Skessuhorn


Skessuhorn - 30.09.2015, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 30.09.2015, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2015 31 bonaði er afkaplega gott með kart- öflum og brúnni sósu eða jafnvel með lauksmjöri eða sultu. Það er í raun hægt að borða hvaða með- læti sem er með og þá er þetta eins og frábær veislumatur. Guðmund- ur lét Skessuhorn einnig í té upp- skrift af karbonaði. Innihald: 10 kg ekki mjög feitt hakk, má vera úr hvernig kjöti sem er 10 stk egg 150 gr salt, eða eftir smekk 150 gr laukduft, eða eftir smekk 100 gr paprikuduft, eða eftir smekk 20 gr pipar. Aðferð: Innihaldinu er allt sett saman í skál og hnoðað vel saman, fínt að hnoða saman í höndunum. Hæfilega stór buff eru mótuð, gott er að nota u.þ.b. eina matskeið af blöndunni í hvert buff. Buffunum er að lokum velt upp úr raspi og steikt eða fryst. Þegar buffin eru sett í frysti er gott að setja bökunarpappír á milli svo þau festist síður saman. arg SK ES SU H O R N 2 01 5 Deiliskipulag fyrir Tröllenda í Flatey Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum 20.ágúst 2015 að auglýsa samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi fyrir Tröllenda í Flatey. Á athafnasvæði við ferjuhöfn í Flatey er komið fyrir fjórum bygg- ingarlóðum. Skilgreind er lóð fyrir gamlan geymsluskúr sem stend- ur vestan við fiskvinnsluhús, vatnstank, olíutank, fjarskiptamastur og lóð undir nýbyggingu norðaustast á svæðinu. Við gildistöku þessa deiliskipulags fellur úr gildi deiliskipulag fyrir olíubirgðarstöð og rafstöðvarhús í Flatey sem samþykkt var 20.10.2000. Skipulagsuppdráttur með greinargerð liggur frammi á skrifstofu Reykhólahrepps frá 1. október til 13. nóvember 2015. Ennfremur verða gögnin aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.reykholar.is. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Reykhólahrepps að Maríutröð 5a eða á netfangið skrifstofa@reykholar.is fyrir 13. nóvember 2015 merkt „deiliskipulag fyrir Tröllenda í Flatey“. Reykhólar 24.september 2015 Bogi Kristinsson Magnusen Skipulags og byggingarfulltrúi SK ES SU H O R N 2 01 5 Deiliskipulagstillaga fyrir Tjaldanesland 2 Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 15. september að auglýsa samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með síðari breytingum, tillögu að deiliskipulagi fyrir Tjaldanesland 2, Saurbæ Dalabyggð. Deiliskipulagið tekur til 4.9ha landspildu. Gert er ráð fyrir að byggja allt að 200m² íbúðarhús og 40m² gestahús/geymslu. Mesta hæð á mæni getur verið allt að 7m m.v hæð jarðvegs umhverfis húsin. Aðkoma að Tjaldaneslandi 2 verður um Ásveg nr: 5961 og um nýjan veg sem verður lagður frá Salthólmavík. Skipulagsuppdráttur með greinargerð liggur frammi á skrifstofu Dalabyggðar frá 1. október til 13. nóvember 2015. Ennfremur verða gögnin aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.dalir.is. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Dalabyggðar Miðbraut 11, 370 Búðardal eða á netfangið bogi@dalir.is fyrir 13. nóvember 2015, merkt “deiliskipulag Tjaldanesland 2”. Dalabyggð 25. september 2015 Bogi Kristinsson Magnusen Skipulags og byggingarfulltrúi Nú er árstíminn til að verða sér út um kindakjöt. Fé er að koma af fjalli og sláturstíð er hafin og upplagt að kaupa af nýslátruðu og fylla á frysti- kistuna. Oft er hægt að kaupa heila skrokka beint frá býli og er það upp- lagt fyrir stór heimili. Þegar keypt- ir eru skrokkar fær maður ekki ein- ungis besta kjötið, steikurnar og grillsneiðarnar, heldur fylgja einn- ig minna spennandi bitar með, eins og t.d. slögin. Það eru þó til marg- ar leiðir til að nýta ódýrari bitana í ýmsa rétti. Blaðamaður kíkti í heim- sókn til Guðmundar Eyþórsson- ar kjötiðnaðarmanns og kennara í Borgarnesi og fékk hugmyndir til að nýta kjötið af verðminni bitunum. „Það er svo margt sem hægt er að gera við kjöt og upplagt að taka t.d. slátur, gera bjúgu og ýmiskonar buff sem maður getur setti í frysti,” segir Guðmundur. Lifrabuff Þrátt fyrir að fólk taki ekki heilan skrokk er sniðugt að kaupa lamba- lifur úti í búð, það er bæði hollur og ódýr matur sem hægt er að nýta á ýmsa vegu. Ein leiðin er að gera lifrabuff sem sniðugt er að gera í stórum skömmtum og frysta. Það er fljótlegt að