Skessuhorn - 30.09.2015, Síða 8
MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 20158
Leiðrétt
staðsetning
BORGARBYGGÐ: Í Skessu-
horni sem kom út í síðustu viku
er skipulagsauglýsing frá Borgar-
byggð; „Lýsing vegna breyting-
ar á aðalskipulagi.“ Samkvæmt
auglýsingunni á að breyta land-
notkun úr landbúnaðarnotkun í
frístundasvæði. Umtöluð skipu-
lagsbreyting er á Jaðri á Mýrum
en ekki á Jaðri í Bæjarsveit eins
og misritaðist í auglýsingunni.
Auglýsingin er birt að nýju með
þessari breytingu í blaðinu í dag.
–mm
Lengd gæsla
grunnskólabarna
DALIR: Sveitarstjórn Dala-
byggðar samþykkti á fundi þann
15. september síðastliðinn að
starfrækja lengda gæslu fyr-
ir grunnskólabörn í 1.-4. bekk.
Gjaldskrá verði í samræmi við
það sem tíðkast í nágrannasveit-
arfélögunum. Stafseminni verði
komið á fót eins fljótt og mögu-
legt er og húsnæði Dalabúðar og
Auðarskóla verði nýtt til gæsl-
unnar. Forsaga málsins er sú að
síðastliðið vor gerði foreldrafé-
lag Auðarskóla könnun meðal
foreldra um áhuga á gæslu fyrir
börn á yngsta stigi að skólatíma
loknum. Auk þess segir í fundar-
gerðinni að margir foreldrar hafi
komið að máli við sveitarstjórn-
armenn vegna þessa og ljóst þyki
að sums staðar sé brýn þörf fyr-
ir gæslu sem þessa. Niðurstöður
könnunarinnar voru þær að ell-
efu foreldrar samtals 14 barna í
1.-4. bekk gerðu ráð fyrir því að
nýta þjónustuna yrði boðið upp á
hana. Gerir sveitarstjórn ráð fyr-
ir tveimur starfsmönnum í tvær
klukkustundir á dag, milli klukk-
an 15:15 og 17:15 og áætlar að
launakostnaður vegna gæslunnar
verði um 200 þús. kr. á mánuði.
Vistgjöld geti verið um 100 þús.
kr. á mánuði en systkinaafslættir
gætu lækkað þau gjöld eitthvað.
–kgk
Aðalfundur í
Landsbyggðin lifi
LANDIÐ: Landsbyggðin lifi -
LBL, er hreyfing fólks á Íslandi
sem vill örva og efla byggð um
land allt. Samtökin eru regn-
hlífarsamtök félaga og einstak-
linga sem áhuga hafa á lands-
byggðarmálum. Nú er kom-
ið að aðalfundi LBL, en hann
verður á Kópaskeri laugardag-
inn 10. október í húsi Skjálfta-
seturs. Í tilkynningu segir að á
dagskrá verði hefðbundin aðal-
fundarstörf og önnur mál. „Ef
einhverjir utan stjórnar hafa
áhuga á að komast í aðalstjórn
eða varastjórn samtakana er því
tekið fagnandi. Mörg spennandi
verkefni eru í farvatninu og sum
þeirra komin af stað. Vinsam-
legast hafið samband við Sigríði
Svavarsdóttur, gjaldkera ef þig
langar að ganga til liðs með okk-
ur. Þeim félögum sem hafa hug á
að nýta ferð með stjórnarmönn-
um er bent á að hafa samband
við Siggu Svavars. Netfangið er:
landlif@landlif.is, eða melateig-
ur@gmail.com Sími 772-9632,“
segir í fréttatilkynningu. Nán-
ari upplýsingar má finna á land-
lif.is þar sem einnig er sagt frá
byggðaþingi sem haldið verður
samhliða aðalfundinum.
