Skessuhorn - 30.09.2015, Síða 16
MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 201516
Skotveiði er órjúfanlegur hluti af
haustverkum fjölda Íslendinga.
Veiðimenn pússa byssurnar á með-
an þeir bíða haustsins og leita hátt
og lágt að góða staðnum í bílskúrn-
um eða geymslunni þar sem þeir
komu felulitaða veiðigallanum fyr-
ir síðast þegar þeir notuðu hann.
Nú er gæsa- og andaveiðitímabil-
ið hafið og styttist í að rjúpnaveið-
in hefjist. Einn þeirra fjölmörgu
Íslendinga sem sveipar sig felulit-
um á hverju hausti og heldur til
veiði er Pétur Ottesen frá Ytra-
Hólmi. Blaðamaður heimsótti Pét-
ur á heimili hans á Akranesi um
helgina, þáði hjá honum kaffi og
ræddi við hann um skotveiðina.
„Ég er eiginlega nýbyrjaður að
veiða aftur. Ég skaut mikið þeg-
ar ég var í kringum tvítugt, en svo
tók ég pásu frá 1986 og þangað til
2010. Ég hætti á sínum tíma af því
ég var ekki með byssuleyfi og vildi
ekki skjóta leyfislaus,“ segir Pétur
og bætir við að utan þess að hafa
verið kræfur að skjóta réttinda-
laus sem unglingur hafi bæði eft-
irlit og hugsunarháttur verið öðru-
vísi á þeim tíma. „Þetta er sem bet-
ur fer strangara í dag. Þegar ég var
16 ára gat ég farið út á Skaga og
keypt skot. Afgreiðslumaðurinn
seldi mér þau bara af því hann vissi
að ég væri úr sveit.“
Veiðihaustið er hafið hjá Pétri
þetta árið. Morguninn áður en
blaðamaður hitti hann að máli
hafði hann farið á andaveiðar og
komið heim með þrjá fugla sem
fjölskyldan borðaði í kvöldmat-
inn sama dag. „Það er ekki ónýtt
að skjóta önd snemma morguns og
borða andasalat um kvöldið,“ segir
Pétur en hann hefur þó orð á því að
hann þyki ekkert sérstaklega góð-
ur veiðimaður. „Ég er fínn ef ég
næ svona sex gæsum og 10-15 önd-
um. Rétt til að eiga í matinn nokkr-
um sinnum. Og ég fer miklu oft-
ar en veiðitölurnar segja til um,“
segir hann og brosir. „Það stend-
ur þó til bóta eftir að ég fékk nýju
augun,“ bætir hann við, en Pétur
er nýkominn úr leiseraðgerð sem
hann segir ekki aðeins hjálpa sér
í veiðinni, hún hafi aukið lífsgæði
hans almennt til muna. „Ég fékk
þrjár endur í gær og skaut þær all-
ar á flugi, sem er eitthvað sem ég
hef alls ekki gert mikið af í gegn-
um tíðina. Svo það er vonandi að
skotnýtingin verði betri í framtíð-
inni. En ég er eiginlega ánægðastur
að sjá að konan mín er bara dálítið
sæt. Ég hafði aldrei séð hana áður,“
segir Pétur og hlær.
Skemmtilegast
á rjúpunni
Þrátt fyrir að veiðin hafi gengið
upp og ofan í áranna rás hefur hún
alltaf veitt Pétri ómælda ánægju í
gegnum tíðina. „Skemmtilegast við
að liggja fyrir gæs er að fara út fyrir
birtingu og vera viðstaddur þegar
náttúran vaknar. Maður rennur ein-
hvern veginn saman við náttúruna
og myndar með henni eina heild.
Það er alveg æðislegt,“ segir hann
og bætir því við að þessi útivistar-
hluti gæsaveiðinnar skipti sig ekki
minna máli en að skjóta fuglinn.
„Fyrir mér er þetta allavega 50/50
á við veiðina sjálfa, að minnsta
kosti það,“ segir Pétur en bætir því
við að þó anda- og gæsaveiði sé góð
þyki honum rjúpan skemmtilegust
af öllu. „Ég fer á hverju ári með
tveimur félögum mínum í Vestur-
Húnavatnssýsluna. Við erum þar
eina helgi, gerum vel við okkur í
mat og drykk. Förum í heita pott-
inn eftir heilan dag á göngu, eld-
um nautasteik í kvöldmatinn og
drekkum rauðvín með. Það er full-
komið,“ segir Pétur. „En aðal kikk-
ið á rjúpunni er að upplifa þennan
rússíbana sem fer í gang í hausn-
um á manni þegar maður sér spor
eða heyrir í rjúpu en sér hana ekki.
