Skessuhorn


Skessuhorn - 16.09.2015, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 16.09.2015, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2015 13 Ísbrjóturinn Arctic Sunrise, sem er í eigu Greenpeace-samtakanna, er á ferð við Íslandsstrendur þessa dag- ana. Sást til skipsins á mánudag- inn þar sem það lá fyrir ankerum skammt utan við Arnarstapa á Snæ- fellsnesi. Skipverjar lyftu ankerum og lögðu af stað frá Arnarstapa til Reykjavíkur skömmu fyrir hádegi í gær, þriðjudaginn 15. september. Samkvæmt upplýsingum frá áhöfn Arctic Sunrise leitaði skipið vars vegna hvassviðris á Grænlandssundi og var statt við Arnarstapa vegna áætlaðrar hafnarkomu í Reykjavík. Þar er stefnt að því að senda þyrlu í land og skipta um áhöfn. Þetta kemur fram á vef Fiskifrétta. Í frétt á vísir.is er haft eftir Sune Scheller, leiðangursstjóra Norður- skautsverndar grænfriðunga, að við Grænland hafi skipverjar „skráð og flett ofan af framferði olíuleitarfyr- irtækis sem notist við hljóðbylgj- ur sem framkallaðar eru með gríð- aröflugum loftbyssum til að leita að olíu og gasi djúpt undir sjávarbotn- inum.“ Þar kemur einnig fram að skip- ið verði í höfn í Reykjavík fram á sunnudag þegar haldið verður til Amsterdam. Fólki verði boðið að koma og skoða sig um í skipinu hluta úr degi á meðan það liggur við bryggju í Reykjavík en enn hafi ekki verið ákveðið hvaða dag það verði. Arctic Sunrise hefur komið við sögu í fjölmörgum herferðum græn- friðunga víða um heim. Nafn þess komst þó í heimsfréttirnar þegar skipverjar gerðu tilraun til að klifra upp á rússneskan borpall í Barents- hafi í september 2013. Var það liður í mótmælaaðgerðum grænfriðunga gegn olíuleit og -vinnslu á norður- slóðum. Rússnesk yfirvöld hand- tóku skipverja og kyrrsettu skipið í Múrmansk. Áhöfninni var sleppt hundrað dögum síðar en skipinu var ekki skilað fyrr en átta mánuð- um síðar. kgk Ísbrjótur Greenpeace við Íslandsstrendur Arctic Sunrise lá við ankeri út af Arnarstapa á sunnudaginn. Ljósm. þa. Hjá Pacta Lögmönnum starfa á þriðja tug reyndra lögmanna á 14 starfsstöðvum víða um land. Lögmenn Pacta búa yfir víðtækri reynslu og þekk- ingu á flestum sviðum lagaumhverfis sveitarfélaga, fyrirtækja, stofnana og einstaklinga. Markmið Pacta er að veita viðskiptavinum um land allt gæða lögmannsþjónustu og ráðgjöf, byggða á þekkingu, trausti og áreiðanleika sem skilar faglegum og heiðarlegum vinnubrögðum. Með samræmdu upplýsingakerfi og samskiptalausnum hafa lögmenn Pacta einstakan aðgang að reynslu og sérþekkingu annarra lögmanna stofunnar, hvar sem þeir starfa á landinu. Nánari upplýsingar veitir Benjamín Axel Árnason, verkefnastjóri Pacta, í síma 440 7900 og á netfang benjamin@pacta.is. Umsóknarfrestur er til 21. september 2015. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarupplýsingar. Ráðið verður í starfið samkvæmt nánara samkomulagi. Pacta lögmenn ı Laugavegi 99 ı 101 Reykjavík ı Sími 440 7900 Akranes og Vesturland Við leitum að lögfræðingi til að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu Pacta á Vesturlandi, með starfsstöð á Akranesi. Meðal verkefna eru fjölbreytt viðfangsefni á sviði lögfræðilegrar ráðgjafar og samningagerðar, málflutningur, ábyrgð á mætingum í héraðsdóma og hjá Sýslumannsembættum. Við leitum eftir ákveðnum og drífandi einstaklingi sem er metnaðarfullur og sjálfstæður í starfi og býr yfir mikilli samskiptafærni. Æskilegt að viðkomandi hafi málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Við viljum ráða lögmann til starfa Reykjavík ı Hafnarfjörður ı Akranes ı Ísafjörður ı Blönduós Sauðárkrókur ı Siglufjörður