Skessuhorn


Skessuhorn - 15.10.2015, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 15.10.2015, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2015 29 Óska eftir hlutastarfi Ég er 27 ára kona og stunda nám í LBHÍ á Hvanneyri. Ég er að leita mér að hlutastarfi með skólanum á Hvanneyri, í Borgarnesi eða nágrenni. Hef margvíslega reynslu af afgreiðslustörfum, þrifum og þjónustu og er búin að starfa sem verslunar- og rekstrarstjóri síðustu ár. Vinsamlegast hafðu samband ef þú ert að leita að duglegum og stundvísum starfsmanni. Netfang: brynja1988@hotmail.com. Mitsubishi L200 Til sölu MMC L200 árgerð 2004. Dísel, sjálfskiptur og með pallhúsi. Bíllinn er ekinn 208. þús. km. og er með nýrri vél. Upplýsingar í síma 692-5525. Einbýli óskast í Hvalfjarðarsveit Reyklaust, reglusamt par óskar eftir einbýli til leigu í Hvalfjarðar- sveit. Góðri umgengni og skilvísum greiðslum heitið. Fyrirframgreiðsla og trygging samkomulag. Upplýs- ingar í síma 848-1186 og olgeir56@ simnet.is. Íbúð til leigu Tveggja herbergja 60m2 nýuppgerð íbúð á efri hæð til leigu á Vestur- götu Akranesi. Nánari uppl. í síma 892-6615. Óska eftir íbúð 5 manna fjölskylda óskar eftir íbúð/ húsi. Helst 4-5 herbergja. Má vera staðsett á Akranesi, Borgarnesi og á Kjalarnesi. Erum með topp með- mæli. Sími: 894-4039. Íbúð í Borgarnesi til leigu 65 fm 2 herbergja íbúð við Helgu- götu er í boði til langtímaleigu. Laus núna 15 okt. Leigan er 95 þús., rafmagn og hiti ekki innifalið. Leigan er gefin upp þannig hægt er að sækja um húsaleigubætur. kristinmarkusdottir@gmail.com. Felgur og dekk 265 70 R Toyota.Verð 70 þús. kr. Uppl. í síma 861-7521. Rafmagnshægindastóll Til sölu lítið notaður rafmagns- hægindastóll úr leðri með lyftu. Upplýsingar í síma 695-8742. Hvolpar til sölu Til sölu hvolpar undan 1. verð- launatíkinni Leynigarðs Lexíu og veiðimeistaranum ISFtCH Lisdrum Omega of Copperbirch. Uppl. í síma: 845-6828. Aligæsir og trésmíðavélar til sölu Er með um 60 aligæsir til sölu, selj- ast ódýrt. Einnig 2 trésmíðavélar til sölu, 3 fasa. Fara ódýrt. Upplýsingar í síma 691-0778. Geymsluhúsnæði í Borgarnesi Leigjum út geymslupláss í Borgar- nesi fyrir tjaldvagna og fellihýsi. Upplýsingar í síma 895-9812. GoPro myndavél Gopro Hero 3 til sölu ásamt fullt af aukahlutum. Verð 60 þúsund. Upp- lýsingar í síma 898-7633. Borgarbyggð - fimmtudagur 15. október Sinfóníutónleikar í Reykholtskirkju. Nordsjællands Sinfonia leikur verk eftir Grieg, Carl Nielsen, F. Kuhlau og H.C.Lumbye: Hljómsveitin var stofnuð árið 2014 með samruna tveggja þekktra hljómsveita, Københavns Sinfonia og Nordsjællands Symfonior- kester. Íslandsferðin er fyrsta tónlistar- ferð sveitarinnar eftir sameiningu en áður höfðu hljómsveitirnar haldið tónleika víða í Evrópu. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og aðgangseyrir er 1.500 kr. Borgarbyggð - fimmtudagur 15. október Félagsvist í safnaðarheimilinu Félagsbæ, Borgarnesi kl. 20. Þriðja kvöldið í þriggja kvölda keppni, sem dreifist á fjögur kvöld. Góð kvöld- og lokaverðlaun. Veitingar í hléi. Allir velkomnir. Dalabyggð - fimmtudagur 15. október Draugasaga í Sævangi, síðasta sýning 15. október kl. 20. Leikfélag Hólmavík- ur og Sauðfjársetur á Ströndum sýnir nýtt verk, Draugasögu eftir Jón Jóns- son á Kirkjubóli í Sævangi. Það byggir á þjóðsögum af svæðinu, sígildri mannvonsku og margvíslegum myrkraverkum fyrri alda. Jón Jónsson höfundur verksins leikstýrir Drauga- sögu, en Arnór Jónsson er leikarinn. Hemúllinn samdi hljóðmyndina, Ásta Þórisdóttir og Ester Sigfúsdóttir sjá um förðun og búninga og Jón Valur Jónsson um tæknimál ásamt Jóni. Verkið er ekki við hæfi barna 12 ára og yngri. Pöntunarsími er 693-3474. Akranes - fimmtudagur 15. október Ljúfir tónar á Skökkinni. Hljómsveitin My Sweet Baklava leikur ljúfa tóna á Skökkinni milli 20:30 og til lokunar kl. 22:00. Grundarfjörður - föstudagur 16. október Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Northern Wave. Hátíðin er haldin í áttunda sinn helgina 16.