Ef maður er í erfiðu færi og veit af
fugli þá verður maður ekki þreytt-
ur. En ef maður verður einskis var
þá verður maður uppgefinn eft-
ir fjóra klukkutíma á göngu. Heil-
inn gefur manni einhverja endorf-
ínbombu sem heldur manni gang-
andi,“ segir hann. „Þegar maður
hlustar eftir fugli sem maður sér
ekki þá finnst manni eins og eyrun
stækki,“ bætir hann við, brosir og
þreifar ósjálfrátt á hægra eyra.
Veiðir helst einsamall
„Ég man þegar ég var nýbúinn að
fá mér GPS tæki, þá var ég á rjúpu
uppi í Veggjum. Það kom blind-
hríð og þar sem ég hafði nú ekki
mikla trú á tækinu þá ákvað ég að
prófa það aðeins og gekk þvert
á það sem það sagði mér. Ég tek
það fram að ég var ekki í neinni
hættu, svo ég gekk þá leið sem ég
hélt að væri rétt. Ég var í raun að
prófa hvort hefði betur, tækið eða
þvermóðskan í mér. Ég þurfti að
sjálfsögðu að lúffa,“ segir Pétur og
brosir. „Þegar hríðinni slotaði sá
ég nú í bílinn en ef ég hefði fylgt
slóðinni sem tækið gaf upp þá
hefði það skilað mér beint þang-
að. Það ætti eiginlega að banna
mönnum að fara á rjúpu án þess
að vera með GPS tæki.“
Pétur viðurkennið að hafa ver-
ið einn á ferð þegar hann háði
stríð sitt við GPS tækið og tapaði.
Hann segist raunar mest veiða ein-
samall. Utan árlegrar ferðar með
félögunum á rjúpu í Vestur-Húna-
vatnssýsluna fari hann helst einn,
það eigi einhvern veginn betur
við hann. „Ég er allavega mjög
„pikkí“ á veiðifélaga. Byssur eru
hættuleg verkfæri og maður verð-
ur að þekkja vel og treysta þeim
sem maður veiðir með. Ég kæri
mig ekki um að veiða með ein-
hverjum sem meðhöndlar byssur
ekki af virðingu og varkárni. Ég
nota alltaf gikklás og þegar ég er
ekki að veiða eru skotin og byssan
geymd í sitthvorri byggingunni,“
segir hann og leggur áherslu á
mikilvægi þess að fara varlega með
skotvopnin og gæta varkárni við
veiðar. „Ef einhvern tímann þarf
að sækja mig til rjúpna vegna vit-
lausra ákvarðana eða einhvers
bjánaskapar, þá ætla ég að selja
byssuna,“ segir Pétur Ottesen að
lokum. kgk
Nýju augun koma sér vel í veiðinni
Pétur Ottesen segist sjá fram á betri skotnýtingu í framtíðinni eftir að hann fékk
„nýju“ augun sín.
Í maímánuði birtist svartur og hvít-
ur fressköttur á tjaldsvæðinu á Pat-
reksfirði. Hann kom þangað fyrstur
gesta, tveimur dögum eftir að tjald-
svæðið var opnað. Michael Wulf-
ken umsjónaraðili tjaldsvæðisins
hélt fyrst um sinn að um væri að
ræða kött úr nágrenninu en fljót-
lega kom í ljós að svo var ekki. Kött-
urinn fékk þá athvarf á tjaldsvæð-
inu og Michael gaf honum reglu-
lega að éta. Kettinum var gefið
nafnið Tjaldur Palomino og varði
hann öllu sumrinu á tjaldsvæðinu
á Patreksfirði, fjarri sínum heima-
högum. Bergrún Halldórsdóttir
var ein þeirra sem hugsaði um hann
fyrir vestan. „Hann settist bara að
á tjaldsvæðinu og hafði aðstöðu
inni. Það veit enginn hvernig hann
komst hingað en hann hefur að öll-
um líkindum fengið sér far með
einhverjum bíl. Það hafði enginn
tjaldað á þeim tíma sem hann kom,
þannig að hann var ekki laumufar-
þegi í ferðavagni,“ segir Bergrún í
samtali við Skessuhorn.
