Skessuhorn


Skessuhorn - 15.10.2015, Page 12

Skessuhorn - 15.10.2015, Page 12
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 201512 Grunnur að framtíð Sementsverk- smiðjureitsins á Akranesi verður ráð- inn á næstu misserum. Starfshópur sem skipaður var um framtíð reitsins hefur nú fengið í hendurnar tillögur að rammaskipulagi frá þremur arkitekta- stofum og eru næstu skref að funda með íbúum bæjarins um málið, áður en framkvæmda- og niðurrifsáætl- un verður gerð. Rakel Óskarsdóttir bæjarfulltrúi og formaður starfshóps- ins fór yfir stöðuna með blaðamanni Skessuhorns. „Flýtið ykkur hægt“ „Þetta ferli hófst á íbúafundi sem haldinn var í janúar 2014. Þá hafði Ka- non arkitektastofa verið fengin til að opna huga fólks fyrir því hvernig Sem- entsreiturinn gæti verið. Að því loknu voru skipaðir vinnuhópar úr röðum fundargesta sem fengu tækifæri til að koma á framfæri hugmyndum sínum um reitinn,“ segir Rakel. Í lok árs 2014 var starfshópurinn formlega settur á laggirnar. Hópurinn er skipaður Rak- el, Dagnýju Jónsdóttur og Bjarnheiði Hallsdóttur og vinna þær náið með Sigurði Páli Harðarsyni sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og Hildi Bjarnadóttur skipulags- og byggingar- fulltrúa. „Hópurinn vann svo úr þeim mörgu upplýsingum sem komu fram á íbúafundinum, en það sem stóð upp- úr voru skilaboðin „flýtið ykkur hægt“ og það erum við að gera.“ Vinna hóps- ins hefur því verið kortlögð eftir þeim hugmyndum og erindisbréfi starfs- hópsins þar sem meðal annars koma fram forsendur, markmið og hlutverk hans. Tillögurnar verða að rammaskipulagi Í byrjun sumars fékk hópurinn þrjár teiknistofur til að koma með tillög- ur að rammaskipulagi. „Við leituðum til ASK arkitekta, Landmótunar og Kanon arkitekta og fengum þá til að koma með hugmyndir að svæðinu eft- ir þeim forskriftum sem við höfðum. Við vildum fá tvær tillögur frá hvorri stofu, annars vegar þar sem allt hefur verið rifið og hins vegar tillögur þar sem haldið yrði í einhverjar söguleg- ar minjar,“ útskýrir Rakel. Hún seg- ir að sá misskilningur hafi komið upp að þessi vinna væri nákvæm endur- tekning á því sem gert var í fyrra, þeg- ar hugmyndir Kanon arkitekta voru sýndar á íbúafundinum. „Þær myndir voru bara til að sýna fólki að reiturinn gæti orðið eitthvað annað en hann er í dag. En þessar tillögur sem um ræð- ir núna verða að rammaskipulagi, sem verður svo grunnur að deiliskipulags- vinnu. Þarna er verið að ramma inn svæðið og ákveða hvað við viljum sjá á þessum reit.“ Hár niðurrifskostnaður Rakel segir stofurnar ekki vera í sam- keppni hvor við aðra, frekar mætti kalla það samvinnu. „Það er ekki al- gengt að arkitektastofur vinni með þessum hætti en sjónarmið þeirra var að þau gátu ekki sleppt þessu tæki- færi, þar sem það er svo spennandi og í raun mjög einstakt. Þarna er mikið útsýni til suðurs, baðströndin og líf í höfninni,“ segir hún. Rakel segi að starfshópnum gefist svo tækifæri til að velja það besta úr öllum tillögunum. „Gulrótin fyrir stofurnar gæti svo ver- ið að fá áframhaldandi starf. Við erum gríðarlega ánægð með þá vinnu sem stofurnar hafa lagt í og það er augljóst að þær hafa vandað mjög til verks- ins. Við reynum svo, í samvinnu við íbúa á Akranesi, að finna stjörnurnar í hverri teikningu fyrir sig,“ heldur hún áfram. Í miðju ferlinu lét Akraneskaup- staður vinna ástandsskoðun mann- virkja á Sementsverksmiðjureitnum. „Þá kom í ljós að sumt er í betra lagi en annað, en sumt er hreinlega ónýtt. Hugmyndir arkitektanna byggja með- al annars á þeirri úttekt og á því sem þeir sjá einstakt við svæðið.