Skessuhorn


Skessuhorn - 30.09.2015, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 30.09.2015, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 201524 Bændur úr uppsveitum Borgar- fjarðar fóru í seinni leit á Arn- arvatnsheiði í síðustu viku. Voru þeir heppnir með veður og gekk því allt eins og best verður á kos- ið. Fyrri leit á Arnarvatnsheiði er skipt í Dragaleit, Heiðarleit og Lambatunguleit. Þegar kem- ur að seinni leitum eru þær sam- einaðar undir einn fjallkóng og fylgjast gangnamenn að fram að Helluvaði framan við Þor- valdsháls. Þar er skipað í leit og fara fimm fram Sauðafjöll Kalmanstung- umegin Norð- lingafljóts, en sjö fara norð- ur yfir fljót- ið að Úlfsvatni og þaðan milli vatna um Hæð- arsporð í Álftakrók. Annan dag leitar fara Dragamenn allt fram í Fljótsdragaskála en hinir norð- ur um vötn að Hlíðarvatni, um Hvannamóa, með Gunnarssona- vatni og að Arnarvatni stóra. Þaðan er farið ofan hæðir í Álfta- krók. Lokadag leitar er haldið ofan, smalað norðan Norðlinga- fljóts allt norður fyrir Úlfsvatn um Lambatungur, suður og nið- ur um Kleppa til Fljótstungur- réttar þaðan sem lagt var upp á fyrsta degi. Tveir fyrri dagar leitarinnar í haust voru sannarlega sumarauki og á öðrum degi höfðu einhverjir á orði að sennilega kæmist blíðan og fegurðin næst því er gerist í himnaríki, þvílík var dýrðin. En síðasta daginn var afar mikil ókyr- rð í lofti og gekk á með moldbyl undir Eiríksjökli svo menn hél- dust varla á baki hrossa sinna. Þó var bót í máli að ekki rigndi og rokið var að mestu í bak. Í Klep- punum datt veður svo niður og ósköpin gleymdust um leið, en dásemd hinna daganna vaknaði í brjóstum gangnamanna. Það er þakkarvert að fá að up- plifa það ævintýri sem seinni leit á Arnarvatnsheiði vill gjar- nan verða og ég þakka fyrir mig, Snorra fjallkóngi og mönnum hans. Í seinni leit á Arnarvatnsheiði Texti og myndir: Guð- laugur Óskarsson, Reykholti Glaðir í bragði leggja upp þeir Örn á Laxeyri, Jón í Deildartungu og Snorri á Augastöðum. Hér ríða þeir yfir Norðlingafljót innan við Víðgelmi. Og knapinn á hestbaki er kóngur um stund / kórónulaus á hann ríki og álfur..,“ kvað Einar Ben og með sanni má segja að það geti átt við um Snorra fjallkóng er hann ríður fram hraunið með Eiríksjökul sér við hlið. Eiríksgnípan blasir við norðan í jökulbrúninni. Leitarmenn á Þorvaldshálsi. Sú fyrsta er varð á vegi leitarmanna var umsvifalaust send norður yfir Norðlingafljót. Þeirri næstu var boðið far með trússinum. Veggjarhleðslur gamla hestússins við Úlfsvatnsskála falla vel að landinu. Milli Arfavatns og Arnarvatns fellur lítill lækur... Prinsessan í seinni leit á Arnarvatnsheiði er Kristrún á Laxeyri, hér rétt ókomin að skála í Álftakróki. Guðmundur á Grímsstöðum fumlaus að járna upp hross prinsessu Heiðarinnar. Það var heldur kalsalegt að búa sig af stað úr Álftakróki síðasta morguninn. Ofan Kleppanna á eftir safninu sem fundist hafði í þriggja dag leit tólf ríðandi gangnamanna um Arnarvatnsheiði.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.