Skessuhorn


Skessuhorn - 16.09.2015, Síða 4

Skessuhorn - 16.09.2015, Síða 4
MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 20154 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smáaug- lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.573 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.230. Rafræn áskrift kostar 2.023 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.867 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Hvatning til sjálfshjálpar Við lifum á tímum þar sem frelsi einstaklingsins á að vera mikið. Sem dæmi höfum við frelsi til að ferðast, frelsi til að starfa við það sem við höfum lært og við höfum frelsi til að tjá skoðanir okkar. Við höfum líka frelsi til að krefjast viðunandi kjara í þeim tilfellum þegar við um lengri eða skemmri tíma höfum ekki möguleika til að afla lífsviðurværis án þess að fá til þess að- stoð. Við lifum í velferðarsamfélagi sem vill gera vel, en kann það ekki allt- af. Þegar misbrestur verður lifa þeir sem bágust hafa kjörin við skert frelsi. Frelsissvipting í formi fátæktar er fjandsamleg ógnun við það grunngildi að allir séu jafnir og að við komum fram við minnstu bræður okkar og systur sem raunverulega jafninga. En öllu frelsi fylgir ábyrgð. Ég kýs að rifja það upp hér í kjölfar viðtals sem tekið var við Björk Vilhelmsdóttir fráfarandi borgarfulltrúa í Reykja- vík og birtist í Fréttablaðinu í liðinni viku. Björk hefur jú frelsti til að lýsa skoðunum sínum í fjölmiðlum rétt eins og aðrir. Nú hefur hún ákveðið að yfirgefa stjórnmálin og hverfa til annarra starfa, fyrst í stað að hjálpa stríðs- þjáðu Palestínufólki. Í viðtalinu tjáði Björk skoðun sína á þróun velferð- armála í höfuðborginni. Orðrétt sagði hún: „Það er veikleikavæðing inn- an velferðarþjónustunnar. Og í samfélaginu yfir höfuð. Fólk er upptekið af því hvaða greiningar það hefur fengið, hvaða sjúkdóma það hefur feng- ið, hverjir hafa skilið í stórfjölskyldunni og mögulega valdið áföllum alveg frá þriggja ára aldri og hverjir hafa orðið fyrir ofbeldi og svona. Þið fjöl- miðlarnir algjörlega alið á þessu með því að koma engum í viðtal nema hann hafi orðið fyrir ofbeldi eða áfalli alveg endalaust. Ég segi stundum að Íslendingar séu bara haldnir algjörri áfallastreituröskun og viðhalda sér í áfallinu með því að fá alltaf fleiri og fleiri sögur af fleiri og fleiri áföllum hjá öðrum. Við erum bara föst í þessu.“ Þetta voru nokkuð gildishlaðin orð hjá fráfarandi formanni velferðar- ráðs í stærsta sveitarfélagi landsins. Margir vilja halda því fram að hún sé þarna að lýsa uppgjöf við það starf sem hún tók að sér eftir að flokkur henn- ar myndaði meirihluta í borginni í fyrravor. En hver sem ástæðan er þá eru þetta orð sem fjölmiðlar, eða þeir sem með mál hins opinbera höndla, geta ekki látið eins og þau hafi verið ósögð. Ég þekki Björk frá því við vorum samferða í Reykholtsskóla fyrir margt löngu. Ég veit að hún hefði aldrei látið þessi orð falla nema að baki búi gild ástæða. Hún fullyrðir þarna að gengið hafi verið of langt í að veikleikavæða heilbrigðis- og velferðarþjón- ustuna. Í stað þess að hjálpa fólki til sjálfshjálpar, er í einhverjum tilfellum ýtt undir meinta eymingjagæsku sem ekki boðar annað en áframhald doð- ans sem heltekið getur þá sem ekki fá næga hvatningu. Auðvitað er það grundvallaratriði að hver einstaklingur hafi grunnlaun til framfærslu og þá aðstoð sem velferðarkerfi á að veita. Atvinnuleysi, sjúkdómar eða örorka geta valdið því að fólk er í skemmri eða lengri tíma utan vinnumarkað- ar. Því fólki ber að sjálfsögðu að hjálpa. Sú hjálp er engu að síður best veitt með því að hvetja fólk til sjálfshjálpar á nýjan leik. Það hafa mörg dæmi sannað og sem betur fer hafa fjölmörg úrræði sveitarfélaga hjálpað fólki til betra lífs. Við þekkjum allskyns úrræði sem fólki er beint í með störf við hæfi, nám og aðlögun að kerfinu með hvatningu og leiðsögn. En Björk Vilhelmsdóttir er þarna að benda á að til þess að við eigum að hafa efni á að veita öldruðum, sjúkum og öryrkjum mannsæmandi lífskjör, þá verðum við að fækka í þeim hópi sem þiggur bætur en gæti framfleytt sér án aðkomu hins opinbera. Þá er hún einnig að gefa fjölmiðlum inn með því að segja að það þurfi að beina auknum sjónum að þeim sem eru að spjara sig í lífinu en vera ekki sífellt að draga upp það neikvæða og „hvað kerfið sé gallað.