Skessuhorn


Skessuhorn - 15.10.2015, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 15.10.2015, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 201524 Pennagrein Lukás Jirousek er 28 gamall kenn- ari frá Tékklandi. Nú á haust- önn kennir hann við Fjölbrauta- skóla Snæfellinga í Grundarfirði. „Síðustu þrjú til fjögur árin hef ég ferðast um og kennt í hinum ýmsu löndum. Nú síðast áður en ég kom hingað í byrjun september þá var ég og kenndi í Taívan um leið og ég lagði stund á nám í kínversku. Fyr- ir ári síðan var ég svo í Noregi í um tíu mánaða skeið við kennslu. Þar lærði ég líka norsku. Ég hef einn- ig verið í Danmörku og tileinkað mér dönskuþekkingu þar. Það var á undan Noregsdvölinni. Þetta nýt- ist svo hérna. Ég hef meðal ann- ars aðstoðað við dönskukennsluna hér í Fjölbrautaskólanum, en einn- ig kenni ég efnafræði og íþróttir,“ segir Lukás. Hann talar mjög góða ensku enda er hún það tungumál sem hann notar mest í samskiptum við fólk hér á Íslandi. Miðlar af reynslu sinni Tékkneskir kennarar eru sjaldséð- ir á Íslandi. „Ég er sá eini nú um stundir og vera má að ég sé einn- ig sá fyrsti við framhaldsskóla hér á Íslandi,“ segir Lukás. Hann segir ástæðu þess að hann sé nú staddur á Íslandi og hér í Grundarfirði, að íslensk stjórnvöld eiga samflot með stjórnvöldum í Noregi og Lich- tenstein um að eiga samstarf við stjórnvöld í Tékklandi á mennta- sviðinu. Kennarar frá þessum lönd- um fá tækifæri til að heimsækja eitthvert hinna landanna. „Megin markmiðið með dvöl minni hér er að kynna Tékkland, mynda tengsl, bæta skilning og auka vitund fólks hér um heimaland mitt. Um leið sæki ég nýjar hugmyndir héðan sem ég tek með mér heim þar sem þær gætu nýst. Þegar Ísland er meðtal- ið þá hef ég nú þegar verið í þrem- ur af Norðurlöndunum. Ég kom til Íslands í byrjun september og verð hér í þrjá mánuði eða þar til í des- ember,“ útskýrir Lukás. Vera hans á Íslandi er öðrum þræði til þess fallin að auka skiln- ing og samskipti milli Íslands og Tékklands. „Ég skoða í fyrsta lagi hvernig kennslu er háttað hér á landi og lýsi því fyrir mínu fólki heima í Tékklandi. Þar mun ég leggja fram skýrslu um það hvað ég hafi séð og hvað ég hafi lært af veru minni hér. Ég mun líka hugsanlega leggja fram tillögur um úrbætur heima fyrir í Tékklandi sem byggja þá á því sem ég hef reynt og orðið áskynja um hér á Íslandi. Það mun Í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í maí 2015 gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu um að- gerðir í húsnæðismálum. Meðal þess sem þar kom fram var að afgreiða frumvarp um breytingar á lögum um húsnæðissamvinnufélög á þessu haustþingi. Endurskoðun á lögun- um er í samræmi við tillögur verkefn- isstjórnar félags- og húsnæðismála- ráðherra um framtíðarskipan hús- næðismála, sem skilað var í maí 2014. Stefnt er að því að auðvelda húsnæð- issamvinnufélögum að starfa á Íslandi og veita landsmönnum raunverulegt val um búsetuform. Þannig geta ein- staklingar í auknum mæli valið á milli eignar-, leigu- og búsetuíbúða. Aukin sérstaða Í frumvarpinu er til að mynda lagt til að búsetugjald geti miðast við heildar- rekstrarkostnað félags í stað þess að miðast við kostnað af viðkomandi íbúð. Með þessu fá húsnæðissam- vinnufélög aukið svigrúm til að skapa sér sérstöðu á húsnæðismarkaði með því að haga reglum sínum og rekstr- arlíkani með þeim hætti sem best hentar hverju og einu félagi. Þannig eykst stuðningur til sjálfbærs reksturs húsnæðissamvinnufélaga sem eykur þar með húsnæðisöryggi búseturétt- arhafa. Réttarvernd búsetu- réttarhafa aukin Auk þess að styðja við starfsemi húsnæðissamvinnufé laganna verður réttarvernd búseturétt- arhafa aukin með því að hámark verði sett á fjárhæð búseturéttar- gjalds, í ljósi þess að búseturéttar- hafi nýtur ekki sérstakrar trygg- ingar fyrir búseturétti sínum og þeim fjárhagslegu verðmætum sem honum tengjast. Þá getur bú- seturéttargjald að hámarki numið þriðjungi af markaðsvirði búsetu- íbúðar. Einnig er lagt út frá því að bú- seturéttur muni erfast við andlát búseturéttarhafa, sem ekki hefur verið, enda