Skessuhorn


Skessuhorn - 15.10.2015, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 15.10.2015, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 201514 Miðvikudaginn 7. október var haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi haldið á Hótel Glymi í Hvalfirði. Kynnt var meðal annars tillaga að fjárhagsáætlun og starfs- áætlun samtakanna fyrir árið 2016. Páll Brynjarsson, framkvæmdastjóri SSV, var fundarstjóri og byrjaði hann á að kynna tillögur að fjárhags- áætlun samtakanna fyrir næsta ár. Þar er gert ráð fyrir að tekjur SSV hækki um tæp 2% frá árinu 2015 og verði 106,6 milljónir kr. á næsta ári, en gjöld hækki um tæplega 3% og verði 106,8 milljónir kr. og fjár- magnstekjur um 300 þúsund kr. Sóknaráætlun Vesturlands á sléttu Tekjur SSV vegna Sóknaráætlun- ar Vesturlands nema 88,2 milljón- um króna og heildarútgjöld verða þau sömu. Þar eru meðtaldar 6,7 milljónir af uppsöfnuðu eigin fé sem stendur til að leggja inn í samning- inn á árinu 2016. Það fé safnaðist upp í menningarsamningi og vaxta- samningi og var ekki nýtt í Sókn- aráætlun í ár. Fimm áhersluverk- efni Sóknaráætlunar hafa verið sam- þykkt og stendur til að koma þeim af stað nú í október. Þau eru; fjölgun iðnnema á Vesturlandi, efling náms í ferðaþjónustu og matvælaiðnaði, menningarstefna Vesturlands, efl- ing ferðaþjónustu, þarfagreining og áherslur í markaðssetningu og loks nýsköpun og umhverfi frumkvöðla. Uppbyggingarsjóður fær 52,7 millj- ónir til umráða á næsta ári, 2,7 millj- ónum meira en í fyrra. Samningar ríkisins og SSV um Sóknaráætlun kveða á um að uppbyggingarsjóð- ur fái minnst 55% af því fé sem ætl- að er til Sóknaráætlunar en SSV út- hlutar sjóðnum á næsta ári rúm 60% þess. Starfsáætlun Næst á dagskrá haustfundar var kynning á starfsáætlun SSV fyrir árið 2016. Í fyrsta sinn var unnin starfs- áætlun fyrir samtökin í heild, áður voru áætlanir unnar fyrir ákveðna þætti starfseminnar. Stjórn SSV hef- ur samþykkt að ráða atvinnuráðgjafa í tíu mánuði meðan Einar Eyjólfs- son verður í námsleyfi. Aðrar breyt- ingar eru ekki fyrirhugaðar á starfs- mannahaldi SSV. Innan starfsáætl- unar rúmast nýjar áherslur fyrir árið 2016 og eru þær helstar að efla sam- skipti við þingmenn kjördæmisins og efla upplýsingamiðlun til þeirra, ný heimasíða SSV, fræðsluferð fyr- ir sveitarstjórnarmenn á Vestur- landi, nýsköpunardagur og val á frumkvöðli ársins, mótun menning- arstefnu, efling iðnnáms og fleira. Tvö af stærstu áhersluverkefnum sóknaráætlunar munu að einhverju leyti koma inn á borð Vesturlands- stofu, en það eru frekari uppbygging ferðaþjónustu og fræðslumál í ferða- þjónustu. Einkaleyfi í almennings- samgöngum halda ekki Ein af nýjum áherslum fyrir næsta ár er stofnun félags um almennings- samgöngur og rekstur þess verði al- gerlega aðgreindur rekstri SSV. Enn fremur að tryggja að einkaleyfi SSV á akstursleiðum á Vesturlandi haldi. Samtökin sendu Samgöngustofu kæru árið 2104 vegna þess að fyrir- tæki í farþegaflutningum óku ofan í akstursleiðir sem SSV hefur einka- leyfi að. Kærunni var vísað frá á sín- um tíma en síðastliðið vor var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um fólksflutninga í atvinnuskyni. Þar var m.a. kveðið á um úrræði til að taka á því ef einkaleyfi á akstursleið- um héldu ekki. Frumvarpið hefur aftur á móti ekki hlotið afgreiðslu og meðan svo er heldur einkaleyfi SSV ekki, sem leiðir til tekjutaps og erf- iðleika við rekstur almenningssam- gangna. SSV, ásamt öðrum lands- hlutasamtökum, hefur leitað lög- fræðiaðstoðar en í dag er ekki ljóst til hvaða aðgerða verður gripið til að tryggja að einkaleyfi haldi. Fé vantar til málefna