Skessuhorn - 16.09.2015, Síða 16
MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 201516
Við vorum miklu betri í fyrri
heimaleiknum, áttum allan leikinn.
En í þeim seinni voru mjög erfiðar
aðstæður og það var erfitt að spila
á móti vindinum í fyrri hálfleik,“
sagði Unnur Ýr Haraldsdóttir, fyr-
irliði ÍA. Liðið tryggði sér sem
kunnugt er sæti í úrvalsdeild næsta
sumar með samanlögðum 4-2
sigri á Grindavík í tveimur leikj-
um. Liðið vann fyrri leikinn 3-0 á
heimavelli en tapaði þeim síðari í
Grindavík með tveimur mörkum
gegn einu eftir að heimaliðið skor-
aði tvö mörk á fyrstu tuttugu mín-
útum leiksins. „Við gerðum þetta
kannski óþarflega spennandi fyrir
áhorfendur,“ segir Unnur og bros-
ir. „En við spiluðum miklu betur
í seinni hálfleik. Þær fengu engin
færi og við áttum leikinn.“
En til að leika í úrslitakeppni um
laust sæti í úrvalsdeild þarf fyrst að
komast þangað. Liðið tryggði sér
í raun ekki sæti í úrslitakeppn-
inni fyrr en í síðustu leikjum rið-
ilsins og Unnur kveðst ekki nógu
ánægð með spilamennskuna fram-
an af sumri, segir liðið hafa far-
ið illa af stað og fyrri umferðina
hreinlega ekki hafa verið nógu
góða. „En við sýndum hvað býr í
liðinu í seinni umferðinni,“ segir
hún en bætir því við að varnarleik-
ur liðsins hafi verið góður allt frá
fyrsta leik. Liðið fékk aðeins á sig
fimm mörk í allt sumar, að mörk-
unum tveimur á móti Grindavík
meðtöldum. Á köflum gekk erfið-
lega að skora, framan af sumri, en
í síðustu leikjum liðsins fór mörk-
unum heldur betur að rigna. Skor-
aði liðið hvorki meira né minna en
23 mörk í síðustu þremur leikjum
riðilsins og 41 í 15 leikjum þegar
úrslitakeppnin er talin með. Var
það fyrirliðinn sjálfur sem var iðn-
astur við kolann, en Unnur skor-
aði 11 mörk í þessum 15 leikjum.
„Það var persónulegt markmið hjá
mér fyrir sumarið að skora meira.
Mér líkar það vel, það er gaman að
skora,“ segir Unnur og brosir. „En
ég er líka búin að leggja upp slatta
af mörkum fyrir liðsfélagana.“
En fyrirliðinn vill leggja pers-
ónulegan þátt sinn í afreki sum-
arsins til hliðar og segir að helsti
styrkleiki liðsins sé sterk liðsheild.
„Margir leikmenn í liðinu spiluðu
saman upp alla yngri flokkanna og
við erum farnar að þekkja mjög vel
inn á hvora aðra. Þetta er ótrúlega
samheldinn hópur og það er geggj-
að að vera hluti af honum.“
Reynslunni ríkari að
hafa farið upp áður
Unnur var hluti ÍA liðsins sem vann
sér sæti í úrvalsdeild fyrir tveimur
árum síðan, þá eftir sigur á KR í
tveimur leikjum. Hún segir upplif-
unina nú ólíka þeirri þegar liðið fór
síðast upp. „Það hefur orðið mikil
endurnýjun og liðið gengið í gegn-
um margar mannabreytingar. Þetta
er öðruvísi en síðast en samt alveg
jafn gaman,“ segir Unnur.
Ein breyting sem gerð var innan
hópsins frá því í fyrra fólst í því að
Unnur var skipaður fyrirliði liðsins
og kveðst hún kunna vel við hlut-
verkið. „Það eru forréttindi að fá
að leiða þennan flotta hóp. Ég finn
mig vel sem fyrirliði og þetta gaf
mér aukið sjálfstraust fyrir sum-
arið. Maður þarf að passa upp á
að öllum líði vel. Ég held að allir
upplifi að þeir geti talað við mig og
leitað til mín,“ segir hún.
