Skessuhorn


Skessuhorn - 16.09.2015, Síða 33

Skessuhorn - 16.09.2015, Síða 33
MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2015 33 Fjórar sýningar að eigin vali á besta verðinu. Áskriftarkort Borgarleikhússins Vertu með í vetur! Miðasala 568 8000 | borgarleikhus.is Fermingarsystkin úr árgangi 1944 á Akranesi fara árlega í ferðalag sam- an. Þrátt fyrir að 57 ár séu frá ferm- ingunni sjálfri er hópurinn sam- heldinn og njóta ferðalögin vaxandi vinsælda eftir því sem tíminn líð- ur. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var það fjölmennur hóp- ur sem mætti í hina árlegu ferð í ágúst síðastliðnum, þegar farið var í ferðalag um Reykjanesið. Glatt var á hjalla í ferðinni og skemmtu Skagamenn - og konur, sér ljóm- andi vel. grþ / Ljósm. Þráinn Þorvaldsson. Við Íslendingar eru flestir stolt- ir af fallegri náttúru landsins enda búum við á landi sem skartar mik- illi fegurð. Þrátt fyrir að sjálfsagt flestir hugsi mjög vel um náttúruna þá mætti því miður margt betur fara. Rusl í vegköntum og runnum er t.d. alltof algeng sjón, sérstak- lega þegar snjór fer að bráðna að vori. En jákvæðir hlutir hafa einn- ig verið að gerast og má þar nefna sem dæmi að nú stendur viðskipta- vinum í fjölda verslana kostur á að velja aðrar leiðir en burðarplast- poka þegar keypt er inn. Þar má til dæmis nefna mismunandi tegund- ir margnota poka sem nú eru seld- ir ódýrt samhliða plastpokaum, sem og maíspoka sem sagðir eru mun umhverfisvænni en plastið. Dagur íslenskrar náttúru Þrátt fyrir að margt mætti bet- ur fara þegar kemur að framkomu okkar við náttúruna þá höfum við þó tileinkað henni einn dag á ári. Dagur íslenskrar náttúru er ein- mitt í dag, 16. september. Í til- efni þess ákvað Skessuhorn að slá á þráðinn til Theódóru Matthías- dóttur, umhverfisfulltrúa sveitar- félaganna fimm á Snæfellsnesi, en hún hefur aðsetur á Náttúrustofu Vesturlands í Stykkishólmi. Theó- dóra sagði sveitarfélögin ekki hafa haft tök á því að skipuleggja neitt sérstakt þennan dag þótt dagurinn sé sannarlega mikilvægur. Sveit- arfélögin á Snæfellsnesi vinni á hverjum degi í átt að því að standa vörð um íslenska náttúru og hvetja að sjálfsögðu íbúa til þess að hafa náttúruna og umhverfið sérstak- lega í huga á þessum stóra degi. „Við erum ekki með neitt ákveð- ið planað á þessum degi sérstak- lega, við höldum náttúrulega alltaf okkar striki og reynum að vera um- hverfisvæn þennan dag eins og alla hina,“ segir Theódóra. Vilja að fólk noti helst margnota poka Aðspurð hvað sé efst á baugi hjá sveitarfélögum Snæfellsness í um- hverfismálum um þessar mundir segir Theódóra verkefnið „burð- arplastpokalaust Snæfellsnes“ vera stærsta verkefnið þessar vikurn- ar. Umhverfis- og auðlindaráðu- neytið styrkti verkefnið og stefnt er að því að það verði unnið í sam- starfi við Svæðisgarð Snæfellinga og markaðsfulltrúa á Snæfellsnesi. „Við stefnum að því að draga veru- lega úr notkun burðarplastpoka hér á Snæfellsnesi og skemmtileg- ast væri að ná að útrýma þeim al- gjörlega. Í tengslum við verkefnið munu sveitarfélögin á Snæfellsnesi sjálf taka sig á og vinna í að minnka plastpokanotkun hjá sínum stofn- unum,“ segir hún. Svona verkefni krefst mikillar samvinnu, bæði við íbúa og fyrirtæki. Það skiptir mestu máli að íbúar og verslanarekendur vilji taka þátt í þessu átaki með okk- ur og við vonum að allir verði já- kvæðir. Í fyrra stóð Umhverfishóp- ur Stykkishólms fyri tilraunaverk- efni til að minnka burðarplastpoka í Stykkishólmi og gekk það mjög vel, þó auðvitað megi alltaf gera betur. Við mælum alltaf með því við fólk noti helst fjölnota poka eða kassa en þegar því er ekki komið við að velja þá maíspoka fram yfir plast- pokana. Þá er líka hægt að nota sem ruslapoka undir almennt og lífrænt sorp.“ Aðspurð hvort leggja eigi til við kaupmenn að taka alveg út plastpokana segir Theódóra það vera draumastöðuna. Hefur staðið í rúman áratug Í tilefni þess að nú er meira en ára- tugur síðan sveitarfélögin á Snæ- fellsnesi skráðu sig í vottunarferli á starfsemi sinni er um þessar mund- ir unnið að eins konar áratugs- skýrslu. Þar verður fjallað í stuttu máli um reynslu sveitarfélaganna af umhverfisvottun. „Við erum að taka saman skýrslu yfir starfsem- ina síðustu tíu ár og verður skýrsl- an vonandi tilbúin á næstu vikum. Þegar skýrslan er klár verður henni dreift á öll heimili á Snæfellsnesi og til allra sveitarstjórna á land- inu. Henni er þannig ætlað að upp- lýsa íbúa betur um það hvað felst í vottun og hverju sveitarfélögin hafa nú þegar áorkað í umhverfismálum en hún er einnig hugsuð sem eins konar leiðbeiningarrit til annarra sveitarfélaga sem hafa hug á því að finna leiðir til að draga úr nei- kvæðum umhverfisáhrifum sínum“ segir Theódóra. „Ég mæli með að fólk fari á sinn uppáhaldsstað í náttúrunni og njóti hennar á þess- um degi íslenskrar náttúru,“ segir Theódóra að endingu. arg Fermingarsystkin á árlegu ferðalagi Það var líf og fjör á Reykjanesinu. Mynd af hópnum við eldri Garðaskagavitann. Sveitarfélögin á Snæfellsnesi vilja draga úr notkun burðarplastpoka Theódóra Matthíasdóttir um- hverfisfulltrúi á Snæfellsnesi.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.