elda og hver sem er ætti að geta búið það til, það þarf ekki sérstakan útbúnað. Skessuhorn fékk einfalda uppskrift af buffi frá Guð- mundi. Uppskriftin er frekar stór og því tilvalin í frysti. Þá er ekkert mál að minnka hana fyrir þá sem vilja. Innihald: 5 kg lambalifur 5 stk egg 500 gr hveiti 250 gr kartöflumjöl 1,5 l mjólk 1 l vatn 150 gr laukduft (einnig hægt að nota smátt saxaðan lauk) 25 gr pipar 150 gr salt. Aðferð: Lifrin er hökkuð niður, hrærð í hrærivél og söltuð. Öðrum inni- haldsefnum er bætt saman við og blandað vel. Blandan er frekar þunn og gott er að miða við að taka eina matskeið af henni og setja á pönnu. Buffið rennur örlítið út á pönnunni. Steikist í u.þ.b. 2 mínútur á hvorri hlið. Fyrir þá sem vilja frysta buffið er í góðu lagi að frysta blönduna eða frysta steikt buff. Kindakæfa Að sögn Guðmundar er frekar ein- falt að gera kindakæfu og þarf ekki að hafa neinn sérstakan útbúnað. „Það er getur hver sem er gert kæfu og í hana er einmitt upplagt að nota þann hluta af kindinni sem ekki er nothæfur í margt annað. Sniðugt er að nota t.d. afgang af súpukjöti, slög eða annan afskurð,“ segir Guð- mundur. „Hægt er að sjóða kjöt sér- staklega til kæfugerðar, t.d. þeg- ar á að gera stóra skammta. Einn- ig er hægt að nýta afganga í minni skammta af kæfu, t.d. þegar soðið er kjöt í karrýi,“ bætir Guðmundur við. Við fengum eina stóra uppskrift af kæfu sem Guðmundur var vanur að fara eftir þegar hann vann sem kjötiðnaðarmaður í Búðardal. Innihald: 20 kg feitt kjöt, t.d. slög og afskurðir. Getur verið ærkjöt eða lambakjöt 450 gr salt 300 gr laukduft (einnig hægt að nota ferskan lauk) 50 gr pipar 15 gr negull 4 l soð (hægt að nota soð af kjötinu og jafnvel að setja kjötkraft í soðið). Aðferð: Kjötið er soðið mjög vel og tek- ið utan af beinum (skiptir ekki öllu máli hvort það sé úrbeinað fyrir eða eftir suðu). Þegar kjötið er búið að sjóða nægilega vel er það sett í mat- vinnsluvél og unnið vel í henni og soðinu bætt við. Næst er saltið sett saman við og gott er að setja ekki allt í einu heldur að bæta því við litlum skömmtum og smakka til. Því næst er restinni af kryddinu bætt við og eins og með saltið er sniðugt að smakka það til. Hægt er að setja kæf- una í dollur ef þær eru til en einnig er sniðugt að smyrja kæfunni í ofn- skúffu og kæla yfir nótt. Næsta dag er hægt að skera kæfuna í hæfilega bita, plasta og setja í frysti. Mikil- vægt er að þegar ferskur laukur er notaður í kæfu að elda hann vel svo hann sé mjúkur. Einnig á alltaf að enda kæfugerð á því að sjóða kæf- una, hún á að vera heit þegar hún er sett í form eða box. „Ég mæli með því að setja ekki alla kæfuna í frysti því hún er mjög góð alveg splúnkuný,“ segir Guð- mundur. Kindabjúgu Fyrir þá sem búa svo vel að hafa að- stöðu til að reykja kjöt er upplagt að gera bjúgu á haustin. Það er mjög gott að geta gætt sér á heimatilbún- um bjúgum með uppstúf og kart- öflum, sérstaklega ef kartöflurnar eru alveg nýjar. Til bjúgnagerðar þarf að hafa aðgang að reykkofa eða reykofni. Skessuhorn fékk uppskrift af bjúgum sem Guðmundur hefur notað. „Þetta er stór uppskrift, en það er ekkert mála að minnka hana. Sjálfur hef ég því miður ekki að- stöðu til að reykja kjöt en þá myndi ég eflaust gera í bjúgu á haustin,“ bætir Guðmundur við. Innihald: 20 kg ærkjöt, má líka vera lambakjöt 2 kg kartöflumjöl 300 gr nítrít salt 300 gr borðsalt 6 l vatn. Aðferð: Kjötið er hakkað og hrært létt sam- an og saltinu blandað saman við. Því næst er vatninu og kartöfumjölinu bætt út í og hrært mjög létt saman. Athugið að hræra eins lítið og kom- ist verður af með. Kjötblöndunni er sprautað í 30 mm garnir, bjúg- un mótuð með því að snúa upp á garnirnar þar sem skipta á bjúgun- um í sundur. Næst eru bjúgun sett í reykkofa, u.þ.b. einn bali með rifnu taði og birkisagi settur undir bjúg- un og kveikt í. Næsta morgun ættu bjúgun að vera full-reykt og þá eru þau tilbúin til frystingar eða suðu. Karbonaði Karbonaði þekkja kannski ekki allir en það eru einföld kjötbuff í raspi. Það er fátt jafn einfalt í eldun. Kar- Heimatilbúnar kjötvörur að hætti Guðmundar Guðmundur Eyþórsson kjötiðnaðarmaður með tveimur afastelpum sínum, Helgu Jennýju og Freyju Kolfinnu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.