Skessuhorn


Skessuhorn - 02.12.2015, Page 30

Skessuhorn - 02.12.2015, Page 30
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 201530 Hvaða bók langar þig helst í sem jólagjöf? Spurning vikunnar (Spurt í Stykkishólmi) Eydís Bergmann Eyþórsdóttir „Sogið eftir Yrsu Sigurðardótt- ur“ Sigmar Logi Hinriksson „Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915 eftir Smára Geirsson“ Heiðrún Höskuldsdóttir „Dimmu eftir Ragnar Jónasson“ Sumarliði Ásgeirsson „Mörk – saga mömmu eftir Þóru Karítas Árnadóttur“ Guðrún Birna Eggertsdóttir „Sogið eftir Yrsu“ Það var heldur betur fjör í íþrótta- húsi Grundarfjarðar síðasta laugar- dag þegar nokkrir krakkar úr Skátafé- laginu Erninum mættu þangað al- vopnaðir. Þá var bryddað upp á því að halda svokallað „Nerf-mót“ en Nerf eru leikfangabyssur sem skjóta mjúkum pílum. Aðalsteinn Þorvalds- son var með yfirumsjón með mótinu og gerði skemmtilega braut í salnum þar sem krakkarnir gátu farið í hefð- bundna leiki eins og að ná flaggi and- stæðingsins og fleira. Þetta heppnað- ist með eindæmum vel og reiknaði Aðalsteinn með að þetta yrði endur- tekið síðar. tfk Fóru í byssuleik í íþróttahúsinu Árlegur aðventudagur kvenfélags- ins Gleym mér ei var haldinn í Samkomuhúsinu í Grundarfirði síðastliðinn laugardag. Að vanda voru þar sölubásar með handverki, kökum og fleiru auk þess sem kven- félagið seldi vöfflur og kakó. Á dagskrá voru söng- og tónlistar- atriði frá tónlistarskólanum og úr- slit voru kunngjörð í ljósmynda- samkeppni Grundarfjarðar 2015, þar sem Sverrir Karlsson hreppti fyrsta sætið. Þá var einnig tilkynnt um val á íþróttamanni Grundar- fjarðar. Í ár voru fjórir íþróttamenn tilnefndir og bar Svana Björk Stein- arsdóttir, sextán ára blakkona, sig- ur úr býtum og nafnbótina íþrótta- maður Grundarfjarðar 2015. Það var blakráð UMFG sem tilnefndi Svönu Björk sem er lykilleikmaður í liði UMFG og keppir nú í fyrsta sinn í MIZUNO úrvalsdeildinni í blaki. Hún var nýverið valin ann- að árið í röð í U-17 unglingalands- liðið og fór með liðinu til Ketter- ing í Englandi þar sem stúlkurn- ar höfnuðu í öðru sæti og náðu þar með besta árangri sem íslenskt U-17 landslið hefur náð á alþjóð- legu móti. Svana Björk þykir prúð- ur og agaður leikmaður sem er öðr- um fyrirmynd jafnt innan vallar sem utan. grþ / Ljósm. tfk Íþróttamaður Grundarfjarðar heiðraður á aðventudegi kvenfélagsins Þau sem tilnefnd voru sem íþróttamenn Grundarfjarðar 2015. Frá vinstri: Sandra Rut Steinarsdóttir í fjarveru Svönu Bjarkar sem var í keppnisferð í blaki, Heimir Þór Ásgeirsson sem tilnefndur var fyrir golf, Guðlaug Halldóra Guðmundsdóttir í fjarveru ömmu barnsins Berglindar Óskar Kristmundsdóttur knattspyrnukonu og Birgir Guðmundsson sem tilnefndur var fyrir skotfimi. Elísabet Árnadóttir kynnti handverk á aðventudeginum. Dagný Rut Kjartansdóttir með verðlaun fyrir að lenda í öðru sæti í ljósmyndasam- keppni Grundarfjarðar en Sverrir Karlsson, sem var fjarverandi, átti myndirnar í þriðja og fyrsta sæti. Amelía og Kristbjörg tóku nokkur vel valin jólalög á aðventudeginum. Hin 16 ára gamla Svana Björk Steinarsdóttir stolt með verðlaunin.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.