“ Við þurfum að hvetja fólk áfram og hætta að draga úr því kjark- inn til sjálfshjálpar. Magnús Magnússon. Hefðbundinn haustfundur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga með skólastjórnendum og tengilið- um stoðþjónustu grunn- og leik- skólanna á Snæfellsnesi fór fram í Grunnskóla Snæfellsbæjar mið- vikudaginn 9. september síðast- liðinn. „FSS kynnti áherslur og skipulag í sérfræðiþjónustu við skólana á nýju skólaári. Sérstök áhersla í samstarfi þessara aðila er fagefling og samstarf skólastiganna tveggja og FSS í verkefninu Göng- um yfir brúna.“ Sveinn Þór Elinbergsson er for- stöðumaður Félags- og skólaþjón- ustu Snæfellinga. Hann segir að FSS ásamt grunn- og leikskólun- um á Snæfellsnesi, standi fyrir sér- stöku Menntaþingi á sameiginleg- um starfsdegi skólastiganna mánu- daginn 2. nóvember næstkomandi í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík. Yfirskrift menntaþingsins verður „Málefni innflytjenda; - áskorun í skólaþjónustu sveitarfélaganna á Snæfellsnesi“. Framsöguerindi flytja Rúnar Helgi Haraldsson frá Fjölmenningarsetrinu, Fríða Bjarney Jónsdóttir, sérfræðingur á skóla- og frístundasviði Reykja- víkur og Hulda Karen Daníels- dóttir, verkefnastjóri hjá mennta- sviði Reykjavíkurborgar. „Sveitar- stjórnar- og skólanefndarfólki sem og fulltrúum í skóla- og foreldra- ráðum skólanna á Snæfellsnesi er sérstaklega boðið til þinghalds- ins enda varðar málefnið flestar stjórnsýslustofnanir Snæfellinga,“ segir Sveinn Þór. mm Haustfundur og menntaþing skólafólks á Snæfellsnesi Skólastjórnendur og starfsfólk skólaþjónustu FSS á haustfundinum síðastliðinn miðvikudag. Makrílbáturinn Hreggi AK frá Akra- nesi slitnaði upp í Njarðvíkurhöfn aðfararnótt síðasta miðvikudags og rak upp í grjót í höfninni. Á vef Vík- urfrétta er sagt frá því að björgun- arsveitin Suðurnes hafi strax verið kölluð til ásamt lögreglu og hafn- sögubátnum Auðunni. „Böndum var komið á bátinn, sem var kominn á hliðina í grjótinu þannig að sjór flæddi inn fyrir borðstokkinn, og hann dreginn aftur á flot og komið að bryggju,“ sagði í frétt Víkurfrétta um atburðinn. Meðfylgjandi mynd tók Siggeir Pálsson á vettvangi í Njarðvíkurhöfn snemma á miðviku- dagsmorgun. mm Makrílbátur frá Akranesi endaði uppi í grjóti Blés um Snæfellinga þegar fyrstu haustlægðirnar gengu yfir Leiðindaveður var á miðvikudag og fimmtudag á Snæfellsnesi þeg- ar fyrstu alvöru haustlægðirnar gengu yfir vestanvert landið. Um klukkan sjö á miðvikudagsmorgun fóru vindhviður í 40 metra á sek- úndu í Ólafsvík. Engar alvarlegar skemmdir urðu en lauslegir hlut- ir færðust úr stað og þá losnaði klæðning og þakkantur af tveimur húsum. Aðfararnótt fimmtudags gerði aftur suðvestan hvassviðri og féll skólahald niður í Snæfellsbæ fyrir hádegi af þeim sökum. Ófært var um tíma á vegum á norðan- verðu Snæfellsnesi fram að há- degi á fimmtudeginum. Um tíma fór vindur í hviðum í 48 m/sek á Fróðárheiði. Allhvasst var einnig á Vatnaleið. Ekki voru mörg tjón skráð en þó fauk húsbíll á hliðina í Helgafellssveit fyrir hádegi. Þetta gerðist í svokölluðum Stórholt- um, milli Gríshóls og Vatnaleiðar. Ökumann og farþega sakaði ekki, en lögregla flutti þau til skoðunar í Stykkishólm. Fólkið þurfti að bíða í bílnum nokkra stund þar til hjálp barst frá lögreglu. Bíllinn var sótt- ur eftir hádegið þegar vind tók að lægja. mm/af Fiskikör fuku úr stæðu og þakkantur losnaði á húsnæði Ægis sjávarfangs í Ólafs- vík á miðvikudagsmorguninn. Ljósm. af. Á fimmtudagsmorgun var svona umhorfs við höfnina í Ólafsvík. Ljósm. af. Í hvassviðrinu fyrir hádegi á fimmtudagsmorgun fauk þessi húsbíll á hliðina í Helgafellssveitinni. Ljósm. Sumarliði Ásgeirsson.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.