Skessuhorn


Skessuhorn - 15.10.2015, Page 23

Skessuhorn - 15.10.2015, Page 23
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2015 23 Umdæmisþing Rótarýhreyfingar- innar á Íslandi var haldið á Hótel Borgarnesi um liðna helgi. Þetta var sjötugasta umdæmisþing hreyf- ingarinnar hér á landi og á það mættu fulltrúar allra klúbba hreyf- ingarinnar auk erlendra gesta. Þema þingsins að þessu sinni var Mennt- un, saga, menning og lögðu skipu- leggjendur áherslu á að kynna það sem Borgarfjörður hefur upp á að bjóða. Rótarýklúbbur Borgarness var gestgjafi og sá um alla skipu- lagningu og framkvæmd þinghalds- ins. Þótti það hafa tekist frábærlega ef marka má ummæli gesta sem blaðamaður ræddi við. Á Rótarý- fundi á föstudagskvöldinu voru Hvatningarverðlaun Rótarý afhent, en verðlaunin koma úr Hvatningar- sjóði Rótarýklúbbs Borgarness. Þau hlaut fyrirtækið Búdrýgindi í Anda- kíl sem sérhæfir sig í miðlun efnis af ýmsu tagi. Þekktust eru Búdrýgindi fyrir framleiðslu sjónvarpsþáttanna Hið blómlega bú sem sýndir hafa verið á Stöð2 undanfarin ár. Rótarý á Íslandi veitir auk þess tveimur fyrirtækjum á svæði gestg- jafaklúbbsins viðurkenningar, pen- ingaupphæð sem kemur úr styrk- tarsjóði Rótarý á Íslandi. Þau hlu- tu Fjöliðjan í Borgarnesi og Snor- rastofa í Reykholti og fengu full- trúar þeirra viðurkenningarnar af- hentar á lokahófi umdæmisþingsins sem fram fór á Hótel Borgarnesi á laugardagskvöldinu. mm VARMADÆLUR RAUNVERULEGUR SPARNAÐUR YFIR 10 ÁRA REYNSLA VIÐ ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR OG HUNDRUÐ ÁNÆGÐRA NOTENDA SEGIR ALLT SEM SEGJA ÞARF. FJÖLBREYTTIR HITUNARMÖGULEIKAR: Loft í loft Loft í vatn Vatn í vatn FUJITSU LTCN LOFT Í LOFT VARMADÆLAN: Best í prófun hjá SP í Svíþjóð WWW.GASTEC. IS Daníel Haraldsson í Brautarholti og Eiríkur Ingólfsson í Borgarnesi eru í Rótarýklúbbi Borgarness. Hér eru þeir ásamt handhöfum hvatningarverðlauna Rótarýklúbbs Borgarness, þeim Bryndísi Geirsdóttur og Guðna Páli Sæmundssyni sem eiga og reka Búdrýgindi. Ljósm. Markús Örn Antonsson. Búdrýgindum veitt hvatningar- verðlaun Rótarý á Íslandi Á fimmtudaginn málum við bæinn bleikan Krabbameinsfélag Akraness og nágrennis, í samstarfi við Akraneskaupstað, ætla að mála bæinn bleikan fimmtudaginn 15. október. Bleik stuðningsganga fer frá stjórnsýsluhúsi bæjarins (Stillholti 16-18) kl. 18.00 og gengið verður niður að Akratorgi. Trommusveitin fer fyrir göngunni og að sjálfsögðu eru allir hvattir til að klæðast einhverju bleiku. Allir sem taka þátt í göngunni fá happdrættismiða að gjöf. Skemmtidagskrá á Akratorgi • Ávarp baráttukonu • Slaufuberi félagsins árið 2015 • Rakel og María taka lagið • Happadrættisvinningar • Margrét Saga og Marínó flytja létta tóna Krabbameinsfélagið verður með heitt kakó til sölu fyrir framan gamla Landsbankahúsið og rennur allur ágóði beint til félagsins. Eftirfarandi aðilar frá sérstakar þakkir frá Krabbameinsfélaginu fyrir framlag sitt: Bjarni Þór, Skökkin, Kaja Organic, Model, Hótel Glymur, Verslunin Bjarg, Snyrtistofan Face, Prentmet Vesturlands, Skátafélag Akraness, Fasteignasalan Hákot, Dýrfinna, Endurhæfingahúsið Hver, Omnis verslun, Heilbrigðisstofnun Vesturlands og Skessuhorn. Sjáumst bleik á Akratorgi! SK ES SU H O R N 2 01 5

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.