ljóst að veruleg fjár- hagsleg verðmæti geta tengst bú- seturétti. Við viljum stuðla að sjálfbærum og öruggum rekstri húsnæðissam- vinnufélaga á sama tíma og við skýrum betur og tryggjum réttar- stöðu búseturéttarhafa. Á Íslandi á fólk að hafa val um búsetuform; hvort það vill eiga, leigja eða vera hluti af húsnæðissamvinnufélagi. Með þessum breytingum færum við landsmönnum það val. Elsa Lára Arnardóttir Höf. er alþingismaður fyrir Framsóknarflokk í NV kjördæmi. Aukið val um búsetuform Lukás Jirousek kennari við Fjölbrautaskóla Snæfellinga: Kemur frá Tékklandi og kynnir sér íslenska skólahætti ég gera í skólum heima, bæði fram- haldsskólum en líka við háskólana. Í öðru lagi kynni ég fyrir samkenn- urum mínum hér á landi hvernig kennslu er háttað í Tékklandi. Að lokum fæ ég þjálfun í því hvernig kennt er hér. Hún felst í því að ég fylgist með kennara hér við skólann og kenni síðan eins og hann ger- ir. En annars tala ég um Tékkland við nemendurna og reyni að kenna þeim smávegis í tékknesku.“ Lukás segir að vera hans hér á Ís- landi sé fjármögnuð í sameiningu af Íslandi, Noregi og Lichtenstein og innan styrkjakerfis EES (EEA Grants – CZ07). „Ég fæ uppihald- ið greitt á meðan ég er hér á landi, auk þess sem ég fæ borgaðar ferðir til og frá landinu.“ Góð enskufærni á Íslandi Aðspurður segir hann margt ólíkt með Íslandi og Tékklandi þegar kemur að skólamálum. „Fyrsti stóri munurinn er tungumálakunnátt- an. Nemendur hér eru mjög færir í ensku. Heima í Tékklandi er tal- að á tékknesku yfir allt erlent efni. Nemendur okkar búa því ekki að jafn góðri kunnáttu í erlendum tungumálum. Góð kunnátta í ensku færir nemendum hér meira sjálfs- traust og öryggi í samskiptum við útlendinga. Reyndar sé ég að þetta gildir um allt samfélagið hérna. Það er stóri munurinn milli Íslendinga og Tékka. Þetta leiðir svo til þess að það er mjög auðvelt að komast í samband við fólk hér ef maður tal- ar ensku. Það tekur manni opnum örmum.“ Lukás segir að efnahagsástand og lífsgæði í Tékklandi séu með ágæt- um. Tékkland er innan Evrópusam- bandsins. „Íbúar eru um tíu milljón talsins. Við erum framarlega í ýms- um iðnaði svo sem bifreiðafram- leiðslu, enda sé ég marga Skoda- bíla hér á landi. Þeir eru tékknesk- ir. Svo dæmi sé tekið þá er kennsla í stærðfræði og sögu með ágætum hætti hjá okkur en við mættum vera betri í tungumálum. Eldri kennarar lærðu rússnesku og þýsku, enda lá landið austantjalds hér fyrrum. Lít- il áhersla var lögð á enskuna. Í dag mætum við tungumálahindrunum vegna þessa í samskiptum við fólk frá löndum Vestur Evrópu. Margir Tékkar eru líka feimnir við að tala ensku því fólk telur að það hafi ekki nógu gott vald á henni. Það skort- ir sjálfstraust til að beita fyrir sig enskunni. Það vantar meiri hvata til að fólkið tali ensku þó hún sé ekki endilega fullkomin.“ Ísland opið og frjálslegt Lukás þarf hins vegar ekki að hafa áhyggjur af enskunni sinni því eins og fyrr sagði þá hefur hann mjög gott vald á henni. „Það kom mér þægilega á óvart hvað íslenskt sam- félag er opið og frjálslegt. Þetta er öðrum þræði líka ástæða þess að ég kaus að starfa hér við Fjöl- brautaskóla Snæfellinga í Grundar- firði. Áður hafði ég verið í skólum í stærri bæjarfélögum og borgum, nú síðast í sumar í Taipei höfuð- borg Taívan sem telur um sex millj- ónir íbúa. Nú vildi ég prófa að fara í skóla í litlum bæ vegna þess að ég vonaði að með því yrði auðveldara að komast inn í samfélagið. Skól- inn hér í Grundarfirði er líka mjög opinn, hér er kennt í opnum rým- um en ekki hefðbundnum kennslu- stofum og mig langaði til að kynn- ast því. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég kem til Íslands en vonandi ekki það síðasta.