Skessuhorn - 30.09.2015, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 201528
Ljómalind, sveitamarkaður í Borg-
arnesi, er rekin af 15 duglegum
konum sem vinna í sjálfboðavinnu
helming allra vinnustunda sem þarf
til að reka markaðinn. Frá opn-
un hefur reksturinn gengið vel og
er ætlunin að hafa markaðinn op-
inn alla daga í vetur, að undan-
skildum örfáum dögum í kringum
jólin. „Við ætlum að kýla á opnun
í allan vetur og sjáum við fullt af
tækifærum í því. Hér eru einungis
vörur sem framleiddar eru af ein-
staklingum á Vesturlandi en ekki í
stórverksmiðjum. Því er vöruúrval-
ið háð árstíma og uppskeru. Það er
líka hluti af sjarmanum við þenn-
an markað að fólk veit ekki endi-
lega hvað er til þegar það kem-
ur, það sem var til í síðustu viku er
ekki endilega til í þessari. Við höf-
um þó nokkrar vörur sem alltaf
eru til; svo sem kjöt frá Mýranauti,
mjólkurvörur frá Erpsstöðum og
svo er alltf mikið úrval handverks
hverju sinni þó það sé fjölbreytt,“
segir Eva Hlín Alfreðsdóttir, fram-
kvæmdarstjóri Ljómalindar, í sam-
tali við blaðamann.
Kallar eftir
kindaafurðum
Að sögn Evu Hlínar var salan í sum-
ar mjög góð og engin ástæða til að
halda annað en að veturinn verði
einnig góður. „Hér koma bæði
ferðamenn og heimamenn, ferða-
menn eru meira að kaupa handverk
og heimamenn matvörur. Það kem-
ur mörgum á óvart að hér er mat-
varan ekki mikið dýrari heldur en
í stærri verslunum. Fólk veit líka
hvert peningurinn fer þegar það
kaupir vörur hjá okkur. Ég held að
það hvetji fólk til að versla hér og ég
er viss um að það haldi því áfram í
vetur.“ Nú þegar haustið er gengið í
garð má gera ráð fyrir að vöruúrval í
Ljómalind hafi breyst frá því í sum-
ar. Á haustin koma kindur af fjalli og
fara í slátrun og nóg af nýslátruðu,
bæði lamba- og kindakjöt í boði.
Aðspurð hvort þær afurðir komi til
með að verða fáanlegar í Ljómal-
ind segist Eva Hlín kalla eftir því að
fá slíkar vörur. „Það er enginn með
álíka vörur hér eins og er en við köll-
um endilega eftir því að einhver taki
það að sér. Það vantar alveg bjúgu,
pylsur, kæfu, slátur og slíkt. Það var
þó að koma í ljós að fyrir jólin verð-
ur hægt að fá hamingjusamt svína-
kjöt,“ segir Eva Hlín og brosir.
Heilsusamlegar vörur
Að sögn Evu Hlínar er mikill metn-
aður meðal þeirra sem standa að
Ljómalind. Sjálf er hún að vinna að
framleiðslu í samvinnu við annan
rekstaraðila Ljómalindar, Noemí
Cubas, sem þær kalla W.ICE.
„Þetta er heilsusamleg framleiðsla
þar sem lögð er áhersla á að nýta
afurðir sem best. Við ætlum að selja
frosnar pizzur sem unnar eru úr
hráefni Ljómalindar, tómatar sem
eru orðnir slappir verða notaðir í
sósuna og álegg verður t.d. fetaost-
ur frá Erpsstöðum og hakk frá Mýr-
anauti.“ Einnig er hún að búa til og
selja sykurlaust súkkulaði og svo
koma kannski fleiri hugmyndi þeg-
ar líður á. „Nú erum við líka farnar
að bjóða hópum að koma til okkar,
t.d. saumaklúbbum eða stærri hóp-
um, á opnunartíma eða utan hans.
Hópar panta léttar veitingar, svo-
kallað „smakk úr héraði“ og við
kynnum sögu okkar stuttlega fyrir
hópunum. Svo er skoðað, spjallað
og hægt að gera góð kaup. Það hafa
þegar nokkrir bókað hjá okkur og
eru t.d. 300 norskar prjónakonur
að koma til okkar núna í október,“
segir Eva Hlín að lokum.
arg
Haust í Ljómalind
í Borgarnesi
Eva Hlín Alfreðsdóttir framkvæmdastjóri Ljómalindar.
Íris Þórlaug Ármannsdóttir á Kjal-
vararstöðum í Reykholtsdal býr til
ýmislegt góðgæti, sem hún fram-
leiðir að mestu úr uppskeru eigin
garðyrkju í gróðurhúsi. Hún hefur
meðal annars sultað til margra ára
og byrjaði á hefðbundnum sultum
svo sem rifsberjahlaupi, bláberja-
og rabarbarasultu. „Ég sultaði til að
byrja með bara fyrir heimilið. Eft-
ir að ég fékk gróðurhúsið fór ég að
prófa mig áfram með fleiri tegundir
og færði mig yfir í ýmis konar chut-
ney fyrir svona fimm árum,“ segir
Íris. Hún hefur sultað bæði ávexti
og grænmeti. „Ég geri mest af rab-
arbara chutney og chilihlaupi, það
er vinsælast,“ segir Íris sem núorðið
selur afurðir sínar á ýmsum mörk-
uðum.
