Skessuhorn - 02.12.2015, Side 31
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2015 31
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar
frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á
augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt
leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín
kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
auðveldar smásendingar
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA
SMÆRRI SENDINGAR
������� ���������
� e���.��
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
Skallagrímur tók á móti KFÍ í 1. deild
karla í körfuknattleik föstudaginn
27. nóvember. Heimamenn byrjuðu
af krafti og leiddu eftir fyrsta leik-
hluta en gestirnir frá Ísafirði gerðu
atlögu að forystu heimamanna og
komust yfir snemma í upphafi ann-
ars fjórðungs. En leikmenn Skalla-
gríms héldu sínu striki, komust yfir
á nýjan leik og leiddu með átta stig-
um í hálfleik, 39-31. Heimamenn
byrjuðu síðari hálfleikinn vel, héldu
gestunum í skefjum og sáu til þess
að forskotið fengju þeir ekki aft-
ur það sem eftir lifði leiks. Munur-
inn jókst lítillega og þegar lokaflaut-
an gall munaði ellefu stigum á lið-
unum. Lokatölur í Borgarnesi voru
87-76, Skallagrími í vil.
J.R. Cadot var aðeins hársbreidd
frá því að ná þrennu í leiknum.
Hann skoraði 18 stig, tók 14 fráköst
og gaf níu stoðsendingar. Auk þess
stal hann boltanum fimm sinnum.
Sigtryggur Arnar Björnsson kom
honum næst með 20 stig, níu stolna
bolta og fimm stoðsendingar. Þá
skoraði Atli Aðalsteinsson 16 stig.
Skallagrímur situr eftir leikinn
í fjórða sæti deildarinnar með átta
stig eftir sex leiki, jafn mörg og lið-
in í þriðja og fimmta sæti. Næst leik-
ur liðið gegn Breiðabliki í bikarnum
laugardaginn 5. desember. Næsti
deildarleikur Skallagríms er einn-
ig á móti Breiðabliki, föstudaginn
11. desember. Báðir leikirnir verða
leiknir í Kópavogi. kgk
Skallagrímur
sigraði KFÍ
J.R. Cadot hefur leikið vel með Skalla-
grími í vetur. Hann var hársbreidd frá
því að ná þrennu í sigurleiknum gegn
KFÍ á dögunum. Mynd úr safni.
Síðastliðinn sunnudag mættust ÍA
og Fjölnir í 1. deild karla í körfu-
knattleik. Leikið var í Grafarvog-
inum. Leikurinn var jafn og spenn-
andi á upphafsmínútum leiksins.
Heimamönnum tókst þó að slíta sig
aðeins frá Skagamönnum undir lok
fyrsta leikhluta og höfðu nokkuð
afgerandi forystu í hálfleik, 60-41.
Í þriðja fjórðungi sáu heimamenn
til þess að munurinn héldist svo
til óbreyttur. Snemma í lokafjórð-
ungnum gerðu Skagamenn áhlaup
og freistuðu þess að jafna leikinn.
Forysta heimamanna var hins vegar
of mikil og ÍA tókst aldrei að kom-
ast nær en sem nam ellefu stigum.
Þeir máttu því sætta sig við tap,
111-92, þrátt fyrir heiðarlega til-
raun til að koma sér inn í leikinn á
lokasprettinum.
Miðherjinn Jón Orri Kristjáns-
son átti stórleik fyrir ÍA, en hann
skoraði 25 stig og reif niður 18 frá-
köst. Sean Tate var hins vegar stiga-
hæstur með 29 stig.
ÍA situr sem stendur í sjötta sæti
deildarinnar með sex stig eftir sex
leiki, jafn mörg og Breiðablik í sjö-
unda sætinu og tveimur stigum á
eftir næstu liðum fyrir ofan. Í næsta
leik mætir ÍA toppliði Vals í íþrótta-
húsinu við Vesturgötu á Akranesi
fimmtudaginn 10. desember.
kgk
Skagamenn
máttu sætta
sig við tap
Sean Tate var stigahæstur í liði ÍA í
tapleiknum gegn Fjölni á sunnudag.
Ljósm. jho.
