Skessuhorn - 15.10.2015, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2015 31
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar
frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á
augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt
leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín
kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
auðveldar smásendingar
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA
SMÆRRI SENDINGAR
������� ���������
� e���.��
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
Grundfirðingurinn Þorsteinn Már
Ragnarsson gekk í vikunni sem leið
til liðs við Víking Ólafsvík eftir að
hafa verið í herbúðum KR síðan
2012. Þess má geta að hann steig
sín fyrstu skref í meistaraflokki Vík-
ings. Þorsteinn var lánaður til Vík-
ings seinni hluta tímabilsins 2014
en lék svo með KR í sumar við góð-
an orðstír. „Ég er fyrst og fremst
mjög sáttur með félagaskiptin.
Hugurinn leitaði alltaf heim og því
var Víkingur Ólafsvík efst á óska-
listanum,“ sagði hann í samtali við
blaðamann. Önnur lið sýndu hon-
um einnig mikinn áhuga og voru
einhverjar þreifingar búnar að fara
fram. „Já, ég var búinn að ræða við
nokkur lið sem voru áhugasöm en
eftir að ég hóf viðræður við stjórn
Víkings þá var þetta aldrei spurn-
ing,“ segir Þorsteinn Már.
Knattspyrnumaðurinn knái
stundar nám við Landbúnaðarhá-
skóla Íslands á Hvanneyri. „Ég er
í fjarnámi við Landbúnaðarháskól-
ann þar sem ég legg stund á um-
hverfisskipulag og mæti ég þangað
einu sinni í viku. Ég mun útskrifast
í vor,“ segir Þorsteinn. Hann mun
flytja vestur um áramótin með unn-
ustu sinni og ljúka fjarnáminu það-
an. „Já, það munar ekki miklu fyr-
ir mig en ég reikna með að ég sé
svipað lengi að keyra frá Grundar-
firði eins og frá Reykjavík,“ bætir
hann við.
Þorsteinn mun hefja æfingar með
Víkingi Ólafsvík núna í nóvem-
ber. „Það er æfingahópur hérna í
Reykjavík sem ég mun byrja að æfa
með. Margir strákar sem spila með
liðinu eru í námi og því búsett-
ir í Reykjavík. Svo byrja ég að æfa
í Ólafsvík strax eftir áramót þegar
ég flyt vestur og ég hlakka mikið til
þess,“ bætir hann við.
Aðspurður segist Þorsteinn skilja
í góðu við KR. „Það voru hæðir og
lægðir í þessu hjá mér en heilt yfir
skil ég sáttur við KR. Bæði stjórn og
þjálfara.“ Hann hefur tvívegis orðið
bikarmeistari og einu sinni Íslands-
meistari með KR. Hann spilaði 86
leiki fyrir KR og skoraði í þeim 17
mörk í deild og bikar.
Þorsteinn er spenntur fyrir kom-
andi verkefnum með liðinu og
hlakkar mikið til að hefja þenn-
an kafla á ferli sínum. „Stuðnings-
mennirnir í Ólafsvík eru engum lík-
ir. Ég hlakka mikið til að spila aftur
á Ólafsvíkurvelli fyrir framan þessa
frábæru stuðningsmenn. Það er fátt
sem er meira gefandi en það,“ segir
Þorsteinn að lokum. tfk
Þorsteinn Már til Víkings
Þorsteinn Már og Jónas Gestur Jónasson formaður Víkings. Ljósm. Víkingur.
Úrvalsdeildarlið karla og kvenna
þjófstörtuðu keppnistímabilinu í
Stykkishólmi á sunnudaginn þegar
Íslands- og bikarmeistarar kepptu um
nafnbótina „meistarar meistaranna.“
Snæfell, ríkjandi Íslandsmeistarar í
körfuknattleik kvenna, tóku á móti
bikarmeisturum Grindavíkur.
Jafnt var á með liðunum fyrstu
mínúturnar en um miðbik fyrsta
leikhluta gáfu leikmenn Snæfells í
og höfðu 12 stiga forskot þegar leik-
hlutanum lauk, 23-11. Heimamenn
héldu forystunni og gott betur en
það, leiddu með 47 stigum gegn 21
í hálfleik og þegar lokaflautan gall
munaði hvorki meira né minna en 34
stigum á liðunum og stórsigur Snæ-
fells staðreynd. Lokatölur í Stykkis-
hólmi voru 79-45 og Snæfellskonur
því meistarar meistaranna.
Haiden Palmer var atkvæðamest
í liði Snæfells, skoraði 22 stig, gaf
átta stoðsendingar og tók sex frá-
köst. Næst henni kom Gunnhildur
Gunnarsdóttir með 15 stig og fjög-
ur fráköst og þá skoraði Hugrún Eva
Valdimarsdóttir 12 stig og tók sjö
fráköst.
Í fyrsta leik úrvalsdeildar kvenna
fara Snæfellingar suður yfir Hellis-
heiði og mæta Hamri í Hveragerði í
dag, miðvikudaginn 14. október.
kgk
Snæfellskonur eru
meistarar meistaranna
Íslandsmeistarar Snæfells lögðu bikarmeistara Grindavíkur í Stykkishólmi í gær
og eru því meistarar meistaranna. Ljósm. sá.
Skallagrímur tók á móti KR í fyrsta
leik vetrarins í 1. deild kvenna í
körfuknattleik á sunnudagskvöld-
ið. Heimamenn voru mun sterk-
ari frá fyrstu mínútu og gestirnir
úr Vesturbænum sáu aldrei til sólar.