Hægt að nota
frosið hráefni
Íris segist reyna að halda sig við þá
þumalputtareglu að sulta úr ein-
hverju sem hún ræktar sjálf. Þó
segir hún að lítið mál sé að kaupa
inn til sultugerðar. „Til dæmis ef
fólk ætlar að gera chilihlaup, þá er
ekkert mál að redda því úr búð-
inni. Það er aftur á móti erfið-
ara með rabarbara og bláber enda
gæti það orðið mjög dýrt að kaupa
berin inn í stórum stíl.“ Íris hef-
ur meðal annars gert stikkilsberja-
sultu og gulrótamarmelaði, þá úr
hráefni úr garðinum hennar. „Ég
læt þetta svolítið ráðast. Einu sinni
var ég með mjög mikið af gulrót-
um og þá gerði ég gulrótamarmel-
aði. Ég gerði líka einu sinni jarðar-
berjasultu, en það var bara vegna
þess að það er jarðarberjarækt-
un í næsta nágrenni við mig og ég
fékk annars flokks ber hjá þeim.
Ég myndi ekki láta mér detta í hug
að kaupa ný og fersk jarðarber úti í
búð til að sulta þau.“ Hún segir þó
að hægt sé að nota frosið hráefni í
sultur, það sé mun ódýrara en að
kaupa ferskt.
Sykur eykur geymsluþol
Hún segir allar sulturnar og chut-
neyin eiga það sameiginlegt að inni-
halda mikinn sykur. „Chutneyin
innihalda reyndar mikil krydd líka
en sykur er þó aðaluppistaðan í
þessu flestu. Ef fólk vill gera holl-
ari sultur er hægt að draga úr syk-
urmagninu. En það er gott að gera
hollari sulturnar í minna magni, þar
sem sykurinn lengir geymsluþol-
ið. Þá er gott að lausfrysta berin og
skutla þeim svo í pott oftar, frekar en
að gera mikið í einu.“ Hún segir að
vel sykraðar sultur geti geymst í tvö
til þrjú ár í kæli í óopnuðum krukk-
um en þær sykurminni skemmist
mun fyrr. „Þær endast kannski bara í
einn til tvo mánuði í ísskáp.“
Margar uppskriftir
á Google
Íris gerir einnig pestó úr því sem
hún ræktar. Í það heila setur hún um
tíu til fimmtán tegundir á krukkur á
hverju ári. „Ég sýð til dæmis nið-
ur afganga af grænum tómötum úr
gróðurhúsinu og rauðrófur. Tóm-
atana og rófurnar sýð ég í edik- og
sykurlegi og borða með steikinni.“
Hún segir uppáhaldið vera rabar-
barachutney. „Það er best. Í því er
karrý, chili, rauðlaukur, apríkósur
og sitthvað fleira. Við notum það
svo sem kryddaða sultu með mat,
þetta er æðislegt meðlæti.“ Hún
ráðleggur fólki sem hyggst sulta að
safna öllum glerkrukkum og sótt-
hreinsa þær svo áður en sultað er.
„Svo er um að gera að prófa sig
áfram. Ef það er eitthvað sem fólki
finnst gott, þá er sniðugast að prófa
það og leita að uppskrift. Google
er góður vinur minn, þar er hægt
að finna margar góðar uppskriftir.
Ég nota Google mjög mikið þegar
ég er að leita að uppskriftum,“ seg-
ir Íris Þórlaug sem deilir hér með
okkur uppskrift af sultuðum græn-
um tómötum.
Sultaðir grænir tómatar
1 kg grænir tómatar
2 dl. borðedik
4 dl. vatn
750 gr. sykur, má alveg vera minna
5 negulnaglar eru settir saman við
löginn strax í upphafi.
1 vanillustöng (geyma þar til síðast).
Allt nema tómatarnir og vanillu-
stöngin sett í pott. Þegar suðan er
komin upp eru grænu tómatarnir
látnir út í og soðið varlega í 4 mín-
útur. Potturinn er þá tekinn af hit-
anum og látinn standa yfir nótt.
Tómatarnir eru síðan teknir upp úr
og þeir skornir í bita. Lögurinn er
soðinn aftur og tómatarnir svo sett-
ir aftur ofan í og soðnir í 4 mínút-
ur. Þá eru þeir veiddir uppúr og sett-
ir í krukkur. Vanillustöngin er því
næst sett út í löginn og hann soð-
inn rólega í 15 mínútur. Að endingu
er leginum hellt yfir tómatana og
krukkunum lokað. grþ
Sultar úr berjum, grænmeti og ávöxtum
Íris Þórlaug Ármannsdóttir á Kjalvararstöðum fræðir lesendur um sultugerð
Íris gerir ýmislegt góðgæti úr því sem hún ræktar, þar með talið sultur og chutney. Ljósm. hlh.
Hluti af sultuðum afurðum Írisar.