Skessuhorn


Skessuhorn - 16.09.2015, Page 31

Skessuhorn - 16.09.2015, Page 31
MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2015 31 orð í leigubílum og á götuhornum og verið dregin inn í dansandi jarð- arfarir. „Í Ghana er lífi þeirra sem falla frá fagnað, í fimm daga er glaðst yfir manneskjunni. Í gær þegar ég labbaði heim af matarmarkaðnum var verið að grilla kött til matar í næstu götu. Hænur og ungar trítla við vegkanta og geitur ganga frjáls- ar. Það er alltaf eitthvað að brenna, sérstaklega í lok dags þegar rusli er safnað saman og kveikt eru lítil bál. Ég hef til dæmis aldrei séð ruslabíl hérna,“ útskýrir Steinunn Eik. Hún segir stjórnmálamenn spillta og lög- regluna á svæðinu gagnslausa. „Hún er í því að gefa vestrænum kon- um undir fótinn og þykjast vera að vinna vinnuna sína með því að lýsa með vasaljósi inn í bíla á kvöldin. Þá skiptir ekki máli hvort bílstjór- inn er allsgáður eða ekki og það er hægt að borga sig út úr alls kyns aðstæðum. Hér er mikil skipulags- óreiða og engin yfirsýn í þeim mál- um. En samt er Ghana mun þróaðra en mörg afrísk ríki. Það er því verk að vinna.“ Hún segir fólkið í Ghana þó almennt vera mjög vinalegt og hvergi hafi hún séð jafn brosmild og glöð börn. „Þau leika sér með göm- ul bíldekk og finna gleði í einfald- leikanum. Þegar ég kem heim úr vinnunni bíða mín stundum börn úr hverfinu og koma hlaupandi á móti mér með bros á vör.“ Rafmagnsleysi vandamál Í Ghana er rafmagnsleysi viðvarandi vandamál og rafmagn fer af borg- arhverfum nánast daglega, að sögn Steinunnar Eikar. Í nóvember byrj- ar þriggja mánaða sandfok frá Sahara eyðimörkinni, sem leggst yfir Vest- ur-Afríku. „Náttúrleg loftræsting í húsum sem er ákjósanlegur kostur vegna orkusparnaðar er því vanda- söm.“ Aðspurð að því hvað sé fram- undan segist hún vilja kynnast Ghana betur, reyna að skilja betur forsend- ur fyrir góðri hönnun og hvað virk- ar best í landinu. „Það hefur mikið verið byggt af dýrum lúxus íbúðum sem enginn hefur efni á, nema erlend olíufyrirtæki. Hér þarf að byggja fyr- ir almenning á umhverfisvænan hátt og það er áskorun sem ég hlakka til að takast á við,“ segir hún spennt. Hún segist leggja áherslu á notkun sólarrafhlaðna og innlends efnivið- ar í sinni hönnun, enda er allt inn- flutt mjög dýrt. „Það er einnig mik- il þörf fyrir að þjálfa og auka færni innfæddra í húsbyggingum og með- höndlun á byggingarefnum sem eru til staðar hér og við leitumst við að gera það í okkar verkefnum.“ Framtíðin kemur í ljós Steinunn Eik er búin að dvelja í tæp- an mánuð í Ghana í þetta skiptið en stefnir á að vera í Afríku í nokkurn tíma. „Ég er með vegabréfsáritun til eins árs, með möguleika á framleng- ingu. Móður minni ekki til mikill- ar lukku, henni finnst komið nóg af ævintýramennsku Steinunnar,“ seg- ir hún og hlær. „En mér líður vel. Ég er að blómstra sem ungur arki- tekt og þroskast sem persóna. Hér fæ ég tækifæri og frelsi til að vinna spennandi verkefni og framtíðin - já hún kemur bara í ljós,“ bætir Stein- unn Eik við að endingu. grþ/ Ljósm. Steinunn Eik Egils- dóttir. SK ES SU H O R N 2 01 5 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Skógahverfis 2. áfanga Bæjarstjórn Akraness auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skógahverfis 2. áfanga samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða breytingu á skipulagsskilmálum á þá leið að nýtingarhlutfall einbýlishúsalóða á deiliskipulagssvæðinu verður 0,35 í stað 0,50. Breytingartillagan verður til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins 1. hæð að Stillholti 16-18, Akranesi frá og