Skessuhorn


Skessuhorn - 30.09.2015, Page 23

Skessuhorn - 30.09.2015, Page 23
MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2015 23 Það er ýmislegt sem þarf að huga að í garðinum þegar tími haustlægð- anna er genginn í garð og laufin far- in að falla af trjánum. Líkt og flest- ir vita þarf að festa niður lauslega muni og ganga frá öllu því sem get- ur fokið. En það þarf líka að huga að gróðrinum, þrátt fyrir að sum- arið sé á enda. Skessuhorn leitaði til Sædísar Guðlaugsdóttur garð- yrkjufræðings hjá gróðrarstöðinni Gleym-mér-ei í Borgarnesi og fékk hana til að segja frá helstu haust- verkum garðeigenda. Aldrei of seint að byrja „Besta ráðið sem ég get gefið þeim sem eru með garð er að taka illgresi og arfa að hausti. Arfinn er nefni- lega ekki að drepast þótt það hausti. Allar plöntur eiga það eina mark- mið að setja niður fræ og það gerir arfinn alveg fram að jólum ef hann fær að vera óáreittur,“ segir Sædís. Hún segir að best sé að reita arfann reglulega, fyrst þegar fyrsta blóm- ið á arfanum sést. „Svo reglulega og síðasta yfirferð um garðinn ætti að vera í byrjun ágúst og svo aftur í byrjun september. Ef fólk venur sig á þetta, þá getur það á þremur árum eignast arfalausan og hreinan garð.“ Hún bætir því við að ekki sé of seint að hreinsa illgresið úr garðinum þó næstum sé komið fram í október. „Það er aldrei of seint að byrja þessar hringrás. Arfinn fellir mikið af fræj- um á haustin og ef hann er hreinsað- ur núna, þá auðveldar það vorverk- in til muna. Svo verður það þannig að ósjálfrátt passar fólk að arfinn nái ekki að mynda blóm.“ Þá má huga að því að fjölærar plöntur geta sáð sér mikið á haustin og þá getur ver- ið gott að klippa blómstöngla af, vilji maður ekki hafa mikið af plöntunni þar sem hún á ekki að vera næsta sumar. Ekki klippa á haustin En það þarf að huga að öðru en ill- gresinu. Á haustin þarf að vinna fleiri árstíðabundin garðverk. Þá er þó ekki rétti tíminn til að klippa tré og runna. „Það er mesti misskiln- ingur. Plantan er á leið í vetrardvala og með því að klippa hana núna get- ur vetrarforði hennar minnkað,“ segir hún. Plöntunni er einnig hætt- ara við ýmsum sýkingum sé hún klippt að hausti. „Þannig að nú á ekki að klippa, nema trén eða runn- arnir þínir nái langt út á gangstétt. Fólk á að geta gengið fram hjá garð- inum þínum og ég er þeirrar skoð- unar að það eigi alltaf að taka tillit til nágrannans, óháð því hvaða árs- tími er. En besta klippingin er aft- ur á móti að vori, eða réttara sagt síðla vetrar, á meðan plönturnar eru enn lauflausar,“ segir Sædís. Að- spurð um hvort haustið sé rétti tím- inn til að flytja tré segir hún að það geti verið. „Það þarf að meðhöndla gróður á meðan hann er í dvala og hvíld. Annað hvort á vorin áður en lauf kemur, því um leið og laufið er komið á plöntuna þá er komið sum- ar hjá henni. Eða þegar laufin hafa fallið af. Hvort sem það er vor eða haust, þá er svokallaður flutnings- tími. Eðlilegast er að færa plöntur til þegar frost fer úr jörðu svo plantan hafi allt sumarið til að ræta sig á nýj- um stað.“ Eitt af haustverkunum í garðinum er að setja niður haustlauka. Sædís segir að enn sé tími til að setja niður lauka, til dæmis túlípana og páska- liljur. Þær síðarnefndu er jafnvel hægt að setja niður í grasflatir, ásamt fleiri laukategundum. Hún segir að þörf sé á að vökva yfir vetrartím- ann. „Sérstaklega uppbyggð ker og sígrænan gróður þarf að skola til að salt og veður skemmi síður plönt- urnar. Blóm og gróður í kerjum er einmitt hætt við að þorna þar sem fólk vökvar ekki.“ Óráðlegt að færa plöntur inn En ætli það sé hægt að lengja líf- tíma þeirra blóma og jurta sem enn standa, til dæmis með því að færa þær inn? „Ef plöntur eða kryddjurtir eru fluttar inn í hús til að lengja líf- tíma þeirra getur vaknað upp óæsli- legt lífríki. Fluga, lús og annað sem er á flugi alla daga úti við. En ef fólk hefur kalt eða upphitað gróðurhús, þá er hægt að nýta plönturnar langt fram á vetur. Eins má alveg kippa blómakerjum inn yfir nóttina þegar það er farið að hausta, þá er hægt að njóta blómanna mun lengur. En þá er fólk að taka sénsinn á því að það kvikni líf inni, það er ekki hægt að útiloka það,“ segir Sædís garðyrkju- fræðingur að endingu. grþ Best er að reita arfa á haustin Rætt við Sædísi Guðlaugsdóttur garðyrkjufræðing um haustverkin í garðinum Sædís Guðlaugsdóttir er garðyrkjufræðingur hjá gróðrarstöðinni Gleym-mér-ei í Borgarnesi. Slátur tíð Egilsholti 1 Verslun, sími: 430 5500 Opið virka daga 8-18 Laugardaga 10-14 www.kb.is, verslun@kb.is Gervivambir, bjúgnaplast, pylsuplast Sláturgarn og sláturnælur Kjötnet og kjötkrókar Gott úrval hnífa Vakúmpökkunarvélar og vakúmpokar Kjötfarsblanda, rúllupylsu- krydd og nítrítsalt Vakúmpökkunarvélar kr. 24.990.- Pinnabyssur og skot í pinnabyssur SK ES SU H O R N 2 01 4

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.