Skessuhorn


Skessuhorn - 16.09.2015, Page 10

Skessuhorn - 16.09.2015, Page 10
MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 201510 Fasteignasala LIT í Borgarnesi er nú komin með í sölu húseignir gamla Húsmæðraskólans á Varma- landi í Stafholtstungum. Það er sveitarfélagið Borgarbyggð sem er eigandi hússins en það ákvað eins og kunnugt er fyrr á þessu ári að bjóða það til sölu ásamt fleiri fast- eignum í eigu sveitarsjóðs. Síðast þjónaði húsið sem kennslurými fyrir elstu nemendur Varmalands- deildar Grunnskóla Borgarfjarðar sem hafa nú allir verið færðir und- ir eitt þak í upprunalegt barna- skólahús á staðnum. Húsmæðra- skóli var rekinn á Varmalandi frá 1946 og til ársins 1986 að dreg- ið hafði verulega úr aðsókn. Eft- ir það var um tíma rekin kennslu- miðstöð frá Kennarasambandi Ís- lands, heilsuhótel um hríð sem og sumarhótel. Húsmæðraskólahúsið var byggt árin 1944-1946 og það stækkað árið 1960. Það er á þremur hæð- um og samkvæmt auglýsingu frá Fasteignasölu Inga Tryggvasonar í Borgarnesi er það 1.825 fermetrar og ásett verð 210 milljónir króna. Húsið er sagt í góðu ásigkomu- lagi að utan og hluti þess hefur verið gerður upp að innan. Húsið er á hálfs hektara leigulóð og þar er hitaveita. Húsið gæti nýst vel í ferðaþjónustu eða annan rekstur. mm Bæjarráð Akraneskaupstaðar hefur samþykkt ýmsar tillögur að skipu- lagsbreytingum í menningarmálum ásamt nýju skipuriti og hefur vís- að þeim til endanlegrar samþykkt- ar í bæjarstjórn. Mikil undirbún- ingsvinna liggur að baki tillögun- um, meðal annars ítarleg úttekt sem gerð var í janúar á þessu ári á rekstri menningarmála hjá Akraneskaup- stað. Í þeirri úttekt var meðal ann- ars lagt til að stofnað yrði starf yf- irmanns safna á Akranesi og stöður yfirmanna bókasafns, héraðsskjala- safns, ljósmyndasafns og byggða- safns yrðu lagðar niður í núverandi mynd. Á hverju safni yrði settur safnvörður sem bæri ábyrgð á við- komandi safni en heyri undir áður- nefndan yfirmann safna. Einnig var lagt til að ljósmyndasafnið yrði hluti af héraðsskjalasafni og að opn- unartíma bókasafnsins yrði breytt. Markmiðið með úttektinni var að fá yfirsýn yfir kostnað vegna menning- armála á Akranesi. Stofnaður nýr málaflokkur Í undirbúningi að tillögum bæjar- ráðs var stefnt að því að setja á lagg- irnar eitt safn á Akranesi. Ekki gekk það eftir enda hamla lög um rekst- ur bókasafna því að sameina starf- semi bókasafna við önnur söfn. Bæj- arráð taldi að markmiðum um sam- eiginlega sýn í menningarmálum og samvinnu sérfræðinga yrði ekki náð nema öll söfnin heyrðu undir sama yfirmann. Niðurstaða ráðsins er því að stofna málaflokk með einum yf- irmanni, forstöðumanni menning- ar- og safnamála. Bókasafnið mun áfram halda ákveðnu sjálfstæði sam- kvæmt lögum og gerir tillaga bæjar- ráðs ráð fyrir því að yfirmaður bóka- safns beri starfsheitið bæjarbókar- vörður og heyri undir forstöðumann menningar- og safnamála. Deildarstjórum boðin breytt störf Á fundi bæjarráðs 10. september síð- astliðinn var samþykkt að fela bæjar- stjóra að undirbúa ráðningu áður- nefnds forstöðumanns. Undir verk- svið hans heyrir Bókasafn Akraness, Byggðasafnið í Görðum, héraðs- skjalasafn og ljósmyndasafn. Þá mun forstöðumaðurinn einnig hafa yf- irumsjón með listaverkasafni Akra- ness, undirbúning og eftirlit með samningum við einstaklinga og fyrir- tæki á sviði menningar- og lista. For- stöðumanni byggðasafns og deildar- stjórum í héraðsskjalasafni og ljós- myndasafni verða boðin breytt störf og verkefni í samræmi við markmið um stofnun málaflokksins en bæj- arráð telur að með samstarfi sér- fræðinga á sviði safnvörslu, skjala- mála, ljósmynda og viðburða und- ir stjórn öflugs leiðtoga verði hægt að ná fram verðmætara starfi fyrir íbúa Akraness