með 16. sept. til og með 30. okt. 2015. Tillagan er einnig til kynningar á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 30. okt. 2015. Skila þarf inn skriflegum athugasemdum í þjónustuver Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18 eða á póstfangið akranes@akranes.is Þeir sem ekki gera athugasemdir við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni. Skipulags- og byggingarfulltrúi Akraneskaupstaðar stætt að hönnun heimilis og lítillar dansmiðstöðvar í Gíneu. „Ég stefni á að fara þangað fljótlega og kynna mér aðstæður betur, ræða við verk- fræðinga og skoða efnivið. Svo það er ýmislegt spennandi í kortunum.“ Stéttaskiptingin kemur á óvart Steinunn Eik býr nú í miðborg Accra þar sem hún deilir húsnæði með franskri stelpu. „Við búum í mikl- um suðupotti, hér er mikil umferð vörubíla sem koma með birgðir á stærsta markað landsins sem er hér í næsta hverfi. Svo spilar fólk og dans- ar á götum úti hvenær sem er sólar- hringsins.“ Hún hefur því ákveðið að flytja í rólegra hverfi í lok september. Þar mun hún búa í stóru húsi, hálf- gerðri alþjóðlegri kommúnu að eigin sögn. „Ég mun búa þar með níu öðr- um ungmennum frá Kanada, Úganda og Þýskalandi. Allt er þetta fólk hér í starfsnámi eða hjálparstarfi af ýmsum toga.“ Hún segir að sú mikla stétta- skipting sem er í Ghana hafi komið henni mest á óvart við lífið þar. „Ég vissi auðvitað að lífið væri mjög ólíkt því sem ég væri vön. En stéttaskipt- ingin kom mest á óvart. Hér á ég vini sem hafa aldrei farið í skóla. Þetta eru jafnaldrar mínir sem í dag eru að læra að lesa, fólk sem er með um tíu þús- und krónur í mánaðartekjur. En hér þekki ég líka fólk sem á miklar eign- ir og ekur um á rándýrum bílum og hefur ferðast víða og lifir í allt öðrum heimi en þeir lægra settu. Það sem er sláandi er bilið á milli ríkra og fá- tækra, millistéttin er lítil, þú ert ann- að hvort ríkur eða fátækur.“ Kynþáttur skiptir máli Það er annað en stéttaskipting- in sem kom Steinunni Eik á óvart. Hún segir að það hafi verið sláandi og sorglegt að sjá hvernig kynþáttur fólks hefur enn þann dag í dag af- gerandi áhrif. „Ég sem hvít kona get gengið inn í banka og fengið banka- lán. En nágrannar mínir sem eru fæddir hér og hafa alltaf staðið skil á sínu eiga mun erfiðara með að fá slíka þjónustu.“ Hún segir Vestrænt fólk og fólk frá Arabalöndunum hafa komist í háar stöður, grætt mik- ið á ódýru vinnuafli og notið hlunn- inda vegna litarháttar síns. „Þetta er sorgleg staðreynd, en unga fólkið hér í Ghana sem er að mennta sig í enn ríkara mæli gefur mér von um að hlutirnir séu að þróast til batn- aðar og hér er kraftur í fólki um að byggja upp betra samfélag,“ bætir Steinunn Eik við. Hvergi glaðlegri börn Lífið í Afríku er oft og tíðum skraut- legt. Steinunn Eik hefur lent í ýms- um fyndnum aðstæðum eftir að hún flutti til Afríku. Hún hefur vaknað með eðlu á koddanum, fengið bón- Þessa mynd tók Steinunn Eik í Palestínu og vann ljósmyndakeppni Oxarch 2014, félag arkitektúrnema í Oxford Brookes há- skóla. Í baksýn er moska þorpsins og að baki hennar útsýni til Jerúsalem en þangað hafa fáir Palestínumenn leyfi til að fara. Þessi börn í miðborg Accra æfa afro dans nokkrum sinnum í viku. Þau eru öll frá efnalitlum heimilum og danskennarinn, sem kennir frítt, segir dansinn hjálpa þeim að halda sér á beinu brautinni. Víða má finna fallegar strendur og náttúru í Ghana. Hér er ströndin Cape Coast sem á sér þó myrka sögu. Þaðan voru þrælar frá allri Vestur - Afríku settir á skip fyrr á tímum og fluttir til Vesturheims.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.