Skessuhorn


Skessuhorn - 15.10.2015, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 15.10.2015, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 201520 Knapamerkjanámskeið eru nú haldin í samvinnu hestamanna- félagsins Faxa og Grunnskóla Borgarfjarðar og eru fyrir nemend- ur í 6.-10. bekk. Knapamerki gefa 1 - 5 einingar á framhaldsskóla- stigi. Þessi skemmtilega samvinna hófst árið 2014 en framundan er þriðji veturinn í uppsveitum Borg- arfjarðar. Bóklega kennslan fer fram í áhugasviðsvali í Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykj- um en þar kenna þau Randí Hola- ker og Haukur Bjarnason á Skán- ey. Í Varmalandsdeild GBF kenn- ir Linda Rún Pétursdóttir. Verk- lega námið er haldið í nýju reið- höllinni á Skáney og þar er einnig hægt að fá lánaðan hest á knapa- merkjanámskeiðið. Við vorum 12 nemendur sem tökum þátt síðast- liðinn vetur, sex í knapamerki 1 og aðrir sex í knapamerki 2. Knapamerkjanámskeið hafa verið haldin um árabil með sama hætti í Borgarnesi, þ.e. í samvinnu hestamannafélagsins Skugga og Grunnskólans í Borgarnesi. Reið- kennari þar er Heiða Dís Fjelds- teð. Í fyrra voru þar 25 nemendur, þ.a. voru 11 í knapamerki 5, sem er síðasta og erfiðasta stig knapa- merkjanna og einkunnir voru með þeim hæstu, sem hafa náðst á loka- prófi. Við eigum þarna góðar fyr- irmyndir og er frábært að fá mark- vissa kennslu í reiðmennsku strax frá unga aldri. Höf: Sverrir Geir Guðmundsson, 10. bekk í Kleppjárnsreykjadeild GBF. Knapamerkjanámskeið í samvinnu hestamanna- félaga og grunnskóla Á knapamerkjanámskeiði á Skáney í vor. Frá vinstri Haukur á Skáney, Sverrir Geir (greinarhöfundur) í Giljahlíð, Erna á Brekku í Norðurárdal, Sara Sigurðardóttir á Hvanneyri og Margrét Sæunn í Geirshlíð. Meistaraflokkur karla í körfuknatt- leik hefur verið endurvakinn eft- ir rúmlega áratugar hlé og mun leika í þriðju deild Íslandsmótsins í vetur. Skessuhorn ræddi við Að- alsteinn Jósepsson um körfubolt- ann í Grundarfirði, en hann verð- ur spilandi þjálfari liðsins á komandi keppnistímabili ásamt Einari Þór Jóhannssyni. Að sögn hans verð- ur liðið í vetur skipað heimamönn- um, auk þess sem tveir til þrír ung- ir leikmenn úr Snæfelli munu leika með Grundfirðingum á vensla- samningi í vetur. „Við verðum að sjá stóru myndina. Hér í Grund- arfirði eru aðeins um 90 krakkar í grunnskólunum og við náum því ekki að halda úti neinum keppnum þar. Þeim stendur til boða að keppa undir merkjum Snæfells, sem er frá- bært því það gerir þeim kleift að æfa körfubolta. En til dæmis í unglinga- flokki Snæfells eru efnilegir strákar sem fengju lítið að spila með þeim í úrvalsdeildinni. Það er því um að gera að fá þá til að spila með okkur í 3. deildinni. Það er gott fyrir alla,“ segir Aðalsteinn. Að sögn hans hefur verið æft síðan um mánaðamótin ágúst- september. Aðeins þrír í liðinu hafa spilað skipulagðan körfubolta áður og því má segja að liðið sé nánast á byrjunarreit. „Við erum búnir að vinna þetta í raun frá grunni, setja menn í stöður og kenna þeim undirstöðuatriðin í skipulögðum körfubolta. Menn sem hafa ekki farið í gegnum keppnir og aldrei leikið í kerfi þekkja ekki hlaup og stöður, hindranir og annað slíkt,“ segir Aðalsteinn. „En við ætlum okkur fyrst og fremst að búa til körfuboltalið og endurvekja körfuboltahefðina hér í Grundarfirði sem áframhaldandi samvinnuverkefni við Snæfell. Við sjáum fyrir okkur að stelpur og strákar sem koma í gegnum yngri flokka starfið geti farið inn í Hólm og ungir, hæfileikaríkir leikmenn gætu spilað hér í gegnum venslasamninga. Þá eru þeir tveimur til þremur árum undan jafnöldrunum þegar þeir koma upp í meistaraflokk.“ Svæðisvörn í gryfjunni í Grundarfirði Grundfirðingar búa ekki svo vel að eiga körfuboltavöll sem gæti talist löglegur keppnisvöllur í úrvalsdeild. Aðalsteinn segir það hins vegar ekki þurfa að vera ókost. „Körfubolta- völlur er 27x15 en það er stíft mál á húsinu okkar. Við reiknum með að nýta okkur það og spila svæðis- vörn á heimavelli. Það var lenska hér á árum áður og hún er dálítið sterk í mannskapnum. Þá vorum við líka með svindlara í vörninni, mann sem hljóp af stað um leið og hitt liðið tók skot. Ef við náðum frákasti var kast- að fram á hann, skilaði auðveldum stigum,“ segir hann og bætir því við að vel hafi verið mætt á heimaleiki í gegnum tíðina og nálægð áhorfenda og leikmanna skapi góða stemningu. Í raun sé íþróttahúsið í Grundarfirði algjör gryfja. „En á útivelli ætlum við að prófa svæðisvörnina fyrst um sinn og sjá hvernig hún virkar þegar komið er í stærri hús.