Hvort Unnur verður fyrirliði
næsta sumar og hvort félagið á eft-
ir að fá til sín fleiri leikmenn á enn
eftir að koma í ljós. Leikmenn liðs-
ins séu hins vegar staðráðnir í því
að halda liðinu uppi og njóta þess
að spila í deild þeirra bestu. „Það
var ógeðslega gaman í úrvalsdeild-
inni síðast þó það hafi ekki geng-
ið nógu vel. Við erum reynslunni
ríkari að hafa farið upp áður. Þurf-
um að vinna vel á undirbúnings-
tímabilinu og ætlum klárlega að
halda okkur uppi og sýna að við
erum alvöru lið. Ég held við höf-
um kannski haft gott af því að fara
aftur niður í 1. deild, það þjapp-
aði liðinu saman og við erum betri
núna en síðast þegar við fórum
upp.“
Gallað keppnis-
fyrirkomulag
Samtals sendu 19 félög lið til
keppni í 1. deild kvenna síðastliðið
sumar og var leikið í þremur riðl-
um. Fyrirkomulagið hefur verið
knattspyrnuáhugamönnum umtals-
efni og vakið athygli en ekki vegna
góðs. „Það á að vera löngu búið að
setja upp 1. og 2. deild, það myndi
bara efla knattspyrnuna. Þá yrðu
hörkuleikir allt sumarið en ekki
bara þrír eða fjórir hörkuleikir. Ég
veit að einhver félög hættu við að
senda lið því þau hefðu aldrei átt
séns því það er svo mikill munur
á liðunum,“ segir Unnur. „Ef það
væri önnur deild fyrir neðan fengju
liðin sem spiluðu þar líka hörku-
leiki allt sumarið,“ segir hún.
Enn fremur nefnir hún að fyr-
irkomulagið sé ósanngjarnt gagn-
vart liðum sem spila vel allt sum-
arið, fari jafnvel í gegnum riðil-
inn án taps, en þurfi svo að leika í
úrslitakeppni til að tryggja sér sæti
í úrvalsdeild. „Bæði liðin sem kom-
ust upp, við og FH, lentu í öðru
sæti í sínum riðlum. HK/Víking-
ur var sjö stigum á undan okkur í
riðlinum og þær töpuðu ekki leik
fyrr en í úrslitakeppninni og kom-
ust þess vegna ekki upp. Þær eru
auðvitað brjálaðar og ég skil það
mjög vel,“ segir hún og veltir fyr-
ir sér hvort ef til vill væri hægt að
taka á getumun liða í 1. deild með
því að fjölga í úrvalsdeildinni. „Síð-
ustu ár hafa bara verið þrjú lið sem
fara upp og niður. Öll liðin þar fyrir
ofan eru nokkuð örugg með sætið
í deildinni. Ef liðunum yrði fjölg-
að yrði meiri samkeppni alls stað-
ar. Þá fengjum við líka fleiri leiki,“
segir Unnur og segir fáránlegt að
spila sjaldnar en einu sinni í viku að
meðaltali allt sumarið og svo allt í
einu tvisvar í viku í úrslitakeppn-
inni. „Við viljum fleiri leiki og ætl-
umst hreinlega til þess að mótið sé
sett betur upp. Ef við hefðum til
dæmis ekki komist í úrslitakeppn-
ina núna þá hefðum við bara spilað
10 leiki í allt sumar.“
Mikið af góðu fólki
í kringum liðið
Þegar blaðamaður hitti Unni var
úrslitaleikurinn um Íslandsmeist-
aratitil 1. deildar á döfinni. Unn-
ur hafði orð á því að þrátt fyrir að
bæði liðin hefðu þegar tryggt sér
sæti í úrvalsdeild hefði liðið engu
að síður mikinn hug á að vinna
leikinn. „Eftir að kom í ljós að við
fengjum heimaleik urðum við strax
staðráðnar í að vinna leikinn og
klára sumarið á að vinna bikarinn á
heimavelli,“ sagði hún og vonaðist
eftir góðri stemningu á vellinum.
„Ég er ótrúlega ánægð með mæt-
inguna á síðustu leiki. Það er allt-
af ákveðinn kjarni sem mætir á alla
leiki og við erum ótrúlega þakklátar
öllum sem standa við bakið á liðinu.
Það eiga allir þátt í þessu með okk-
ur. Þjálfarar, sjúkraþjálfarar, nudd-
arar, liðstjórar, áhorfendur og fleiri.
Ég er ótrúlega þakklát fyrir hvað
það er mikið af góðu fólki í kring-
um okkur. Liðsheildin teygir sig
langt út fyrir liðið.“
Svo fór að ÍA sigraði FH 1-0 í úr-
slitaleik 1. deildarinnar og lyfti Ís-
landsmeistarabikarnum á heima-
velli laugardaginn 12. ágúst síðast-
liðinn.
kgk
„Liðsheildin teygir sig langt út fyrir liðið“
Unnur Ýr Haraldsdóttir fyrirliði ÍA
Unnur tekur við bikarnum eftir 1-0 sigur gegn FH í úrslitaleiknum á laugardaginn. Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson.
Unnur Ýr Haraldsdóttir, fyrirliði ÍA,
með Íslandsmeistarabikarinn.