Skessuhorn


Skessuhorn - 30.09.2015, Side 4

Skessuhorn - 30.09.2015, Side 4
MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 20154 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smáaug- lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.573 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.230. Rafræn áskrift kostar 2.023 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.867 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Farið að glitta í reisupassann Líklega finnst flestum einhver minnst spennandi umræða sem hugsast getur þegar tekist er á um verðtryggingu. Fólk lætur eins og því komi hún ekki við, finnst þetta leiðinlegt og ógagnsætt orð og kýs því að tala frekar um veðr- ið! Engu að síður eru öll heimili og fyrirtæki í landinu beint eða óbeint háð þessu eitraða fyrirbrigði sem hvergi þekkist á öðru byggðu bóli. Verðtrygg- ing ásamt veikum gjaldmiðli og slakri efnahagsstjórn er eitt stærsta vanda- mál okkar tíma, og er þó af ýmsu að taka. Samt virðumst við Íslendingar vera þannig gerðir að við látum þetta fyrirbrigði yfir okkur ganga, svo áratugum skiptir. Rétt eins og hundurinn sem þjónar húsbóndanum dyggilegar eftir því sem hann er kvaldari. Verðtrygging var fundin upp síðla á liðinni öld til að tryggja verðgildi eigna eftir að lánveitendur höfðu tapað á verðbólgubáli peningum á kostn- að skuldara. Þá fuðruðu lánin nánast upp. Eðlilega þótti þetta ótækt ástand og var því ákveðið að snúa dæminu algjörlega við og binda verðtryggingu í lög og almenningur lét glepjast. Þá hefðu menn betur bætt efnahagsstjórn og nýtt önnur ráð, svo sem að taka upp öflugri gjaldmiðil. Það gerðu þeir hins vegar ekki og síðan hafa þeir sem tekið hafa lán tapað nær viðstöðulaust því alltaf er verðbólga sem skýrist líklega helst af því að við Íslendingar náum ekki að bæta framleiðni í störfum okkar. Það mál er hins vegar álíka vinsælt í kaffiboðum og verðtryggingin og því ekki rætt. En hvað nákvæmlega er verðtrygging? Jú, hún tryggir samkvæmt lögum að fjárhagslegar skuldbindingar, bæði sparifé og lánsfé, halda verðgildi sínu þrátt fyrir allar breytingar á verðlagi. Með öðrum orðum er þeim sem legg- ur inn eða lánar peninga tryggt að hann fái jafngildi peninganna sinna til baka sama hvað á gengur. Verð á íslenskum krónum er hin vegar óstöðugra en lægðirnar á Atlantshafi sem gerir það útilokað jafnvel með skyggnigáfu að vita hvað króna í dag kostar á morgun. Vandamálið byggir hins vegar á því að Íslendingar kjósa að nota gjaldmiðil sem er svo lítill í samanburði við aðra gjaldmiðla á jörðinni að í besta falli er hlegið að okkur. Þessum örmiðli hafa svo Íslendingar ekki lært að stjórna öðruvísi en það bitni á almenn- ingi, skuldurum. Verðtrygging er eins og þjófur að nóttu sem ekkert er hægt að gera við því lögregla sinnir ekki útköllum til að stöðva slíka þjófa. Ráða- menn hér á landi hafa kosið að verja þennan örmiðil sem krónan er. Ég leyfi mér að ganga svo langt að fullyrða að ástæða þess að þeir hafa engan áhuga á að breyta þessu kerfi er sú að þeir eru bundnir peningaeigendum og hags- munaöflum sem vilja umfram allt engu breyta. Þessir „kostunaraðilar“ hafa þveröfuga hagsmuni og við skuldarar þessa lands. Jafnvel eru menn orðnir svo ringlaðir að trúa að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að hækka stýrivexti Seðabankans til að koma í veg fyrir verðbólgu. Það er einfaldlega rangt því sem skuldara er mér til dæmis sléttsama hvort greiðslan er kölluð „vextir“ eða „verðtrygging“ á innheimtuseðlinum frá bankanum. Vöffin þrjú; vextir, verðtrygging og verðbólga eru nefnilega samstarfsaðilar, tæki hinna ríku til að tryggja að þeir verði ríkari og fátækari enn fátækari. Ég segir einfaldlega; hingað og ekki lengra. Okkur var lofað fyrir síðustu kosningar að kosið yrði um áframhald við- ræðna við þjóðir sem þurfa ekki verðtryggingu eða okurvexti til að verja hag sinn. Við megum ekki hafa beinan aðgang að þeim þjóðum sem kunna að deila verðmætum sanngjarnara en við. Búið er að svíkja þetta loforð. Þá sjást þess aukinheldur engin merki að þessir sömu flokkar ætli að