“ Sóknarleikurinn verður einfaldur að sögn Aðalsteins og helgast það helst af óreyndum mannskap. „Á móti svæðisvörn eru sex til sjö svæði sem þarf að fylla í hverri sókn. Það eru fjórar stöður fyrir utan, endalínuhlauparar og einn uppi á lyklinum. Svo verða menn bara að vera duglegir að hlaupa í eyðurnar. Á móti maður á mann vörn þurfum við að vera duglegir að setja upp hindranir fyrir hvorn annan og drippla sem minnst. Láta boltann sjá um að láta vörnina hlaupa. Það er í rauninni lykillinn að öllum körfubolta,“ segir Aðalsteinn. Horft til framtíðar Æfingahópurinn telur 15 manns og að sögn Aðalsteins er ágætis áhugi fyrir verkefninu. „Við erum þokka- lega vel mannaðir með einn til tvo leikmenn í hverja stöðu og nokkra sem geta spilað margar stöður. Ég og Einar erum 36 og 37 ára og tveir aðrir sem koma til með að spila mik- ið eru yfir þrítugu. Þannig að burð- arstólpinn í liðinu á ekki mörg ár eftir. Hins vegar erum við í góð- um málum með þennan mannskap næstu fimm árin og ef það verður viss endurnýjun verðum við með fínt lið. Það er bara svipað og aðrir eru að berjast við,“ segir Aðalsteinn. Aðstandendur liðsins hafa safnað styrkjum til búningakaupa auk þess að selja auglýsingar á búningana. Var það gert til að fjármagna þátttöku í Íslandsmótinu. Auk þess fær liðið félagsgjöld og allt fé sem ekki nýtist núna verður geymt til næsta árs. „Við Einar reynum að sjá stóru myndina í þessu og Ingi Þór [þjálfari Snæfells] er búinn að vera mjög liðlegur og hefur aðstoðað okkur mikið. Það má ekki gerast að hér vakni mikill áhugi og komist á en svo hrynji allt ef til þess kemur að við Einar getum ekki sinnt þessu lengur. Okkar markmið er að hér verði stundaður körfubolti um ókomna tíð,“ segir Aðalsteinn Jósepsson að lokum. Áhugasömum er bent á að fyrsti leikur Grundfirðinga í þriðju deildinni í vetur fer fram í Grundarfirði laugardaginn 17. október næstkomandi þegar B lið Keflavíkur kemur í heimsókn. kgk Grundfirðingar endurvekja meistaraflokk karla í körfuknattleik Aðalsteinn Jósepsson verður spilandi þjálfari Grundarfjarðar í vetur ásamt Einari Þór Jóhannssyni. Ljósm. tfk. Forsetamerki skátahreyfingarinn- ar hefur verið veitt dróttskátum og rekkaskátum árlega síðan 1965. Viðurkenningin táknaði í upphafi lok dróttskátaþjálfunarinnar, en frá árinu 2008 eru það rekkaskátar sem þiggja merkið úr hendi forseta Íslands. Forsetamerkið er staðfest- ing þess að skátinn hafi hlotið til- tekna þjálfun í skátahreyfingunni og með starfi sínu talist verður þess að hljóta þessa viðurkenningu. Skilyrði fyrir afhendingu þess er að skátinn sé 17-20 ára, hafi stundað þróttmikið rekkaskátastarf samfellt í tvö ár hið minnsta, hafi lokið til- skildum námskeiðum og verkefn- um og hafi lifað í anda skátaheitis og skátalaga. Síðastliðinn sunnudag fékk Halldóra Aðalheiður Ólafsdóttir í Skátafélagi Borgarness afhent for- setamerki. Halldóra hefur starfað með skátafélaginu í fimm ár sem almennur þátttakandi, flokks- og sveitaforingi. „Það eru tíu ár síð- an einhver úr okkar félagi hefur fengið þetta merki og 50 ár síð- an byrjað var að veita þessa viður- kenningu. Halldóra er sú fimmta úr Skátafélagi Borgarness sem fær forsetamerkið,“ segir í tilkynningu frá Skátafélagi Borgarness. Þrjár stúlkur úr Skátafélagi Akra- ness fengu Forsetamerkið við sama tilefni. Það eru þær Hafdís Ósk Jónsdóttir, Hrönn Óskarsdóttir og Erla Björk Kristjánsdóttir, en Erla starfaði áður með Skátafélagi Borgarness líkt og Halldóra Aðal- heiður. mm Fengu forsetamerki skátahreyfingarinnar Fríður hópur rekkaskáta sem fengu Forsetamerkið afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum síðastliðinn sunnudag.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.