ı Dalvík ı Akureyri ı Húsavík Egilsstaðir ı Reyðarfjörður ı Selfoss ı Vestmannaeyjar Selfoss Fjallabyggð Reykjavík Akranes Reyðarfjörður Egilsstaðir Akureyri Húsavík Ísafjörður Blönduós Dalvík Sauðárkrókur Vestmannaeyjar Hafnarfjörður LÖGMENN ALLRA LANDSMANNA Tillaga að deiliskipulagi fyrir olíubirgðastöð á Litlasandi í Hvalfjarðarsveit Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti þann 25. ágúst 2015 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir olíubirgðastöð á Litlasandi í Hvalfjarðarsveit samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulags- laga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið tekur til 83 ha svæðis á Litlasandi við norðurströnd Hvalfjarðar. Svæðið hefur verið byggt upp og rekið sem olíubirgðastöð í áratugi. Deiliskipulag þetta er unnið til að Umhverfisstofnun geti framlengt starfsleyfi fyrir olíubirgðastöðina. Unnin var lýsing fyrir deiliskipulagið og var hún kynnt hagsmunaaðilum í samræmi við skipulagslög. Tillaga liggur frammi á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3. Tillöguna má einni sjá á heimasíðu sveitarfélagsins, www.hvalfjardarsveit.is, frá 11. september til og með 28. október 2015. Athugasemdir við tillögu breytingar deiliskipulags skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 28. október 2015 á skrifstofu Hvalfjarðar- sveitar, Innrimel 3, 301 Akranes eða á netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is. Skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar SK ES SU H O R N 2 01 5 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Bæjarráð Akraneskaupstaðar hefur samþykkt að afnema hámarksregl- ur um hlutfall fagfólks í leikskól- um bæjarfélagsins. Þetta var sam- þykkt á fundi bæjarráðs 10. sept- ember síðastliðinn þar sem leik- skólastjórar og fulltrúar skóla- og frístundaráðs ræddu við bæjarráð um breytingar á reglum um 75% takmörkun á ráðningum fagfólks í leikskólum bæjarins. Frá árinu 2011 hefur ákvörðun fjölskylduráðs haldist óbreytt þess efnis að hlutfall fagfólks af heildar- starfsmannafjölda leikskóla skyldi vera 75% að undanskildum leik- skólastjóra, aðstoðarleikskólastjóra og starfsfólki í eldhúsi. Sú ákvörð- un var tekin í kjölfar lagasetning- ar um starfsheiti leikskólakennara, þar sem kveðið er á um að lágmarki 2/3 hlutar stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í hverj- um leikskóla skulu teljast til stöðu- gilda leikskólakennara. Í apríl síð- astliðnum skoruðu leikskólakenn- arar á Akranesi á bæjarstjórn og bæjarráð Akraness að afnema þessa 75% takmörkun á ráðning- um fagfólks í leikskólum bæjarins og ráða í allar lausar stöður ein- staklinga með leyfisbréf leikskóla- kennara. Vísa leikskólakennararn- ir í svar menntamálaráðuneytis- ins vegna fyrirspurnar sem þeir sendu ráðuneytinu. Í svarinu kem- ur fram að það sé á hendi rekstr- araðila að ákveða það þjónustu- stig, fjölbreytni starfsmannahóps og þau gæði náms sem hann vill að leikskólinn hafi upp á að bjóða, að teknu tilliti til lágmarksviðmiða í lögum og reglugerðum um leik- skólastigið. Einnig segir í svarinu að ráðuneytið líti þannig á að það hafi ekki verið markmið löggjafans að túlka beri 2/3 hlutfalls viðmið- ið sem hámark. Leikskólakenn- arar á Akranesi bentu á það í er- indi sínu að á engu öðru skólastigi væri takmörkun á fagmenntun og að síðastliðin ár hafi þetta há- mark leitt til þess að stjórnendur leikskólanna hafi ekki auglýst eftir leikskólakennurum í lausar stöður umfram það. grþ Ekki lengur takmarkanir á fagmenntun í leikskólum á Akranesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.