Skessuhorn - 30.09.2015, Qupperneq 14
MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 201514
Inflúensutímabilið er að hefjast hér
á landi og er því orðið tímabært að
fara að huga að bólusetningu. Bólu-
efnið er ekki alltaf eins á milli ára
og endist efnið einungis í átta mán-
uði. Því er mikilvægt að láta bólu-
setja sig árlega. Alþjóða heilbrigðis-
stofnunin gefur út upplýsingar um
hvaða stofnum inflúensu á að bólu-
setja fyrir ár hvert. Í ár hafa verið
fralmleidd þrígild bóluefni gegn
inflúensu A og B. „Við mælum með
því að allir yfir 60 ára, þeir sem
þjást af undirliggjandi sjúkdómum,
þungaðar konur og allir þeir sem
annast börn, sjúklinga eða aldraða
láti bólusetja sig,“ segir Rósa Mar-
inósdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur
í Borgarnesi og sviðsstjóri hjúkr-
unar á heilsugæslusviði Heilbrigð-
isstofnunar Vesturlands.
„Það eru nokkur fyrirtæki hér
á Vesturlandi sem bjóða sínum
starfsmönnum upp á bólusetn-
ingu, enda kostar það mikið að hafa
veika starfsmenn. Það er þó alltaf
val starfsmannsins hvort hann láti
bólusetja sig. Það hafa margir talað
um að þegar þeir láti bólusetja sig
sleppi þeir einnig við þessar venju-
legu kvefpestir. Það koma þó alltaf
pestar sem bóluefnið nær ekki yfir
og því getur fólk veikst þó það hafi
verið bólusett,“ segir Rósa og bætir
því við að ekki séu margir sem finni
fyrir aukaverkunum af bólusetn-
ingunni en það geti þó alltaf gerst.
Í bréfi sem Sóttvarnalæknir sendi
frá sér nú á dögunum er áréttað að
bólusetning gegn árlegri inflúensu
verndar einnig gegn svínaflensu.
Þar kemur líka fram að óhætt er að
láta bólusetja sig þó að inflúensuf-
araldur sé hafinn því einungis tek-
ur um eina til tvær vikur að mynda
verndandi mótefni eftir bólusetn-
ingu. „Það er þó alltaf best að láta
bólusetja sig tímanlega. Bólusetn-
ing hefst á öllum heilsugæslustöðv-
um HVE í byrjun október.“ segir
Rósa. arg
Byrja að bólusetja við
inflúensu í næstu viku
Rósa Marinósdóttir, sviðsstjóri
hjúkrunar hjá HVE.
Hvalfjarðarsveit og VÍS hafa gengið
frá fjögurra ára samningi um trygg-
ingar sveitarfélagsins. Skúli Þórðar-
son sveitarstjóri segir samstarfið hafa
gengið vel. „Það er engin ástæða til
að breyta því sem vel gengur,“ seg-
ir hann. Það var Þorbjörg Magnús-
dóttir þjónustustjóri VÍS á Vestur-
landi sem undirrtitaði samninginn
við Skúla. mm/ Ljósm. bfb
Sömdu um tryggingar
sveitarfélagsins
Vegagerðin hefur sent Skipulags-
stofnun nýjar tillögur að fram-
kvæmd á Vestfjarðarvegi milli
Bjarkalundar og Skálaness í Reyk-
hólahreppi. Þetta kemur fram í
frétt á vef Vegagerðarinnar. Unnið
hefur verið að umhverfismati fyrir
Vestfjarðarveg á þessum kafla und-
anfarin ár, en ein þeirra veglína
sem hefur verið til skoðunar liggur
um Teigsskóg og var hafnað í um-
hverfismati árið 2006 eins og víð-
frægt er orðið.
Í fyrra féllst Skipulagsstofnun
á að taka málið til endurskoðun-
ar ef hönnuð yrði ný veglína með
minni umhverfisáhrifum en sú sem
hafnað var í umhverfismati á sín-
um tíma.
Margar leiðir hafa verið skoð-
aðar en áætlað er nú að meta um-
hverfisáhrif fimm þeirra: A1, D2,
H, I og Þ-H (sjá mynd).
Vegurinn frá Bjarkalundi að
Skálanesi er nú 41,6 km og ligg-
ur um Þorskafjörð, Hjallaháls,
Djúpafjörð, Ódrjúgsháls, Gufu-
fjörð að Skálaneshrauni í mynni
Þorskafjarðar, en verður á bilinu
19,9 - 22,1 km eftir því hvaða leið
verður valin.
kgk
Nýjar tillögur að Vestfjarðavegi inn á
borð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun hefur verið falið að meta umhverfisáhrif leiðanna á kortinu.
Teikning: Vegagerdin.is.
Það er ekki á hverjum degi sem stór-
ir bílaflutningabílar mæta til Ólafs-
víkur en á miðvikudaginn kom
þangað bíll með sjö bíla í einu og
lék fréttaritara forvitni á að vita
hvað væri í gangi. Um var að ræða
bílaflutningabíl frá Bílaleigu Akur-
eyrar en hún rekur útibú í Ólafs-
vík. Að sögn Magnúsar Eiríksson-
ar, umboðsmanns bílaleigunnar, var
farið að vanta bíla og því gripið til
þess ráðs að fá einn bílfarm sendan.
