Skessuhorn - 30.09.2015, Síða 10
MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 201510
Gæðaúttekt á Háskólanum á Bif-
röst, sem framkvæmd var af Gæða-
ráði íslenskra háskóla, er nú lok-
ið. Eins og kunnugt er láku drög
að niðurstöðum skýrslunnar í fjöl-
miðla fyrr á árinu og ollu ómaklegri
gagnrýni á störf skólans. Nú þeg-
ar skýrslan hefur litið dagsins ljós
sjá Háskólinn á Bifröst, Gæðaráð
og Rannís ástæðu til að harma þá
ótímabæru umfjöllun sem í kjölfarið
kom upp um efni skýrslunnar, sér-
staklega þar sem starfsfólk Háskól-
ans á Bifröst var þá bundið trúnaði
um efni hennar og hafði ekki heim-
ild til að svara efnislega spurning-
um frá fjölmiðlum. Umtalsverð-
ar breytingar urðu á mati Gæða-
ráðsins eftir að athugasemdir bár-
ust við skýrsludrögin frá Háskólan-
um á Bifröst og sú mynd sem dreg-
in var upp í fjölmiðlum var því ekki
í samræmi við þær athugasemdir
sem Gæðaráðið gerir við starfsemi
skólans í lokaskýrslu sinni. Úttektin
er liður í skipulegu eftirliti Gæða-
ráðs með faglegu starfi háskólanna
hér á landi. Háskólinn á Bifröst er
sjöundi og jafnframt síðasti háskól-
inn sem gengst undir slíka gæðaút-
tekt í fyrstu umferð stofnanaúttekta
á öllum háskólum landsins.
„Háskólinn á Bifröst telur að allt
ferlið hafi verið mjög gagnlegt fyr-
ir skólann og verði til þess að bæta
allt starf hans. Nemendur munu út-
skrifast úr enn betri skóla en áður.
Margar ábendingar komu fram um
það sem vel er gert en einnig um
það sem betur mætti fara. Skólinn
hefur nú þegar brugðist við þeim
athugasemdum sem fram koma í
úttektinni með viðeigandi hætti,“
segir í tilkynningu frá skólanum.
Meginniðurstaða Gæðaráðsins er
sú að það ber traust til Háskólans á
Bifröst varðandi námsumhverfi
nemenda, en takmarkað traust að
hluta til varðandi möguleika skól-
ans til að tryggja gæði prófgráða
sem skólinn veitir og snýr það að
núverandi stöðu skólans en ekki
að framtíðarstöðu hans. Gæðaráð-
ið tekur fram að það bindi von-
ir við að uppfæra megi matið svo
lýst verði trausti á skólann. „Áætl-
un um umbætur var gerð og kynnt.
Sumt hefur þegar verið framkvæmt
en allt annað er í eðlilegum farvegi
og vinnuhópar að störfum. Starfi
að gæðamálum lýkur aldrei en von-
ir standa til þess að nauðsynleg-
um áföngum verði náð innan fárra
mánaða þannig að mat Gæðaráðs
uppfærist.“
Háskólinn á Bifröst fær sér-
stakt hrós fyrir þætti sem snúa að
námi og kennslu. Gæðaráðið nefn-
ir ýmsa styrkleika og góða starfs-
hætti, svo sem nýjungar í kennslu-
aðferðum og kennslutækni; verk-
efnamiðaða kennslu sem einkennist
af hópavinnu nemenda; tengsl milli
kennslu og reynslu í atvinnulífinu,
reglubundið samstarf nemenda og
kennara; virka þátttöku nemenda
til að hafa áhrif á stjórnun háskól-
ans; stuðningi nemenda við hvern
annan; öflugt stuðningsumhverfi á
háskólasvæðinu á Bifröst; áherslu
Háskólans á hvern nemanda sem
einstakling; öflugan starfsanda; vit-
und um styrkleika og veikleika í há-
skólastarfinu og fyrir að hafa lok-
ið fagúttektum viðkomandi deilda
með viðunandi hætti.
