Skessuhorn


Skessuhorn - 30.09.2015, Page 20

Skessuhorn - 30.09.2015, Page 20
MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 201520 Rétt ofan við Borgarnes, inni í rækt- arlegum skógi stendur lögbýlið Grenigerði. Húsin standa í fallegu og gróskumiklu umhverfi, enda má segja að ábúendurnir séu með græna fingur. Hjónin Páll Jensson og Ríta Bach hafa búið í Grenigerði í 35 ár, þar sem þau rækta fjölbreyttar teng- undir af grænmeti, berjum og fjöl- margar tegundir trjáa og runna. Fæð- una nýta þau sjálf en trén selja þau á sumrin, ásamt fallegu handverki sem þau gera á notalegu verkstæði sem þau hafa útbúið sér. Blaðamað- ur Skessuhorns hitti hjónin heima í Grenigerði og fræddist meira um ræktun þeirra og uppskeru. „Haust- ið er uppáhalds tíminn minn,“ er eitt það fyrsta sem Ríta segir við blaða- mann. „Þá fær maður uppskeru eft- ir alla vinnuna yfir sumarið,“ held- ur hún áfram. Og hjónin uppskera ríkulega. Þarna rækta þau kartöflur, rauðrófur, gulrætur, grænar baunir, ýmsar tegundir af káli, hindber og jarðarber, svo eitthvað sé nefnt. Góð uppskera í Grenigerði Páll og Ríta hafa alla tíð ræktað grænmeti. Sumt rækta þau undir berum himni en annað í gróðurhús- um. „Maður vandist því að rækta til heimabrúks í Danmörku og ég vann um tíma á garðyrkjustöð í Noregi,“ segir Ríta. Þau segjast þó vera sjálf- lærð í ræktuninni. „Í byrjun gerð- um við ýmis mistök, það var okkar skóli,“ segir Páll. Hann nefnir sem dæmi að þegar þau byrjuðu að rækta tré til sölu hafi mistökin verið dýr- keypt. „Við vissum til dæmis ekki að það borgaði sig að leggja plönturnar á hliðina yfir veturinn. Það brotnuðu allar birkiplönturnar hjá okkur fyrsta veturinn, undan snjóþunga. Það var dýr skóli,“ segir hann. Hafa nóg að gera Hjónin hafa reynt sitthvað í bú- rekstrinum. Fyrst um sinn héldu þau kýr í einhver ár og eftir það reyndu þau fyrir sér með kjúklingaræktun. „Það gekk vel til að byrja með en svo kom fjöldaframleiðslan og við þoldum það ekki, réðum ekki við þá samkeppni,“ segir Páll. Eftir kjúk- lingaævintýrið fóru hjónin í kálfa- uppeldi. Samhliða því sá Páll um að eyða mink og ref um sveitirnar og segir hann að sú vinna hafi gefið vel. Bústofninn í dag telur átta kind- ur, nokkur hænsn, gæsir og aliend- ur. En Páll og Ríta hafa nóg að gera, enda fer töluverður tími í ræktunina, plöntuuppeldið og handverkið. Það má segja að hjónin séu nánast sjálf- bær í rekstri. Grænmetið endist þeim allt árið og vel það. Hænurn- ar og aliendurnar gefa af sér egg og á haustin fyllist frystikistan af kjöti af lömbum, gæsunum og öndunum. Í ár eru endurnar um fimmtíu talsins og halda þær til á tjörn rétt fyrir ofan bæinn. „Við kaupum aliandaregg í lok febrúar og ungum þeim svo út. Yfirleitt eru þetta á bilinu 40 til 60 endur. Svo slátrum við öndunum á haustin þegar tjörnin fer að frjósa,“ segir Ríta. „Svo tíni ég gæsaeggin sjálfur. Ég tek alltaf bara eitt egg úr hverju hreiðri en í vor tók ég öll úr einu hreiðri sem var niðri við fjöru. Mávurinn hefði annars tekið þau hvort sem er, þannig að ég var eig- inlega að bjarga þeim frá honum,“ segir Páll og hlær dátt. „Andaregg- in sem við notum ekki frystum við og gefum hrafninum. Hann kemur við á hverjum degi,“ bætir Ríta við. Auk þessa reksturs eiga Páll og son- ur hans litla trillu sem þeir nota til að veiða í soðið. Bláberin góð fyrir sjónina „Það er allt notað sem við ræktum, hér er engu hent. Svo gefum við hingað og þangað það sem við get- um ekki nýtt sjálf. En það er auðvit- að mismikið, það er misjafnt hvað þetta kemur vel til,“ segir Páll. Þau segja frá því að kartöflur gefi þau nokkrum sinnum á ári, bæði á leik- skóla í Borgarbyggð og á Brákar- hlíð, þar sem gamla fólkið gleðst þegar það fær kartöflur frá Greni- gerði með matnum. „Barnagulræt- urnar fara líka á leikskólann. Þær eru mjög sætar á bragðið og fara svo vel í litlar hendur,“ segja þau. Það er því fátt sem hjónin þurfa að kaupa í matinn. „Við kaupum aðallega hveiti, sykur og kaffi. Okkur finnst þetta sannarlega borga sig. Við höf- um svo mikla ánægju af ræktuninni og ekki spillir að maturinn er alveg hreinn, við vitum upp á hár hvað við erum að borða.“ Hjónin rækta þó ekki allt sjálf sem þau borða af græn- meti og berjum. Krækiber og bláber tína þau annars staðar í Borgarfirð- inum. Krækiberin safta þau í mikl- um mæli. „Ef það er góð uppskera, þá fáum við um 100 lítra af hreinni saft. En bláberin notum við í morg- unsjússinn okkar. Íslensku bláberin eru best, það er allt annað bragð af þessum kanadísku sem seld eru úti í búð.“ Þau segja bláberin holl en bæði finna þau mun á heilsu sinni eftir að hafa vanið sig á að nota þau í hristinga á morgnanna. „Við trúum því að þau bæti sjónina. Okkur báð- um finnst við sjá betur eftir að við byrjuðum að neyta þeirra í meira mæli.“ Notalegt á verkstæðinu Rigningardaga og vetrartímann nýta hjónin til að vinna á verkstæði sínu. Verkstæðið er í einu af útihúsunum á jörðinni og þar er hlýlegt um að lit- ast. Hjónin eiga þar sitthvorn stól- inn og segir Páll að þar sé notalegt að vinna. Á verkstæðinu vinna þau meðal annars skartgripi, lyklakipp- ur, tölur og flókaskó. Munirnir eru svo seldir víðsvegar um landið. „Við erum líka með handspunnið band og gerum peysur og hluti úr því. Skartið er selt í Kraum, flókaskórn- ir í Þingborg og tölurnar hjá Hand- Haustið er eftirlætis árstíðin þeirra Rætt við hjónin og náttúrubörnin Rítu og Pál í Grenigerði Hluti uppskerunnar í ár, falleg og gómsæt hindber. Hér sést í gróðurhús Páls og Rítu. Til vinstri má sjá hluta af trjáplöntunum sem þau rækta til sölu. Páll og Ríta í Grenigerði. Það er vinsælt að fara í gönguferð um jörðina og kíkja á aliendurnar hjá Páli og Rítu. Hjónin voru í óðaönn að taka upp kartöflur þegar blaðamann bar að garði. Hvítkálið er ræktarlegt hjá Páli og Rítu. Blómkálið kom vel út eftir sumarið.Það stefnir í góða rauðrófna- og gulrótauppskeru í ár.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.