Útibúið í Ólafsvík er einnig yfirleitt
með bíla í Grundarfirði og síðan er
annað útibú í Stykkishólmi en þang-
að fór hluti af bílunum sem komu á
miðvikudaginn.
Að sögn Magnúsar er stöðug
aukning í útleigu bíla á Snæfellsnesi
en hann er búinn að reka útibúið
frá því 2003. „Í dag eru yfirleitt 4-6
bílar á svæðinu en minna af bílum er
yfir sumarið enda er frekar lítið um
að útlendingar taki bíla hér. Bíla-
leiga Akureyrar er með afgreiðslur
á 20 stöðum á landinu þannig að
auðvelt er að taka bíl í einu útibúi
og skila annarsstaðar. Auk þessara
20 staða eru oft afgreiddir og tek-
ið á móti bílum á fleiri stöðum. Það
er mest fyrirtæki og opinberir aðil-
ar sem eru að taka bíla á leigu hér
í Ólafsvík. Einnig er alltaf eitthvað
um að útlendingar lendi í vandræð-
um, sérstaklega á sumrin og þá þarf
oft að aðstoða þá, t.d. við óhöpp og
önnur vandamál og er það hluti af
starfsemi útibúanna að sinna þeim
tilfellum,“ segir Magnús. Hann
bætir því við að yfirleitt er reynt að
hafa gott úrval af bílum á staðnum,
en það verði samt að segjast eins og
er séu vinsælustu bílarnir Skoda bif-
reiðar. Af þeim sökum voru í síðustu
viku aðallega til Skodar hjá umboð-
inu. þa
Talsvert að gera við rekstur
bílaleigu á Snæfellsnesi
Í gærmorgun fengu allir 52 nem-
endur fyrsta bekkjar Grundaskóla
á Akranesi að að gjöf frá skólan-
um sínum merkt endurskinsvesti.
„Með þessu viljum við auka ör-
yggi barnanna og gera þau sýni-
legri í umferðinni. Grundaskóli er
móðurskóli í umferðarfræðslu og
viljum við því ganga á undan með
góðu fordæmi. Þetta höfum við
gert um hríð og eiga nú öll börn
í 1.-6. bekk að eiga vesti frá skól-
anum. Við hvetjum svo börnin til
að nota vestin hvort sem þau eru
að koma eða fara í skólann, fara á
milli vina eða húsa eftir skóla eða
á íþróttaæfingar. Þá er alltaf gott
að nota vestin,“ segir Hildur Kar-
en Aðalsteinsdóttir verkefnastjóri
umferðarfræðslu.
Hildur Karen hvetur börn til að
vera sýnileg í umferðinni en ekki
síður ökumenn til að sýna börnum
sérstaka aðgæslu. „Börn eru smá-
vaxin og hafa ekki jafngóða yfirsýn
og fullorðnir úti í umferðinni. Því
er þýðingarmikið að þau sjái vel
í kringum sig og sjáist af öðrum.
Börn eiga erfitt með að meta fjar-
lægð, hraða og stærð bíla og úr
hvaða átt hljóð berast. Þá eiga börn
erfitt með að setja sig í spor ann-
arra og átta sig á hvað ökumenn
ætla að gera. Þau fá jafnvel skyndi-
hugdettur sem þau framkvæma.
Viðbrögð þeirra byggjast fremur
á fljótfærni en skynsemi. Börn sjá
einungis smáatriði í umferðinni en
ekki aðstæður eða umhverfi í heild
og eiga oft erfitt með að einbeita
sér nema að einu atriði í einu og
aðeins í stutta stund í einu.“
mm
Gefa fyrstu bekkingum merkt
endurskinsmerki
Hópurinn kominn í vestin sín.
Stoltir og glaðir vestaeigendur.
Starfshópur um sameiningu skóg-
ræktarstarfs ríkisins leggur til við
umhverfis- og auðlindaráðherra
að það verði sameinað í eina stofn-
un. Um er að ræða starf Skóg-
ræktar ríkisins og landshlutaverk-
efna í skógrækt; Vesturlandsskóga,
Skjólskóga á Vestfjörðum, Norð-
urlandsskóga, Héraðs- og Austur-
landsskóga og Suðurlandsskóga,
auk umsjónar með Hekluskógum.
Sigrún Magnúsdóttir umhverfis-
og auðlindaráðherra skipaði starfs-
hópinn í júní síðastliðnum og hefur
hann nú skilað greinargerð sinni.
Starfshópurinn er sammála um að
sameining landshlutaverkefnanna
og Skógræktar ríkisins í eina stofn-
un sé æskileg og skapi tækifæri fyr-
ir framþróun og eflingu skógrækt-
ar í landinu. Meðal helstu verk-
efna stofnunarinnar yrðu skipu-
lag og ráðgjöf við nýræktun skóga,
umhirðu og nýtingu, umsjón þjóð-
skóga eins og Hallormsstaðaskógar
og Vaglaskógar, rannsóknir í skóg-
rækt og fræðsla og kynning.
mm
Samkvæmt tillögum starfshópsins renna m.a. Vesturlandsskógar og Skógrækt
ríkisins í eina sæng. Hér á Vesturlandi eru þau í forsvari eins og skipulag
skógræktarstarfs er nú; Sigríður Júlía Brynleifsdóttir hjá Vesturlandsskógum og
Valdimar Reynisson hjá Skógrækt ríkisins í Hvammi.
Starfshópur leggur til sameiningu
skógræktarstarfs í eina stofnun