Skessuhorn


Skessuhorn - 15.10.2015, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 15.10.2015, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 20156 Samdráttur í aflaverðmæti VESTURLAND: Verðmæti landaðs fiskafla á Vesturlandi dróst saman um 4,6% í júní- mánuði samanborið við sama mánuð 2014. Alls var land- að afla fyrir 273,6 milljónir króna í júní í ár en í fyrra nam þessi upphæð 286,8 milljón- um króna. Heildar aflaverð- mæti í júnímánuði jókst hins vegar um 18,9% á landsvísu samanborið við júní 2014 og endaði í tæpum 10,7 milljörð- um. Allt þetta er samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. –mþh Ferðamenn fleiri en milljón LANDIÐ: Um 123 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í september síðast- liðnum samkvæmt talningu Ferðamálastofu í Leifsstöð, eða 35 þúsund fleiri en í sept- ember á síðasta ári. Aukning- in nemur um 40% milli ára og hefur hún ekki mælst svo há milli ára í september frá því Ferðamálastofa hóf taln- ingar. Fjöldinn frá áramót- um er nú kominn yfir eina milljón gesta. Aukning hef- ur verið alla mánuði ársins á milli ára, eða 34,5% í janú- ar, 34,4% í febrúar, 26,8% í mars, 20,9% í apríl, 36,4% í maí, 24,2% í júní, 25,0% í júlí og 23,4% í ágúst. Um 71% ferðamanna í septem- ber síðastliðnum voru af tíu þjóðernum. Bandaríkja- menn voru fjölmennastir eða 22,7% af heildarfjölda og næstfjölmennastir voru Þjóðverjar (10,3%) og Bret- ar (10,3%). Þar á eftir fylgdu síðan Kanadamenn (5,5%), Norðmenn (4,5%), Frakkar (4,1%), Danir (4,0%), Svíar (3,7%), Kínverjar (3,5%) og Spánverjar (2,8%). –mm Tvær fasteigna- sölur á dag VESTURLAND: Í nýliðn- um septembermánuði var þinglýst 60 kaupsamning- um um fasteignir á Vestur- landi. Þar af voru 27 samn- ingar um eignir í fjölbýli, 26 samningar um eignir í sér- býli og sjö samningar um annars konar eignir. Heild- arveltan í þessum viðskiptum var 2.119 milljónir króna og var meðalupphæð á samn- ing 35,3 milljónir króna. Af þessum 60 samningum var 31 samningur um eign- ir á Akranesi. Þar af var 21 samningur um eignir í fjöl- býli og tíu samningar um eignir í sérbýli. Heildarvelt- an var 1.605 milljónir króna og meðalupphæð á samning 51,8 milljónir króna. –mm Sýningin Gleym þeim ei framlengd BORGARNES: Sýning- in Gleym þeim ei í Safna- húsinu í Borgarnesi hef- ur verið framlengd til 13. nóvember. Upphaflega var ráðgert að sýningartím- inn yrði út október. Met- aðsókn hefur verið að sýn- ingunni og hefur hún hlotið einróma lof gesta. Á sýning- unni er sögð saga fimmtán kvenna af starfssvæði safn- anna í Borgarnesi. Fór öll efnisöflun fram í nánu sam- starfi við fjölskyldur þeirra sem rituðu texta og útveg- uðu myndir og gripi. Þegar sýningin verður tekin nið- ur verður hún skrásett og heimildirnar settar á Hér- aðsskjalasafn til framtíðar- varðveislu. Hönnun sýning- arinnar var í höndum Heið- ar Harnar Hjartardóttur. –mþh Viðurkenna verður réttindi fatlaðra LANDIÐ: Á aðalfundi Ör- yrkjabandalags Íslands í síð- ustu viku var samþykkt harð- orð ályktun til stjórnvalda um að viðurkenna réttindi fatlaðs fólks: „Aðalfund- ur Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) krefst þess að stjórn- völd fullgildi samning Sam- einuðu þjóðanna um rétt- indi fatlaðs fólks (SRFF) á haustþingi 2015, ásamt val- frjálsri bókun hans og gangi svo strax í að lögfesta hann. Þannig eiga stjórnvöld að efla og tryggja mannsæm- andi framfærslu, ásamt að- gengi, algildri hönnun, heil- brigðisþjónustu, menntun og atvinnu við hæfi. Með lög- festingu SRFF verður réttur fatlaðs fólks til virkrar þátt- töku í samfélaginu tryggður til jafns við þátttöku annarra. Undir samninginn rúmast öll baráttumál ÖBÍ með- al annars kjaramál, aðgengi, heilbrigðismál, atvinnumál, menntamál og sjálfstætt líf.“ –mm Arion banki færði síðastliðinn fimmtudag sveitarfélaginu Borgar- byggð tölvugjöf ætlaða til notkun- ar í grunn- og leikskólum sveitar- félagsins. Um er að ræða notaðan tölvubúnað, 30 tölvur, og 70 skjái. Bernhard Þór Bernhardsson, svæð- isstjóri Arion banka á Vesturlandi, hafði orð á því við afhendinguna að upplýsingatækni væri ekki síð- ur mikilvæg í uppbyggingu nú- tíma skólastarfs en í starfsemi fjár- málafyrirtækja. Hann bætti því við að þó tölvurnar væru ekki leng- ur nægilega öflugar til keyra kerfi bankans væru þær vel nothæfar til flestra annarra hluta og því upplagt að nota þær innan veggja skólanna. Það væri von starfsmanna bankans að þessi búnaður nýttist vel í skóla- starfi í héraðinu. Kolfinna Jóhannesdóttir sveitar- stjóri, sem veitti gjöfinni viðtöku fyrir hönd Borgarbyggðar, sagði að búnaðurinn kæmi sér vel fyrir skólana og þakkaði starfsmönnum þann hlýhug og stuðning við sam- félagið sem sýndur væri með gjöf- inni. kgk Á næstu vikum tekur Smiðjan til starfa á nýjum stað í Ólafsvík og um leið eykst umfang starfsem- innar. Smiðjan er dagþjónusta og vinnustofa fyrir fatlaða með skerta starfsgetu. Verður Smiðjan til húsa á Ólafsbraut 19 þar sem sparisjóð- urinn var áður til húsa. Í Smiðj- unni verður veitt aðstoð við að fá og halda vinnu á almennum vinnu- markaði hluta úr degi eða hluta úr viku, með eða án stuðnings. Í Smiðjunni verður endurnýting höfð í hávegum. Hlutir verða endurnýtt- ir og seldir á vægu verði. Innkom- an verður lögð í sameiginlegan sjóð sem nýttur verður til að auka lífs- gæði þeirra sem þar starfa svo sem með að sækja námskeið á vegum Sí- menntunarmiðstöðvar Vesturlands. Gunnsteinn Sigurðsson umsjón- arþroskaþjálfi segir í samtali við fréttaritara Skessuhorns að Smiðj- an taki við ýmsum efnivið til endur- nýtingar. Nefnir hann kertaafganga, tóm sprittkerti, allt lím, gömul föt, umslög með frímerkjum á, gler- augu, áldósir, garnafganga, gler- krukkur, málningarafganga, alskyns saumadót og margt fleira. Gunn- steinn biður íbúa endilega að hugsa til Smiðjunnar með slíka hluti. af Iðnaðarmenn að störfum í vikunni sem leið í væntanlegu húsnæði Smiðjunnar. Smiðjan tekur til starfa í Ólafsvík Bernhard Þór Bernhardsson, svæðisstjóri Arion banka á Vesturlandi, afhenti Kolfinnu Jóhannesdóttur sveitarstjóra tölvugjöfina. Grunnskólar Borgarbyggðar fá veglega tölvugjöf

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.