Þá segir í tilkynningu frá Háskól-
anum á Bifröst að þær athugasemd-
irnar sem gerðar eru vegna núver-
andi stöðu skólans til að tryggja
gæði prófgráða eru þess eðlis að
skólinn hefur getað brugðist hratt
og örugglega við þeim. „Þessar at-
hugasemdir lúta að takmarkaðri
notkun á tölfræðilegum upplýsing-
um til að undirbyggja mat og áætl-
anagerð; lítilli viðleitni til að nota
upplýsingar frá samanburðarhá-
skólum; skorti á formlegri áætlana-
gerð; þörf á endurskoðun á stjórn-
sýslu Háskólans sem hefur ekki
haldist í hendur við þróun hans;
skorti á upplýsingum um vinnu
brautskráðra nemenda; litlum
tengslum á milli kennslu og rann-
sókna; skorti á akademísku starfs-
fólki með doktorsgráður og skorti
á formlegum aðferðum við ráðn-
ingu kennara og annars akademísks
starfsfólks.“ mm
Gæði náms og kennslu á Bifröst
staðfest í nýrri skýrslu
Loftmynd af háskólaþorpinu á Bifröst.
Ljósm. Facebook-síða Háskólans á Bifröst/ Árni Sæberg.
Haustrallý BÍKR fór fram um liðna
helgi í afleitu verðri, roki og úrhell-
isrigningu. Keppendur létu það þó
ekki á sig fá en 14 áhafnir hófu keppni
á laugardagsmorguninn. Fyrsta sér-
leiðin lá um Skjaldbreiðarveg. Sú
leið hefur ekki verið ekin í rallýi í
mörg ár og því öllum keppendum
ókunn. Var ljóst fyrir keppni að leið-
in yrði mjög krefjandi fyrir áhafnir
og ökutæki en veðrið hjálpaði ekki
til. Kom það á daginn því einung-
is tíu áhafnir luku þessari fyrstu sér-
leið. Því næst var haldið yfir á Ux-
ahryggi en sú leið er rallýökumönn-
um vel kunn. Voru Uxahryggir ekn-
ir fram og til baka en síðasta sérleið-
in var ekin til baka Skjaldbreiðarveg.
Reyndist sú sérleið keppendum og
bifreiðum þeirra sérstaklega erfið
en einungis sjö áhafnir náðu að ljúka
þeirri leið. Mikið var um bilanir og
áföll en nefna má m.a. að fyrrum Ís-
landsmeistarar Henning Ólafsson
og Sigurjón Þór Þrastarson, Jón
Bjarni Hrólfsson og Sigurður Arnar
Pálsson, Baldur Haraldsson og Að-
alsteinn Símonarson duttu allir úr
leik vegna bilana.
Lokaúrslit urðu þannig að Guðni
Freyr og Pálmi Jón á Subaru urðu í
fyrsta sæti en hjónin Ólafur Þór og
Tinna Rós, einnig á Subaru, náðu
öðru sæti. Vestlendingurinn Þorkell
Símonarson og Þórarinn K. Þórar-
insson urðu síðan í því þriðja en þeir
sigruðu jafnframt í jeppaflokki.
Keli vert, eins og flestir þekkja
hann, hefur langa reynslu af keppn-
um ásamt Þórarni en nú aka þeir á
Toyota Hilux. Eftir keppnina hafa
þeir hlotið 50 stig í jeppaflokki, ein-
ungis 2,5 stigum minna en Sighvat-
ur Sigurðsson. Er því ljóst að úrslit
um titilinn „Íslandsmeistari í jeppa-
flokki” ráðast í lokakeppninni en
hún fer fram 17. október næstkom-
andi. gjg
Keli og Þórarinn skammt
frá efsta sæti í jeppaflokki
Bíll Baldurs og Aðalsteins tók upp á sitt einsdæmi að stefna út í hraun. Spindilkúla
mun hafa gefið sig. Þá kappa sakaði ekki, líkamlega.
Keli og Þórarinn á fullri ferð á einni sérleiðinni.
