Skessuhorn


Skessuhorn - 30.09.2015, Qupperneq 21

Skessuhorn - 30.09.2015, Qupperneq 21
MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2015 21 prjónasambandinu. Svo er sitt lítið af hverju í Landnámssetrinu, Þjóð- minjasafninu og Álafossversluninni. Mest seljum við samt í Ullarselinu á Hvanneyri,“ segir Ríta. Hún seg- ir mikið af heimafólki kaupi hlutina. Mest selst þó á sumrin. „Það er mest að gera þegar ferðafólk er á ferðinni. En svo verslar fólk úr sumarbústöð- um líka mikið.“ Álaveisla á hverju hausti Hjónin eru þakklát fyrir að halda góðri heilsu. Heilsuna vilja þau þakka vinnunni. Yfir sumartímann hafa þau mikið að gera við rækt- unina og þegar hausta fer þarf að huga að uppskerunni og þá gengur sláturtíminn í garð. „Við förum vel með dýrin í slátrun. Þau mega ekki kveljast, það er mikilvægt,“ segir hann. En á haustin er einnig ann- ars konar uppskerutími hjá þeim hjónum. Þegar haustlægðirnar fara að skella á fara álar á ferð í síkj- um og ám. Páll er með álagildrur í síkinu við Ferjukot og í þær veiðir hann ála þegar haustið bankar að dyrum. Svo er slegið upp veislu. Álaveislan er árlegur viðburður sem haldinn er í Ferjukoti. „Þor- kell í Ferjukoti átti hugmyndina að þessu. Við veiddum álana í gildr- ur og svo var haldin stórveisla hjá Kela og Hebu í Ferjukoti á hverju hausti. Þetta höfum við gert í um tuttugu ár í samvinnu við fleiri,“ segir Páll. Hann segir að allt að 20 ála þurfi í slíka veislu, ef ekki fleiri. „Það hefur oft gengið en það hef- ur komið fyrir að við höfum haft fáa og jafnvel enga. Veislan hefur þó aldrei fallið niður enda er Heba alltaf með margt fleira á boðstól- um.“ Vel hefur gengið að safna álum þetta árið og stefnt er að því að halda hinu árlegu veislu í næsta mánuði, nú í minningu Þorkels sem lést í nóvember í fyrra. Góð heilsa og gleði Gestkvæmt er í Grenigerði, þó sér- staklega yfir sumartímann. Þá get- ur fólk keypt þar ýmsar plöntuteg- undir, svo sem birki, rósarunna, sír- enur og reynivið. Hjónin hafa gam- an af heimsóknum og eru gestris- in. Margir hafa gaman af því að koma við og fara í göngutúr um landið, enda er fallegt um að lit- ast þar. „Það er sérstaklega gaman fyrir börnin, þau hafa gaman af því að kíkja á endurnar. Við fengum til dæmis börn úr leikskóla í heimsókn um daginn,“ segir Páll. Þau hafa mikla ánægju af því að fá fjölskyld- una í heimsókn. „Börnin okkar og barnabörnin koma mikið til okkar. Þau koma sjálf, óumbeðin og það þykir okkur vænt um,“ segja þau. Á hverjum degi eldar Ríta heitan mat í hádeginu og ef gesti ber að garði á þeim tíma, fá þeir einnig að borða. Hjónin eru lífsglöð og sátt með sitt. Þau segja það besta við líf þeirra í dag sé frjálslyndið. „Við vitum aldrei hvað við gerum dag- inn eftir, það getur alltaf breyst. Í dag höfum við einnig tíma til að ferðast sem við gátum ekki áður þegar við vorum með kýrnar,“ seg- ir Ríta. „Okkur skortir ekkert. Það eina sem maður vill þegar maður er kominn á þennan aldur er góð heilsa og gleði og við eigum tölu- vert af því,“ segja hjónin í Greni- gerði að endingu. grþ Álar komnir á land. Vitjað um álagildru. Landnámssetur Íslands / The Settlement Center Brákarbraut 13-15 • Borgarnesi • Sími 437-1600 • www.landnam.is MR. SKALLAGRÍMSSON SNÝR AFTUR Miðapantanir í síma 437-1600 landnam@landnam.is - midi.is Leikhústilboð í veitingahúsi fyrir kvöldsýningar og eftir síðdegissýningar Kvöldverðarhlaðborð 5.200 kr. eða matarmikil fiskisúpa 2.500 kr. Sýningar: 30. október kl. 20.00 31. október kl. 20.00 1. nóvember kl. 16.00 Ekki missa af ógleymanlegri túlkun Benedikts Erlingssonar á Egils- sögu Skallagrímssonar Miðaverð 3.900 kr. SK ES SU H O R N 2 01 5 S K E S S U H O R N 2 01 5 Lýsing vegna breytingar á aðalskipulagi - Jaðri 9, 16, 17 og 24 á Mýrum Sveitarstjórn samþykkti 13. ágúst 2015 að auglýsa lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022. Breytingin felst í að landnotkun á lóðunum Jaðri á Mýrum 9, 16, 17 og 24 verði breytt úr landbúnaðarsvæði í frístundasvæði. Skipulagið nær yfir um 64,2 ha land, Jaðar 9 (5,5 ha), Jaðar 16 (5,6 ha), Jaðar 17 (40 ha) og Jaðar 24 (13,1 ha). Gert er ráð fyrir allt að 146 lóðum á svæðinu. Lýsingin verður auglýst frá 23. september til og með 2. október 2015 skv. 36. gr. skipulagslaga 123/2010. Kynningarfundur fimmtudaginn 1. október í Ráðhúsi Borgarbyggðar kl. 19.00 til 20.00 Skoða má gögnin á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is og í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi frá og með 23. september 2015. Athugasemdum eða ábendingum skal skila fyrir 2. október 2015 annað hvort í Ráðhús Borgarbyggðar eða á netfangið lulu@borgarbyggd.is og skulu þær vera skriflegar.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.