Fyrri umferð Íslandsmótsins í Fut-
sal var nýverið spiluð. Spilaðar eru
tvær umferðir í fjórum riðlum og
er Víkingur Ólafsvík og Snæfell
í A-riðli. Fyrri umferðin var spil-
uð í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar þar
sem Víkingur tók á móti Snæfelli,
Hvíta Riddaranum og Kóngunum.
Víkingur vann alla sína leiki og er
því í efsta sæti eftir fyrri umferðina,
Snæfell er í öðru sæti með 6 stig,
Hvíti Riddarinn í því þriðja með 3
stig og Kóngarnir neðstir án stiga.
Seinni umferðin verður svo spil-
uð laugardaginn 12. desember að
Varmá í Mosfellsbæ. þa
Víkingar efstir í
undankeppni Futsal
Það var toppslagur í Domino‘s deild
kvenna á sunnudagskvöldið þeg-
ar Snæfell tók á móti Haukum. Fyr-
ir leikinn sátu Haukar á toppi deild-
arinnar en Íslandsmeistararnir í öðru
sæti. Leikurinn var jafn og spennandi
frá fyrstu mínútu. Heimaliðið hafði
heldur yfirhöndina í upphafi en gest-
irnir komust stigi yfir undir lok fyrsta
leikhluta. Liðin fylgdust að áður en
Snæfell náði forystunni á ný og leiddi
með fjórum stigum í hálfleik, 35-31.
Í síðari hálfleik tóku liðin upp
þráðinn þar sem þau skildu hann eft-
ir. Haukar tóku forystuna um miðj-
an þriðja leikhluta en Snæfell jafnaði
af vítalínunni skömmu síðar og leik-
urinn í járnum fyrir lokafjórðunginn.
Liðin fylgdust að, hverju stigi var svar-
að og allt útlit fyrir að úrslitin myndu
ekki ráðast fyrr en á lokasekúndun-
um. Þegar tvær mínútur voru eftir
skelltu leikmenn Snæfells hins vegar í
lás. Haukar skoruðu ekki stig það sem
eftir lifði leiks og Snæfell vann topps-
laginn með tíu stiga mun, 75-65.
Haiden Palmer bar af í leiknum.
Hún skoraði hvorki meira né 43 stig,
tók 14 fráköst og gaf fimm stoðsend-
ingar. Næst henni kom Bryndís Guð-
mundsdóttir með 16 stig og sex frá-
köst og Hugrún Eva Valdimarsdóttir
skoraði fimm stig og tók tíu fráköst.
Þess má einnig geta að Helena
Sverrisdóttir skoraði 19 stig, tók tíu
fráköst og gaf sjö stoðsendingar í
liði Hauka sem er rétt undir henn-
ar meðaltali hennar á leik í vetur. Að
slík frammistaða sé undir meðallagi er
hreint með ólíkindum og nær öllum
ljóst að þar fer besti leikmaður deild-
arinnar um þessar mundir.
En með sigri Snæfells höfðu lið-
in sætaskipti í deildinni. Ríkjandi Ís-
landsmeistarar verma nú toppsæt-
ið með 16 stig eftir níu leiki, tveimur
stigum meira en Haukar sem þó eiga
leik til góða.
Næst tekur liðið á móti Breiðabliki
í bikarnum laugardaginn 5. desemb-
er næstkomandi. Næsti deildarleik-
ur Snæfells fer hins vegar fram laug-
ardaginn 12. desember þegar liðið
heimsækir Keflvíkinga.
kgk/ Ljósm. eb.
Íslandsmeistararnir tylltu sér á toppinn
Haiden Palmer var í sérflokki í sigri
Snæfells á toppliði Hauka á sunnu-
daginn. Hún skoraði hvorki meira né
minna en 43 stig.
Snæfell mætti liði FSu í Domino‘s
deild karla í körfuknattleik á Selfossi
föstudaginn 27. nóvember. Varnar-
leikur var ekki í hávegum hafður í
leiknum á föstudaginn og stigaskor-
ið hátt. Heimamenn í FSu byrjuðu
betur, létu boltann ganga og hittu
vel. Leikmenn Snæfells voru aðeins
lengur í gang en komust yfir und-
ir lok fyrsta leikhluta og leiddu með
fimm stigum í hálfleik, 51-55.