fatlaðra Endurskoðun á samstarfssamningi um málefni fatlaðra er meðal nýrra áherslna í starfsáætlun ársins 2016. Í máli Páls kom fram að verið væri að berjast fyrir auknu fé til málefna fatlaðra. Aftur á móti hafi samning- ur sem ríkið gerði fyrir Vesturland árið 2011 runnið út í lok síðasta árs og endurskoðun hans væri ekki lok- ið. Sagði Páll að SSV liti svo á að það þurfi að gerast um leið og fyrir liggur niðurstaða úr viðræðum ríkis og sveitarfélaga. Enn ber töluvert í milli varðandi fjárhagslega forsendur verkefnis- ins og sveitarfélög hafa lýst því yfir að tekjur upp á annan milljarð vanti inn í verkefnið. Samningar SSV um þjónustusvæði Vesturlands tóku mið af ofangreindri endurskoðun sem rann út í árslok 2014. Því þykir ljóst að sveitarfélögin þurfi að endur- skoða samstarf sitt um málefni fatl- aðra. SSV ætla því að leggja áherslu á að tryggja aukið fjármagn frá rík- inu til málaflokksins á árinu 2016. Sveitarfélög skili verkefnum til ríkisins Halldór Halldórsson, formaður SÍS, tók til máls síðar á fundinum og ræddi meðal annars um málefni fatl- aðra. Hann taldi ljóst að sveitarfé- lögin þyrftu aukið fjármagn til verk- efnisins í heild. Rekstrarhalli vegna þjónustu við fatlaða hafi numið 1,1 milljarði króna árið 2014 og gera megi ráð fyrir að hallinn hafi auk- ist í ár. Ljóst er að staðan í málefn- um fatlaðra er alvarleg en Halldór sagði fyrsta kost að ná samningum og að framlag til sveitarfélaganna verði aukið. Náist það hins veg- ar ekki sagði Halldór að sveitarfé- lögin yrðu að óska eftir lagabreyt- ingu og að verkefninu yrði skilað til ríkisins. Hann lagði áherslu á að það væri ekki fyrsti valkostur, sveit- arfélögin vildu semja því forsvars- menn þeirra væru þeirrar skoðunar að verkefninu væri betur komið hjá þeim en ríkinu. Ólíkt málefnum fatlaðra, sem eru lögum samkvæmt málefni sveit- arfélaganna, eru hjúkrunarheimili það ekki. Halldór sagði að daggjöld vegna reksturs hjúkrunarheimila væru of lág, þau stæðu ekki und- ir rekstrinum og SÍS hefði staðfest- ingu þess efnis frá ríkisendurskoð- anda. Kallaði hann því eftir að verk- efninu yrði skilað til ríkisins í þeim tilfellum þar sem rekstur hjúkrunar- heimila standi ekki undir sér, eins og til dæmis Kópavogsbær hefur gert. Ljósleiðaravæðing Íslands Halldór Halldórsson ræddi einnig um alþjónustumarkmið í ljósleið- aravæðingu Íslands, sem miðar að 99,9% útbreiðslu ljósleiðara með 110 mb/sek tengingu árið 2020. Hann lýsti yfir ánægju sinni með markmiðið en miðað við 300 millj- ónir króna til verkefnisins í fjárlög- um næsta árs næðist það ekki fyrr en 2045, því heildarkostnaður væri 6,5 milljarður króna. Hann skor- aði á stjórnvöld að láta tölurnar tala sínu máli því ljósleiðaravæðing væri lykilatriði fyrir landið allt í atvinnu- málum. Nokkrir sveitarstjórnarmenn höfðu orð á því við umræður að þeim þætti óljóst hvort ljósleiðara- mál væru algerlega verkefni ríkis- ins eða hvort þau væru að hluta mál- efni sveitarfélaganna og lýstu yfir áhyggjum sínum að sveitarfélög sem þegar hefðu ráðist í einhverjar fram- kvæmdir við lagningu ljósleiðara fengju ekki fjármuni til verkefnisins þegar ríkið færi af stað. Haraldur Benediktsson alþingis- maður og formaður starfshóps um ljósleiðaravæðingu tók undir hug- mynd Kristins Jónassonar, bæjar- stjóra í Snæfellsbæ, þess efnis að sveitarfélög gætu undirbúið verk- efnið með þeim hætti að vinna að vali leiða, samningum um lagnaleið- ir, staðarlista, þátttökulista og fleiru í þeim dúr. Þá væru sveitarfélögin tilbúin um leið og ríkið gæti farið af stað. Hann sagði skipta máli að sýn sveitarstjórnarmanna væri skýr um hvernig byggð muni þróast vegna