Skessuhorn


Skessuhorn - 02.12.2015, Page 17

Skessuhorn - 02.12.2015, Page 17
Leiðtogar 190 ríkja jarðarinnar standa frammi fyrir áskorun í París á komandi vikum. Hún er að sameinast um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og sporna gegn hlýnun jarðar af mannavöldum og þeim alvarlegu afleiðingum sem þær geta haft á lífsskilyrði á jörðinni. Til að mæta vaxandi orkuþörf jarðarbúa án aukins útblásturs gróðurhúsalofttegunda verður að nýta aðra orkugjafa en jarðefnaeldsneyti. Orka sólar er óendanleg og hana er hægt að virkja gegn hlýnun jarðar án útblásturs. Nýting hennar er því mikilvægur hluti af lausn vandans. Silicor Materials undirbýr byggingu sólarkísilvers á Grundartanga. Þar verður framleiddur sólarkísill með ódýrari og umhverfisvænni aðferð sem útheimtir minni orku en hefðbundnar aðferðir. Þannig gerir Silicor sólar- orku að betri og ódýrari valkosti sem stuðlar að aukinni nýtingu hennar. Árleg framleiðsla Silicor getur séð 800.000 heimilum hvar sem er í heiminum fyrir orku. Ein megavattstund af endurnýjanlegri íslenskri orku framleiðir 38 megavatt- stundir af sjálfbærri sólarorku. Við hjá Silicor munum ganga enn lengra til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Starfsemi sólarkísilversins verður gerð kolfefnishlutlaus með virkum aðgerðum samkvæmt alþjóðlega viðurkenndum stöðlum. Við höfum þegar stigið fyrsta skrefið með samningi við Kolvið um að planta árlega 28 þúsund trjám sem binda alla losun kol- tvísýrings sem verður til vegna starfsemi á svæðinu og framleiðslu sólarkísilversins. Við viljum verða umhverfis- vænasti iðnaður á Íslandi. Við viljum vera fyrirmynd, ekki eingöngu á Íslandi, heldur einnig á heimsvísu. Þetta skiptir okkur öll máli. Yfir til þín, París. Orka sólar gegn hlýnun jarðar Q u iv e r S -0 0 1. 11 -2 0 15

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.