Skessuhorn


Skessuhorn - 30.09.2015, Side 34

Skessuhorn - 30.09.2015, Side 34
MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 201534 Kristján Kristjánsson rithöf- undur er nú á skútusiglingu um suðræn höf og verður næstu mánuði. Hann sendir okkur hér ferðasögu af framandi slóðum, fyrsta hluta. Flugið frá Kingsford Smith flug- vellinum í Sydney í Ástralíu norður til Cairns tekur rúma þrjá tíma og minnir að því leytinu á millilanda- flugið frá Íslandi til Skandinavíu eða Norður-Evrópu. Í Cairns á ég stefnumót við seglskútuna AYAMA sem er á siglingu umhverfis jörð- ina. AYAMA er 42 feta skúta (13,8 metrar) af gerðinni Ocean Crui- ser, smíðuð í Danmörku. Ferða- félagarnir eru eigendurnir, Anna og Stefan Berg en þau lögðu upp frá Karabíska hafinu í byrjun janúar á þessu ári og eru búin að leggja að baki Panamaskurðinn, Galapagos- eyjar og Kyrrahafið yfir til Ástralíu, samtals hátt í 10.000 sjómílur, þeg- ar ég hoppa um borð. Hjá þeim fæ ég að vera háseti næstu mánuði og fylgja þeim norður fyrir Ástralíu til Indónesíu og vestur yfir Indlands- haf til Suður-Afríku. Er hægt að slá hendinni á móti boði um skipspláss í svona siglingu? Nei – það er ekki hægt! Ferðamannabærinn Cairns Í ágúst og september nær ferða- mannatíminn hámarki þarna í norðurhluta Queensland-héraðs og á götum Cairns arka þúsundir túrista sem eru komnir til að kafa eða svamla yfir Kóralrifinu mikla sem teygir sig 2000 kílómetra meðfram austurströnd Ástralíu. Á hverju götuhorni eru ferðaskrif- stofur sem bjóða lengri og skemmri ferðir í köfun, siglingu um nálæg- ar eyjar með tilheyrandi svamli í sjónum. Loftslagið er einstaklega milt og hitinn yfirleitt á milli 25 og 30 gráður. Regnskógur þekur stór svæði og ógleymanlegt að gera sér ferð inn í hann. Á leiðinni austur og norður fyrir Ástralíu siglum við lygnan sjó inn- an við rifið mikla. Dagleiðirnar eru stuttar framan af og ankeri varpað undir kvöld við litlar eyjar, gjarnan skógi þaktar og fjarri mannabyggð. Nyrsti hluti austurstrandar Ástr- alíu er strjálbyggður og sérstakt leyfi þarf til að heimsækja byggð- ir frumbyggjanna. Siglt er um slóð- ir Captain James Cook á Endeavo- ur sem „fann“ Ástralíu árið 1770. Austurströndin er stráð nöfnum sem tengjast siglingu hans. Hér sigldi einnig Bligh skipstjóri á opn- um langbáti ásamt hluta af áhöfn- inni á BOUNTY eftir uppreisnina þar en hann vann það afrek að sigla frá Tahítí norður til Tímor, ríflega 3600 sjómílna leið. Ekki færri en þrjár bíómyndir hafa verið gerðar um uppreisnina á Bounty. Darwin Darwin er höfuðstaður norðurhér- aðs Ástralíu, staðsett á norðvestur- horni álfunnar. Í tvígang hefur þess borg verið rústir einar, í fyrra skipt- ið eftir loftárás Japana árið 1942 og seinna skiptið þegar fellibylurinn Tracy gekk yfir borgina, á jóladag 1974. Þá eyðilögðust 70% af bygg- ingum borgarinnar og því skiljan- legt að í hugum heimamanna skula allt vera „fyrir og eftir Tracy“. Borgin er mjög nútímaleg, byggð upp á síðustu fjörutíu árum. Árstíð- irnar hér er bara tvær, sú þurra og sú blauta og mun heitara í rigning- artíðinni. Við dveljumst hér í nokkra daga í smábátahöfn í útjaðri borgarinnar. Flestir í World Arc-flotanum nota tækifærið og skoða sig um og fara í lengri og styttri ferðir. Í Norður- Ástralíu eru víðfrægir þjóðgarðar og náttúran óviðjafnanlega. Ég brá mér að Adelaide-ánni til að skoða einkennisdýr svæðisins – krókódíl- inn – sem heimamenn segja ófagr- ar sögur af. Þótt Mindil-ströndin í Darwin sé með fallegri baðströnd- um sem undirritaður hefur séð sá hann aldrei neinn leggjast þar til sunds. Frá Darwin er siglt út á Timorhaf og stefnan sett á Lombok í Indó- nesíu – systureyju Bali – en þangað er um 1000 sjómílna sigling. Les- endur Skessuhorns fá næsta póst- kort þaðan. Myndir og texti: Kristján Kristjánsson. Póstkort frá Ástralíu Skútan AYAMA Höfnin í Carins. Miklar leirur eru framan við borgina sem er framburður úr nálægum ám. Hæðirnar umhverfis borgina eru þaktar regnskógi. Skammt fyrir vestan Cairns, uppi í hæðunum, er bærinn Kuranda. Þangað er boðið upp á ferðir með gamalli lest sem liðast í gegnum skóginn, um stórbrotið landslag. Regnskógurinn séður úr svifvagni fyrir ofan bæinn Kuranda. Ankeri var varpað við litlar eyjar á siglingunni austur og norður fyrir Ástralíu. Hér er Low-eyja með vita sem í eina tíð var mannaður árið um kring. Ég snorklaði aðeins við eyna yfir kóralrifi og ansi magnað að skoða litadýrðina undir yfir- borðinu. Morris-eyja. Það er ekki hægt að sleppa því að eiga af sér mynd á svona stað! Og næstum fyndið að koma að þessari eyðieyju, tveir kókospálmar rísa yfir eyjuna sem gengið er kringum á 15 mínútum. Þá um kvöldið varpaði ankerum hjá okkur íslenska skútan Hugur með Kristófer Oliversson og Svanfríði Jónsdóttur um borð. Darwin er höfuðstaður norðurhéraðs Ástralíu, mjög nútímaleg borg enda að mestu byggð upp á síðustu 40 árum.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.