Skessuhorn


Skessuhorn - 02.12.2015, Qupperneq 29

Skessuhorn - 02.12.2015, Qupperneq 29
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2015 29 Fingurnir renna titrandi í gegnum þéttliðað og næringarríkt hárið, vonbrigðin eru mikil. Hann velt- ir fyrir sér hver næstu skref eigi eiginlega að vera. Spegillinn sýnir honum bugað andlit, borgarstjóra, borgarstjóra sem á að geta kom- ið hlutunum í framkvæmd; „And- skotans!” Hnefinn þýtur af stað og lendir á speglinum sem brotnar í þúsund mola. Brotin lenda við ljós- brúna Ecco leðurskóna og mynda ör sem bendir í átt að Vatnsmýr- inni og hæðast að honum. Fagur- myndað andlitið tekur að krump- ast af gremju og maðurinn brotn- ar niður og fellur á hnén; „Hvers vegna getum við ekki fært hann,“ öskrar hann út í loftið en fær ekk- ert svar. Ofangreind lýsing á viðbrögð- um borgarstjóra við ákvörðun Ólafar Nordal um að taka fyr- ir lokun neyðarbrautarinnar gæti verið uppspuni, en ég gæti trúað að þau fari fljótlega að gera vart við sig miðað við þrautseigju flug- vallarvina í Vatnsmýrinni. Málið er örugglega búið að valda mörg- um borgarfulltrúanum sálarangist sem reynir að hvíthnúa sig í gegn- um þetta þaulrædda mál og jafnvel hækkuðum blóðþrýstingi. Ég tala um skipulagslærða Reykvíkinga sem hafa jafnvel dvalist erlendis og eiga sér mýrblautan draum sem samanstendur af þéttriðnu neti af göngu- og hjólastígum sem liðast í gegnum mjúklega blandaða byggð í Vatnsmýrinni. Ég er alls ekki að agnúast út í þá sem vilja hafa hjólastíga, sjálfur á ég þetta forláta þriggja gíra hjól og finnst gaman að hjóla á því. En þegar samningurinn var und- irritaður í ráðherratíð Hönnu Birnu, sem er Diet kók útgáfa Sjálfstæðis- flokksins af J.R. Ewing í Dallas, því sama hvað hún gerir af sér þá snýr hún alltaf aftur, sáu borgaryfirvöld sér leik á borði og ætluðu að taka litla putta með Valsreitnum svokall- aða og seinna skyldu þau taka alla hendina. Hver sú leið verður valin til að losa sig endanlega við lands- byggðina úr hjarta sínu er ekki gott að segja til um en ljóst er að þarna er um að ræða einskonar skipulags- legan ómöguleika, svo ég snúi að- eins upp á orð Bjarna Ben. Hvort sem það er nefnd (það er búið að skipa fullt af nefndum í gegnum árin) sem skipuð er til að meta flug- völlinn í Vatnsmýrinni, sem er ein- ungis með eitt markmið og það er að koma honum burt. Eða jafnvel ennþá betra, smáframkvæmdir hér og þar til að þrengja að honum og færa loks í skipulagslegan ruslflokk, er ekki gott að segja til um. Þetta hlýtur að hafa kostað borgina of- fjár í launakostnaði og öllu því sem fylgir nefndastörfum. Af hverju borgaryfirvöldum er svona fyrir- munað og að því virðist refsað fyr- ir að vilja þétta byggð í Vatnsmýr- inni er ágætt að rifja upp söguna af Sisyphus. Eftir tíma mikillar sjálfsupphafn- ingar, slægð og prettsemi var hon- um refsað af guðunum. Refsing- in fólst í því að hann þurfti að ýta stórum stein upp mikla brekku og þegar hann var kominn upp þurfti hann að horfa á steininn rúlla niður aftur. Þennan gjörning þurfti hann að endurtaka til eilífðar, gott á hann gæti einhver sagt. Axel Freyr, Borgarfirði. Óska eftir hlutastarfi Ég er 27 ára kona og bý á Hvanneyri. Ég er í námi við LBHÍ og er að leita mér að hlutastarfi hér í nágrenninu. Ég hef unnið við þrif og ýmis þjónustustörf sem rekstrar- og verslunarstjóri. Hef mjög góða tungumálakunnáttu og þjónustulund. Vinsamlegast hafðu samband ef þú ert að leita að mann- eskju í hlutastarf. brynja1988@hotmail. com. Til sölu SSANGYONG MUSSO GRANDLUX Til sölu Ssangyong Musso Grand Lux árgerð 2000. 