Fór á Lionsfund
„Ferðamenn höfðu mjög gaman að
honum. Hann hélt til þar sem eld-
unaraðstaðan er og svaf þar. Þar var
opinn gluggi og hann var því frjáls
ferða sinna og heimsótti stund-
um fólk í tjöldin. Svo labbaði hann
hringinn með staðarhaldara og
rukkaði með honum. Þetta er alveg
sérstakur köttur,“ segir Bergrún.
Kisi hafði það gott á Patreksfirði
í sumar. Það kom fyrir að heppn-
in var með honum og hann fékk að
bragða á góðgæti hjá ferðafólki,svo
sem grilluðum laxi. Hann náði líka
að skella sér á fund með Lions-
klúbbi Patreksfjarðar. „Hann hefur
líklega séð gestagang í Félagsheim-
ilinu og ákveðið að blanda geði
við meðlimi Lions áður en hann
fór heim,“ segir Bergrún. Auglýst
var eftir eigendum Tjalds Palom-
ino reglulega í sumar, en án árang-
urs. Þegar sumri tók að halla aug-
lýsti Bergrún á ný eftir eigandan-
um. „Við settum auglýsingu inn á
Kattholt og þar sá eigandinn mynd
af honum og hringdi strax í mig.“
Kötturinn reyndist vera frá Hellis-
sandi og heitir í raun Þristur. Síð-
astliðinn sunnudag fékk Þristur far
heim með Baldri og hitti eigendur
sína í Stykkishólmi. „Hann þekkti
þau strax, reis upp um leið og hann
heyrði í þeim,“ segir Bergrún.
Hrifinn af tjaldsvæðum
Ásdís Þórðardóttir Ben er eigandi
Þrists. Hún segir hann mikinn úti-
vistarkött, þó hann hafi ekki týnst
áður. „Hann á það til að rápa mik-
ið og á sumrin kemur það fyrir að
hann birtist ekki í nokkra daga í
senn. Hann þvælist oft mikið upp
í fjárhúsahverfi, í Krossavík og upp
á tjaldsvæði á sumrin. Við höfum
oft fíflast með að hann sé að vinna
þar á sumrin,“ segir Ásdís og hlær.
Spurning er hvort ævintýraþráin
hafi blundað lengi í Þristi en hon-
um tókst að laumast inn í fellihýsi
á Hellissandi í fyrra. Eigandinn
heyrði svo mjálm, opnaði fellihýsið
og út stökk Þristur. „Það kom eng-
um á óvart, hann er sjálfboðaliði á
tjaldsvæðinu,“ bætir Ásdís við.
Var fúll að koma heim
Þristur var vel haldinn þegar hann
kom heim. Hann hafði bætt að-
eins á sig í útilegunni, svona eins og
gengur. Það voru miklir fagnaðar-
fundir þegar Þristur skilaði sér heim
eftir fjögurra mánaða fjarveru. All-
ir voru kátir - nema Þristur sjálfur.
„Hann var eiginlega skítfúll þegar
hann kom heim um síðustu helgi.
Það var vel tekið á móti honum en
hann fékk sér bara smá rjóma og
fór beint út. Hann er nú farinn að
jafna sig aðeins, hann fékk sér góð-
an morgunverð með rjóma í morg-
un og er nú að leggja sig. Hann er
búinn að það svo gott á Patreksfirði
í sumar, kannski vildi hann ekkert
koma heim,“ segir Ásdís hlæjandi.
Hún segir Þrist ekki vera félags-
lyndan og hann er ekki hrifinn af
læðunum á heimilinu. Hann er ein-
fari sem er mikið úti, nema þegar
veðrið er vont. „Ég hélt að hann
væri dáinn en hafði samt einhvern
veginn á tilfinningunni að hann
hefði kannski bara farið. Við vor-
um búin að labba um allt og leita
af honum og ég fylgdist reglulega
með Kattholtssíðunni. Nú látum
við örmerkja hann og ég læt hann
vera með ól, þó hann sé ekki hrif-
inn af því.“ grþ
Gerðist sumarstarfsmaður á tjaldsvæðinu á Patreksfirði
Kötturinn Þristur skellti sér á Vestfirðina í vor og hélt þar til í sumar
Herra Þristur skellti sér á fund hjá Lionsklúbbi Patreksfjarðar áður en hann var
sendur heim. Á fundinum fékk hann ost.
Þristur á heimleið. Þarna er hann á leið í Baldur með dóttur Bergrúnar.