og gesti. Tillögurnar ganga jafnframt út á að efla starfsemi og ímynd safnasvæðisins í Görðum með það að markmiði að ná fram fjölgun gesta og auknum sértekjum í menningarmálum. Þó er talið mik- ilvægt að halda áfram með mark- visst samstarf við Þjóðminjasafnið og Minjastofnun með það í huga að finna lausn á málefnum Kútters Sig- urfara. Byggðasafnið lokað í vetur Þá hefur bæjarráð samþykkt breytt- an opnunartíma byggðasafnsins og bókasafnsins. Opnunartími bóka- safnsins verður takmarkaður og verður opið frá kl. 12 - 18 virka daga ásamt tveimur morgnum í viku frá klukkan 10 - 12 vegna sögustunda fyrir börn annars vegar og átthag- astunda fyrir almenning hins vegar. Á laugardögum verður opnunartími yfir vetrartímann óbreyttur. Breyting á opnunartíma tekur gildi 1. janúar 2016. Þá er lagt til að Byggðasafn- ið verði lokað frá og með 1. október næstkomandi til 1. maí 2016 vegna endurnýjunar á sýningum. Safna- skálinn verður þó opinn til 31. des- ember vegna sýningar í Guðnýjar- stofu. Þrátt fyrir lokun verður tekið á móti hópum á tímabilinu. Ástand Kúttersins afar lélegt Einnig var á fundi bæjarráðs farið yfir stöðu mála Kútters Sigurfara. Full- trúar Þjóðminjasafns Íslands ásamt menningar- og safnanefnd Akraness komu á fundinn til að ræða málefni skipsins. Kynnt var skýrsla danska skipasmiðsins Mortens Müller sem kannaði ástand skipsins í vor og hug- myndir um framtíðarsýn ræddar. Í skýrslu Mortens kemur skýrt fram að ástand skipsins er afar lélegt enda hafi það staðið á landi í langan tíma. Hann greinir frá að viðgerð dönsku skonnortunnar Bonavista, í eigu Na- tionalmuseet í Danmörku, hafi kost- að 24 milljónir danskra króna eða um 465 milljónir íslenskra króna. Mor- ten benti jafnframt á að framtíðar- hlutverk Sigurfara verði að ráða för varðandi meðferð hans. Unnt væri til dæmis að nota hann til kennslu og miðlunar þekkingar með minni til- kostnaði. grþ Á næstu dögum mun fólk yfir 25 ára verða boðið sérstaklega velkomið í Björgunarfélag Akraness. Stofnaður hefur verið nýr hópur innan félags- ins sem ætlaður er fullorðnu fólki sem hefur áhuga á að starfa með björgunarfélaginu. „Þetta er ný- liðahópur fyrir fullorðna og gamla félaga sem gerir fólki kleift að starfa í sveitinni og taka nýliða prógramm í rólegheitum, á lengri tíma,“ seg- ir Jón Gunnar Ingibergsson hjá björgunarfélaginu. Hann segir fyr- irkomulagið sniðið fyrir fjölskyldu- fólk. „Við munum spila þetta eftir hópnum og í raun reikna með því að fólk starfi með okkur í sveitinni þó það fari ekki beint á útkallslista. Þeir sem hafa áhuga á bílum geta farið strax í bílaflokk og svo fram- vegis. Við erum ekki að fara að senda fólk sem hefur áhuga á sjó- björgun upp á Skarðsheiði að sofa í snjóhúsi, við leyfum fólki að sinna sínu sviði.“ Hann bætir því við að tekið sé inn í myndina að um sé að ræða lífsreyndara fólk sem mögu- lega þurfi ekki jafn mikla þjálfun og utanum hald eins og yngstu ný- liðarnir. „Við sláum samt sem áður ekki af kröfunum, heldur er þetta tekið á lengri tíma og er fjölskyldu- vænna.“ Vantar alltaf fleira fólk Jón Gunnar segir deildina henta vel fyrir byrjendur en einnig fyrir þá sem hafa áður verið í björgun- arsveit og vilji byrja að starfa aft- ur. Nýir félagar geti tekið þetta alveg á sínum hraða og að ekki sé skilyrði að fara á útkallslista. „Þetta er bara fyrir alla frá 25 ára aldri, bæði þá sem aldrei hafa verið í björgunarsveit og þá sem hafa verið einhvern tímann áður. Það veitir ekki af fleiri félögum og fjölbreytnin er alltaf kostur. Okkur vantar bæði reynslu og breiðara svið af einstaklingum og svo vantar alltaf fólk í ýmis verk- efni, svo sem fjáraflanir.