3.200cc bensín vél, sjálf- skiptur, skoðaður 2016 , nýsmurður bíll í fínu lagi. Lítið ekinn og góður jeppi sem hefur fengið gott viðhald upp á síðkastið. Ekinn aðeins 135 þús. km. Lækkað verð: 295.000 kr. staðgreitt. ENGIN SKIPTI. Bíllinn er í Reykjavík. Frekari upplýsingar í síma 821-2084. Óska eftir hundi Óska eftir orkumikilli tegund, má vera blandað, vantar ferðafélaga til að taka með mér á fjöll og í aðra útivist, langar líka að skrá hann í björgunarhunda- sveitina. IcelandJedi@gmail.com. Daggæsla Dagmóðir á Varmalandi með 2 laus pláss. Upplýsingar í síma 892-4013 eða með tölvupósti magga.geymonat@ gmail.com. Antik sófi mjög flottur Antik sófi, tréverk alveg heilt, eik og nýbólstraður, fæst á 75.000. Uppl. í síma 696-2334. Til sölu Til sölu sófasett 3+1+1, brúnt leðurlíki. Keypt í Hagkaup fyrir 9 árum verðhug- mynd 40 þús. Uppl. í síma 699-8160. Óska eftir íbúð Óska eftir stúdíó eða íbúð. Ég er 23 ára gamall og í 100% vinnu. Kærastan er 21 árs nemi við HÍ og er líka í vinnu. Ekkert mál að senda meðmæli. Reykjum ekki og erum ekki partífólk, erum helst í útilegu eða í hesthúsinu um helgar. Endilega sendið mér skila- boð. Sími 857-8144. Einbýlishús til leigu Til leigu 220 fm einbýlishús á Brákarbraut í Borgarnesi, getur losnað fljótlega. Elín sími: 699-7569 og / eða tölvupóstur elladav@simnet.is. Íbúð til leigu Til leigu 140 fm íbúð í Borgarnesi. Getur verið laus fljótlega. Svar í tölvu- pósti elladav@simnet.is eða í síma 699-7569, Elín. Húsnæði óskast Íbúðarhúsnæði óskast sem fyrst í Borgarnesi eða nágrenni. Leigutími eftir samkomulagi. Góðri umgengni og skilvísum greiðslum heitið. Uppl. Einar í síma 698-3404. Óska eftir postulínsdúkkum Óska eftir postulínsdúkkum, bæði stórum 60 cm og eins 45 cm. Hef verið að kaupa minni dúkkurnar á 500 kr. og þær stærri á 1500 kr. aterg13@ simnet.is. Bækur til sölu Sléttuhreppur, Saga Strandamanna, Jeppabókin, Sálumessa syndara, Saga Ólafsvíkur, Ættir Strandamanna, Bú- vélar og ræktun, Harmsaga ævi minnar og Þegar ástvinur deyr. Upplýsingar í síma 557-7957. Borgarnes dagatalið 2016 Veggdagatal með 13 ljósmyndum úr Borgarnesi. Hægt er að skoða mynd- irnar á dagatalinu á internetslóðinni : www.hvitatravel.is/dagatal Dagatalið kostar 2,400.- kr. stk. en veittur er 15% afsláttur ef keypt eru 5 stk. eða fleiri. Frí heimsending í Borgarnesi. Upplýsingar í síma 661-7173 & tolli@hvitatravel.is. Bækur um Vesturland og Vestlend- inga Byggðir Borgarfjarðar I-IV. Ættir Akur- nesinga I-IV. Héraðssaga Borgarfjarðar. Mýramannaþættir. Hvanneyrarskólinn. Borgfirsk ljóð. Hvítárbakkaskólinn. Snorri á Húsafelli.Allsherjargoðinn. Og þá rigndi blómum.Norðurá fegurst áa. Merkir Borgfirðingar.Uppl. í síma 8410322. Hesthús til sölu Að Vindási í Borgarnesi er 11 hesta hús, samtals 105 fermetrar. Upplýsingar í síma 696-9593.TIL SÖLU HÚSBÚNAÐUR / HEIMILISTÆKI Dalabyggð - 2. desember Kveikt verður á jólatré við Auðarskóla kl. 17:30. Á eftir er boðið upp á kaffi, súkkulaði og piparkökur í Dalabúð eins og venjulega. Akranes - 2. desember Jólatónleikar í Tónbergi kl. 18. Nem- endur leika listir sínar á hin ýmsu hljóðfæri. Verið velkomin. Akranes - 3. desember Jólatónleikar II í Tónbergi kl. 18. Fjöl- breytt tónlist á nemendatónleikum. Allir alltaf velkomnir. Borgarbyggð - 3. desember Kósýkvöld í verslun Líflands Borgar- braut 55 kl. 19. Lífland tekur þátt í Kósýkvöldi Hyrnutorgs. Veitingar, tilboð, uppákomur o.fl. Stykkishólmur - 4. desember Tendrun ljós jólatrésins frá Drammen í Hólmgarði kl. 17. Borgarbyggð - 4. desember Leppalúðar og létt jólatónlist í Hjálm- akletti, Menntaskóla Borgarfjarðar kl. 21. Stórskemmtileg jólaskemmtun með hinum einu sönnu Hvann- dalsbræðrum sem hafa aldrei verið jólalegri, Sóla Hólm grínista, útvarps- stjörnu og eftirhermu og síðast en ekki síst hið víðförla kyntákn landsbyggðar- innar Gísla Einarsson. Hvanndals- bræður munu flytja nokkur af sínum þekktari lögum og fjölmiðlafríkin Sólmundur og Gísli munu reita af sér brandara eins og fiður af nýskotinni rjúpu. Miðasala - tix.is. Dalabyggð - 4. desember Sameiginlegt aðventukvöld safnað- anna í Staðarfellskirkju á Fellsströnd kl. 21. Þorrakórinn ásamt kirkjukór Dalaprestakalls syngur jólasálma og Jóna Margrét Guðmundsdóttir syngur jólalög. Flutt verður ljóð og lesin jóla- saga. Eftir afhöfnina er kirkjugestum boðið upp á veitingar. Allir velkomnir. Borgarbyggð - 5. desember Jólamarkaður í gömlu hlöðunni í Nesi Reykholtsdal kl. 13 - 17. Handverk og matvara úr héraði. Borgarbyggð - 6. desember Aðventutónleikar Reykholtskórsins í Reykholtskirkju kl. 20. Á efnisdagskrá eru falleg jólalög og lofgjörðarvers allt frá 16. og 17. öld til dagsins í dag. Allir eru velkomnir, aðgangseyrir er enginn, en söfnunarbaukur til styrktar kórstarf- inu verður á staðnum. Að tónleikum loknum er boðið upp á samverustund í safnaðarsal með smákökum og jólaöli. Á tónleikunum verður Ágústu Þorvaldsdóttur frá Skarði minnst, eins kórfélaganna til margra ára, en hún féll frá fyrr á árinu langt um aldur fram. Stykkishólmur - 7. desember Jólatónleikar í sal tónlistarskólans kl. 18. Nemendur skólans flytja jólalög og fleira fallegt. Fjölbreytt tónlist úr öllum deildum skólans. Öllum velkomið að hlusta og njóta með okkur. Akranes - 8. desember Blóðsöfnun á Akranesi. Blóðbankabíll- inn verður við Ráðhúsið á Akranesi frá kl. 10 - 17. Allir velkomnir. Borgarbyggð - 8. desember Leikskólinn Klettaborg í Borgarnesi fer í Félagsstarf aldraðra og syngur þar kl. 13:15. Stykkishólmur - 8. desember Jólatónleikar í sal tónlistarskólans kl. 18. Nemendur skólans flytja jólalög og fleira fallegt. Fjölbreytt tónlist úr öllum deildum skólans. Öllum velkomið að hlusta og njóta með okkur. Akranes - 8. desember Jólatónleikar III í Tónbergi kl. 18. Nem- endur skólans með skemmtilega stund í salnum okkar góða. Allir alltaf svo hjartanlega velkomnir og aðgangur er sko ókeypis. Stykkishólmur - 8. desember Jólatónleikar í sal tónlistarskólans kl. 18:45. Nemendur skólans flytja jólalög og fleira fallegt. Fjölbreytt tónlist úr öllum deildum skólans. Öllum velkom- ið að hlusta og njóta með okkur. Borgarbyggð - 8. desember Bókakynning í Bókhlöðu Snorrastofu kl. 20:30. Óskar Guðmundsson rithöf- undur kynnir nýja bók sína um Skúla Alexandersson; Þá hló Skúli. Á döfinni Markaðstorg Vesturlands BÍLAR / VAGNAR / KERRUR LEIGUMARKAÐUR ATVINNA ÓSKAST Nýfæddir Vestlendingar 23. nóvember. Stúlka. Þyngd 3.745 gr. Lengd 50 sm. Foreldrar: Margrét Þóra Jónsdóttir og Maron Baldursson, Akranesi. Ljósmóðir: Ásthildur Gestsdóttir. 26. nóvember. Stúlka. Þyngd 2.610 gr. Lengd 49,5 sm. Foreldrar: Anna Karolina Belko og Helgi Þórarinsson, Akranesi. Ljósmóðir: G. Erna Valentínusdóttir. Af raunum borgarstjóra og hans undirmanna Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is PIstill DÝRAHALD FYRIR BÖRN ÓSKAST KEYPT Getir þú barn þá birtist það hér, þ.e.a.s. barnið! www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.