Skallagrímur átti ótrúlegan fyrsta
leikhluta, þar sem liðið skoraði 31
stig gegn aðeins átta stigum gest-
anna og heimamenn með unninn
leik í höndunum. Annar leikhluti
var öllu jafnari en Skallagrímur
hafði engu að síður 25 stiga forskot,
56-31, þegar hálfleiksflautan gall.
Leikmenn Skallagríms bættu að-
eins við forystu sína í síðari hálfleik
og sigruðu að lokum með hvorki
meira né minna en 37 stiga mun,
96-59. Draumabyrjun hjá Borgar-
nesliðinu.
Auk þess að vera fyrsti leikur Ís-
landsmótsins leit fyrsta þrenna
vetrarins dagsins ljós í Borgarnesi
á sunnudaginn. Þar var á ferðinni
Guðrún Ósk Ámundadóttir, bak-
vörður Skallagríms. Hún skoraði
tíu stig, tók tíu fráköst og gaf ellefu
stoðsendingar. Sigrún Sjöfn syst-
ir hennar skoraði 33 stig og tók sex
fráköst og Sólrún Sæmundsdótt-
ir skoraði 21 stig og gaf átta stoð-
sendingar. kgk
Sigur í fyrsta leik og
fyrsta þrenna vetrarins
Guðrún Ósk Ámundadóttir náði fyrstu
þrennu vetrarins í fyrsta leik 1. deildar
kvenna í Borgarnesi. Hún skoraði
10 stig, tók 10 fráköst og gaf 11
stoðsendingar.
Ljósm. Ómar Örn Ragnarsson.
E riðill fjölliðamóts Körfuknatt-
leikssambands Íslands í 7. flokki
drengja var leikinn í íþróttahús-
inu á Jaðarsbökkum á Akranesi
um síðustu helgi. Mótið er liður
í Íslandsmóti 7. flokks og í riðl-
inum léku ÍA, Umf. Reykdæla,
Tindastóll og Fjölnir. Ungir og
efnilegir körfuknattleiksmenn
gerðu þar sitt besta til að skila liði
sínu sigri.
Fóru leikar svo að lið Tindastóls
sigraði riðilinn og færist því upp í
D riðil. Reykdælir höfnuðu í öðru
sæti, ÍA í þriðja og Fjölnir C í því
fjórða.
Næsta Fjölliðamót fer fram hel-
gina 7.-8. nóvember og þá leikur
ÍR í D riðli ásamt liðunum sem
höfnuðu í 2.-4. sæti um helgina.
kgk
Fjölliðamót sjöunda flokks
drengja á Jaðarsbökkum
Það var Vesturlandsslagur á
fjölliðamóti 7. flokks drengja þegar ÍA
og Umf. Reykdæla mættust í íþrótta-
húsinu á Jaðarsbökkum. Ljósm. jho.
Næstkomandi laugardag fer fram
fimmta og síðasta umferð ársins í
Íslandsmótinu í rallý. Eknar verða
fjórar sérleiðir í nágrenni Lang-
jökuls, þ.e. á Skjaldbreiðarvegi og
Kaldadal, og má búast við hörku
keppni þar sem staða í Íslands-
mótinu er mjög jöfn í öllum flokk-
um. Til leiks eru skráðar tíu áhafn-
ir og er ljóst eftir dramatík síðustu
tveggja umferða að búast má við
miklum átökum. Þannig tókst ein-
ungis helmingi þátttakenda að ljúka
síðustu keppni þar sem m.a. Skjald-
breiðarvegur reyndist mönnum
erfiður.
Íslandsmeistararnir frá í fyrra,
Baldur Haraldsson og Aðalsteinn
Símonarson, leiða á heildarmótinu,
en einungis ein áhöfn hefur mögu-
leika á að ná þeim að stigum. Eru
það systkinin Daníel og Ásta Sig-
urðarbörn sem mæta á nýinnflutt-
um, öflugum bíl í þessa keppni og
ætla sér sigur. Öruggt má telja að
þessar áhafnir muni berjast um
verðlaunasæti í keppninni en Baldri
og Aðalsteini nægir 6. sæti á laugar-
daginn til að hampa Íslandsmeist-
aratitlinum, þó Daníel og Ásta sigri.
Í jeppaflokki eru efst til Íslands-
meistara feðginin Sighvatur Sig-
urðsson og Anna María. Skammt á
hæla þeim eru þeir Þorkell Símon-
arson og Þórarinn K. Þórarinsson
Eru báðar áhafnir skráðar til leiks
og öruggt að hvorug mun gefa sek-
úndu eftir í baráttunni. Í flokki bíla
án túrbínu leiða Baldur Hlöðvers-
son og Hanna Rún Ragnarsdótt-
ir Íslandsmótið en fast á eftir þeir
eru hjónin Ólafur Þór Ólafsson og
Tinna Rós Vilhjálmsdóttir. Ætl-
un þeirra var einungis að taka þátt
í einni keppni á árinu sér til ánægju
og yndisauka en árangurinn varð
slíkur að þau mæta til leiks enda
komin í hörku baráttu.
Hægt verður að fylgjast með
upplýsingum um keppnina og úr-
slitum á heimasíðu Bifreiðaíþrótta-
klúbbs Reykjavíkur, www.bikr.is
gjg
Sverfir til stáls í lokakeppni
Íslandsmótsins í Rallý
Baldri og Aðalsteini nægir að halda sér á veginum og hreppa 6. sætið á laugar-
daginn til að verja titil sinn í heildarkeppni ökuþóra.