Skessuhorn


Skessuhorn - 02.12.2015, Síða 19

Skessuhorn - 02.12.2015, Síða 19
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2015 19 þannig að öðrum megin séu nýt- ingarsamningar til lengri tíma sem geti þá nýst stórútgerðinni. Hinum megin mætti hafa frjálsan pott afla- heimilda, segjum 20 – 40 þúsund tonn í þorski, sem bjóða mætti upp. Menn gætu þá fengið aflaheimildir á grundvelli frjálsra útboða. Þar með væri rofið það fyrirkomulag sem í dag gerir kvótahöfum kleift að fé- nýta óveiddar aflaheimildir og gera aðra menn að leiguliðum sínum. Það mætti hugsa sér fyrningarleið samhliða þessu þar sem hluti kerf- isins yrði fyrndur og það sem fyrn- ist færi í þennan opna pott á tilteknu tímabili. Það er ein útfærsla.“ Vill stofna auðlindasjóð Ólína segir að útgerðin eigi alls ekki eingöngu að vera með sjálfkrafa ár- lega úthlutun eins og ekkert sé sjálf- sagðara. Þannig sé það í dag en þessu verði að breyta. „Ég styð það enn að gerðir séu tímabundnir nýt- ingasamningar af hálfu ríkisvaldsins við útgerðirnar, en vara við því að sá tími sé hafður of langur. Þetta var í deiglunni fyrir síðustu þingkosn- ingar og talað var um 20 ára nýt- ingasamninga. Þá fullyrtu sumir að með því yrði útgerðin látin hafa til tveggja áratuga það sem hún hefði frá ári til árs í dag. Þarna var á ferð- inni alger misskilningur á grund- vallaratriðum. Samkvæmt þessum hugmyndum átti eftir sem áður að úthluta aflaheimildum frá ári til árs. Hins vegar átti hinn árlegi úthlut- unarréttur að takmarkast við 20 ára tímabil. Það úthlutunarkerfi sem núna er með engin endimörk í tíma. Andstæðingum þessara hugmynda tókst að rugla umræðuna svo mik- ið þá að þetta náðist ekki í gegn fyrir síðustu alþingiskosningar. Þar með glataðist gullið tækifæri til þess að ná fram þýðingarmikilli breytingu sem auðvitað var ekki nægjanleg ein og sér, en hefði verið til bóta,“ seg- ir Ólína. Hún nefnir í framhaldi af þessu að hún vilji að stofnaður verði sameig- inlegur auðlindasjóður þjóðarinnar. „Þar vil ég að litið verði á allar auð- lindir í landinu og tekin af þeim eðli- leg afgjöld í þennan sjóð. Fjármun- ir hans yrðu svo nýttir til hagsbóta viðeigandi atvinnugreinum og líka í rannsóknir og þróun innan þeirra. Svona sjóður gæti verið mjög mikil- vægur fyrir svæði eins og Vesturland þar sem íbúarnir þurfa að vera vel á vaktinni og tryggja að jákvæð þróun haldi áfram.“ Mikil þörf fyrir málstað jafnaðarmanna Undir lok viðtalsins hljótum við að tæpa aðeins á stöðunni í stjórn- málunum. Samfylkingin situr nú í stjórnarandstöðu eftir að hafa leitt ríkisstjórn á síðasta kjörtíma- bili undir forystu Jóhönnu Sigurð- ardóttur. „Mér finnst staðan skelfi- leg núna. Öflin sem komu Íslandi á vonarvöl voru kosin yfir okkur aft- ur. Þau hafa hafist handa við að ná sínum hugðarefnum fram, svo sem að lækka skatta á ríka fólkið á með- an álögur aukast á barnafjölskyld- ur og lágtekjufólk og staða aldraðra er afleit. Um leið er stefnt að einka- væðingu á viðkvæmri grunnþjón- ustu eins og í heilbrigðisgeiranum. Ég má ekki til þess hugsa þegar far- ið verður að útskrifa fárveikt fólk og senda það inn á rándýr sjúkrahótel þar sem það á að borga eins og gest- ir á venjulegum hótelum,“ segir Ól- ina alvarleg í bragði. Hún nefnir einnig menntakerf- ið. Það er skólamanneskjunni dr. Ólínu mikið hjartans mál enda hef- ur hún sjálf reynslu bæði sem kenn- ari og skólameistari við Mennta- skólann á Ísafirði. Ólína segir að „þessi öfl“ sem hún kallar núverandi valdhafa, hafi nú unnið það óheilla- verk að loka menntakerfinu á fram- haldsskólastigi fyrir fullorðnu fólki. „Þetta gerist í kjölfar efnahagshruns þegar það hefur kannski aldrei verið meiri þörf fyrir að fólk eldra en 25 ára eigi möguleika á nýju upphafi. Ríkið borgar ekki lengur með þess- um nemendum í framhaldsskólun- um sem þýðir að skólarnir taka