Liðin héldu uppteknum hætti
í síðari hálfleik, einbeittu sér að
sóknarleiknum en sýndu vörn-
inni takmarkaðan áhuga. Snæfell-
ingar bættu lítillega við forskot sitt
eftir því sem leið á síðari hálfleik.
Þeir tóku einfaldlega betri skot en
heimamenn og unnu að lokum 13
stiga sigur, 97-110.
Sherrod Wright átti stórleik í
liði Snæfells með 35 stig, 16 fráköst
og sex stoðsendingar. Næstur hon-
um kom Austin Bracey með 27 stig
og gaf sex stoðsendingar. Þá skor-
aði Stefán Karel Torfason 16 stig og
tók ellefu fráköst.
Snæfell situr eftir leikinn í sjötta
sæti deildarinnar með átta stig eft-
ir átta leiki, tveimur stigum á eftir
Njarðvík í sætinu fyrir ofan en jafn
mörg og næstu þrjú lið fyrir neðan.
Snæfell tekur á mót ÍR í næsta leik
fimmtudaginn 3. desember næst-
komandi.
kgk
Snæfell með góðan
útisigur á FSu
Sherrod Wright átti stórleik í sigri
Snæfells á föstudag. Hér er hann í leik
fyrr í vetur. Ljósm. sá.
Skallagrímur hefur verið á mikilli
siglingu í 1. deild kvenna í körfu-
knattleik það sem af er vetri og
vermdi toppsæti deildarinnar þeg-
ar Njarðvíkingar komu í heimsókn
í Borgarnes síðasta laugardag. Frá
fyrstu mínútu höfðu Skallagríms-
konur undirtökin í leiknum. Þær
byrjuðu miklu betur en gestirn-
ir sem fundu sig engan veginn.
Undir lok annars leikhluta hafði
Skallagrímur skorað tvöfalt fleiri
stig en gestirnir því staðan í hálf-
leik var 42-21.
Heimaliðið hélt uppteknum
hætti í síðari hálfleik og bætti hægt
og sígandi við forystu sína. Njarð-
víkingar áttu aldrei möguleika og
þegar flautað var til leiksloka var
munurinn orðinn 32 stig. Lokatöl-
ur í Borgarnesi 67-35, Skallagrími
í vil.
Erikka Banks skoraði 15 stig í
leiknum og Kristrún Sigurjóns-
dóttir skoraði 14 og gaf sex stoð-
sendingar. Sólrún Sæmundsdóttir
skoraði 12 stig og gaf fimm stoð-
sendingar. Lið Skallagríms er því
áfram ósigrað á toppi 1. deildar-
innar með fullt hús stiga eftir átta
leiki og átta stiga forskot á annað
sætið.
Í næsta deildarleik mætast lið-
in aftur en þá í Njarðvík. Sá leikur
fer fram 9. desember. Í millitíðinni
leikur Skallagrímur hins vegar úti-
leik gegn KR í bikarnum sunnu-
daginn 6. desember.
kgk
Körfuknattleikslið Ungmenna-
félags Grundarfjarðar tók á móti b
liði Stjörnunnar í 3. deildinni síð-
asta laugardag. Heimamenn mættu
grimmir til leiks og leiddu með 20
stigum gegn 11 eftir fyrsta leikhluta.
Gestirnir sóttu aðeins í sig veðrið
og jafnræði var með liðunum í öðr-
um leikhluta og staðan 36-28 heima-
mönnum í vil í hálfleik. Grundfirð-
ingar héldu þessari forystu eftir þriðja
leikhlutan en staðan var 46-40 þeg-
ar fjórði og síðasti leikhluti hófst.
Heimamenn voru grimmir síðustu
tíu mínútur leiksins og enduðu á
að vinna leikinn með 16 stiga mun;
70-54. Næsti leikur Grundarfjarðar
er gegn Gnúpverjum næsta laugar-
dag. tfk
Grundfirðingar sigruðu Stjörnuna
Skallagrímskonur enn
ósigraðar á toppnum
Erikka Banks gerir atlögu að körfu
Njarðvíkinga í leiknum á laugardag-
inn.
Ljósm. facebook-síða Skallagríms.