þess að lagning ljósleiðara væri þeim annmörkum háð að erfitt væri að bæta við hann seinna. Aftur á móti væri flutningsgeta ljósleiðarans ekki takmarkandi, það væri endabún- aðurinn sem setti henni takmörk. Hann væri hægt að skipta um með tiltölulega litlum tilkostnaði í sam- ræmi við framfarir í þeirri tækni. Stefnt væri að því að vinna að ljós- leiðaravæðingu landsins í samstarfi við orkugeirann. Fyrirtæki í opin- berri eigu væru umsvifamikil í að leggja raflagnir og ættu þær fram- kvæmdir frábæra samleið með upp- byggingu fjarskipta. Takist að vinna að ljósleiðaravæðingu í slíku sam- starfi verði þær 300 milljónir sem fjárlög gera ráð fyrir miklu meira virði en þær virðast fljótt á litið, að sögn Haralds. Hann sagði að ekki væri gert ráð fyrir að sveitarfélög leggi til fé í verkefnið frekar en þau kjósi svo. Enn fremur ítrekaði Haraldur að hann hefði alltaf talað skýrt í því að þau sveitarfélög sem þegar hafi ráð- ist í framkvæmdir geti ekki reikn- að með að fá eitthvað til baka. Þau sveitarfélög sem hafa lagt ljósleið- arakerfi haldi aftur á móti á gríðar- lega miklum verðmætum sem munu aðeins auka verðmæti sitt í framtíð- inni. Peningurinn sé því alls ekki tapaður þó að upphafskostnaður sé mikill. Samgönguáætlun fyrir svæðið í heild Samgöngumál voru eitt af þemum haustþingsins og í pallborðsumræð- um var á köflum hart tekist á. Ingvi Árnason, svæðisstjóri Vegagerð- arinnar á Vestursvæði, sagði að í stórum dráttum liti út fyrir að fjárlög inn í samgönguáætlun myndu lækka um 900 milljónir króna. Nú yrði gert hlé á framkvæmdum á sunnan- verðum Vestfjörðum, búið væri að bjóða út einn kafla Uxahryggjaveg- ar, stuttan kafla í Lundarreykjadal. Sveitarstjórnarmenn áttu flestir dæmi úr sínu sveitarfélagi um mal- arvegi sem þyrfti að leggja slitlag á. Að sögn Ingva hefði Vegagerðin einfaldlega ekki fé til margra slíkra framkvæmda, fjárveitingar til Vest- ursvæðis vegna bundins slitlags á tengivegum væru aðeins 300 millj- ónir króna. Ef byrja ætti á Klofn- ingsvegi myndi taka 10 ár að klára það verkefni, sem dæmi. Af umræðum umræðum sveitar- stjórnarmanna mátti heyra að í sam- göngumálum hafa þau mismun- andi hagsmuna að gæta. Akranes og Hvalfjarðarsveit vilja setja málefni Hvalfjarðarganga, breikkun Vestur- landsvegar og Sundabraut á oddinn sem dæmi á meðan hagsmunir sveit- arfélaga á sunnanverðu Snæfellsnesi liggja meðal annars í að Fróðárheiði verði kláruð. Á norðanverðu Snæ- fellsnesi og í Dölum er það Skóg- arströndin og einnig Laxárdalsheiði í Dalabyggð sem menn vilja leggja áherslur á. Í lok fundar var lögð fram og sam- þykkt tillaga þess efnis að fela SSV að láta vinna samgönguáætlun fyr- ir svæðið í heild sem myndi koma sér saman um að forgangsraða verk- efnum. Einnig að fela atvinnuráð- gjöf að skoða fjárveitingar til vega- mála eftir landshlutum. Þannig væri betur hægt að þrýsta á framkvæmd- ir í landshlutanum og með mun markvissari hætti en verið hefur. Páll Brynjarsson sagði í samtali við Skessuhorn eftir fundinn að líklega yrði skipaður sérstakur vinnuhópur til að halda utan um þetta verkefni. kgk Haustþing SSV fór fram á Hótel Glymi Frá Haustþingi SSV í síðustu viku. Fremst í mynd má sjá nokkra af fulltrúum Borgarbyggðar og Akraneskaupstaðar. Pallborðsumræður um samgöngumál. F.v. Birna Lárusdóttir, Haraldur Benedikts- son, Ingvi Árnason, Gísli Óskarsson og Ingveldur Guðmundsdóttir. Systrabörn í samfélagsmálum. Frændsystkinin Haraldur Benediktsson þingmaður, Ingveldur Guðmundsdóttir sveitarstjórnarmaður í Dalabyggð og for- maður SSV og Fríða Sveinsdóttir bæjarfulltrúi í Snæfellsbæ.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.