Skessuhorn


Skessuhorn - 02.12.2015, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 02.12.2015, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 201522 Seinnipart dags síðastliðinn fimmtu- dag stóð foreldrafélag Grunnskól- ans í Borgarnesi fyrir jólaföndri fyr- ir nemendur skólans og fjölskyld- ur þeirra. Hugmyndin var að búa til notalega fjölskyldustund þar sem allir væru velkomnir að koma og eiga gæðastund við föndur, bakstur og samveru. Foreldrafulltrúar allra bekkja tóku virkan þátt í verkefninu og virkjuðu aðra foreldra með sér og færum við þeim góðar þakkir fyrir. Settar voru upp stöðvar í mismunandi rýmum í skólanum. Á einni stöðinni var kaffisala sem krakkarnir í 7. bekk ásamt foreldrum skipulögðu en það var þeirra fjáröflun fyrir Reykjaferð sem farin verður í lok janúar á næsta ári. Á stöðvunum var fjölbreytt af- þreying í boði, svo sem að mála pip- arkökur, mála jólakúlur, perla snjó- korn og stjörnur, flétta músastiga, skera í laufabrauð og fá kökurnar sínar steikar. Síðast en ekki síst var mikið fjör í smíðastofunni þar sem krakkarnir máluðu jólatré, jólakúl- ur, hjörtu og grýlukerti og skreyttu eftir eigin smekk. Við í foreldrafé- laginu erum mjög ánægð með út- komuna og færum öllum þeim sem tóku þátt í verkefninu með okkur miklar þakkir fyrir. Sérstakar þakk- ir fær starfsfólk skólans fyrir velvild og hjálpsemi í garð þessa verkefnis. Án þess hefði þessi dagur ekki lit- ið dagsins ljós og ekki tekist svona vel. Ánægjulegt var að sjá hve fjöl- skyldur voru duglegar að bjóða með sér gestum og við áætlum að vel á 3ja hundrað manns hafi komið og ekki annað að sjá en fólk væri mjög ánægt með daginn. Það heyrðist best á börnunum þegar þau fóru strax að tala um að þetta yrði nú að gera á hverju ári. Við vonumst til að hefð skapist fyrir þessum degi og að síðasta fimmtudag í nóvember hér eftir verði jólaföndurdagur fyrir alla fjölskylduna í Grunnskóla Borgar- ness. Stjórn foreldrafélagsins. Ljósm. Ásta Kristín Guðmunds- dóttir. Jólaföndur í Grunnskólanum í Borgarnesi Helgina 20.-22. nóvember síðast- liðinn var haustmót í hópfimleikum haldið á Akranesi. Mótið gekk von- um framar en alls voru 805 iðkendur sem kepptu og samtals 67 lið. Mót- ið var í sex hlutum og keppt í 4.-1. flokki. Mótið taldi til stiga í deilda- keppninni og fyrir Norðurlandamót (1. flokkur) ásamt því að vera fyrsta mót tímabilsins og sigurvegarar krýndir haustmótsmeistarar. Fimleikafélagið FIMA (ÍA) sendi frá sér sex lið til keppni, eitt lið í 2. flokki, en í því voru stelpur fæddar 2000-2002, tvö lið í 3. flokki (stelp- ur fæddar 2003-2004) og þrjú lið í 4. flokki (stelpur fæddar 2005-2006). „Framtíðin er svo sannarlega björt á Akranesi en öll liðin stóðu sig með glæsibrag. 2. flokkur FIMA varð í 3. sæti og fékk samtals 38,032 stig, mjög fínn árangur. 