Skessuhorn - 02.12.2015, Side 10
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 201510
Sólarkísilver Silicor Materials á
Grundartanga verður kolefnishlut-
laust og mun því ekki auka útblást-
ur gróðurhúsalofttegunda á heims-
vísu. Þetta kemur fram í tilkynn-
ingu frá fyrirtækinu. Þar segir jafn-
framt: „Það verður tryggt með að-
gerðum samkvæmt alþjóðlega við-
urkenndum stöðlum. Silicor hef-
ur þegar stigið fyrsta skrefið með
samningi við sjóðinn Kolvið um
að planta árlega 26 þúsund trjám
sem binda alla losun koltvísýrings
sem verður til við starfsemi sólar-
kísilversins á Grundartanga. Sólar-
kísilverið mun framleiða sólarkísil
fyrir sólarhlöð sem virkjað geta úr
geislum sólarinnar 38 sinnum meiri
raforku en fer til framleiðslunnar.
Losun koltvísýrings vegna fram-
leiðslunnar verður aðeins 48 tonn á
ári sem er svipað og losun 24 dæmi-
gerðra heimilisbifreiða.“
Sólarkísilverið á Grundartanga
mun árlega framleiða 19 þúsund
tonn af sólarkísil og nota 85 MW
af raforku. Við sólarkísilverið munu
starfa um 450 manns í fjölbreytt-
um störfum, þar af um þriðjung-
ur í störfum sem krefjast háskóla-
menntunar. Áætluð fjárfesting Sili-
cor á Íslandi vegna sólarkísilvers á
Grundartanga er um 900 miljónir
Bandaríkjadala, eða að jafnvirði um
120 milljarða króna. Undirbúning-
ur að uppbyggingu starfseminn-
ar á Grundartanga hófst árið 2013.
Áætlað er að framkvæmdir hefjist
um mitt ár 2016 og sólarkísilverið
taki til starfa árið 2018.
Kolefnishlutlaust
sólarkísilver
Á næstu tveimur vikum verða leið-
togar ríkja jarðar saman komn-
ir í París með það fyrir augum að
sameinast um leiðir til að draga úr
losun gróðurhúsalofttegunda og
sporna þannig gegn hlýnun jarðar
af mannavöldum. Verði ekki hægt
á hlýnun jarðar af mannavöldum
getur það haft alvarlegar afleið-
ingar fyrir lífsskilyrði á jörðinni.
„Silicor vill verða hluti af lausn-
inni sem kemur í veg fyrir þær.
Framlag Silicor er eftirfarandi:
-Að framleiða sólarkísil með
ódýrari og umhverfisvænni hætti
en aðrir og þannig stuðla að auk-
inni notkun orkugjafa í heiminum
sem ekki valda losun gróðurhúsa-
lofttegunda.
-Að grípa til aðgerða samkvæmt
alþjóðlega viðurkenndum stöðlum
til að draga úr losun gróðurhúsa-
lofttegunda til jafns við þann út-
blástur koltvísýrings sem kemur
frá sólarkísilveri fyrirtækisins.
-Að afla upprunavottorða með
þeirri raforku sem sólarkísilver-
ið notar við framleiðslu til að
tryggja að framleiðsla raforkunn-
ar auki ekki losun gróðurhúsaloft-
tegunda.
-Að binda allan koltvísýring
sem starfsemi sólarkísilversins los-
ar, bæði framleiðslan og önnur
starfsemi á athafnasvæði þess, með
skógrækt í samtarfi við Kolvið.“
mm
Framleiðsla Silicor gerð kolefnishlutlaus
Væntanlegt athafnasvæði Silicor er innan gulu línunnar, í landi Kataness skammt frá Grundartanga.
Aðalfundur Íbúasamtaka Hvann-
eyrar fór fram á þriðjudaginn í lið-
inni viku. Þar var samþykkt ályktun
varðandi áætlaðar breytingar sveit-
arstjórnar Borgarbyggðar á skóla-
haldi á Hvanneyri. Í henni var far-
ið fram á að sveitarstjórn Borgar-
byggðar dragi til baka ákvörðun
sína um breytingar á skólahaldi á
Hvanneyri sem tekin var 11. júní
síðastliðinn. Þá segir m.a. í ítar-
legri bókun sem samþykkt var: „Nú
liggja fyrir upplýsingar frá sér-
fræðingi hjá Innanríkisráðuneyt-
inu um að framlag Jöfnunarsjóðs til
Borgarbyggðar lækki um 20 millj-
ónir króna vegna þessara breyt-
inga en sveitarstjórn láðist að taka
þessa upphæð með í sína sparnaðar-
útreikninga sem er ámælisvert í
einu orði sagt. Í ljósi þessara nýju
upplýsinga, ásamt betri stöðu
sveitasjóðs frá því að ákvörðun var
tekin, er ljóst að umrædd ákvörðun
sveitarstjórnar stendur á enn meiri
brauðfótum en leit út fyrir í upp-
hafi. Það er að auki lágmarkskrafa
íbúa sérhvers lýðræðissamfélags að
kjörnir fulltrúar taki ákvarðanir á
grundvelli réttra upplýsinga, sér-
staklega þegar um svo íþyngjandi
ákvörðun er að ræða eins og í þessu
tilfelli.“
Þá segir í ályktun fundarins að
mörg jákvæð teikn séu á lofti í
byggðaþróun og atvinnuuppbygg-
ingu víðsvegar í sveitarfélaginu en
fundarmenn lýstu furðu sinni og
vonbrigðum yfir því hversu litla at-
hygli þessi góðu verk fá frá meiri-
hluta sveitarstjórnar sem virðist
einblína á niðurrif og sundrungu.