Eldvarnabandalagið og Akranes-
kaupstaður hófu nýverið samstarf
um eldvarnir á Akranesi. Staðið var
fyrir námskeiðum fyrir nýskipaða
eldvarnafulltrúa á Akranesi sem var
liður í samstarfi þessara tveggja að-
ila um auknar eldvarnir hjá Akranes-
kaupstað. Að sögn Garðars H. Guð-
jónssonar verkefnastjóra hjá Eld-
varnabandalaginu snýst verkefnið
um innleiðingu eigin eldvarnaeft-
irlits. „Hver stofnun bæjarins hef-
ur því skipað eldvarnafulltrúa sem
hafa umsjón með eldvörnum og eft-
irliti með þeim. Fulltrúarnir eru 34
talsins og þeir þurfa að þekkja vel
alla áhættuþætti í byggingunni, fara
reglulega yfir eldvarnir viðkomandi
byggingar, kanna flóttaleiðir, við-
vörunarkerfi, útljós og fleira sem til-
heyrir eldvörnum. Þetta gera þeir
samkvæmt gátlistum og leiðbein-
ingum frá Eldvarnabandalaginu og
fá þessa fræðslu og þjálfun til að geta
sinnt hlutverkinu,“ segir Garðar í
samtali við Skessuhorn.
Unnið í samstarfi við
slökkviliðið
Garðar segir að markmiðið með
samstarfinu sé að auka eldvarn-
ir hjá stofnunum bæjarins og þar
með öryggi þeirra sem þar starfa og
þeirra sem eiga þangað erindi. „Svo
er þetta kjörið tækifæri fyrir okk-
ur hjá Eldvarnabandalaginu til að
þróa fræðsluna. Námskeiðið er unn-
ið í samvinnu við slökkviliðið og er
bæði boðið upp á þetta námskeið
fyrir eldvarnafulltrúana auk fræðslu
fyrir alla starfsmenn bæjarins um
eldvarnir á vinnustað og heima.
Við lærum heilmikið af þessu sam-
starfi við Akraneskaupstað, sem nýt-
ist okkur víðar. Það hefur verið mjög
ánægjulegt að fá tækifæri til að ræða
eldvarnir við starfsfólkið og það hef-
ur sýnt efninu mikinn áhuga.“
Hann segir þetta vera tilrauna- og
þróunarverkefni með það að mark-
miði að aðrir geti nýtt sér reynsluna
sem verður til í þessu samstarfi, svo
sem önnur sveitarfélög, fyrirtæki og
stofnanir. „Þetta hugtak, „eigið eld-
varnaeftirlit,“ er áhersluverkefni hjá
Eldvarnabandalaginu og er viðbót
við eftirlit slökkviliðsins. Innleiðing
eigin eldvarnaeftirlits hefst 1. októ-
ber hjá Akraneskaupstað og stend-
ur í eitt ár til reynslu. Svo verður ár-
angurinn metinn að árinu liðnu.“
Garðar segir að þriðji þátturinn í
samstarfinu muni snúa að eldvörn-
um í leiguhúsnæði. „Það kemur í
ljós þegar gerðar eru rannsóknir á
eldvörnum á íslenskum heimilum
að leigjendur virðast vera verr settir.
Eldvarnir í leiguhúsnæði eru lakari
en hjá fólki sem býr í eigin húsnæði,“
útskýrir Garðar. Eldvarnabandalag-
ið mun því í samstarfi við Akranes-
kaupstað beina fræðslu um eldvarnir
sérstaklega til fólks sem býr í leigu-
húsnæði. „Það verður í byrjun næsta
árs og verður unnið í tengslum við
umsóknir um húsaleigubætur.“
grþ
Akraneskaupstaður eflir eldvarnir
Eldvarnafulltrúar Akraneskaupstaðar, fulltrúar Eldvarnabandalagsins og tryggingafélaga ásamt Þráni Ólafssyni slökkviliðs-
stjóra.
Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar og
Garðar H. Guðjónsson verkefnastjóri hjá Eldvarnabandalaginu héldu námskeið
fyrir nýskipaða eldvarnafulltrúa á Akranesi í síðustu viku.