“ útskýr- ir hann. Fyrsti fundur deildar- innar verður miðvikudaginn 23. september kl 20:00 í húsi Björg- unarfélagsins að Kalmansvöllum 2. Frekari upplýsingar veitir Bel- inda í síma 617-6697, Jón Gunnar í síma 663-7720 eða á ba@bjorg- unarfelag.is. Þess má geta að daginn áður, 22. september verður almenn- ur nýliðafundur fyrir 16-25 ára. Sá fundur verður á sama stað og hefst kl. 20:00. grþ Sigurður Ingi Leifsson er fædd- ur og uppalinn sveitadrengur úr Andakílnum. Úr sveitinni lá leið- in til Reykjavíkur þar sem hann lærði vélvirkjun. Eftir námið starfaði hann sem skipasmiður og blikksmiður. Um þrítugt fór hann á Bifröst þar sem hann lauk námi í rekstrarfræði vorið 1997. Síðustu ár hefur hann starfað sem fyrirtækjaráðgjafi hjá fjár- málastofnunum og nú er hann að opna ráðgjafarfyrirtæki í Borgar- nesi. „Ég hætti í síðasta starfi nú í upphafi þessa árs og ákvað að taka mér mjög gott og langt frí. Ég fór svo að huga að því hvað ég ætti að gera í framtíðinni en mig langaði ekki að binda mig aftur eins og áður. Mig langaði að vera aðeins frjálsari og þá lá bein- ast við að vera með eigin rekst- ur. Ég fékk þessa hugmynd um að fara af stað með ráðgjafarfyr- irtæki og lét spyrjast út að þetta væri möguleiki. Fólk fór svo að hafa samband við mig og spyrja hvenær ég myndi byrja. Ég var því kominn með nokkur verkefni til nokkurra mánaða áður en ég byrjaði. Það kom mér af stað og ég byrjaði því í raun fyrr en ætl- unin var upphaflega,“ segir Sig- urður Ingi. Hjálpar fyrirtækjum að bæta sín kjör Ráðgjafarfyrirtæki Sigurðar Inga hefur nú verið opnað á skrifstofu hjá Hugheimum, við Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi. „Hugmyndin var að þetta yrði fyrirtæki sem veitti ráðgjöf varðandi fjármálaskipun fyrirtækja. Þrátt fyrir að fyrirtæki standi mjög vel geta þau verið með óhagstæðan fjármálastrúktúr. Lán geta t.d. verið til of langs tíma eða of skamms. Jafnvel getur verið að kjör fyrirtækja séu ekki eins og þau ættu að geta verið með miðað við styrk þeirra. Það er þá mitt hlut- verk að taka þetta út og sjá hvort möguleiki er til að auka hagræð- ingu og bæta kjör fyrirtækja. En eins og ég segi þá var þetta upphaf- lega hugmyndin en svo gæti þetta í rauninni þróast í hvaða átt sem er. Minn styrkur liggur í greiningum og ég er að leita leiða til að nýta þá þekkingu sem ég bý yfir á því sviði,“ segir Sigurður. Hann mun eingöngu taka að sér ráðgjöf fyr- irtækja og einyrkja og segir næg verkefni vera í sveitafélaginu. „Það er mikið um landbúnað í Borgar- byggð og það eru auðvitað öðru- vísi fyrirtæki líka. Ég hef mikla þekkingu úr bændaumhverfinu, bæði hef ég unnið við landbúnað og einnig vann ég hjá Hagþjón- ustu landbúnaðarins á sínum tíma. Það er þó ekkert lokað fyrir það að taka fyrirtæki úr öðrum lands- hlutum,“ segir Sigurður Ingi. Um framhaldið segir hann ekki úti- lokað að fyrirtækið muni þróast, þó svo að það sé ekkert skipulagt. „Þróunin má koma á óvart, ég er ekki með neina stefnu þannig séð hvað það varðar. Ef verkefni kem- ur í mína átt og ég tel mig ráða við það þá skiptir engu máli hvort það sé eitthvað sem ég hef skilgreint fyrir fram eða ekki,“ segir Sigurð- ur að lokum. arg Húsmæðraskólahúsið til hægri en fjær er grunnskólinn, félagsheimilið Þinghamar og sundlaugin. Lengst til vinstri er garðyrkjustöðin Laugaland. Ljósm. Mats Wibe Lund. Húsmæðraskólahúsið boðið til sölu Sífellt er þörf fyrir endurnýjun í hópi björgunarsveitafólks. Björgunarfélag Akra- ness auglýsir bæði eftir almennum nýliðum og fólki í nýjan hóp eldri en 25 ára. Nýr hópur hjá Björgunar- félagi Akraness Opnar ráðgjafarfyrirtæki í Borgarnesi Miklar breytingar eru framundan í menningar- og safnamálum á Akranesi miðað við fundargerð bæjarráðs. Miklar breytingar framundan í menningar- og safnamálum á Akranesi

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.