“ Þessi víðförli kennari frá Mið Evrópu kvartar alls ekki yfir þeim viðtökum sem hann hefur fengið í Grundarfirði. „Kennararnir hér eru mjög vingjarnlegir í minn garð. Stundum er mér boðið í heim- sóknir til þeirra. Þá grípum við kannski í spil og ég fæ tækifæri til að læra meir í íslensku. Það er mjög ánægjulegt. Reynsla mín til þessa er að mér hefur mjög auðvelt að að- lagast samfélaginu hér og mynda tengsl við fólk. Það er mjög opið og vinsamlegt. Þetta kom skemmtilega á óvart því í Tékklandi hafa Íslend- ingar orð á sér fyrir að vera frekar lokaðir. Nemendurnir eru líka mjög fínir. Heilt yfir þá tók það krakkana tvær til þrjár vikur að kynnast mér og venjast nærveru minnar en svo gekk þetta mjög vel,“ segir Lukás Jirousek með ánægjusvip. Nemendur eiga samskipti Fjölbreytt verkefni bíða hins tékkneska kennara meðan hann dvelur hér á haustönninni í Fjöl- brautaskóla Snæfellinga. „Auk þess að beina athygli að Tékklandi þá mun ég líka vinna að því að efla tengslin við Danmörku. Eins og ég nefndi áðan þá kenndi ég við skóla þar. Krakkarnir sem læra dönsku hér við Fjölbrautaskólann munu nú gera stutt myndbönd um heima- slóðir sínar. Þau verða send til skólans sem ég kenndi við í Dan- mörku. Þar munu nemendur skoða þau og ræða við nemendur hér um efni þeirra gengum tölvusamband á Skype. Þannig gefst íslensku nem- endum kostur á að ræða á dönsku við nemendur í Danmörku. Seinna munum við útbúa veggspjöld um Ísland, sögu landsins, mikilvæga staði, frægt fólk á Íslandi og þess háttar, og senda til Obchodní Aka- demie Chrudim-skóla í Tékklandi. Þar munu nemendur taka við vegg- spjöldunum og hengja upp í sínum skóla. Þau í Tékklandi munu gera sams konar efni um Tékkland sem sent verður hingað til Grundar- fjarðar. Þetta er allt liður í að auka samskiptin og svona verkefni auð- velda möguleikana á því að sækja um fjárstyrki innan Evrópu til að gera eitthvað svipað í framtíðinni. Þá er sterkt að geta vísað til fyrri reynslu af þessu tagi. Í framtíð- inni mun ég svo verða til reiðu fyrir nemendur héðan til að hjálpa þeim við að heimsækja Tékkland, hugs- anlega stunda þar nám og áfram má telja, til dæmis með því að að- stoða við umsóknir. Ég myndi líka vilja fá kennara héðan til Tékklands sem gætu komið þangað og starfað tímabundið við skóla þar.“ Dýrt að lifa á Íslandi Aðspurður segir Lukás að ann- að sem hafi vakið athygli hans er hve dýrt sé að lifa á Íslandi. „Það er svona fimm sinnum dýrara sam- anborið við Tékkland. Kannski er jafnvel dýrara að lifa hér en í Nor- egi. Sem dæmi má nefna að einn bjór hér kostar á bilinu 800 til 900 krónur. Í Tékklandi er hann á bilinu 120 til 150 íslenskar krónur. Styrkurinn sem ég fæ til uppihalds hér tekur hins vegar mið af þessu háa verðlagi svo ég kemst af,“ segir hann og brosir í kampinn. Lukás Jirousek segir að náttúra Íslands búi yfir mikilli fegurð. Allt sé gerólíkt Taívan þar sem hann dvaldi síðast. „Þegar ég hafði verið hér í nokkra daga fór ég hins veg- ar að velta fyrir mér hvernig ég ætl- aði að láta tímann líða hér næstu þrjá mánuðina. Ég hafði áhyggj- ur af því að mér myndi leiðast en það hefur ekki orðið raunin. Ég er virkari hér félagslega séð heldur en heima í mínu eigin landi. Hér eru margir íþróttaklúbbar. Ég get farið í körfubolta og spilað knattspyrnu.“ Hann bætir því við að íþróttirnar hafi alltaf verið honum hugleikn- ar. „Ég var atvinnumaður í íshokkí heima í Tékklandi en varð að hætta spilamennsku því ég meiddist þeg- ar ég var 21 árs gamall. Þá gerðist ég kennari.“ Hann hyggst ferðast um Ísland á meðan hann dvelur hér. „Um daginn skrapp ég til Ólafsvíkur og svo fór ég einn dag til Reykjavík- ur í síðustu viku. Það eru hins veg- ar frí framundan þar sem nemend- urnir fara í stöðupróf. Ég þarf ekki að taka þátt í þeim og þá gefst mér vonandi tækifæri til að ferðast hér um nágrennið og skoða mig um. Faðir minn og systir eru væntan- leg í heimsókn til mín hingað til Íslands frá Tékklandi. Ég ætla að ferðast aðeins með þeim, heimsækja Bjarnarhöfn og fleiri staði. Síðan er svo gaman að sjá norðurljósin. Þau eru eitt það fegursta sem ég hef séð. Við sjáum þau ekki í Tékklandi þó þau séu algeng hér.“ mþh Lukás Jirousek frá Tékklandi er fyrrum atvinnumaður íshokkí sem gerðist kennari þegar hann meiddist við íþróttaiðkunina. Hér er hann ásamt tveimur nemendum Fjölbrautaskóla Snæfellinga, þeim Önnu Köru Eiríksdóttur frá Ólafsvík og Margréti Olsen frá Hellissandi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.