–mm
Stofnþing
Hnefaleika-
sambands
LANDIÐ: Stofnþing
Hnefaleikasambands Ís-
lands (HNÍ) verður haldið
miðvikudaginn 30. septem-
ber kl. 18 í Íþróttamiðstöð-
inni í Laugardal í Reykja-
vík. Á þinginu verður fyrsta
stjórn sambandsins kosin. Á
vormánuðum 2002 setti ÍSÍ
á stofn nefnd um ólympíska
hnefaleika og hefur mark-
mið nefndarinnar verið að
hafa umsjón með útbreiðslu
og uppbyggingu greinar-
innar undir leiðsögn og eft-
irliti Íþrótta- og Ólymp-
íusambands Íslands og að
undirbúa stofnun sérsam-
bands um ólympíska hnefa-
leika. Ólympískir hnefaleik-
ar eru starfandi í eftirtöldum
héraðssamböndum/íþrótta-
bandalögum innan ÍSÍ:
Íþróttabandalagi Reykjavík-
ur, Íþróttabandalagi Hafn-
arfjarðar, Íþróttabandalagi
Reykjaness, Íþróttabandalagi
Akraness og Ungmennasam-
bandi Kjalarnessþings. Með
stofnun Hnefaleikasam-
bands Íslands verða sérsam-
bönd ÍSÍ orðin 31 talsins.
–fréttatilk.
Aflatölur fyrir
Vesturland
19. - 26. september
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes 11 bátar.
Heildarlöndun: 45.513 kg.
Mestur afli: Ebbi AK:
22.415 kg í fjórum löndun-
um.
Arnarstapi 4 bátar.
Heildarlöndun: 22.136 kg.
Mestur afli: Tryggvi Eð-
varðs SH: 10.981 kg í tveim-
ur löndunum.
Grundarfjörður 7 bátar.
Heildarlöndun: 171.392
kg.
Mestur afli: Hringur SH:
60.137 kg í einni löndun.
Ólafsvík 9 bátar.
Heildarlöndun: 66.333 kg.
Mestur afli: Brynja SH:
20.273 kg í fimm löndunum.
Rif 11 bátar.
Heildarlöndun: 170.743
kg.
Mestur afli: Rifsnes SH:
54.607 kg í einni löndun.
Stykkishólmur 5 bátar.
Heildarlöndun: 26.338 kg.
Mestur afli: Fjóla SH:
11.764 kg í sex löndunum.
Topp fimm landanir á
tímabilinu:
1. Hringur SH - GRU:
60.137 kg. 23. september.
2. Steinunn SF - GRU:
59.377 kg. 21. september.
3. Rifsnes SH - RIF:
54.607 kg. 23. september.
4. Helgi SH - GRU:
46.925 kg. 21. september.
5. Saxhamar SH - RIF:
36.812 kg. 25. september.
grþ
Í síðustu viku undirrituðu Illugi
Gunnarsson mennta- og menningar-
málaráðherra og fulltrúar sveitarfé-
laga á Snæfellsnesi og sunnanverðum
Vestfjörðum, þjóðarsáttmála um læsi.
Undirritunin fór fram í íþróttahúsinu
í Stykkishólmi að viðstöddum nem-
endum, kennurum og sveitarstjórn-
arfólki. Sturla Böðvarsson bæjarstjóri
Stykkishólmsbæjar, Ásthildur Sturlu-
dóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar,
Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitar-
stjóri Reykhólahrepps, Kristinn Jón-
asson bæjarstjóri Snæfellbæjar, Þor-
steinn Steinsson bæjarstjóri í Grund-
arfirði, Eggert Kjartansson oddviti
Eyja- og Miklaholthrepps og Hilmar
Hallvarðsson varaoddviti Helgafells-
sveitar undirrituðu sáttmálann fyrir
hönd sinna sveitarfélaga, ásamt Ásdísi
Árnadóttur fulltrúa Heimilis og skóla.
Athöfnin í Stykkishólmi hófst á því að
Sigurður Guðmundsson nemandi í
Grunnskólanum í Stykkishólmi lék
á saxafón. Síðan hélt Illugi erindi og
þar á eftir fór undirritunin fram. Að
lokum söng Ingó veðurguð „Það er
gott að lesa,“ lag Bubba Morthens við
nýjan texta og boðið var upp á kaffi
og meðlæti.
Skessuhorn sagði frá sambæri-
legri undirskrift á Akranesi þen-
nan dag, en með þessum undirritu-
num í síðustu viku lauk mennta- og
menningarmálaráðherra hringferð
sinni um landið þar sem hann hefur
kynnt skólafólki og sveitarstjór-
narmönnum þjóðarsáttmálann um
læsi og hvatt til samstarfs um verkef-
nið.
grþ /Ljósm. Grunnskólinn í Stykk-
ishólmi.