ekki lengur við þeim. Þetta er grafalvar- legt mál,“ segir hún með þunga í röddinni. „Nýjar tölur sýna að nem- um eldri en 25 ára í framhaldsskól- um landins hefur fækkað um 742 á milli ára eftir að þetta var innleitt. Hvað ætli þetta fólk sé að gera? Lík- lega er verið að vísa því inn í rán- dýra einkaskóla og símenntunar- nám, eða bara út á gaddinn. Það er mikið jafnræðismál að allir geti sótt sér menntun inn í framhaldsskóla- kerfið og á sínu heimasvæði án þess að borga fyrir það fúlgur fjár. Við- kvæmasti hópurinn sem þarf mest á þessu að halda dettur auðvitað úr námi og það er ömurleg tilhugsun. Sérstaklega skiptir þetta máli fyrir konur sem eru bundnar yfir börnum og heimili og búsettar á landsbygg- inni,“ segir Ólína. Flokkur í forystukreppu Ólína viðurkennir fúslega að hennar flokkur Samfylkingin eigi við ramm- an reip að draga nú um stundir eftir afhroðið sem flokkurinn galt í síð- ustu þingkosningum. Ástæður taps- ins þá og dræmra fylgistalna í skoð- anakönnunum nú segir hún marg- þættar. Ólína segir þetta synd því mjög áríðandi sé að sjónarmið jafn- aðarmanna nái aftur fótfestu í um- ræðunni og Samfylkingin komist á flug. Kjósendur eigi rétt á þeim val- kosti sem jafnaðarmennskan sé sem stefna í stjórnmálum nútímans. „Það er góð spurning af hverju Samfylkingin er að mælast með ein- ungis um tíu prósenta fylgi meðan flokkurinn ætti að vera með miklu meira. Flokkurinn hefur átt í innri vandamálum. Það er ekkert leynd- armál að Samfylkingin er í forystu- kreppu og formaðurinn stendur veikt eins og sakir standa. Undir þeim kringumstæðum hefur flokk- urinn haft veikan hljómgrunn. Sam- fylkingin er einnig að gjalda fyr- ir það að hafa þurft að taka erfiðar ákvarðanir á alvarlegum krepputíma eftir efnahagshrun þjóðarinnar 2008 þegar grípa þurfti til neyðarúrræða til þess að koma efnahag landsins aftur á réttan kjöl. Það tókst, en það kostaði fórnir og fylgi. Nú er stað- an þannig undir stjórn hægriaflanna í landinu að það er mikil þörf fyrir málflutning Samfylkingarinnar, og málstaðurinn er góður. Það hefur líklega aldrei verið meiri þörf fyrir kröfuna um jöfnuð, réttlæti og sam- stöðu en einmitt nú þegar sótt er að þessum gildum af meiri hörku en oft áður. Við skulum því sjá til og spyrja að leikslokum. Það getur margt gerst á þeim tíma sem væntanlega er til næstu þingkosninga vorið 2017,“ segir Ólína Þorvarðardóttir að lok- um. mþh Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu Vesturlands 2015 Borgarnesi 3. desember S K E S S U H O R N 2 01 5 Dagskrá 11:00 Hádegisverður Landnámssetur Íslands - Ragna Ívarsdóttir, formaður Ferðamálasamtaka Vesturlands - Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, forstöðumaður Landnámsseturs Íslands 12:30 Hugheimar frumkvöðlasetur - Haraldur Örn Reynisson - Sigursteinn Sigurðsson 14:30 Safnahús Borgarfjarðar - Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður 15:15 Ljómalind - Eva Hlín Alfreðsdóttir, framkvæmdarstjóri 16:00 Landbúnaðarsafn Íslands og Ullarselið Hvanneyri - Bjarni Guðmundsson, forstöðumaður Landbúnaðarsafns Íslands 17:00 Kynning á Skemmu, kaffihús 18:00 Borgarnes - Fordrykkur 19:30 Kvöldverður - Icelandair hótel Hamar Skráning á uppskeruhátíðina og kvöldverð hjá: kristjang@vesturland.is Gisting bókuð á hamar@icehotels.is Tveggja manna herbergi: 15.000 kr. með morgunverði Eins manns herbergi: 13.000 kr. með morgunverði Hádegisverður Landnámssetri Íslands 1.390 kr. 3ja rétta hátíðarkvöldverður 6.300 kr. Ólína er virkur björgunarsveitarmaður. Hún og leitarhundurinn Skutull eru teymi á útkallslista Landsbjargar. Félagarnir Skutull og Ólína halda af stað í björgunarsveitarleit. Ólína segir að staðan í íslenskum stjórnmálum sé að mörgu leyti skelfileg og að aldrei hafi verið meiri þörf fyrir málstað jafnaðarmanna.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.