3. flokkur FIMA A hirtu 2. sætið með einkunnina 40,932 eftir hörku baráttu við Sel- foss A. Önnur lið FIMA stóðu sig einnig með prýði og voru félaginu til sóma. Við viljum nýta tækifærið og þakka öllum sem að fimleika- félaginu standa og þeim sem komu að mótinu á einn eða annan hátt kærlega fyrir styrk og stoð en án þeirra hefði mótið ekki verið samt. Við í Fimleikafélagi Akraness viljum einnig nýta tækifærið og óska öllum iðkendum, þjálfurum og þeim sem komu að mótinu, innilega til ham- ingju með glæsilegt mót. Framtíðin er svo sannarlega björt á Akranesi í vaxandi hópfimleikum á Íslandi. Ár- angur yngri flokka sýnir það,“ segir í tilkynningu frá FIMA. mm Glæsilegt haustmót FIMA í hópfimleikum Þriðji flokkur FIMA-A varð í öðru sæti í sínum flokki á haustmótinu. Bikarmót IFBB í fitness, vaxtarrækt og módelfitness, fór nýverið fram. Alls tóku um 90 keppendur þátt á mótinu sem haldið var í Háskóla- bíói. Aðeins sex kepptu í vaxtar- rækt á bikarmótinu og hafa aldrei verið færri. Þó er ekki þar með sagt að greinin sé að leggjast af því stutt er í Íslandsmótið í vaxtarrækt sem fer fram um páskana. Í fitness og módelfitness var aftur á móti ann- að uppi á teningnum þar sem á ní- unda tug keppenda tók þátt í flokk- um karla og kvenna. Borgnesingurinn Þorvaldur Ægir Þorvaldsson keppti í fitness karla og hreppti annað sætið eftir harða keppni við Elmar Eysteins- son og Svein Má Ásgeirsson. Þá keppti Skagamaðurinn Teitur Ara- son í fitness karla í unglingaflokki og hafnaði í þriðja sæti. kgk Þorvaldur í öðru sæti á bikarmótinu í fitness Þorvaldur Ægir Þorvaldsson hreppti annað sætið í fitness karla á bikarmóti IFBB. Síðastliðið mánu- dagskvöld lauk a ð a l t v í m e n n - ingi Bridds- félags Borgar- fjarðar í Loga- landi. Spennan var svo mikil fyrir kvöldið að menn hnykluðu vöðv- ana með nokkrum „James Bóndaleg- um“ framúrakstri í bílalestinni sem átti leið í Loga- land þetta kvöld. Enn fremur óm- aði lagið „Eye of the tiger“ á hæsta styrk í bílnum hjá keppnisstjóran- um Heiðari sem var greinilega að reyna að koma sér í gírinn fyrir mót með makker sínum Loga. Spila- mennska kvöldsins var þó ekki jafn spennandi og aksturinn í Logaland hafði gefið til kynna. Félagarnir Sveinbjörn og Lárus toppuðu öll fyrri kvöld og skoruðu heil 69,3%. Þar langt á eftir skoruðu Sigurður Már og Stefán 59,5% og stjörnu- kvöld Jóns á Kópareykjum og Bald- urs í Múlakoti skiluðu þeim 57,4%. Fjórðu komu Rúnar og Dóra sem voru í baráttunni fyrir kvöldið með 54,2% og loks þeir Guðmundur frá Steinum og Magnús með 53,3%. Lokaniðurstaðan varð því sú að Sveinbjörn og Lárus vörðu titil- inn frá því í fyrra nokkuð örugg- lega með 59,8%. Í öðru sæti með 56,5% urðu Rúnar og Dóra, þriðju urðu þeir Sigurður og Stefán með 54,5%. Mjótt varð á mununum í fjórða og fimmta sæti en þar urðu Eyjólfur og Magnús B. með 53,3% hlutskarpari og á hælum þeirra Jón og Ingimundur með 53%. ahb/Ljósm. úr safni. Sveinbjörn og Lárus toppuðu á réttu augnabliki Systkinin Eyþór og Elínborg Har- aldarbörn fengu rós vikunnar í Vetrar-Kærleiknum hjá Blómasetr- inu í Borgarnesi. Rósirnar fengu þau fyrir hvað þau eru, eins og seg- ir í tilnefningunni: „Endalaust já- kvæð, með einstaklega gott viðmót og frábæra þjónustulund. Það er alltaf gaman að koma á kassann til þeirra í Bónus. Má sko alveg hrósa þeim fyrir það!“ Áfram Kærleikur! mm Systkini rósahafar vikunnar í Vetrarkær- leiknum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.