Skrifað var undir þjóðarsáttmála
um læsi á Snæfellsnesi
Sturla Böðvarsson bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar setur sáttmála í Íslandskortið.
Hilmar Hallvarðsson varaoddviti Helgafellssveitar setti síðasta sáttmálann í
kortið og lokaði þar með hringnum.
Sveitarfélög á Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum undirrituðu þjóðar-
sáttmála um læsi síðastliðinn þriðjudag.
Byggðarráð Borgarbyggðar hefur
samþykkt að fela Kolfinnu Jóhann-
esdóttur sveitarstjóra að semja við
LEX lögmannsstofu um að undir-
búa málssókn á grundvelli hefða-
réttar vegna afréttarlands við Krók
í Norðurárdal, sem sveitarfélagið
tapaði umráðarétti yfir með dómi
Hæstaréttar vorið 2014. Hæstiréttur
felldi úr gildi níutíu ára kaupsamn-
ing Upprekstrarfélags Þverárréttar á
afréttarlandinu sem notað hafði ver-
ið til upprekstrar allt frá 1924. Rétt-
urinn dæmdi svo á grundvelli þess að
kaupsamningi hafi aldrei verið þing-
lýst og skráðum eiganda ekki tekist
að færa sönnur á eignarhefð. Hæsti-
réttur dæmdi samninginn frá 1924
þar með ógildan og sneri við niður-
stöðu Héraðsdóms Vesturlands sem
dæmdi Borgarbyggð í vil í málinu.
Í dómsniðurstöðu Hæstaréttar
frá því vorið 2014 segir m.a: „Við-
urkennt er að sá hluti jarðarinnar
Króks í Borgarbyggð, landnúmer
134817, sem óþinglýstur samningur
Brynjólfs Bjarnasonar og Upprekstr-
arfélags Þverárréttar 26. maí 1924
tekur til, sé eign áfrýjanda, Gunn-
ars Jónssonar.“ Gunnar Jónsson nú-
verandi eigandi Króks keypti jörðina
1990. Umrætt þrætuland var þeg-
ar fyrir 90 árum, þegar samningar
voru gerðir, afmarkað ofan afréttar-
girðingar Norðdælinga eins og segir
í dómsskjölum.“ þá
Borgarbyggð tekur upp mál
um upprekstrarland
Horft til suðurs yfir þjóðveginn, Norðurá og bæinn Krók. Ljósm. Mats Wibe Lund.
Sigurður Ingi Jóhannsson land-
búnaðarráðherra hefur undirrit-
að reglugerð sem heimilar inn-
flutning á erfðaefni holdanauta en
samkvæmt henni er nú heimilt að
flytja inn sæði og fósturvísa. „Til-
gangurinn er að efla innlenda fram-
leiðslu á nautakjöti, en Landssam-
band kúabænda hefur þrýst mjög á
að innflutningurinn verði heimilað-
ur. Innflutningur erfðaefnis og eldi
á nautgripum verður háð ströngum
skilyrðum og mun Matvælastofnun
fylgjast með því að þeim verði fram-
fylgt. Eingöngu má nota erfðaefnið
á sérstökum einangrunarstöðvum
sem uppfylla skilyrði reglugerðar-
innar,“ segir í tilkynningu frá ráðu-
neytinu.
Gangi áætlanir Landssambands
kúabænda eftir má gera ráð fyrir
að fyrstu gripirnir sem vaxa af inn-
fluttu erfðaefni muni fæðast næsta
vor. Eftir það verða að líða níu mán-
uðir áður en heimilt verður að flytja
gripina af einangrunarstöð. Fram-
leiðsla á nautakjöti innanlands hef-
ur undanfarin ár ekki náð að anna
eftirspurn og nam innflutningur á
nautakjöti rúmum þúsund tonnum
í fyrra. Stefnir í að meira þurfi að
flytja inn til að mæta sífellt aukinni
eftirspurn. Ekki síst vegna fjölgunar
erlendra ferðamanna.
mm
Ráðherra heimilar innflutning á
erfðaefni holdanautgripa
Nautgripir af gallowaykyni.