Skessuhorn


Skessuhorn - 15.10.2015, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 15.10.2015, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2015 19 S K E S S U H O R N 2 01 5 AUGLÝST EFTIR UMSÓKNUM Í UPPBYGGINGARSJÓÐ VESTURLANDS Veittir verða styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar Á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, www.ssv.is, undir flipanum „Uppbyggingarsjóður“ er að finna upplýsingar um umsóknarferli, reglur og viðmið varðandi styrkveitingar. Frestur til að skila umsóknum er til 27. október 2015. Þegar fréttaritari Skessuhorns var á ferðinni í Rifi um liðna helgi rakst hann á Þorvarð Jóhann Guðbjarts- son útgerðarmann og frístunda- bónda fyrir utan verðbúð hans. Þar var Þorvarður í óða önn að svíða lambahausa. Sagðist hann að hafa slátrað 22 lömbum að þessu sinni og síðan fengið gefins aðra 22 hausa til viðbótar, þar sem ekki allir hanteri og borði slíkan mat. „Mér þykja svið herramanns matur. Nú er ég vel birgur fram að vori,“ sagði hann og hélt áfram að svíða haus- ana. af Svið eru herramannsmatur Glöggir vegfarendur í Snæfellsbæ hafa eflaust tekið eftir tveimur hjólreiðamönnum með aftanívagna sem verið hafa á ferðinni að und- anförnu. Þetta voru engir venjuleg- ir hjólreiðamenn. Þeir Adam Mast- ers og Salomon Anaya koma báð- ir frá Los Angeles í Bandaríkjunum og eru á ferðinni umhverfis landið á reiðhjólum sínum. Gera þeir góð- verk með að bjóða íbúum á hverj- um stað upp á viðgerðir á reiðhjól- um. Hugmyndin að ferðinni kvikn- aði árið 2011 þegar Adam hitti gamlan vin sinn og listamann Sal- omon og enduðu þeir á Flateyri þar sem þeir voru að vinna að tveimur verkefnum, en þeir eru báðir lista- menn og miklir áhugamenn um hjólreiðar. Salomon er listaverka- sali að atvinnu og Adam vinnur sem hjólaleiðsögumaður og ferðast með hjólahópa til fjölda landa. Á hverjum morgni þegar þeir fé- lagar voru á leiðinni til vinnu sáu þeir hóp barna á hjólum. Sáu þeir jafnframt að hjólin voru í misgóðu ástandi. Fengu þeir þá hugmynd að koma aftur til Íslands og þá með það að markmiði að gera við hjól fyrir börn þeim að kosnaðarlausu og verða þeim hvatning til að halda áfram að hjóla. Þennan draum sinn hafa þeir nú látið rætast og verða á ferðinni um Ísland allan október- mánuð. Til að geta látið draum- inn rætast hófu þeir söfnun þar sem vinir, ættingar og aðrir hétu á þá til að hægt yrði að fjármagna ferðina. Komu þeir komu með alls- kyns varahluti í reiðhjól með sér sem þeir draga svo á eftir sér á reið- hjólunum og er farangurinn ekki léttur, en hvor um sig dregur um það bil hundrað kíló. Þeir ferðast á sem ódýrastan máta og reyna að fá ódýra gistingu. Fengu þeir til dæmis fría gistingu í Frystiklefan- um í Rifi gegn því að mála herberg- ið sem þeir fengu að hafa til afnota til að geta gert við hjólin innandyra fyrir börnin í Snæfellsbæ. Voru þeir mjög þakklátir fyrir það og sögðu ómetanlegt að geta sofið inni eft- ir að hafa hjólað allan daginn úti í haustveðrinu á Íslandi. Þegar ljósmyndari hitti þá að máli var í nógu að snúast við hjóla- viðgerðir í Frystiklefanum og mörg hjól sem búið var að koma með til viðgerðar. Fannst þeim sérstaklega skemmtilegt að bæjarstjórinn hafði komið með hjól í viðgerð. Þeir gáfu sér þó tíma til að spjalla, voru upp með sér af athyglinni, og sögðust hlakka til framhaldsins. Þeir stefna nú á að verða komnir hringinn um landið 30. október en þá ætla þeir að halda sýningu í Reykjavík á lista- verkum sem þeir ætla að búa til í ferðinni. Þeir vildu einnig þakka fyrir hlýjar móttökur og lang- aði að koma á framfæri að ef ein- hvern langaði að bjóða þeim gist- ingu á einhverjum af viðkomustöð- unum væri það frábært. Næsti við- komustaður þeirra félaga er Stykk- ishólmur áður en þeir halda á Vest- firði. þa Listamenn á ferð um landið og gera við reiðhjól Adam Masters og Salomon Anaya buðu upp á hjólaviðgerðir í Rifi í síðustu viku. Þessi óvenjulegu lista- og hugsjóna- menn við vinnu sína í Frystiklefanum. Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Öryggishanskar og fatnaður Dynjandi býður upp á hlífðar- og öryggis fatnað sem uppfyllir ströngustu kröfur. Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.