-18. október næstkomandi. Stuttmyndir rúlla alla helgina í Samkomuhúsi Grundarfjarð- ar en einnig er boðið upp á tónleika með hljómsveitinni MilkyWhale og fiskiréttakeppni Grundfirðinga. Nánar á heimasíðu hátíðarinnar www. northernwavefestival.com. Stykkishólmur - laugardagur 17. október Snæfell tekur á móti Stjörnunni í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik í íþróttahúsinu í Stykkishólmi kl. 15:00. Akranes - sunnudagur 18. október Einmenningsmót í boccia. Félög aldraðra á Akranesi og Borgarbyggð efna til einmenningsmóts í boccia. Mótið fer fram í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Mótið hefst kl 10.30 og eru skráðir keppendur um sjötíu frá átta félögum á suðvestur- horninu. Stykkishólmur - sunnudagur 18. október Snæfell tekur á móti Njarðvík í 1. deild karla í körfuknattleik í íþróttahúsinu í Stykkishólmi kl. 19:15. Á döfinni Markaðstorg Vesturlands Nýfæddir Vestlendingar 5. október. Drengur. Þyngd 4.060 gr. Lengd 54 sm. Foreldrar: Tinna Steindórsdóttir og Valdimar Þór Guðmundsson, Akranesi. Ljósmæður: Jóhanna Ólafsdóttir og Bryndís Á. Bragadóttir. 11. október. Stúlka. Þyngd 3.140 gr. Lengd 50 sm. Móðir: Berglind M. Skarphéðinsdóttir, Akranesi. Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir. 30. september. Drengur. Þyngd 3.640 gr. Lengd 50 sm. Foreldrar: Ólöf Kristín Jónsdóttir og Guðmundur Birkir Kristbjörnsson, Borgarnesi. Ljósmóðir: Lóa Kristinsdóttir. 8. október. Stúlka. Þyngd 3.395 gr. Lengd 52 sm. Foreldrar: Elín Ólöf Eiríksdóttir og Sigurður Laxdal Einarsson, Akranesi. Ljósmóðir: Lára Dóra Oddsdóttir. TIL SÖLU BÍLAR/VAGNAR/KERRUR ATVINNA ÓSKAST LEIGUMARKAÐUR ÝMISLEGT Markaðstorg Vesturlands www.skessuhorn.is Nemendur og starfsfólk Grunda- skóla á Akranesi fjölmenntu í íþróttahúsið á Jaðarsbökkum í gær- morgun þegar reglubundinn stór samsöngur fór fram. Þá voru for- eldrar og aðstandendur barnanna jafnframt boðnir velkomnir sem og leikskólabörn. Líkt og undanfarin ár var sameinast í söng og skiptust nemendur á að leiða sönginn með aðstoð kennara. mm/ Ljósm. sas. Stór samsöngur í Grundaskóla Á fjórða hundrað björgunarsveitar- manna frá yfir 30 björgunarsveitum af landinu voru um síðustu helgi á landsæfingu björgunarsveita sem haldin var í Eyjafirði. Þar fékkst fólkið við að leysa ólík verkefni til að æfa handbragð sem björgunarsveit- arfólk þarf að kunna skil á. Umfang æfingarinnar var mjög mikið og til að mynda voru 60 sérfróðir um- sjónarmenn verkefna og tugir sjálf- boðaliða sem gerðu aðstæður eins raunverulegar og framast var unnt. Björgunarsveitarhópar leystu þann- ig ólík verkefni. Til dæmis að að keyra þrautabrautir, bjarga fólki úr flugvélarflaki, hlúa að slösuðu fólki, æfa leitaraðferðir, bjarga fólki úr sjálfheldu og svo mætti lengi telja. Æfing af þessari stærðargráðu krefst mikils undirbúnings en þykir nauð- synleg til að gefa nýliðum jafnt sem reyndu björgunarsveitafólki tæki- færi til æfinga við sem raunveruleg- astar aðstæður. mm/ Ljósm. sós. Landsæfing björgunarsveita var í Eyjafirði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.