Björnsson ásamt þremur öðrum smiðum og er stefnan sú að byggingu hússins verði að fullu lokið næsta vor. Húsið er vel staðsett með gott útsýni út á Breiðafjörðinn. þa Reistu austurrískt einingahús á Hellissandi Ólöf Nordal innanríkisráðherra og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri klipptu síðdegis á föstudaginn á borða og opnuðu um leið með formlegum hætti nýjan veg í Múlasveit, vestasta hluta Reykhólahrepps. Vestfjarða- vegur (60) er aðalsamgönguæð sunn- anverðra Vestfjarða. Hinn nýi vegur sem nú kemst í notkun liggur frá Eiði í Vattarfirði að Þverá í Kjálkafirði. Nýi vegurinn er 16 km langur og leys- ir af hólmi 24 km langan malarveg og styttir því leiðina um átta km. Vegur- inn þverar Mjóafjörð og Kjálkafjörð. Kostnaður var í upphafi áætlaður 3,6 milljarðar króna og stefnir í að loka- kostnaður verði 3,7-3,8 milljarðar á sambærilegu verðlagi. „Þetta er einn af stóráföngun- um í bættum samgöngum á svæð- inu en önnur helstu verk sem unnin hafa verið á síðustu árum eru Bratta- brekka (2003), vegur um Svínadal (2007), þverun Gilsfjarðar (1999), vegur um Klettsháls (2004), vegur úr Kjálkafirði í Vatnsfjörð (2010) og um Kleifaheiði (2002). Að þessum áfanga loknum er aðeins einn stór áfangi eft- ir á sunnanverðum Vestfjörðum, kafl- inn í Gufudalssveit þar sem ágrein- ingur hefur verið um vegagerð um Teigsskóg,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. Stefna ríkisstjórnarinnar er sú að framkvæmdir í Gufudalssveit um Teigsskóg hefjist áður en þetta kjör- tímabil er úti. Verkefnið er skjalfest í þingsályktunartillögu um samgöngu- áætlun til næstu fjögurra ára. mm Þverun Mjóafjarðar og Kjálkafjarðar lokið Hreinn og Ólöf klipptu á borða og opnuðu brúna formlega. Ljósm. gpm. Þau voru viðstödd athöfnina síðastliðinn föstudag, þar af þrír núverandi og fyrr- verandi samgönguráðherrar. F.v. Haraldur Benediktsson, Einar K Guðfinnsson, Ólöf Nordal, Sturla Böðvarsson og Kristján L Möller. Myndin var tekin á hlaðinu í Flókalundi með hina fögru Barðaströnd í baksýn. Á leikskólaárunum er lagður mikil- vægur grunnur að þroska barna sem undirbýr þau m.a. fyrir lestrarnám seinna meir. Læsi felur í sér skilning á læsistengdum hugtökum og tekur til hefðbundinna læsisþátta; hljóð- kerfisvitundar, bókstafaþekkingar, umskráningar, orðaforða, málskiln- ings, frásagnageta og ritunar. Í læsi mótast einnig viðhorf barna til lest- urs og vitund þeirra um tilgang hans jafnfram leggur málfærni grunn að fyrstu skrefum barna við að tileinka sér læsi og síðari lestrarfærni. Dagur læsis í Klettaborg Í leikskólanum Klettaborg í Borg- arnesi fer fram nám sem leggur góð- an grunn að þróun læsis. Í gegn- um leikinn er nám barnanna skipu- lagt þannig að þau njóti þess að efla mál sitt og læsi í víðu samhengi í gegnum fjölbreytta reynslu og efni- við. Smátt og smátt höfum við ver- ið að þróa okkar vinnu, læsisverk- efni útbúin, ýmis námskeið sótt, lært hvert af öðru, mismunandi hæfileik- ar nýttir o.fv. Skemmtileg viðbót við læsisvinn- una var að í tilefni af Degi læsis kom Sævar Ingi Jónsson héraðsbókavörð- ur hjá Héraðsbókasafni Borgarfjarð- ar og afhenti börnunum bókasafns- skírteini að gjöf. Þau munu einnig fá bókamerki þegar þau koma á bóka- safnið til að fá bók að láni. Markmið- ið með þessu framtaki er að auka að- gengi barna á leikskólaaldri að bók- um og hvetja foreldra til að lesa fyr- ir börnin sín, jafnframt að minna á bókasafnið og hlutverk þess. Miklu máli skiptir fyrir börn að búa við ríkt og gefandi málumhverfi á heimili og hafa börn sem verða þess aðnjótandi forskot í málþroska. Vonandi munu foreldrar nýta bókasafnskírteinin og njóta þannig gæðastunda með börn- um sínum sem á að vera skemmtilegt þar sem bæði foreldri og barn njóta þess að lesa og spjalla saman um efni bókarinnar. -fréttatilkynning Sævar Ingi Jónsson héraðsbókavörður með hluta hópsins á Klettaborg. Hróðugur eigandi bókasafnsskírteinis.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.