“ Rakel segir að í ástandsskoðuninni hafi verið gerð áætlun um niðurrifskostnað. Þar kemur fram að það muni kosta hundr- uð milljóna að rífa verksmiðjuna nið- ur. „Þannig að það má að hluta til segja þetta hafi verið hálfgerð grýlu- gjöf á sínum tíma. En það er hins veg- ar alveg ljóst að það var vilji Akranes- kaupstaðar að svæðið væri í eigu bæj- arins, hinn kosturinn var gjaldþrot Sementsverksmiðjunnar og svæðið hefði þá verið í gíslingu fjármálastofn- ana í ár eða jafnvel áratugi. Í dag eru gerðir þannig samningar við fram- kvæmdaaðila að ef þeir hætta starf- semi, þá skilji þeir við landið eins og þeir tóku við því. En það var víst ekki inn í myndinni þegar þessi verksmiðja var byggð,“ segir Rakel. Hún bætir því við að Akraneskaupstaður hafi verið í viðræðum við ríkið vegna þessa. „Rík- ið á til dæmis hluta af húsnæðinu við Mánabraut 20 og erum við að vinna í því að koma þeirri eign alfarið í eigu Akraneskaupstaðar. En það er alveg ljóst að það er nauðsynlegt að fá rík- ið að þessari vinnu með einhverjum hætti.“ Annar íbúafundur framundan Framundan er nú annar íbúafund- ur um framtíð Sementsverksmiðj- ureitsins. Fundurinn verður hald- inn í Tónbergi seinni partinn í næstu viku og verður auglýstur sérstaklega. „Þar munu stofurnar þrjár kynna sín- ar tillögur, svo verður gestum boð- ið upp á léttan kvöldverð og að lok- um gefst íbúum kostur á að ræða og draga fram það jákvæða í teikning- unum. Það er mjög mikilvægt að eiga samtal við íbúa í stórum málum sem þessum. Þarna er um að ræða mjög stórt svæði sem er alveg í hjarta bæjar- ins.“ Í framhaldi af þeirri vinnu verð- ur farið í deiliskipulagsvinnu fyrir reit- inn og leggur Rakel áherslu á að Akra- neskaupstaður muni flýta sér hægt í þessu máli. „Þetta verður ekkert gert á einni nóttu. Við þurfum að vinna þetta í skrefum og byrja sem fyrst. Reitur- inn verður hólfaður niður í svæði og þetta verður áfangaskipt. Þetta verð- ur að vera raunhæft en það þarf að byrja á þessu. Það þurfa samt allir að átta sig á því að þetta er langhlaup,“ segir hún. Rakel segist vonast til þess að vinnan á reitnum hefjist á næsta ári. „Íbúar mega ekki vera skildir eft- ir með spurninguna „hvað svo“ á vör- unum. Vinnan mun halda áfram eftir íbúafundinn, þessu máli verður ekkert stungið ofan í skúffu.“ grþ Framtíð Sementsverksmiðjureitsins fljótlega ráðin Rakel Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður starfshóps um framtíð Sementsreitsins. Mynd sem sýnir eina af tillögum ASK arkitekta. Þarna má sjá að strompurinn, sílóin og sitthvað fleira er varðveitt. Hugmynd frá Landmótun sf. Horft eftir Faxabraut árið 2025. Hugmyndir allra stofana miða að því sama, þær sýna allar blandaða byggð á reitnum ásamt hóteli. Sementsreiturinn séður með augum Kanon arkitekta. Sementsverksmiðjureiturinn afmarkaður með rauðum og bláum línum. Svæði Sementsreitsins er gríðarlega stórt, eða um níu hektarar.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.