Skessuhorn


Skessuhorn - 30.09.2015, Page 1

Skessuhorn - 30.09.2015, Page 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 40. tbl. 18. árg. 30. september 2015 - kr. 750 í lausasölu Arion hraðþjónusta – hafðu það eins og þú vilt Arion appið • Netbanki • Hraðbankar Lúsina burt! Restaurant Munaðarnes Borgarfirði 525 8441 / 898 1779 Njótið veitinga í fallegu umhverfi SK ES SU H O R N 2 01 5 OPIÐ 15.00 – 21.00 Hópapantanir í síma 898-1779 Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Haustið kemur við sögu í efnistökum Skessuhorns þessa vikuna. Fjölbreytileiki þess þema á sér fá takmörk. Við ræðum m.a. um mat, veiði, ræktun og nytjar, skreytingar, líkamsrækt og fleira. En hann Sigurður Magnússon var á ferð í Borgar- firði í haustblíðunni í liðinni viku. Tók hann þessa mynd við Sílatjörn, sem er í hrauninu neðan við Gilsbakka í Hvítársíðu. Haustlitirnir skörtuðu sínu fegursta og speglunin í vatninu magnaði upp litbrigðin. Í baksýn glittir í Strútinn en jökullinn kúrir bak við ský. Hilmars Malmquist forstöðu- maður Náttúruminjasafns Ís- lands fór ásamt hópi annarra vísindamanna að Ytri-Görð- um í Staðarsveit á föstudag- inn til að taka sýni úr haus- kúpunni sem þar fannst í lok ágúst. Tekin voru sýni úr haus- kúpunni og skoðaðar aðstæð- ur á svæðinu sem er eitt merki- legasta vé rostunga sem vitað er um hér við land. Hauskúp- an sem fannst í sumar er mjög heilleg og hefur báðar skögul- tennur. Rannsóknir vísinda- manna hafa meðal annars leitt í ljós að nokkrir vel tenntir rost- ungshausar og stakar rostung- stennur sem fundust við Barða- staði í Staðarsveit árið 2008 hafi leitt í ljós að þau bein eru 2100 til 2200 ára gömul, það er frá því einni til tveimur öldum fyrir fæðingu Krists. Hauskúp- unni sem fannst í Garðafjöru í sumar svipar mjög til þeirra sem fundust fyrir átta árum síð- an á Barðastöðum, sem er jörð nokkru vestar við Löngufjörur. Þessir beinafundir gefa okkur sterkar vísbendingar um fast aðsetur rostunga við Ísland fyrr á tímum, segir Hilmar. mm/ Sjá nánar bls. 2. Rostungavé síðan fyrir Kristsburð Árný Sveinbjörnsdóttir jarðfræð- ingur frá Jarðsvísindastofnun HÍ og Jan Heinemeir eðlisfræðingur frá Árósarháskóla að undirbúa sýnatöku úr rostungnum sem fannst í Garðafjöru í ágústlok. Hvalveiðum á þessari vertíð lauk í gær þegar Hvalur 9 kom með síð- ustu langreyðina að landi í Hval- stöðinni í Hvalfirði. Nóttina áður hafði Hvalur 8 komið með tvö dýr. Heildarveiðin var 155 langreyðar. Að sögn starfsmanna sem Skessu- horn hefur rætt við var nýliðin ver- tíð ein sú besta í seinni tíð. Veið- arnar hafi gengið vel og sömuleið- is vinnslan. mm/ Ljósm. mþh Góðri hvalvertíð lokið Karl Arthursson flensari er að ljúka sinni 20. hvalvertíð og stendur hér við síðustu langreyðina, númer 155 á vertíðinni, en það var Hvalur 9 sem skilaði henni að landi. Hvalskurður í gangi fyrr í sumar.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.