hreyfa við verð- tryggingunni jafnvel þótt þeir hafi lofað því vorið 2013. Eru menn svo eitt- hvað undrandi á því að skoðanakannanir sýni fylgistap þeirra? Hvernig ætla menn svo að skilgreina að auðugasta eitt prósent Íslendinga á orðið meira en fjórðung eigna? Nei, klukkan tifar kæru stjórnmálamenn. Reisupassinn fer hátt á loft ef þig farið ekki að gera eitthvað í þeim málum sem raunverulega skipta máli þessi 99% Íslendinga sem eftir standa. Magnús Magnússon. Engin slys urðu á fólki þegar rúta með um fimmtíu jarðfræðinem- endur frá Fjölbrautaskóla Vest- urlands á Akranesi rann út fyrir vegarslóða síðastliðinn föstudag. Óhapp þetta varð á afleggjaran- um að Mávahlíð í Lundarreyka- dal í Borgarfirði þar sem hópur- inn var í vettvangsferð í jarðfræði. Að sögn Finnboga Rögnvaldsson- ar kennara hélst rútan á hjólunum og því var lítil sem engin hætta á ferðum. Send var önnur rúta til að sækja hópinn. mm/ Ljósm. Aron Þorbjörnsson. Rúta með fjölbrautaskóla- nemum rann út í kant Í síðustu viku fór hin árlega ferða- kaupstefna Vestnorden fram í Þórs- höfn í Færeyjum. Þetta var í þrí- tugasta skipti sem kaupstefnan er haldin. Sex fyrirtæki af Vesturlandi tóku þátt að þessu sinni. Kristján Guðmundsson hjá Markaðsstofu Vesturlands segir að auk þeirra frá markaðsstofunni hafi mætt fulltrú- ar frá Landnámssetri Íslands, Hót- el Bifröst, Sæferðum, Vatnshellin- um á Snæfellsnesi og Ísöngunum í Langjökli, Into the glacier. „Það var mikill áhugi fyrir Vesturlandi en meirihluti þeirra sem við hjá Markaðsstofu Vesturlands funduð- um með hafa verið í viðskiptum á Vesturlandi áður. Þeir vilja nú auka þessi viðskipti enn frekar og stoppa lengur á svæðinu,“ sagði Kristján. Á Vestnorden voru veittar við- urkenningar til fyrirtækja á Græn- landi, Íslandi og í Danmörku. Valið byggist á framsæknum nýjungum í ferðaþjónustu. Íshellirinn Langjökli fékk viðurkenningu íslenskra fyrir- tækja. Var það Sigurður Skarphéð- insson framkvæmdastjóri sem tók við verðlaununum. Eins og kunn- ugt er voru ísgöngin opnuð ferða- mönnum 1. júní síðastliðinn og hefur aðsókn verið meiri en áætlan- ir gerðu ráð fyrir. Nú þegar hafa 15 þúsund manns skoðað göngin, en það er sami fjöldi og áætlað var að sækti þau allt þetta ári. mm Ísgöngin í Langjökli verðlaunuð á Vestnorden Sigurður Skarphéðinsson framkvæmdastjóri Into the glacier er lengst til vinstri. Ljósm. kg. Ein er sú íþróttagrein sem einkum er stunduð þegar vindar blása hvað mest og flest fólk kýs að vera inn- an dyra. Nú í sumar hefur hópur fólks af höfuðborgarsvæðinu mætt á Akranes þegar hvassviðri er hvað mest, komið sér fyrir á bílastæðinu við Langasand og látið rokið feykja sér fram og til baka á sjónum útaf Langasandi á sjóskíðum eða brett- um með hjálp Kára. Þetta sport er kallað á ensku að „Surfa,“ eftir því sem meiri byr er í seglin, því betra og hraðar farið yfir. mm/ Ljósm. mþh Sjósport nýtur vaxandi vinsælda Átjándi aðalfundur Landssam- taka skógareigenda verður haldinn á Hótel Stykkishólmi dagana 2.-3. október í samstarfi við Félag skógar- bænda á Vesturlandi. Málþing verð- ur haldið í tengslum við aðalfund- inn þar sem fjallað verður um skóg- arnytjar á Vesturlandi og um úttekt- ir á árangri í skógrækt og leiðir til úrbóta. Á ársfundi jólatrjáaræktenda sem haldinn er í tengslum við aðal- fundinn verður flutt fræðsluerindi um fjallaþin í jólatrjáarækt. Fund- urinn hefst kl. 14.00 föstudaginn 2. október með venjulegum aðalfund- arstörfum, en gert verður hlé á fund- inum kl. 16.00. Þá hefst málþing þar sem fjallað verður um skógarnytj- ar á Vesturlandi, úttektir á árangri í skógrækt og leiðir til úrbóta. Fé- lag skógarbænda á Vesturlandi býð- ur fundargestum til skógargöngu með leiðsögn á laugardeginum og að endingu njóta allir góðrar sam- veru á árshátíð skógarbænda. mm Aðalfundur skógarbænda er framundan í Stykkishólmi Mikið skógræktarstarf hefur víða verið unnið á liðnum árum. Hér er horft heima að bænum Kirkjubóli í Hvítársíðu en hlíðin ofan við bæinn er nú að taka stakkaskiptum þegar þúsundir plantna komast á legg.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.