„Ákvörðun sveitarstjórnar hefur
valdið íbúum á skólasvæði Hvan-
neyradeildar GBF og í reynd íbú-
um Borgarbyggðar allrar ómæld-
um skaða og vanlíðan. Fundar-
menn gera þá kröfu að sveitarstjórn
Borgarbyggðar sjái sóma sinn í því
að draga ákvörðun sína um breyt-
ingar á skólahaldi á Hvanneyri frá
11. júní síðastliðnum til baka og
haldi áfram að reka þar grunnskóla
fyrir a.m.k. 1.-4. bekk. Fundar-
menn eru sannfærðir um að það sé
Borgarbyggð allri til heilla. Þá telur
fundurinn að gefnu tilefni ástæðu
til að minna á að kjörnir fulltrúar
hafa umboð sitt frá íbúum og bera
fulltrúarnir lagalega skyldu til að
gæta meðalhófs í hvívetna, saman-
ber 12. grein stjórnsýslulaga (nr.
37/1993). Ekki verður með nokkru
móti séð að meðalhófs hafi verið
gætt með ákvörðun sveitarstjórnar
um lokun Hvanneyrardeildar GBF.
Öllu heldur er ákvörðunin mjög
íþyngjandi fyrir börn skólasvæðis-
ins, íbúa og samfélagið allt. Fund-
armenn telja ekki til of mikils ætl-
ast að haft sé samráð við íbúa varð-
andi ákvarðanir sem teknar eru um
það samfélag sem þeir hafa byggt
upp og búa í. Það skal undirstrikað
að í 12. grein stjórnsýslulaga seg-
ir: ,,Stjórnvald skal því aðeins taka
íþyngjandi ákvörðun þegar lög-
mætu markmiði, sem að er stefnt,
verður ekki náð með öðru og væg-
ara móti”. Markmiðið um fjárhags-
legan ávinning er að engu orðið og
ljóst er að tapið er þegar orðið mik-
ið og getur það orðið enn meira ef
ákvörðun sveitarstjórnar stendur.
Fundarmenn telja löngu tímabært
að íbúar og sveitarstjórn snúi bök-
um saman og vinni að uppbyggingu
og ímyndarsköpun fyrir Borgar-
byggð, sveitarfélaginu til hagsbóta.
Félagar í Íbúasamtökum Hvann-
eyrar og nágrennis munu ekki láta
sitt eftir liggja í að vinna að þess-
ari uppbyggingu í sátt og samlyndi
við sveitarstjórn Borgarbyggðar.
Vinnum saman!“ mm
Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar verður lokað næsta vor samkvæmt
ákvörðun sveitarstjórnar.
Vilja að sveitarstjórn endurskoði
fyrri ákvörðun um lokun skóla
Harður árekstur tveggja bíla varð á
vegamótum skammt utan við Akra-
nes síðdegis á fimmtudaginn. Öðr-
um bílnum mun hafa verið ekið aft-
an á hinn. Samkvæmt heimildum
Skessuhorns munu ekki hafa orðið
alvarleg slys á fólki en bílarnir eru
illa farnir, einkum þessi sem þarna
sést tekinn upp á flutningabíl, enda
óökufær. mþh
Harður árekstur
Í síðustu viku
urðu marg-
ir Grund-
firðingar var-
ir við kvik-
myndatökulið
sem vann við
tökur á svæð-
inu. Þarna var
á ferðinni jap-
anska stór-
stjarnan Yuko
Oshima en
hún er 27 ára
gömul söng-
og leikkona
sem er mjög þekkt í heimalandi
sínu. Tilefnið voru upptökur í jap-
anskan raunveruleika-sjónvarps-
þátt. Tökurnar fara fram á Snæ-
fellsnesi en þó að mestu í Grund-
arfirði. Til að mynda fór sjónvarps-
stjarnan á sjóstöng og fékk svo for-
seta bæjarstjórnar Grundarfjarðar
til að matbúa
aflann heima
hjá sér. Þá hef-
ur Yuko kíkt á
handverk hjá
eldri borgur-
um þar sem
l jósmyndari
Skessuhorns
náði mynd af
henni eftir að
hafa útskýrt
að myndin
yrði ekki not-
uð í alþjóð-
lega fjölmiðla,
heldur væri fyrir vestlenskt hér-
aðsfréttablað. Töluverður aðdrag-
andi er að þáttagerðinni, en hug-
myndin vaknaði í sumar þegar for-
sprakkar þáttagerðarinnar komu til
Grundarfjarðar, skoðuðu aðstæður
og ræddu við forsvarsmenn bæjar-
félagsins. tfk
Japanskur raunveruleikaþáttur
tekinn upp í Grundarfirði
Þær Elísabet Árnadóttir og Guðrún Björg Guð-
jónsdóttir bak við hljóðnemann) að sýna Yoku
Oshima handtökin í prjónamennsku.